Morgunblaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1980
17
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakið.
Uppsagnir hjá
frystihúsunum
Víðs vegar af landinu berast nú fregnir um fyrirhugað-
ar uppsagnir hjá frystihúsum. Hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur hefur skólafólki, sem ráðið var til sumar-
starfa verið sagt upp störfum, 60 að tölu. Svipaðar
uppsagnir á skólafólki eru ráðgerðar hjá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar. Það er kaldranalegt fyrir þetta unga fólk,
sem er m.a. að afla fjár til náms að þurfa að sæta slíku.
Frystihúsin í Vestmannaeyjum hafa tilkynnt verkalýðsfé-
laginu þar, að þau hyggist segja upp starfsfólki húsanna
og að þau ætli að loka húsunum 21. júlí. Víða er reynt að
koma þessu þannig fyrir, að frystihúsin loki meðan
sumarleyfi standa yfir a.m.k. Þótt reynt sé með
sumarleyfum og öðru að milda þessi tíðindi fer ekki milli
mála hvað er að gerast. Mikill samdráttur er að verða í
frystiiðnaðinum, sem stafar annars vegar af söluerfið-
leikum á erlendum mörkuðum og hins vegar af
kostnaðarhækkunum heima fyrir, sem ekki verður séð
hvernig frystihúsin eiga að standa undir.
Alþýðubandalagsmenn hafa gefið í skyn, að hér séu
vondir atvinnurekendur á ferð, sem með „bókhaldsniður-
stöðum" og „talnaæfingum" séu að afsaka uppsagnir.
Vandamálið væri auðleyst, ef svo væri. En upphrópanir
um „bókhaldsniðurstöður" og „talnaæfingar" þeirra, sem
stjórna frystihúsunum, selja ekki fisk á Bandaríkjamark-
aði og tryggja heldur ekki krónur í kassa frystihúsanna
til þess að greiða kauphækkun og fiskverðshækkun 1. júní
sl. Nú verða menn að horfast í augu við staðreyndir og
það verða kommúnistar að gera líka, sem í þetta sinn geta
ekki leikið venjulegan ábyrgðarlausan leik af þeirri
einföldu ástæðu, að nú bera þeir ábyrgð á Bæjarútgerð
Reykjavíkur, þar sem þeir hafa sagt upp 60 unglingum og
nú bera þeir sjálfir ábyrgð á landsstjórninni.
Ríkisstjórnin virðist hafa takmarkaðan skilning á
vanda frystiiðnaðarins. Frægt er, að Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra, sá ástæðu til þess fyrr í vetur að ávíta
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fyrir verðlækkun á
Bandaríkjamarkaði, rétt eins og verðlag á þeim markaði
færi ekki eftir markaðsaðstæðum hverju sinni! Sami
hugsunarháttur kom fram hjá Svavari'Gestssyni nýlega,
þegar hann kvartaði undan því, að ríkisstjórninni hefði
ekki borist tilkynning um ástandið á Bandaríkjamarkaði
nægilega snemma og hafa þó allir, sem fylgjast með
málum, gert sér grein fyrir því, að horfur vestanhafs
væru mjög ískyggilegar og hafa verið mánuðum saman.
Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn virðast hins vegar
þurfa að fá tilkynningu um slíka framvindu mála.
Yfirlýsingar ráðherranna hafa verið með sama marki
brenndar síðustu daga og vikur. Sumir ráðherranna hafa
sagt, að gengisbreyting væri engin leið út úr ógöngunum,
en svo kemur Steingrímur Hermannsson frá Bandaríkj-
unum og segir, að auðvitað hljóti gengisbreyting að fylgja
í kjölfar fiskverðshækkunar. Þegar hins vegar flokks-
bróðir hans, Tómas Árnason viðskiptaráðherra, er
spurður, hvort hann ætli að veita Seðlabankanum leyfi til
frekara gengissigs, verst hann allra frétta.
Núverandi ríkisstjórn virðist ekki gera sér grein fyrir
þeim veruleika, sem við blasir. En hann er öllum ljós.
Frystihúsin stefna að lokun og uppsögnum. Fari sem
horfir, mun atvinnuleysi fylgja í kjölfarið. Og það verður
ekki ráðin bót á því atvinnuleysi með því, að forsætisráð-
herra skammi SH fyrir verðlækkun á Bandaríkjamark-
aði, að félagsmálaráðherra kvarti undan því, hvað
tilkynningar komi seint frá SH um söluerfiðleika, að
Steingrímur Hermannsson boði gengisbreytingu en aðrir
ráðherrar segi, að gengisbreyting sé engin lausn.
Atvinnuleysi skellur á meðan ráðherrarnir rífast inn-
byrðis um það, hvernig taka eigi á málum og ekki sjást
þess nein merki, að forsætisráðherra ætli að veita
þjóðinni þá forystu á erfiðum tímum, sem hann hefur
boðið sig fram til þess að veita.
„ÞAÐ var ekki aðeins að Azhken-
azy hvatti mig, hann beinlínis
skipaði mér að fara til íslands ok
syngja þar. Þetta gerðist fyrir
fimm árum. og það er fyrst nú að
það gat orðið að veruleika.“
Þannig mælti italski tenórsöngv-
arinn heimsfrægi, Luciano Pav-
arotti, i gær, en hann syngur i
kvöld með Sinfóniuhljómsveit ís-
lands i Laugardalshöll. á tónleik-
um sem eru liður í Listahátið. Á
tónleikunum syngur Pavarotti
ariur úr ítölskum og frönskum
óperum.
„Ég syng öll verkin á því máli sem
þau voru samin á, þannig njóta þau
sín bezt,“ sagði Pavarotti. Hann
kvað Verdi uppáhalds óperuhöfund
sinn, en af öllum tónverkahöfundum
metur hann Mozart þó mest. Hingað
kemur Pavarotti frá New York þar
sem hann söng fyrir 250.000 manns á
útitónleikum í Central Park á
þriðjudag. „Þessir tónleikar renna
mér seint úr minni/þarna varð ég
djúpt snortinn. Móttökurnar voru
ólýsanlegar. Fólkið byrjaði að safn-
ast fyrir í garðinum tveimur dögum
fyrir tónleikana, tjaldaði í garðinum
til að tryggja sér góðan stað.
Annars má segja að ég sé meira í
loftinu en niðri á jörðinni. Er á
stöðugum þeysingi vegna tónleika-
halds út um hvippinn og hvappinn.
Ég flaug með Concord frá New York
til Lundúna á rétt rúmum þremur
klukkustundum, og kom hingað á
röskum tveimur klukkustundum
með einkaþotu.
En söngvari verður jafnan að vera
vel hvíldur, og af þeim sökum sef ég
að jafnaði tíu klukkustundir á hverj-
um sólarhring. Fæ mér venjulegast
blund eftir hádegi.
Ég er alls ekki of feitur, og það er
útbreiddur misskilningur að söngv-
arar verði að vera feitir. Þeir verða
hins vegar að vera þéttbyggðir, eins
og íþróttamenn, til að hafa eitthvað
til að styðjast við,“ sagði Pavarotti
er hann var spurður hvort söngvarar
yrðu ekki góðir fyrr en þeir væru
orðnir verulega mittissverir.
Pavarotti stendur nú á hátindi
ferils síns. Hann hlaut heimsfrægð
fyrir rúmum áratug og hefur notið
mikilla vinsælda síðan. Rödd hans
þykir einstæð og ekki þykja persónu-
töfrar hans síðri, svo að vitnað sé í
ummæli fróðra manna. í forsíðu-
grein í bandariska tímaritinu TIME
í fyrrahaust var hann hlaðinn lofi og
þar sagt að hann væri í hópi örfárra
listamanna er í senn heilluðu jafnt
þá er bezt skynbragð bæru á
frammistöðu þeirra og allan al-
menning, rétt eins og Nurejev í
Pavarotti vel dúðaður á Reykjavikurflugvelli við komuna til landsins
i gær.
ítalski
tenórsnillingurinn
Luciano Pavarotti
syngur með
Sinfóníuhljómsveit
íslands í kvöld
dansinum og Olivier í leikhúsinu.
„Það má vera að sagt sé að ég sé
ofurmenni, sá bezti sem uppi hefur
verið. Ég læt mig þetta engu varða,
heldur hugsa öllum stundum um aö
reyna að gera betur og betur.
Takmarkið er að verða betri en hægt
er að verða, ef svo má að orði
komast. Þegar ég er hættur, eftir
áratug eða svo, ætla ég að draga
fram plöturnar minar og þá ætti að
koma í ljós hvort mér hefur farið
fram með árunum. Ég vona að ég
verði þá ekki fyrir vonbrigðum,"
sagði Pavarotti. Hann bætti því við
að hann hefði aldrei hlustað á
hljómplötur með eigin söng. Hann
hefur yfirfarið hljóðupptökurnar á
væru rangar. „Caruso er sá mesti.
Það er ekki hægt að bera okkur
saman, nema þá helzt að því leyti að
við elskuðum báðir fólkið og það
elskaði okkur. En persónuleikar
okkar eru í ýmsu ólíkir. Einnig
röddin. Caruso hafði dimmari rödd
en ég. Rödd mín er meira í líkingu
við Björling."
Pavarotti sagði að það hefði verið
fyrir áeggjan móður sinnar að hann
helgaði sig söngnum. Hann hafði
lokið tveimur árum í kennaraskóla
með það að markmiði að verða
leikfimikennari, er hann ákvað að
helga sig söngnum. „Faðir minn
ráðlagði mér að halda mig við
kennaranámið, en eins og oft vill
verða, réðu ráð kvenfólksins úrslit-
um í þessum efnum," sagði Pavar-
otti. Hann hafði lengi sungið í
kórum föður sínum til samlætis, og
sagan segir að hann hafi jafnframt
skemmt nágrönnum með serenötum
við húsvegginn heima á kvöldin.
Faðir Lucianos, er var bakari, safn-
aði plötum með Gigli, Tito Schipa,
Björling og Di Stefano, og kvaðst
„Áhorfendurnir skipta öllu máli.“
vinnslustigi, en látið þar við sitja.
„Fólk heldur að það sé að gera mér
mikinn greiða að setja plötur mínar
á grammófóninn, en það eyðileggur
bara daginn fyrir mér,“ skaut Pavar-
otti inn.
Pavarotti sagði reyndar að full-
yrðingar um að hann væri mesti
tenórsöngvari sem uppi hefði verið
Pavarotti hafa hermt eftir þeim.
Hálfþrítugur sigraði hann í söng-
keppni á Ítalíu og var ráðinn til að
syngja í óperum víða í heimalandinu
upp frá því. Einnig barst hróður
hans út fyrir landsteinana, en fyrst
hlaut hann verulega frægð eftir
tónleikaför til Bandaríkjanna og
Ástralíu árið 1965. Hefur hann
Hann sagðist vera 44 ára, hafa
fæðst í ítölsku iðnaðarborginni Mod-
ena, þar sem hann býr með konu
sinni og þremur börnum, væri á
bezta aldri fyrir söngvara að vera,
en liklega mundi hann draga sig í
hlé eftir u.þ.b. fimm ár. „Ég á fimm
góð ár eftir. Að svo búnu ætla ég að
huga betur að fjölskyldunni. Á þrjár
dætur á aldrinum 14 til 18 ára.
Þegar ég hætti verða þær líklega
giftar konur og ég jafnvel afi. Það
leggst ágætlega í mig að verða afi,
mig minnir að faðir minn hafi
kunnað vel við sig sem afi.“
Pavarotti kvaðst ætla að kenna
söng er hann hætti að syngja
opinberlega. Einnig mundi hann
dunda við málverkin. „Þau eru
hálfgerður brandari, svona rétt til
að veita mér ánægju. Sterkir litir
veita mér ánægju. Ég mála aðeins
ánægjunnar vegna, hef engan metn-
að í að búa til listaverk, metnaður-
inn liggur óskiptur í söngnum,,,
sagði Pavarotti.
Að lokum sagði Pavarotti að
áhorfendur skiptu hann alltaf miklu
máli, nánast öllu máli. „Móttökur
þeirra eru fullkominn mælikvarði á
hvað ég hef gert fyrir þá, hvernig ég
hef staðið mig. Ég verðskulda aðeins
þær móttökur sem ég á skilið hverju
sinni. Já, ég er alltaf með fiðring í
maganum síðustu mínúturnar fyrir
tónleika, en maður gleymir honum
venjulega þegar inn á sviðið er
komið. Það hefur ekki heldur valdið
mér erfiðleikum hversu hjátrúar-
fullur ég er.“
sungið í vel flestum óperuhúsum
heims og er eftirsóttur skemmti-
kraftur. „Ég gæti alls ekki sezt að í
einu og sama óperuhúsinu. Ég yrði
fljótt sturlaður, hef mikla þörf fyrir
að færa mig um set með stuttu
millibili. Mundi brjálast ef ég yrði
lengur en tvo mánuði á sama
staðnum."
„Takmarkið er að
verða betri en hægt
er að verða44
Kristján Albertsson:
Versti málstaður á Islandi
Það hlýtur að teljast afskap-
lega sorglegt, og er mér að mestu
leyti með öllu óskiljanlegt, að til
skuli vera margt að öðru leyti
ágætt fólk sem er eða læzt vera
því fylgjandi að ísland sé eitt
allra landa veraldar látið vera
varnarlaust og algerlega ósjálf-
bjarga gegn árasum af óvina-
höndum.
Eins og ástatt er í heiminum
ætti þó að vera auðskildast af
öllu auðskildu, að ef Island
sviptir sig vestrænni hervernd,
myndu þegar í stað hefjast
afskipti af landi voru úr annarri
átt — markviss afskipti, og ekki
við lambið að leika sér.
Þegar ísland væri orðið varn-
arlaust myndi bráðlega koma í
ljós, að landið ætti „hjálpsöm"
ríki að — enda óendanlega
fljótlegra og fyrirhafnarminna
að ráðstafa Islandi en að veita til
dæmis þá „hjálp“ sem Afganist-
an nú hefur orðið aðnjótandi.
Líka má minna á þá „hjálp" sem
Kúbumenn hafa á síðari árum
stöðugt verið boðnir og búnir til
að veita umkomulitlum fram-
andi þjóðum — hjálp til þess að
koma þeim undir erlenda harð-
stjórn.
Ég hjó eftir því í vetur að
skáldið Jón úr Vör taldi óhæfu
að kalla „nytsama sakleysingja"
þá menn sem væru andvígir
vestrænni hervernd, og hann
sagði fylgja „friðarstefnu vinstri
rnanna".
En ef þessi „friðarstefna" ætti
eftir að hafa þær afleiðingar, að
þegar vel stæði á létu Kúbumenn
ekki standa á því að rétta
hjálparhönd til að stilla til
„friðar" á íslandi — eða Sovét-
menn til að skakka leikinn með
svipuðum hætti og síðast var
gert í Afganistan — hvað þá?
Ég skal fúslega fallast á að
ekki sé rétt að tala um nytsam-
lega sakleysingja, né ónytsam-
lega — hvorttveggja er óþarft,
og réttast að kalla þá aðeins
sakleysingja. Það hlýtur að vera
sannyrði um þá langflesta —
annað væri of voðalegt.
En ég segi eins og kveðið var:
Sakleysið sízt má án þess vera,
en of mikið af öllu má þó gera
— of mikið.
Sannleikurinn er einfaldlega
sá, að krafan um varnarleysi
íslands er versti málstaður sem
nokkru sinni að fornu og nýju
hefur fram komið í sögu lands-
ins.
Og ef fyrir ætti að koma að
þjóð vor kysi yfir sig forseta sem
þeim málstað fylgdi, þá gæti fátt
hafa gerzt ógiftusamlegra né til
meiri vanvirðu fyrir ísland í
augum siðaðs heims.
París, 8. júní 1980,
19. júní:
65 ár liðin frá því
íslenzkar konur
fengu kosningarétt
KVENRÉTTINDADAGURINN var í gær. 19. júní. Þá voru liðin 65 ár frá því íslenzkar
konur fengu kosningarétt og kjörgengi tii Alþingis, og síðan hefur 19. júní verið árlegur
minnisdagur kvennasamtaka landsins.
í tilefni þessa ræddi Mbl. við frú Auði Auðuns, en hún er sú kona, sem lengst hefur náð
hérlendis á vettvangi þjóðmálanna. Frú Auður gegndi borgarstjóraembættinu í Reykjavík
fyrst og ein kvenna, og hún er einnig eina konan. sem setið hefur í ríkisstjórn landsins.
Þá ra ddi Mbl. einnig við Sólveigu Ólafsdóttur, en hún er formaður Kvenréttindafélags
Islands.
Auður Auðuns fyrrverandi ráðherra:
„Konur langtum of lítil
þægar og meinlausar64
„ÞEGAR íslonzkar konur öðluðust
full pólitísk réttindi fyrir 65 árum.
hafa þær án efa hugsað sér stjórn-
málaþátttöku kvenna í framtiðinni
á aðra lund en raun hefur orðið á,“
sagði frú Auður Auðuns, er Mbl.
spurði hana um hennar mat á
stöðu kvenna í islenzkum stjórn-
málum fyrr og nú.
„Fyrsta konan sem kosin var á
þing, Ingibjörg H. Bjarnason
skólastjóri Kvennaskólans í
Reykjavík var kosin af lands-
kjörslista, sem konur um allt land
og af öllum flokkum sameinuðust
um. Það sýndi sig þó innan tíðar,
sem auðvitað hlaut að verða, að
kona, sem er kosin af fólki með
ólíkar, jafnvel gerólíkar pólitískar
skoðanir, getur ekki, nema innan
ákveðinna marka, orðið samein-
ingartákn svo sundurleitra hópa,
þegar til þingstarfanna kemur.
Ingibjörg H. Bjarnason gekk að
lokum í íhaldsflokkinn og má
nærri geta hver vonbrigði það
hafa orðið þeim stuðningskonum
hennar, sem andstæðar voru þeim
flokki. Ég man ekki til þess, að það
hafi í alvöru komið til tals síðan
að bera fram kvennalista við
alþingiskosningar, enda væri slíkt
framboð ákaflega litlu raunsæi
stutt."
Þá sagði Auður: „Ég er þess
fullviss, að fyrir 65 árum voru
íslenzkar konur ekki almennt eins
pólitískar og nú. En reynsla mín
er sú, að í dag séu konur yfirleitt
alveg jafnpólitískar og karlar.
Islenzk stjórnmál byggjast, eins
og í öðrum lýðræðisríkjum, á
flokkakerfi og konur skiptast á
stjórnmálaflokkana að fylgi. En
það dugar konunum skammt, ef
þær láta ekki að sér kveða innan
flokkanna. Leiðin til áhrifa og
ákvarðanatöku í þjóðfélaginu ligg-
ur um stjórnmálaflokkana og þar
höfum við konur í öllum flokkum
fram til þessa verið langtum of
lítilþægar og meinlausar."
Sólveig Ólafsdóttir formaður KRFÍ:
„Æskilegra að lifa
í þjóðfélagi þar sem
allir hafa jöfn áhrif44
„NAFNIÐ gefur ekki alveg rétta
mynd af starfi félagsins i dag,“
sagði Sólveig Ólafsdóttir. Aðalbar-
áttumál félagsins er jafnrétti
kvenna og karla og á öllum sviðum.
Koma inn i það dæmi lagabreyt-
ingar, uppbygging atvinnulifsins
o.fl. — jafnréttið kemur við sögu
hvar sem litið er.“
— Skapar nafn félagsins ekki
það álit, að eingöngu sé barist
fyrir rétti konunnar — og er þá
ekki tímabært að breyta nafninu?
„Við megum ekki gleyma fortíð-
inni og því sögulega samhengi sem
er milli baráttu kvenna fyrir
lágmarksmannréttindum, og hve
stutt er síðan sú barátta var háð,
og enn er margt ógert í þessum
málum.“
— Hvað vantar þá upp á?
„Það má nefna, að enn eru ýmsir
hortittir í lögum. Jafnréttislögin,
sem sett voru 1976, voru sett til að
friða ákveðinn hóp. Það er t.d.
mikilvægt starf Jafnréttisráðs,
sem ákveðið var að skipa með
þeim lögum, að vinna að ýmsum
verkefnum, standa að rannsókn-
um o.fl., en ráðið er nánast
óstarfhæft vegna fjársveltis. Þá
má nefna, að enginn íslenzkur
stjórnmálaflokkur hefur neins
konar stefnu í jafnréttismálum, og
engin ríkisstjórn hefur haft það í
málefnasamningi sínum að vinna
ætti að þessum málefnum. Þó eru
þessi mál yfirlýst samfélagslegt
markmið — og á ég þar við
samþykktir Alþingis Islendinga á
ýmsum alþjóðlegum yfirlýsingum
og samþykktum, s.s. Sameinuðu
þjóðanna og Evrópuráðsins, svo
eitthvað sé nefnt.“
— Nú segja margir, að þetta sé
konum sjálfum að kenna, þær vilji
ekki axla ábyrgðina, og einnig að
þær uni yfirleitt glaðar við sitt
hlutskipti. Hvað viltu segja um
það?
„Þetta er allt of mikil einföldun.
Það er svo margt sem vinnur gegn
því að konur geti staðið jafnfætis,
ég tala nú ekki um ofar karlmönn-
unum. Karlmenn í stjórnmálum
hafa t.a.m. yfirleitt maka sér við
hlið. Stjórnmál eru fjandsamleg
fjölskyldunni. Ef báðir aðilar
þurfa að framfleyta henni með
vinnu utan heimilis, þá gengur
dæmið alls ekki upp. Vinnumar-
kaðurinn er byggður upp með
þarfir hans sjálfs í huga en ekki
fjölskyldunnar, eins og vera ætti.
Þá má nefna, að skipulagsmál eru
stór þáttur, — yfirleitt hefur
ekkert verið gert með félagslegum
aðgerðum af hálfu neinna stjórn-
valda til að hér geti orðið heilla-
vænleg breyting á.“
— Við spurðum Sólveigu í lok-
in, hvað væri í brennidepli hjá
félaginu um þessar mundir. Hún
sagði að grundvallaratriðin væru
alltaf efst á baugi „þ.e. að fá karla
og konur til að skilja, að æskilegra
er að lifa í því samfélagi þar sem
allir hafa jöfn áhrif, og á ég þar
við jöfn áhrif á t.a.m. uppeldi
barna sem og á opinberu lífi — að
allir geti notið sín. Jafnréttisbar-
áttan er liður í þessu,“ sagði hún í
lokin.