Morgunblaðið - 20.06.1980, Side 19

Morgunblaðið - 20.06.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980 19 Helga Bjarnadótt- ir - Minningarorð Fædd 17. apríl 1905. Dáin 12. júni 1980. Fimmtudaginn 12. júní sl. lést af slysförum elskuleg tengdamóð- ir mín. Mér er ljúft að minnast hennar með nokkrum línum. Helga var fædd á Hlemmiskeiði á Skeiðum. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Bjarni Þorsteins- son, bóndi á Hlemmiskeiði og Ingveldur Jónsdóttir frá Vorsabæ í sömu sveit. Helga ólst upp í stórum systkinahópi. Systkinin voru ellefu og Helga þeirra elst. 13. október 1928 giftist hún sveit- unga sínum Gísla Ingimundarsyni frá Andrésfjósum á Skeiðum, verkstjóra hjá Reykjavíkurborg. Þau hófu búskap sinn í Reykjavík og bjuggu þar allan sinn búskap. Gísli lést 5. maí 1976. Þau eignuð- ust fjögur börn, Bjarna Gíslason, málarameistara kvæntur undir- ritaðri, Maríu Gísladóttur gift Ólafi A. Ólafssyni málarameist- ara, Trausta Gíslason, vélvirkja- meistara nú kennara við Iðnskól- ann á Selfossi kvæntur Sigríði Svövu Gestsdóttur, Emil Gíslaspn, húsasmíðameistara kvæntur Ás- dísi Gunnarsdóttur. Ég kynntist þessum elskulegu hjónum fyrir réttum 30 árum er ég giftist elsta syni þeirra hjóna. Helgu hlotnaðist það að eignast góðan lífsförunaut og fallegt heimili. Hún var glæsileg kona, myndarleg húsmóðir í öllum sín- um verkum, gestrisni hennar og veitingar annálað. Tengdamóðir mín var mjög söngeisk kona, hún hafði fallega söngrödd og hafði gaman af að syngja í góðra vina hópi. Allt hennar fólk er mjög söngelskt og hef ég aldrei heyrt samstilltari systkinahóp syngja saman við ýmis tækifæri innan fjölskyldunn- ar. Barnabörnin eru orðin 15 tals- ins og barnabarnabörnin 7. Alltaf var gott að koma á heimili tengda- foreldra minna. Ég minnist sér- staklega jóladagsins þar sem . öll fjölskyldan kom saman og hefur gjört öll þau ár frá því ég kynntist þessum yndislegu hjónum, og hélt Helga þessum hætti áfram eftir að Gísli féll frá og því eiga börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin fagrar minningar frá þessum stundum. Ég vil þakka sambýlisfólki Helgu í Stóragerði 34 fyrr og nú fyrir allan hlýhug til hennar sem hún kunni vel að meta. Einnig vil ég þakka samstarfsfólki hennar á Landspítalanum fyrir gott sam- starf. Á kveðjustund hrannast upp minningar frá liðnum árum. Helga á eftir að lifa áfram í huga mínum sem og hugum okkar allra sem hana þekktu. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Erla Þorvaldsdóttir. Fimmtudaginn 12. maí lést í umferðarslysi, elskuleg amma mín og nafna. Hún var fædd árið 1905 og var því nýorðin 75 ára er hún lést. Amma var glæsileg kona og bar aldur sinn mjög vel, hún var alltaf svo vel tilhöfð og fylgdist vel með. Það var alltaf gaman að tala við ömmu, því hún var svo hreinskilin í öllum svörum og sagði alltaf sína meiningu. Ég minnist þess er ég heimsótti hana stuttu eftir afmæl- ið hve mikla ánægju hún hafði haft af því að fara með börnum sínum og tengdabörnum út að borða, í upphlut og í möttlinum sem hún hafði fengið í afmælis- gjöf frá börnum og tengdabörnum, sem hún bar með miklum glæsi- leik. Amma var mikil dugnaðarkona og mikil húsmóðir og ber heimili hennar vott um það. Hún hafði alltaf mikla ánægju af því að fá gesti og stóð þá ekki á myndarskap hennar og gestrisni. Hún var mikið gefin fyrir hann- yrðir og eru til margar fallegar hannyrðir eftir hana því aldrei sat hún auðum höndum. Ég og fjölskylda mín viljum þakka elsku ömmu fyrir öll liðnu árin. Friður guðs blessi ömmu mína. Helga Bjarnadóttir. í dag verður gerð útför Helgu Bjarnadóttur frá Hlemmiskeiði, hún fórst í umferðaslysi 12. þ.m. Helga var fædd á Hlemmiskeiði á Skeiðum 17. apríl 1905, elst af ellefu börnum þeirra hjóna Ing- veldar Jónsdóttur frá Vorsabæ á Skeiðum og Bjarna Þorsteinsson- ar frá Reykjum í sömu sveit. Ung að árum giftist hún sveit- unga sínum, Gísla Ingimundar- syni frá Andrésfjósum. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Gísli andaðist árið 1976. Helga og Gísli eignuðust fjögur börn, þau eru: Bjarni málara- meistari giftur Erlu Þorvaldsdótt- ur, þau eiga 3 börn, María, gift Ólafi A. Ölafssyni málarameist- ara þau eiga 5 börn, Trausti vélvirkjameistari, giftur Svövu Gestsdóttur, þau eiga 3 börn og Emil trésmíðameistari giftur Ás- dísi Gunnarsdóttur og eiga þau 4 börn. Allt er þetta traust og gott fólk. Hinn stóri hópur barna hennar og barnabarna hefur mik- ið misst við fráfall hennar, svo mikil var umhyggja hennar fyrir þeim öllum. Með Helgu og systkinum hennar var alltaf náið samband og sem elsta barn í stórum systkina hóp, hefur komið snemma í hennar hlut að veita þeim yngri liðsinni og skjól. Löng samleið hlýtur að skilja eftir margháttaðar minningar. Eftir nær 40 ára náin kynni hefi ég aðeins bjartar minningar um þessa ágætu mágkonu mína. Það verður ávalt svo að í stórum hóp samferðafólks á hvaða sviði þjóð- lífsins sem um er skyggnst verða einstaklingarnir mismunandi eft- irminnilegir. Þegar stórar stundir áttu sér stað innan okkar fjöl- skyldna, var Helga ávallt hinn eftirminnilegi persónuleiki. Hin bjarta og heiða rödd þess- arar glaðværu alvörukonu hljóm- ar ekki lengur, en minning ástvina og fjölmargra vina lifir um sanna sómakonu. Einar Ögmundsson. Kveðja írá samstarfskon- um. Ein úr samstarfshópnum Helga Bjarnadóttir er í dag kvödd hinstu kveðju, okkur datt síst af öllu í hug að skilnaðarstundin væri komin, en enginn má sköpum renna og hér hefur dauðinn sigrað með svo skjótum hætti. Þegar leiðir skiljast i bili er okkur þakklæti efst í huga, þakk- læti fyrir margra ára gott sam- starf. Helga var ötul í starfi og aðlaðandi í allri umgengni jafnt þótt oft væri erill og í mörg horn að líta í senn. Við munum ekki eftir því að hún hafi nokkurn tíma skipt skapi, þessir góðu eiginleikar Helgu sem hún var gædd í svo ríkum mæli komu fram í geðprýði og samviskusemi. Helga var glæsileg kona þétt á velli og létt í lund, þannig minn- umst við hennar og óskum henni guðsblessunar í nýjum heimkynn- um. Við vottum börnum hennar og öðru venslafólki innilega samúð. Sænskir flugumferðar- stjórar ráðast til IAL Stokkhólmur. 18. júni. AP. 10 SÆNSKIR flugumforða- stjórar, sem störfuðu á Arl- anda-flugvelli í Svíþjóð, hafa tekið tilhoði um vel launað starf í Mið-Austurlöndum. Ráðning þeirra kemur í kjölfarið á ráðningu 16 danskra flugumferðarstjóra til sama heimshluta. en sænskir flugumferðarstjórar hafa lengi verið óánægðir með kjör sín. í tilboðinu felst frítt húsnæði, 66 daga orlof og um 12 millj. ísl. króna árslaun, skattfrjáls. Mis- sir starfsmannanna gæti trufl- að eðlilegar flugsamgöngur SAS, en flugumferðarstjórarnir 10 svara til 1571 af heildar- fjölda þeirra hjá félaginu. KOMATSU KOMATSU vinnuvélar fara sigurför um Evrópu. Nú þegar eru í notkun 7 KOMATSU jarðýtur á íslandi. Getum ávallt útvegað með skömmum fyrirvara jarðýtur frá höfuðstöðvum KOMATSU í Evrópu á ótrúlega hagstæðu verði. Meðal annars: Komatsu D155A með örygyishúsi (ROPS) U-laga tönn og stillanlegum risaspenniripper. Heildar- þyngd W.5 tonn, 320 hestöfl. Komatsu D85A með öryggishúsi (ROPS) U-laga tönn með vökvaskekkingu og þrigyja tanna ripper. Heildarþyngd 28 tonn, 220 hestöfl. Komatsu D65A með öryggishúsi (ROPS) tönn með vökvaskekkinyu oy þriygja tanna rippper. Heild- arþyngd 19 tonn, 1\0 hestöfl KOMATSU sameinar japanskt hugvit og vandvirkni Þess vegna segja eigendur Komatsu vinnuvéla í Evrópu: Komatsu endist betur og kostar minna í rekstri, en svipaöar vélar. KOMATSU á íslandi BÍLABORG HF Véladeild Smiöshöföa 23. Sími: 81299

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.