Morgunblaðið - 20.06.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1980 7
Togstreita
í Alþýðu-
bandalaginu
Ummæli Garöars Sig-
urössonar í Morgunblað-
inu 17. júní sl. þess efnis,
aö óþarfi vseri fvrir Ragn-
ar Arnalds og Olaf Ragn-
ar Grímsson að koma af
fjöllum í sambandi viö
hækkun þingfararkaups,
þar sem þeir hafi vitað
um þetta allt, hafa vakið
mikla athygli og þá ekki
síöur tónninn í orðum
Garðars Sigurössonar al-
mennt, en hann sagði
m.a. að sennilega hefðu
þessir menn ekki mátt
vera að því að hlusta á
aðra en sjálfa sigl Garðar
Sigurðsson mun ekki líta
á forystumenn Alþýðu-
bandalagsins, sem sár-
staka pólitíska velgerð-
armenn sína. Sérstaklega
á það við um Ólaf Ragnar
Grímsson, sem hefur
unnið aö því leynt og Ijóst
að fella Garöar Sigurös-
son frá þingmennsku og
koma vini sínum og fé-
laga, Baldri Óskarssyni í
þingsæti Garðars. Raun-
ar mátti litlu muna, að
þeim fóstbræörum tæk-
ist þetta ætlunarverk
fyrir síðustu kosningar er
sáralítill atkvæðamunur
varð á milli Garðars og
Baldurs í prófkjðri innan
Alþýðubandalagsins.
Þetta orðaskak, sem
blossað hefur upp milli
þingmanna Alþýðu-
bandalagsins út af þing-
fararkaupinu er því af
margvíslegum toga
spunnið. Garöari Sig-
urðssyni er áreiðanlega
ósárt um að sýna fram á
ósannindi hjá fjármála-
ráðherra og formanni
þingflokks Alþýðubanda-
lagsins. Hann er heldur
ekki eini þingmaður Al-
þýðubandalagsins, sem
er óánægður með yfir-
gang forystusveitar
flokksins. í þeim flokki er
líka Guðmundur J. Guð-
mundsson, sem hefur lát-
ið óánægju sína í Ijósi
með ýmsum hætti, eins
og kunnugt er. Innan Al-
þýðubandalagsins eru á
ferðinni meiri undiröldur
en menn gera aér grein
fyrir. Meðan flokkurinn er
í valdaaðstöðu kemur
þessi ágreiningur ekki
eins mikið fram í dags-
Ijósið og veröur, þegar
kommúnistar eru á ný
komnir í stjórnarand-
stöðu.
Þingiö og
ríkisstjórnin
Það fer ekki á milli
mála, að forystumenn
þingsins hafa tekið
óstinnt upp yfirlýsingar
Gunnars Thoroddsen,
forsætisráðherra og
Ragnars Arnalds, fjár-
málaráðherra, um að
hækkun þingfararkaups
mundi ekki koma til
framkvæmda. Þessi
óánægja þingforseta og
annarra þingleiðtoga hef-
ur komið fram í opinber-
um ummælum þeirra síö-
ustu daga. í Morgunblað-
inu í gær segir Helgi
Seljan: „Hins vegar fer
það ekki á milli mála, að
ég trúi ekki öðru en að
þingfararkaupsnefnd hafi
tekið þessa ákvöröun aö
vel athuguðu máli, sem
leiðréttingu. Það vil ég að
skýrt komi fram, hver svo
sem afstaða mín verður,
þá efast ég ekki um, að
fyrir einróma samþykkí
nefndarinnar hafi legið
grunduð og vel athuguð
afstaða."
Páll Pétursson, for-
maður þingflokks Fram-
sóknarflokksins segir í
Morgunblaðinu í gær:
„Samkvæmt lögum er
þingfararkaupsnefnd það
stjórnvald, sem á að taka
ákvaröanir um kjör al-
þingismanna. Og boð-
skapur einstakra ráð-
herra um, að þeir séu í
færum til að hindra sem
sMcir, að ákvarðanir nái
fram að ganga, er óvið-
eigandi."
Fyrir nokkrum dögum
benti Stefán Valgeirsson,
einn af þingmönnum
Framsóknarflokksins á
það, að ef ríkisstjórnin
vildi beita sér fyrir því, aö
ákvörðun þingfarar-
kaupsnefndar yrði aftur-
kölluð, lægi beint við að
ríkisstjórnin afturkalli
launahækkanir embætt-
ismanna.
Þessi ummæli þing-
manna sýna verulega
óánægju þeirra með yfir-
lýsingar ráðherra. Ástæö-
an er auðvitaö sú, að
ráðherrar hafa ekkert
skipunarvald gagnvart
Alþingi. Þvert á móti
verða ráðherrar aö leita
til þingsins um heimildir
til fjölmargra stjórnvalds-
aögerða. Meö þessum til-
vitnuðu orðum eru þing-
mennirnir aö minna for-
sætisráðherra og fjár-
málaráðherra á, hver það
er, sem hefur húsbónda-
valdið á Alþingi, þótt
ætla mætti að ekki þyrfti
að minna forsætisráð-
herra á það, svo löng sem
þingsaga hans er oröin.
Hér voru í uppsiglingu
átök milli löggjafarvalds
og framkvæmdavalds um
grundvallaratriði og Ifk-
legt má telja, að enn eigi
sitthvað eftir að gerast í
samskiptum þessara að-
ila út af þingfararkaupí,
áður en þetta deiluefni
verður lagt til hliðar.
KR0Ó4NÁÍ- MOBUR
Norsk húsgögn úr massivri furu
a , ' - •/*
Norsku Krogenæs húsgögnin eru
einstök vegna útlits og gæða. Út-
skorin gömul mynstur í anda
gamallar norskrar hefðar.
Hægt er að velja um lútaða furu,
antikbæsaða og handmálaða furu.
Allt massívur úrvalsviður.
Krogenæs húsgögn, antik
framtíðarínnar.
SUtlfffilHjSffl
Háteigsvegi 20, Reykjavík. Sími 12811.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
<s>
l»l AIGLYSIR l'M ALI.T
LASD ÞEGAR 1>1 Al'G-
I.YSIR I MORGl NBLADIM
Jónsmessu-
ferð
Farin veröur ferö á hestum aö Kolviöarhóli og inn í
Marardal. lagt veröur af staö á morgun, laugardaginn
21. júní kl. 15.00 frá hafravatnsrétt.
Farið um kvöldiö aö Kolviðarhóli. Á sunnudaginn
veröur fariö inn í Marardal og til baka og komiö heim
aö kvöldi.
Bíll tekur á móti farangri í félagsheimilinu á
laugardagsmorgun kl. 10—13. Bíll fylgir hópnum og
er meö öl og pylsur.
Félagar fjölmenniö.
Ferðanefnd Hestamannafélagsins Fáks.
Skiphotti19 Slmi 29800
Nýkomið:
Sumarkjólar
Mussur verö frá kr. 8.000.-
Jersey trimmgallar fyrir dömur. Verö frá kr.
12.000.-.
Opið til kl. 7 e.h. í dag.
Verksmidjusalan, Brautarholti 22,
inngangur frá Nóatúni.
Málning — Hraunmálning — Þakmálning —
: ." Fúavarnarefni — allar málningavörur.
Kaupir þú fyrir 30—50 þúsund veitum við 10% afslátt
Kaupir þú umfram 50 þúsund veitum við 15% afslátt
Veggfóöur — veggdúkar 51 cm breiður
—Afsláttur-------------------—
Kaupir þú 3—5 rúllur veitum viö 10% afslátt
Kaupir þú umfram 5 rúllur veitum viö 15% afslátt
Sannkallaö Litaverskjörverö
Ertu að byggja, viltu breyta, þarftu að bæta
Líttu viö í Litaver, því það hefur ávallt borgað sig
Grensásvegi, Hreyfilshúsmu Sími (2444.