Morgunblaðið - 20.06.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
i 10100 KL. 13-14
FRÁ MANUDEGI
flf yjJUTtfK" UJ3 'U lf
skrifar kona um þá hættu sem að
þjóðinni steðji, ef til forseta henn-
ar veljist maður, sem tekið hefir
próf. Á orðum hennar er ekki
annað að skilja, en að það sé þeim
forsetum sem hingað til hafa setið
Bessastaði mjög til lasts, að þeir
hafi tekið háskólapróf. Þeir voru
því ekki alþýða. Mér er spurn:
erum við ekki öll alþýða, bæði við
sem ekki höfum tekið próf og hinir
líka? Mér finnst hættulegur sá
hugsunarháttur sem kemur fram í
greininni, því að hann elur á
stéttaskiptingu sem á ekki að vera
til hjá okkur. Á kreppuárunum
var ég um tíma í sama skóla og
Pétur Thorsteinsson, og ég sá ekki
betur en að hann væri alþýða rétt
eins og við hin og að þrengingar
kreppuáranna hafi snert hann
eins og aðra. Ég held að Pétur
Þessir hringdu . .
I
/c^
• Fleiri slíka
barnatíma
5745 — 3079 hringdi og sagð-
ist hafa hlustað á barnatíma í
hljóðvarpi 14. júní og líkað vel. —
Þátturinn var bæði fræðandi og
fagur og óskandi að fleiri slíkir
komi á eftir.
• Þökk fyrir mess-
una sr. Halldór
Gröndal
5745—3079 vildi einnig biðja
fyrir þakkir og kveðju til sr.
Halldórs Gröndals. — Ég var
þakklát fyrir þjóðhátíðarmessuna
og prédikun sr. Halldórs var bæði
viturleg og vekjandi. Ég vona bara
að sem flestir hafi hlustað. Fólk
hirðir vel um sína gróðurbletti við
heimahús. En hvað um sálargróð-
urinn? Til hvers notum við alla þá
andlegu orku og vit, sem við
höfum fengið að erfðum og þrosk-
að eftir efnum og ástæðum? Höf-
um við gengið til góðs götuna fram
eftir veg?
Thorsteinsson sé „íslenskur al-
þýðumaður, hafinn og mótaður af
sjálfum sér“ ekki síður en konan
segir að Albert Guðmundsson sé,
og það jafnvel þótt hann hafi tekið
einhver próf. Ég er ákveðin í því
að kjósa Pétur Thorsteinsson, því
að hann á stolt þess sanna alþýðu-
manns sem álítur sig ekki æðri
neinum og engan æðri sér.“
• Ætlar Svala
að bregðast?
Matthías Kristinsson
(6546—5353) skrifar:
Svala Thorlacius spyr að því í
Morgunblaðinu 6. júní sl. hvort
konur ætli að bregðast og þá
væntanlega á kosningadag. Þessu
vil ég svara á þann veg að konur
muni ekki bregðast. Þær hafa það
til að bera sem dómgreind heitir
og er það lúalegt að núa þeim um
nasir sem Svala gerði með spurn-
ingu sinni.
Það leikur ekki nokkur vafi á
því að konur kunna að meta kosti
þess að hjón sitji á Bessastöðum,
að ég tali nú ekki um þegar slíkra
kvenkosta er völ sem eiginkonur
forsetaframbjóðendanna eru.
Standa þær síst að baki Vigdísi
hvað hæfileika snertir og ein
þeirra a.m.k. mun vera menntaðri
og tala fleiri tungumál en Vigdís,
auk þess sem hún hefur komið
fram fyrir íslands hönd hjá vold-
ugustu þjóðum heims.
Og í hverju ættu svo konur að
bregðast? Það gera þær með því
að kjósa Vigdísi. Með því að lýsa
því yfir að hlutur þeirra Georgíu
Björnsson, Dóru Þórhallsdóttur og
Halldóru Eldjárn hafi nánast eng-
inn verið á Bessastöðum.
Nú spyr ég Svölu Thorlacius:
Ætlar þú að bregðast á kosninga-
daginn 29. júní n.k.?“
• Línur skýrast
Maria Haraldsdóttir, Holts-
götu 25, skrifar:
„Athygli vakti fyrsta raunveru-
lega kynningin á forsetaframbjóð-
endunum í útvarpinu sl. sunnu-
dag, þegar þeir fluttu hver um sig
stutt ávörp. Ljóst er af frammi-
stöðu þeirra þarna, að þungamiðja
kosningabaráttunnar hefur flust
til.
Öll voru ávörpin góð hvert á
sinn hátt, en þegar haft er í huga
að hér var um væntanlegan for-
seta íslands að tefla, verður að
leggja annan dóm á ávörpin en
venjulegar tækifærisræður.
Ávörp þeirra tveggja, sem fram
að þessu hafa eftir skoðanakönn-
unum að dæma virst hafa mest
fylgi, voru áferðarfalleg en fremur
léttvæg að innihaldi, snoturlega
flutt en án tilþrifa.
Pétur og Albert komu aftur á
móti sterkar út. Aibert flutti mál
sitt sköruglega, jafnvel ívið of og
gæti það flokkast undir óöryggi
eða „ofæfingu", ævinlega er vandi
að hitta á hið hárfína jafnvægi
þess sem er í raun og þess sem fólk
vill eða telur sér trú um að sé.
Þessi frambjóðandi flaskaði á
því að hæla sjálfum sér fullmikið,
gefa hálfgildings kosningaloforð
og var auk þess nokkuð mikið í
smáatriðum. Þetta var nú einu
sinni kynningarávarp til þjóðar-
innar og átti að gefa hugmynd um
viðkomandi sem forseta.
Pétur J. Thorsteinsson var að
fiestra dómi áberandi bestur,
flutti mál sitt lipurt án tilgerðar,
var málefnalegur og talaði óum-
deilanlega út frá mikilli þekkingu.
Frá Pétri stafaði öryggi og
glöggt er af allri almennri um-
ræðu manna á meðal, að hann
vinnur traust fólks í æ ríkari
mæli.“
i
$
mata
N
Nautahamborgari ............... 300.
Nautagrillsteikur ........... 2.740.
Nautabógsteikur ............. 2.740.
Kálfakótilettur ............. 1.955.
Kálfahryggir ....................
Folaldahakk ................. 1.400.
Kindahakk ................... 2.370,
Saltkjötshakk ............... 2.370.
Ærhakk ....................... 1.825,
Nautahakk ................... 3.720.
10 kg. nautahakk ............ 3.200.
Svínahakk ................... 3.700.
Svínakótilettur ............. 5.350.
Svínalæri ................... 2.950.
Svínabógar ................. 2.950.
Svínahnakkar úrb. nýr........ 3.600.
Nýtt hvalkjöt ................. 970,
Unghænur, 10 stk. í kassa ..........
Holtakjúklingar, 10 stk. í kassa ...
Lauksalat, 100 gr...................
ítalskt salat, 100 gr...............
Skeinkusalat, 100 gr................
Rækjusalat, 100 gr..................
kr. stk
kr. kg
- kr. kg
,- kr. kg
,- kr. kg
- kr. kg
- kr. kg
,- kr. kg
- kr. kg
- kr. kg
,- kr. kg
,- kr. kg
,- kr. kg
,- kr. kg
- kr. kg
- kr. kg
1.290.-
2.400.-
. 200.-
.. 300.-
.. 350.-
.. 350.-
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Til-
burg í Hollandi í fyrra kom þessi
staða upp í viðureign stórmeistar-
anna Hort, Tékkóslóvakíu, sem
hafði hvítt og átti leik, og Sos-
onko, Hollandi
HÖGNI HREKKVÍSI
Frönsku kartöflurnar
tilbúnar í ofninn
Saltaö folaldakjöt ............ 1.150.- kr. kg.
Reykt folaldakjöt ............. 1.150.-kr. kg.
Hangikjöt ennþá á eldra veröi
Hangikjötslæri ................ 3.170.- kr. kg.
Hangikjötslæri, úrb............ 4.855.- kr. kg..
Hangikjötsframpartar, úrb...... 3.950 - kr. kg.
29. Be8! (Setur bæði hrókinn á a4
og peðið á h7 uppnám) Rxe8, 30.
Hg2 — Rf6, 31. Hhgl og Sosonko
gafst upp. Heimsmeistarinn Karp-
ov sigraði á mótinu, en næstur
kom landi hans Romanishin.