Morgunblaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980
5
„Hræöilegt að vita
af barninu í vélinni44
Emma Pálsdóttir ásamt dóttur sinni, Hafdisi, i Eyjum i gær.
Ljósmyndir Mbl. SÍKurueir.
„ÞEGAR mér var sagt, að vélin ætti
að nauðlenda í Keflavík, varð mér
gjörsamlega orðfall — ég gat ekkert
sagt, var alveg búin,“ sagði Emma
Pálsdóttir, móðir Hafdísar Krist-
jánsdóttur, sem er 11 ára gömul, en
hún var meðal farþega í Fokker-
flugvélinni, sem nauðlenti á Kefla-
víkurflugvelli. „Það var hræðilegt að
vita af barninu í vélinni. Hún var
ein. Var að koma úr Vindáshlíð,"
sagði Emma. Hún frétti rétt um
áttaleytið að vélin ætti að nauð-
lenda.
„Ég fór út á flugvöll um sexleytið
til að taka á móti Hafdísi. Þá sá ég
vélina og mér fannst skrítið hvað
hún flaug hátt yfir. Ég spurðist fyrir
hvað gerst hefði, en fátt var um svör.
Ég fór heim og hringdi út á flugvöll.
Þeir sögðu mér að hringja um
sjöleytið. Ég hringdi þá, en var þá
sagt að hringja um áttaleytið. Mér
datt þá í hug að þeir væru að eyða
eldsneyti. Ég hringdi síðan kl. 8 og
var þá sagt, að vélin væri um það bil
að nauðlenda. Mér varð ofsalega
mikið um — en sem betur fer fór allt
vel,“ sagði Emma.
„Var hrædd um að dekkin
færu ekki niður“
„Þetta var ekkert ofsalega
skemmtilegt," sagði Hafdís Krist-
jánsdóttir, 11 ára gömul, í viðtali við
Mbl. í gær eftir að Fokker-vélin
hafði nauðlent á Keflavíkurflugvelli.
En hún lét sig samt hafa það að fara
með vél síðar um kvöldið til Eyja.
„Ég var ekkert ofsalega hrædd þegar
við flugum þá — var jú hrædd um að
dekkin færu ekki niður,“ sagði Haf-
dís um ferðina síðar um kvöldið. En
þá gekk allt eins og í sögu.
Hvernig svafstu eftir að þú komst
heim, dreymdi þig nauðlendinguna?
„Ég svaf vel og dreymdi ekkert. Hins
vegar finnst mér nú eins og þetta sé
í draumi, en flugfreyjan var mjög
góð við okkur.“ Ætlarðu að hætta að
fljúga? „Nei, nei, ég ætla ekki að
hætta að fljúga. Svona nokkuð gerist
svo sjaldan," sagði Hafdís.
„Hef aldrei lifað
lengri klukkustund
né erfiðari“
„Þegar mér var sagt um sjöleytið
að vélin ætti að nauðlenda, fór allt
úr skorðum hjá mér. Ég hef aldrei
lifað lengri klukkustund né erfiðari
og margt flaug um huga mér. Það
var ólýsanleg stund þegar ég horfði
á sínum tíma yfir eldsumbrotin í
Eyjum — en það snart mig ekki eins
og þetta. Þessu verður ekki með
orðum lýst,“ sagði Jón Sighvatsson,
faðir Ingibjargar, en hún var meðal
farþega í Fokker-vélinni.
„Það var guðs mildi að allt fór vel
og ég vil skila sérstöku þakklæti til
flugáhafnar vélarinnar. Það er
greinilega lipurt og traust fólk.
Annars á ég erfitt með að rifja þetta
upp. Konan mín vinnur úti og var að
heiman þegar þetta gerðist. Ég var
þvi með drengina okkar tvo, 4 ára og
hálfs annars árs gamla. Ég var
ýmist í símanum eða að huga að
þeim. Ég talaði við ættingja og eins
var talsvert hringt í mig vegna
vinnunnar — þá reyndi maður að
vera eins eðlilegur og kostur var.
Það var mikill selskapur þegar
síðari vélin kom. Strákarnir í ÍBV-
liðinu komu með vélinni og höfðu
með sér bikarinn sem þeir unnu fyrr
um kvöldið, en við læddumst á brott
með okkar hugsanir," sagði Jón.
Fór að bera út
Moggann í morgun
„Ég var ekkert mjög hrædd þegar
við fórum með síðari vélinni til Eyja
InKÍbjorK fór að brra MorirunblaAið út i
irær.
— en ég varð fegin þegar dekkin fóru
niður yfir Eyjum," sagði Ingibjörg
Jónsdóttir, 10 ára gömul, dóttir Jóns
Sighvatssonar. „Ég svaf vel í nótt og
fór síðan í dag að bera út Moggann/
sagði Ingibjörg.
„Ég varð fegin þegar við vorum
lent og ég sá mömmu og pabba."
Ætlarðu að fljúga aftur? „Já, það
geri ég.“ Þú ætlar kannski að verða
flugfreyja þegar þú verður stór?
„Nei, ég hugsa að svo verði ekki,*
svaraði Ingibjörg um hæl.
Viö erum
mmo
Bonanza, Laugavegi 20.
Karnabsr, Laugavegi 66.
OKamabsr, Glsaibs.
Karnabsr, Austuratrsti.
Bakhúsið, Hafnarfirði.
, Falaval, Kaflavík.
bUðir Eyjabsr, Veatmannaeyjum.
Lindin, Selfossi.
Hornabsr, Hðfn Hornafirði.
Austurbsr, Reyöarfirði.
Ram, Húsavík.
Cesar, Akureyri
Álthóll, Siglufirði.
Sparta, Sauöárkrðki.
Eplið, ísafiröi.
Þórshamar, Stykkiahólmi.
Isbjörninn, Borgarnesi.
Eplið, Akranesi.
Verzl. Skógar, Egilsstööum.
Yfirlýsing frá stjórnum læknaráða Borgar
spítala, Landspítala og Landakotsspítala
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi yfirlýsing:
Fyrir skömmu lýsti heilbrigð-
ismálaráðherra, Svavar Gestsson,
yfir vilja sínum til að halda
„heilbrigðisþing" að hausti, þar
sem m.a. yrði gerð úttekt á stöðu
og þróun heilbrigðismála í land-
inu. í því skyni, svo og til
nokkurra annarra verkefna, skip-
aði ráðherra tíu manna undirbún-
ingsnefnd. Athygli vekur sérstak-
lega, að í þessa nefnd var ekki
skipaður neinn læknir frá sjúkra-
húsunum í Reykjavík, né heldur
fulltrúi frá læknadeild Háskóla
íslands. Þarna hafa gleymzt þýð-
ingarmiklar og reynslumiklar
stofnanir.
Formenn læknaráða spítalanna
í Reykjavík hafa af því tilefni sent
heilbrigðisráðherra eftirfarandi
ályktun:
Stjórnir læknaráða Borgarspít-
ala, Landspítala og Landakots-
spítala fagna ákvörðun heilbrigð-
ismálaráðherra að halda þing um
heilbrigðismál á næsta hausti og
hyggja gott til þátttöku í því.
Hinsvegar lýsa stjórnir lækna-
ráðanna undrun sinni á því, að
engir fulltrúar spítalalækna eða
kennara læknadeildar eigi sæti í
undirbúningsnefnd. Telja stjórnir
læknaráðanna, að í þeim hópi
megi finna hæfustu ráðgjafana
um þróun heilbrigðisstofnana.
Reykjavík, 12. júni 1980
Ásmundur Brekkan,
Borgarspítala
Sigurður S. Magnússon,
Landspítala
ólafur Örn Arnarson,
Landakotsspítala
Kosninga-
útvarp á
stuttbylgju
RÍKISÚTVARPIÐ hefur ákveðið
að dagskrá útvarpsins að kvöldi
kosningadagsins 29. júní n.k. verði
send út á stuttbylgju frá kl. 18.30
til kl. 13.00 hinn 30. júní, eða þar
til talningu lýkur.
Útvarpað verður á eftirtöldum
bylgjulengdum:
13950 kHz eða 21,50 m.
12175 kHz eða 24,64 m.
9181 kHz eða 32,68 m.
7673 kHz eða 39,10 m.