Morgunblaðið - 20.06.1980, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1980
Sigló-sild:
Starfsfólkið sent heim
vegna skorts á lokum
UM 70 MANNS af tæplega 90
manna starfslifli Sigló-sildar hefur
veriö sagt upp frá og með þriöjudeg-
inum í næstu viku. Ekki verður þó
um margra daga stöðvun rekstrar
aö ræða. en vegna tafa á sendingu
loka frá Noregi stoðvast framleiðsla
í nokkra daga. Að sógn Egils
Thorarensen hjá Sigló-sild er hér
um uppsógn á kauptryggingar-
samningi að ra‘ða vcgna tímabund-
ins vanda.
Að sögn Egils urðu mistök ein-
hvers staðar á leiðinni og tilkynning
um að bankaábyrgð hefði verið
opnuð fyrjr pöntun á lokum barst
ekki framleiðanda fyrr en eftir að
lokin áttu að vera komin um borð í
skip. Af þessari ástæðu dróst þessi
lokasending í um 10 daga, en kemur
væntanlega til Reykjavíkur á mið-
vikudag í næstu viku. Þá munu verða
gerðar ráðstafanir til að flytja lokin
svo fljótt sem auðið verður norður til
Siglufjarðar. Sagðist Egill vona að
ekki yrði nema um þriggja daga
3töðvun framleiðslu að ræða, þ.e.
þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag
í næstu viku. — Að sjálfsögðu er
þetta bagalegt, bæði fyrir starfsfólk-
ið og fyrirtækið, en vonandi verða
þetta ekki margir dagar, sagði Egill
Thorarensen.
Hjá Sigló-síld hafa undanfarið
verið framleiddar 323 dósir af gaffal-
bitum að meðaltali á dag og hefur
verið unnið samfellt við gaffalbita-
framleiðsluna síðan 18. apríl, en
einnig var unnið við þessa fram-
leiðslu um tíma i janúar og febrúar.
Borgarst jórn vísaði
samningnum frá
BORGARSTJÓRN samþykkti i
gærkvöldi að visa frá samningi
við Stangaveiðifélag Reykjavikur
um klak- og eidisstöðina við
Elliðaár, en samningur þessi var
samþykktur á fundi borgarráðs
þann 13. júni. t>ar sem ágreining-
ur varð í borgarráði við af-
greiðsluna þar, kom samningur-
inn til atkvæða í horgarstjórn.
Björgvin Guðmundsson borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins flutti svo-
hljóðandi frávísunartillögu: Borgar-
stjórn Reykjavíkur samþykkir að
vísa frá samningi við SVFR um
rekstur klak- og eldisstöðvar við
Elliðaár, sem samþykktur var í
borgarráði hinn 13. júní 1980.
Borgarstjórn felur veiði- og fiski-
ræktarráði rekstur klak- og eldis-
stöðvarinnar.
Þessi tillaga Björgvins var sam-
þykkt með átta atkvæðum gegn sjö.
Fulltrúar Alþýðubandalagsins og
Alþýðuflokksins greiddu tillögunni
atkvæði, ásamt Sveini Björnssyni
kaupmanni, varaborgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins. Aðrir borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru
andvígir tillögunni, ásamt fulltrúa
Framsóknarflokksins.
Gerir Slippstöð-
in Flakkarann út?
FYRIR röskum þremur árum
keypti Slippstöðin á Akureyri
skipsskrokk af sa-nskum aðilum.
en skrokkur þessi var smíðaður í
Póllandi á sínum tíma. Ætlun
Slippstöðvarmanna var að Ijúka
smíði skipsins og selja það síðan.
Nú er bygging skipsins á lokastigi.
en hins vegar hefur enn ekki
fengizt kaupandi að skipinu. sem
fengið hefur nafnið Flakkarinn
manna á meðal.
Ymsar hugmyndir hafa komið
upp varðandi hvað verður um skipið
í haust og m.a. mun hafa verið rætt
um að Slippstöðin geri skipið út
ásamt öðrum. Ekkert hefur verið
ákveðið, en margir hafa skoðað
skipið með kaup í huga án þess að
gera neitt frekar í málinu. Hjá
Slippstöðinni hefur verið unnið við
Flakkarann meðfram öðrum verk-
efnum eða þegar verkefnaskortur
hefur háð starfsemi fyrirtækisins.
Skipið verður búið til ýmiss konar
veiða og þá fyrst og fremst loðnu- og
flotvörpuveiða, en einnig netaveiða
og sömuleiðis er talið að skipið henti
vel til djúprækjuveiða. Af loðnu er
talið að skipið beri um 800 tonn.
Eyjólfur tók aldrei
sumargreiðslurnar
EINN alþingismanna. Eyjólfur
Konráð Jónsson, skrifar stutta
grein í Morgunhlaðið í gær. sem ber
yfirskriftina „Hver hefur greitt
mér milljónirnar?“. t greininni
kemur fram. að Eyjólfur kannast
ekki við, að hafa fengið greiðslur,
sem Morgunblaðið skýrði frá hinn
17. jún> síðastliðinn.
Um er að ræða húsaleigustyrk, 120
þúsund krónur á mánuöi og hálfan
dvalarkostnað 3.250 krónur á dag,
sem þingmenn kjördæma úti á landi,
og lögheimili eiga í Reykjavík, fá
þann tíma, sem þing situr ekki.
Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri
Alþingis hefur í samtali við Morgun-
blaðið upplýst, að þingmenn fái ekki
þessar greiðslur, nema þeir framvísi
reikningum. Friðjón kvað Eyjólf
Konráð aldrei hafa lagt fram slíka
reikninga og því hafi hann ekki
fengið þessar greiðslur.
Stefán frá Sætúni og sjúkrabíllinn
EINS og fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag gaf 81 árs gamall verkamaður á Stokkseyri, Stefán
Ketilsson frá Sætúni, Sjúkrahúsi Selfoss, glæsilegan sjúkrabíl. Stefán afhenti bifreiðina á 17. júní, en í
gær fór Hafsteinn Þorvaldsson, sjúkrahúsráðsmaður á Selfossi með sjúkrabílinn niður á Stokkseyri til að
sýna Stokkseyringum hann. Af Stefáni er það hins vegar að segja, að hann hefur að undanförnu dvalið á
Sjúkrahúsinu á Selfossi, en fór heim til sín á miðvikudag. Á hádegi í gær var hann byrjaður að vinna í
frystihúsinu á Stokkseyri en þar hefur hann unnið um árabil. Fjöldi Stokkseyringa skoðaði bílinn í gær,
og í kaffihléi kl. 15.30, gaf Stefán sér tíma til að koma út og þá tók fréttaritari Mbl., Tómas Jónsson,
meðfylgjandi mynd af Stefáni við sjúkrabílinn, en hann er af Citroengerð.
Suðurnes og Vestfirðir:
Stöðvun undirbú-
in í frystihúsum
FRYSTIHÚS á Suðurnesjum og á
Vestfjórðum eru nú að undirbúa
stöðvunaraðgerðir, sem væntanlega
koma til framkvæmda um miðjan
júlí. Munu flest frystihúsanna ráð-
gera að senda starfsfólk í sumar-
leyfi og byrja síðan rekstur aftur
upp úr miðjum ágúst. en þá vona
mcnn að eitthvað hafi rofað til í
þeim erfiðleikum. sem við er að
glíma.
I fyrrakvöld héldu forystumenn
frystihúsa á Suðurnesjum fund í
Keflavík þar sem rætt var um vanda
frystihúsanna og sameiginlegar að-
gerðir. Eru mörg húsanna að undir-
búa stöðvun og hyggja flestir á
sumarleyfi alls starfsfólks á sama
tíma. Sömu sögu er að segja af
Vestfjörðum, en þar hefur starfsfólki
Hjálms á Flateyri þegar verið til-
kynnt um sumarleyfi frá miðjum júlí.
A Vestfjörðum verður væntanlega
víðast hvar um sumarleyfi í frystihús-
um að ræða frá 20. júlí til 20. ágúst.
Að sumarleyfum loknum hyggjast
menn reka fyrirtækin með minni
framleiðslu, en minna berst venjulega
af fiski á land er kemur fram á
haustið.
Víða hefur verið dregið úr framboði
á hráefni m.a. með því að láta tögara
sigla með afla. Víða er nú aðeins unnið
8 stundir á dag í frystihúsunum og
ekkert á laugardögum. Geymslurými
er mjög víða á þrotum, en ekkert
frystihús hefur enn stöðvast af þeim
sökum.
Að sögn Árna Benediktssonar munu
Sambandsfrystihúsin ekki stöðvast
vegna skorts á frystirými. Hann sagði,
að birgðir væru nú svipaðar og í
útflutningsbanninu fyrir tveimur ár-
um. — Fiskurinn verður frekar fluttur
í geymslur erlendis heldur en að húsin
verði látin stöðvast út af því sagði
Árni. Hins vegar er við ýmsan annan
vanda að eiga og þá einkum fjárskort.
Ég veit að nokkur húsanna ráðgera
sumarleyfi starfsfólks, en þessi mál
eru til athugunar þessa dagana og
menn bera sig saman eftir svæðum,
sagði Árni Benediktsson.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hefur starfsfólki, sem ráðið
var til sumarvinnu verið sagt upp hjá
BÚR, BÚH og ísbirninum, frystihúsin
í Vestmannaeyjum hyggjast loka 21.
júlí og starfsfólki við frystihús ísa-
foldar í Siglufirði hefur verið tilkynnt
um stöðvun rekstrar. Þá hefur starfs-
fólki frystihúss Hjálms á Flateyri
verið tilkynnt um sumarleyfi frá 14.
júlí.
Nýju sparireikningarnir 1. júlí:
Tveggja ára binding
og síðan til árs í senn
BANKASTJÓRN Seðlabankans gekk
I gær að hofðu samráði við bankaráð
frá reglum um nýju sparireikn-
ingana, sem verða fullverðtryggðir
með lánskjaravisitölu. og koma þær
til framkvæmda 1. júli n.k. Innistæð-
ur verða hundnar í tvö ár frá stofnun
hvers reiknings, en eftir fyrsta árið
verður hindingin til árs í senn.
Samhliða tilkomu þessara innláns-
reikninga hækka vextir á fullverð
tryggðum útlánum úr 2 í 2,5%. Ekki
er ætlunin að losa um bundnar
innistæður á þeim innlánsreikning-
um, sem fyrir eru, þegar nýju
reikningarnir koma.
í frétt Seðlabankans um málið
segir:
„Form þessara spariinnlána verða
sparifjárreikningar, sem leggja má
inn á, hvenær sem er og hvaða
upphæðir, sem reikningseiganda hent-
ar. Gefin verða út skírteini sem
heimild að hlutaðeigandi reikningi, en
ekki sparisjóðsbók, og að sjálfsögðu
sérstakar kvittanir fyrir innleggi.
Fokkernum flogið til Reykjavíkur
„LAUSLEG skoðun á vélinni fór
fram i dag og ég held að segja
mcgi. að óvenjulitlar skemmdir
hafi orðið á vélinni miðað við
aðsta-ður. Skrokkur hennar
skekktist ekki. það er ljóst. Nú
er unnið að undirbúningi að því,
að fljúga vélinni til Reykjavíkur.
Ég reikna með að henni verði
flogið um miðja næstu viku. Nú
er unnið við að skipta um mótor.
skrúfu. hjúlastell. hallastýri. auk
fleiri hluta. og vélinni verður
ferjuflogið til Reykjavíkur,“
sagði Kristján Friðjónsson. yfir-
maður tæknideildar Flugleiða i
samtali við Mbl.
Orsakir þess, að Fokkervél
Flugleiða varð að nauðlenda á
Keflavíkurflugvelli voru, að
loftstrokkur brotnaði. Strokkur-
Unnið við að rétta Fokkerinn af á Keflavikurflugvelli.
I.ji'ismynd Kmilia.
álit þeirra liggur fyrir verður
tekin ákvörðun hvort bráða-
birgðaviðgerð fer fram, eða hvort
fram fer fullnaðarviðgerð.
inn setur hjólastellin niður. Það
var ró sem gaf sig og hetta losnaði
af strokknum, þannig að loft fór
út af kerfinu. í gærkvöldi voru
væntanlegir sérfræðingar frá
Fokker-flugvélaverksmiðjunum
til að skoða Fokkervélina Þegar
Vélin sem nauðlenti var önnur
Kóreu-véla Flugleiða. Hvernig
hefur reynslan af þeim verið?
„Reynslan hefur verið ágæt og í
raun enginn munur á þessum
vélum og öðrum Fokkervélum.
Samskonar loftstrokkar hafa gef-
ið sig í Fokkervélum, þó ekki hér á
landi," sagði Kristján.
Að sögn Einars Helgasonar,
forstöðumanns innanlandsflugs
Flugleiða, verður röskun á innan-
landsfluginu lítil. „Þetta er auð-
vitað bagalegt. Við getum ekki
boðið sama sætafjölda þar sem
við höfum aðeins þrjár Fokkervél-
ar í stað fjögurra. Fyrst um sinn
mun Boeing 727-þota fljúga 4
daga í viku til Akureyrar, tvisvar
á dag, og kemur hún í stað
Fokkervélanna. Aðrir dagar halda
áætlun með smávægilegum und-
antekningum þó,“ sagði Einar.
Innstæður á rcikningunum verða
verðtryggðar að fullu í samræmi við
lánskjaravísitölu, sem Seðlabankinn
gefur út, frá næsta gildistökudegi
vísitölunnar eftir innlegg, þ.e. 1.
næsta mánaðar, og fram til gildandi
vísitölu í útgreiðslumánuði þ.e. 1. þess
mánaðar. Innan mánaðar, frá inn-
leggsdegi til næsta vísitöludags og frá
síðustu vísitölu til úttektardags,
reiknast dagvextir 12 mánaða vaxta-
aukainnlána á innstæðuna.
Ofan á innstæðuna þannig upp-
færða frá mánuði til mánaðar skv.
lánskjaravísitölu leggjast 1% ársvext-
ir.
Innstæður á þessum sparifjárreikn-
ingum verða bundnar í tvö ár frá
stofnun hvers reiknings og verður þá
innstæða frá lokum fyrra ársins laus
til útborgunar í mánuð ásamt áfölln-
um verðbótum og vöxtum. Verði hún
þá ekki tekin út, binst hún sjálfkrafa
til árs í senn með sams konar losun
hverju sinni. Einnig má segja inn-
stæðu upp með árs fyrirvara, hvenær
sem er eftir fyrsta árið.
Til þess að gera innlánsstofnunum
kleift að standa undir þessum ávöxt-
unarkjörum innlánanna er þeim
heimilað að hækka vexti fullverð-
tryggðra útlána úr 2% upp í 2xh % frá
sama tíma. Tekur sama hækkun gildi
á samsvarandi lánum utan innláns-
stofnana. Auk þess mun Seðlabankinn
opna innlánsreikninga með sömu
kjörum og 1 árs bindingu til nota fyrir
innlánsstofnanir. Ennfremur er gert
ráð fyrir, að innlánsstofnanir verji fé
þessu til kaupa á verðbréfum ríkis-
sjóðs og Framkvæmdasjóðs, skv. fjár-
festingar- og lánsfjáráætlun."
Verslanir lokað-
ar á laugardögum
FRÁ OG með deginum í dag, 20.
júní, og til ágústloka verða versl-
anir lokaðar á laugardögum, sam-
kvæmt ákvæðum í kjarasamningi.
Frá Kaupmannasamtökum Ts-
lands.