Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu í Reykjavík, en það er þrjátiu ára um þessar mundir. Vaka í sjónvarpi í kvöld: Þri tugsafmæli Þjóðleikhússins Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem heiðruðu mig sjötíu ára 15.4 1980 með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Lifið heil. Jónas Stefánsson, Húki. Síðustu sýn- ingar „Óvita“ SÍÐUSTU sýningarnar á barna- leikriti Guðrúnar Helgadóttur, ÓVITAR, verða nú um helgina, laugardaginn 3. maí kl. 14.00 (ath. breyttan tíma) og sunnudaginn 4. maí kl. 15.00. Þó að lítið lát hafi verið á aðsókninni og sýningafjöldinn sé kominn vel á fimmta tuginn, þá er þess að gæta að börn leika burðar- hlutverk í leiknum og þau þurfa að sinna próflestri eins og önnur börn og fá sitt frí. Leikritið var frumsýnt í nóvember síðast liðn- um og er í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Leikmyndin er eftir Gylfa Gíslason og lýsinguna annaðist Kristinn Daníelsson. Kaupfélag ís- firðinga 60 ára KAUPFÉLAG ísfirðinga er 60 ára um þessar mundir, en það var stofnað hinn 30. apríl 1920 og voru stofnfélagar 20. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu sr. Guðmundur Guðmundsson, Vilmundur Jónsson síðar land- læknir og Guðjón Jónsson tré- smiður. Félagið rekur nú sjö verzlanir á ísafirði, Suðureyri og Súðavík, auk sláturhúss, kjöt- frystihúss og kjötvinnslu á Isa- firði. Núverandi stjórnarformaður er Konráð Jakobsson fram- kvæmdastjóri og Sigurður Jóns- son er kaupfélagsstjóri. Félags- menn eru 540 og fastir starfsmenn 40. Afmælis félagsins verður minnst á aðalfundi er fram fer hinn 15. maí nk. Þátturinn Vaka er á dagskrá í kvöld og verð- ur þátturinn helgaður þrjátíu ára afmæli Þjóð- leikhússins, sem tók til starfa árið 1950. Verður litast um í Þjóðleikhús- inu af þessu tilefni og einnig verður -fylgst með æfingum á nýjum ís- lenskum verkum. Um- sjónarmaður þáttarins er í kvöld Andrés Indr- iðason. Þjóðleikhúsið er ekki gömul stofnun með þjóð- inni en þó er það svo að erfitt er að ímynda sér mannlíf og menningu hér á landi án tilvistar þessarar þjóðþrifastofn- unar, sem svo margir landsmenn heimsækja oft á ári. Morgun- pósturinn Morgunpósturinn er á sínum tíma í dagskránni í dag og munu þeir allra árrisulustu heyra hann þegar klukkan 7.25 í býtið í dag, eða um svipað leyti og Morgunblaðið kemur inn um bréfalúguna hjá lesendum á höf- uðborgarsvæðinu. Á myndinni er Erna Indriðadóttir, sem um þessar mundir er aðstoðarmaður þeirra Páls Heiðars og Sigmars B. í þættinum. Gunnvör Braga • • Gunnvör les Ogn og Anton í útvarpi klukkan 9.05 í dag heldur Gunnvör Braga áfram að lesa söguna Ögn og Anton í Morgunstund barnanna. Þetta er saga eftir Erich Kástner í þýðingu Ólafíu Einarsdóttur og væntanlega hlusta yngstu hlustendurnir á söguna ef þeir eru vaknaðir á þessum tíma. í Útvarp Reykjavík ! stj. / Fílharmoníusveitin í Vín leikur „Rínarför Sieg- frieds“ úr óperunni „Ragna- rökum“ eftir Richard Wagn- er; Wilhelm Furtwángler stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 1 AflDMIKUDIkGUR 30. apríi MORGUNINN í ------------------------------ í 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. ’ 7.10. Leikfimi. 7.20 Bæn. t 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 I Fréttir). 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. I 9.00 Fréttir. í 9.05 Morgunstund barnanna: I Gunnvör Braga heldur Íáfram að lesa söguna „Ögn og Anton“ eftir Erich Kástn- er í þýðingu ólafíu Einars- dóttur (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morguntónleikar Sinfóníuhljómseitin í Boston leikur Sinfóníu nr. 2 í D-dúr op. 36 eftir Ludwig van Beethoven; Eric Leinsdorf stj. 11.00 Trúarlegt uppeldi barna Séra Guðmundur óskar Ól- afsson flytur fyrra hluta erindis síns. 11.20 „Missa brevis eftir Zoltán Kodály Ungverskir einsöngvarar og Búdepest-kórinn syngja með Ungversku ríkishljómsveit- inni; höfundurinn stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar Tónleikasyrpa Tónlist úr ýmsum áttum, þ.á m. léttklassísk. SÍDDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan; „Kristur nam staðar í EboIí“ eftir Carlo Levi Jón óskar les þýðingu sína (5). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatíminn Stjórnandi: Sigrún Björg Ingþórsdóttir. í tímanum les Erla Sigurðardóttir (8 ára) Ijóð eftir Jónas Árnason. 16.40 Tónhornið Sverrir Gauti Diego stjórn- ar. 17.00 Síðdegistónleikar Sinfóníuhljómsveit tslands leikur „Sjöstrengjaljóð“, hljómsveitarverk eftir Jón Ásgeirsson; Karsten Ander- sen stj. / Jacqueline du Pré og Sinfóníuhljómsveit Lund- úna leika Sellókonsert i e- moll op. 85 eftir Edward Elgar; Sir John Barbirolli MIÐVIKUDAGUR 30. apríl 18.00 Börnin á eldfjallinu. Sjöundi þáttur. Þýðandi Guðni Koibeinsson. 18.25 Sá ég kjóa. Sænsk dýralífsmynd. Þýð- andi og þulur óskar Ingi- marsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Vaka. Litast er um í Þjóðleikhús- inu á 30 ára afmæli þess og m.a. fylgst með æfingu á nýjum, íslenskum verkum. Umsjónarmaður Andrés Indriaðson. 21.15 Ferðir Darwins. Fimmti þáttur. Leyndar- dómurinn mikli. Efni fjórða þáttar: Meðan Fitz- roy hcldur áfram sjómæl- ingum við strendur Ar- gentínu, kýs Darwin að fara sjóðleiðina til Buenos Aires, yfir slétturnar miklu. Þar berjast indíán- ar og kúrekar (gauchos) undir stjórn hörkutóisins Rosas hershöfðingja, sem ætlar sér að gerast einvald- ur. Darwin sleppur betur frá viðskiptunum við hann en margir aðrir. „Beagle" siglir til Valpar- aiso i Chile til að taka vistir, og Darwin notar tækifærið til að fara yfir Andes-fjöll, þar sem hann rekst á enn eitt furðuverk nátturunnar og mótar nýja kenningu um myndun fjaíl- garða. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 22.15 Flóttinn yfir Kjöl. Þriðji þáttur fjallar um ýmsa atburði sem gerðust árið 1943, m.a. ævintýra- legan flótta Norðmannsins Jans Baalsrud yfir Kjöl. Þýðandi Jón Gunnarsson. (Nordvision — Sænska og Norska sjónvarið). 23.15 Dagskrárlok. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.________________ KVÖLDID _____________________ 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Gestur í útvarpssal: Tom Metling frá Danmörku leik- ur á gítar lög eftir Fernando Sor, Francisco Tarrega, Heito Villa-Lobos, Johann Sebastian Bach og sjálfan sig. 20.00 Úr skólalífinu Stjórnandinn, Kristján E. Guðmundsson, fjallar um nám á Norðurlöndum. 20.45 „Mjór er mikils vísir“ Þáttur um megrun í umsjá Kristjáns Guðlaugssonar. M.a. rætt við Gauta Arnórs- son yfirlækni og Myako Þórðarson frá Japan. 21.05 Svíta nr. 3 í G-dúr op. 55 eftir Pjotr Tsjaíkovský Fílharmoníusveit Lundúna leikur: Sir Adrian Boult stj. 21.45 Útvarpssagan: „Guðs- gjafaþula“ eftir Halldór Laxness Höfundur les (11). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Það fer að vora Jónas Guðmundsson spjallar við hlustendur í þriðja sinn. 23.00 Djass Umsjónarmaður: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.