Morgunblaðið - 20.06.1980, Side 18

Morgunblaðið - 20.06.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980 Allt frá torfæru tröllum niður í rafmagnsbíla Litið inn á bílasýninjíu Bílaklúhbs Akureyrar UM 70 bílar og önnur ökutaeki voru á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar við Oddeyrarskólann 17. júní sl. Er þetta í sjötta sinn sem klúbburinn stendur fyrir slíkri sýningu. Bílarnir voru víðs vegar að af landinu en þeir elstu voru frá Akureyri, Dixie Flyer 1919 og Chevrolet vörubíll 1928. Bílar þessir voru báðir notaðir í kvik- myndinni „Land og synir". Dixie Flyerinn er í eigu Óskars Ósbergs á Akureyri. Bíllinn kom nýr til Akureyrar og var fyrst í eigu Jóns Espólíns. Hefur bíllinn verið gangfær alla tíð síðan og aldrei verið gerður upp. Hann var síðast skoðaður árið 1947 og bar lengi vel skrásetn- ingarnúmerið A-2. Fyrir nokkrum árum fékk eigandi bílsins þá skipun frá yfirvöldum að bíllinn hefði staðið það lengi óhreyfður að númerið yrði tekið af honum nema hann gæti ekið bílnum frá miðbæ Akureyrar út að bæjar- mörkunum og aftur til baka. Bíllinn var þá tekinn fram og honum ekið báðar leiðir og núm- erinu var borgið. Ólafur B. Guðmundsson for- maður Bílaklúbbs Akureyrar sagði í samtali við Mbl. að fyrir helgina hefði prestur frá Aust- fjörðum komið að máli við klúbb- félaga og sagt að gömul kona honum skyld hefði séð bílinn í sjónvarpinu og héldi því fram að maðurinn sinn hefði keypt hann frá Bandaríkjunum árið 1914 og farið með hann til Danmerkur en þar hefði Espólín keypt hann árið 1919 og flutt til íslands. Sagði Ólafur að þeir hefðu ekki enn komist að því hvort þessi saga væri rétt en nú væri verið að athuga verksmiðjunúmer bílsins. Þegar forseti íslands kom til Akureyrar til að vera viðstaddur hátíðarhöld í tilefni aldarafmælis M.A. var hann sóttur á flugvöll- inn í Dixie Flyernum og eins var bæjarstjórn og bæjarstjórnar- menn sóttir í bílnum á 17. júní og þeir keyrðir á bílasýninguna. Chevroletvörubíllinn var einnig keyptur til landsins nýr og það er eins með hann og Dixie Flyerinn að hann hefur aldrei verið gerður upp en aðeins lagfærður fyrir upptökuna á „Land og synir". Aðrir merktir bílar á sýning- unni voru t.d. sendiferðabíllinn sem gengur undir nafninu „Svarta María“, Kermit, bíll sem smíðaður er á VW grind hér á íslandi og Kókosbollan sem setti Islandsmet í kvartmílukeppni sl. laugardag. Þá voru þar bílar eins og Citroen 1946, Póbeda 1954, Cadillac 1965, Benz 1955, Panard 1966, Zephyr Zodiac 1955, Capri V8 302 og eini kappakstursbíll landsins. Þá voru þar ýmis torfærutæki, G.M.C. — bíll hjálp- arsveitar skáta, mestu kvartmílu- bílar landsins og mörg glæsi- legustu mótorhjól landsins. Á sýningarsvæðinu voru líka litlir rafmagnsbílar og gafst börnum kostur á að aka þeim. Þá voru kvikmyndasýningar í Oddeyrarskólanum allan daginn. Ólafur Guðmundsson sagði að þrátt fyrir mikla rigningu hefðu um 4000 manns sótt sýninguna, Völdu sýningargestir fallegustu bílana og fór sú kosning þannig fram: Fallegasti bíllinn var kos- inn „Svarta María“, fallegasti gamli bíllinn Dixie Flyerinn, verklegasti jeppinn Willys ’65 340 vél, verklegasti kvartmílubíllinn Kókosbollan og verklegasta mót- orhjólið Honda 750 árgerð 1979. Næsta verkefni Bílaklúbbs Akureyrar er torfærukeppni sem verður 6. júlí n.k. Um 120 manns eru félagar í klúbbnum og sagði Ólafur að flestir þeirra væru virkir. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé mest starfandi bíla- klúbbur á landinu," sagði Ólafur. Dixie Flyer 1919 og Chevrolet 1928 á bíla.sýningu Bilaklúbbs Akureyrar á 17. júní. i.joHm. Emiiia. 29.JUNI Pétur J. Thorsteinsson Aðalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thor- steinssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar: 28170 — 28518 ★ Utankjörstaðaskrifstofa símar 28171 — 29873. ★ Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. ★ Skráning sjálfboðaliða. ★ Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson. ( Stuöningsfólk Péturs. IAunn gaf út plötu á 17. júni, sem nefnist „íshjarnarblús“, en flytjendur eru Bubbi Morthens og Utangarðsmenn. LjóKm. Kristján. Iðunn gefur út hljómplötu með Bubba Morthens og Utangarðsmönnum BÓKAFORLAGIÐ Iðunn hefur ný- lega sent frá sér hljómplötuna „Isbjarnarblús“, sem er einnig tit- illag plötunnar. Flytjendur eru Utangarðsmenn og Bubbi Mort- hens, en auk þess hefur Bubbi samið flesta textana og lögin. Upp- taka fór fram í Tóntækni, hönnun umslags annaðist Karl Júlíusson og filmuvinnu og prentun annaðist Prisma. Á plötunni eru alls 13 lög. Þrjú fyrstu lögin eru „ísbjarnarblús, Hrognin eru að koma og Mb. Ros- inn“, sem fjalla um frystihúsalífið og sjóinn. Fjórða lagið er um glímu Grettis og Gláms, en texta við lagið hefur Þórarinn Eldjárn samið og lagið samdi einn Utangarðsmann- anna, Danny. Fimmta lagið heitir „Færeyjarblús" en það síðasta „Jón pönkari" sem er m.a. ádeila á kirkjuna. Á hlið tvö er fyrsta lagið „Hoílywood" sem er ádeila á diskó- tónlist og diskótek. Annað lagið er helgað minningu Geirfinnsmálsins og ber nafnið „Agnes og Friðrik". Þriðja lagið ber nafnið „Hve þungt er yfir bænum", en síðan kemur „Þorskacharleston". Næsta lag er þá „Mr Dylan" þar næst „Masi“ og að síðustu lag til farandverkamann- anna „Stál og Hnífur". Jóhann Páll Valdimarsson framkvæmdastjóri Ið- unnar, sagði á fundi með blaða- mönnum að í þessari tónlist væri nýr taktur og að uppreisnarandi væri í Bubba og Utangarðsmönnum auk þess sem tónlistin væri sprottin úr hráum veruleikanum. Vegagerðin tekur á leigu þrjár blöndunarstöðvar Olíumalar h/f VEGAGERÐ ríkisins hefur tekið á leigu þrjár hlöndunarstöðvar. sem cru i eigu Olíumalar h/f og er leigutiminn til loka októher í haust. Jón Rognvaldsson yfirverkfræðing- ur hjá Vegagerðinni sagði í gær að ekki vær enn afráðið hvernig starf- rækslu stöðvanna yrði háttað í sumar, en nú stæðu yfir viðræður við verktakafyrirtæki um hugsan- lega framleigu á stöðvunum til þeirra. Væri þá gert ráð fyrir að verktakarnir önnuðust framleiðslu á oliumöl og malhiki fyrir Vega- gerðina. „Við erum að lenda í eindaga með framkvæmdir sumarsins og getum ekki beðið eftir ákvörðunum fjár- málavaldsins um framtíð Olíumalar hf. Og því ákváðum við að taka þessar blöndunarstöðvar á leigu. Ég vil þó taka fram að þessi leiga okkar á stöðvunum er ekki á neinn hátt í samhengi við það mál,“ sagði Jón. Blöndunarstöðvar Olíumalar hf. eru þrjár og tvær þeirra nú í Smárahvammi í Kópvogi og ein á Rauðamel á Reykjanesi. Að sögn Jóns eru líkur á að ein stöðin verði flutt að Núpum í Ölfusi, önnur að Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi og sú þriðja, sem auk olíumalar getur blandað malbik, fari til ísafjarðar. Kappreiðar Harðar á morgun ÁRLEGAR Jónsmessukappreiðar Hestamannafélagsins Harðar verða haldnar á skeiðvelli félagsins við Arnarhamar á morgun, laúgardag. Kappreiðarnar hefjast klukkan 14 en klukkan 10 um morguninn verða gæðingar dæmdir. Fjöldi hrossa er skráður til keppni á kappreiðunum og má nefna að í gæðingakeppni taka þátt 35 gæðingar, og í kapp- reiðunum keppa milli 40 og 50 hross. Á kappreiðunum er ætlunin að hin kunnu hlaupahross Don og Glóa reyni við íslandsmetin í 300 og 400 metra stökki. Meðal skeiðhest- anna eru óðinn, Þór, Frami og Kuldi. Að sögn forráðamanna Harðar er völlurinn við Arnarham- ar mjög góður um þessar mundir. Fram kom hjá Jóni að enn væri ekki endanlega ljóst, hversu mikið fjár- magn fengist til að leggja slitlag á vegi í sumar en uppi væru ráðagerð- ir um að leggja slitlag á 2Vfe til 3 kílómetra af Djúpvegi við ísafjörð en einnig þyrfti að fara fram viðhald á veginum milli ísafjarðar og Hnífs- dals. Þá væri áformað að setja olíumöl á hluta Þoriákshafnarvegar, Biskupstungnabraut frá Suðurlands- vegi að Ingólfsfjalli, vegarkafla í Brynjudal á Vesturlandsvegi og sennilega vegarkafla hjá Borgarnesi. Einnig yrði svokölluð klæðning lögð á vegi á nokkrum stöðum á landinu. Tenging Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar: Lokið verður við framkvæmdina í sumar FRAMKVÆMDARÁÐ Reykjavíkur borgar hefur ákveðið að i sumar verði lokið við tengingu Stekkjar- bakka og Reykjanesbrautar við Breiðholt I. Þessi framkvæmd hefur verið lengi til umræðu hjá borgar- yfirvöldum en hún mun mjög greiða fyrir umferð úr Breiðholti inn á Reykjanesbraut og i aðra borgar- hluta. Á fundi borgarstjórnar fyrir hálf- um mánuði gerði Markús Örn Ant- onsson, borgarfulltrúi, fyrirspurn um þessa framkvæmd og kvað það hafa komið á óvart, að ekki skyldi gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun vegna gatnagerðar á þessu ári, þar sem fram hefði komið áhugi umferðar- nefndar og fleiri borgaryfirvalda á að henni yrði hraðað. Lét Markús jafn- framt í ljós von um að framkvæmda- ráð sæi einhverja leið til að koma þessari brýnu framkvæmd inn á verkáætlun sumarsins. Það var svo gert á fundi ráðsins í fyrradag með því að breyta framkvæmdaáætlunum og fresta um eitt ár vinnu við slaufurnar á gatnamótum Elliðavog- ar og Vesturlandsvegar en láta fjár- magn, sem til þeirra var ætlað ganga í staðinn til lagningar Stekkjarbakka út á Reykjanesbraut. Markús Örn sagði, að með þessari tengingu leystist umferðarhnútur, sem verið hefði mjög áberandi á gatnamótum Álfabakka og Reykja- nesbrautar og myndi bílaumferð úr Breiðholti nú dreifast meira en áður inn á Reykjanesbraut með tilkomu tengingarinnar. Þetta myndi greiða fyrir strætisvögnum og auka öryggi vegfarenda á Arnarbakka í Breiðholti I, sem væri orðin meiriháttar umferð- argata vegna bílaumferðar úr Breið- holti II. Með hinni nýju tengingu myndi sú umferð að mestu leyti liggja framhjá Breiðholti I og beint út á Reykjanesbraut. Myndin sýnir Reykjanesbrautina (nær) og Stekkjabakkann i Breiðholti I, en hin fyrirhugaða tenging mun koma i framhaldi af hinum boina kafla Stekkjarbakkans sem sést á myndinni. Lk'mm. Mbl. Raxn«r Axrlxwn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.