Morgunblaðið - 20.06.1980, Side 32
Síminn á ritstjóm
og skrifstofu:
10100
Síminn
á afgreiðsiunni er
83033
21t«r]}unbUi&i&
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1980
Lífeyrissjóður verslunarmanna:
Hæstu lán 15
milliónir kr.
LÍFEYRISSJÓÐUR verslunar-
manna breytti um síóustu mán-
aóamót lánareKlum sinum «k
verða lán sjóftsins framvegis
verðtryggð miðað við vísitólu
byKKÍnRarkostnaðar o>? með 2%
vöxtum. Lánstíminn verður 10 til
25 ár að vali lántakanda. Láns-
fjárhæð fer, að sojjn ólafs Gúst-
afssonar, liiKÍra'ðinK.s lifeyris-
sjtíðsins, eftir því hvað viðkom-
andi hefur Kreitt lenjfi til sjóðs-
ins, en lájcmarkstími til að eiffa
rétt á láni eru 3 ár. Eftir þessa
hreytinjcu á .sjóðsfélajfi, sem
jíreitt hefur í sjóðinn frá upphafi
eða frá árinu 1956, og hefur
aldrei tekið lán úr sjóðnum. nú
rétt á láni að upphæð 15,8
milljónir króna. Hámarkslán til
þessa sjóðsfélaga hefði sam-
kvæmt eldri lánareglum verið 6
milljónir kr. ojc var helminjcur
þess verðtryjfjfður.
Ólafur sagði, að eftir þessa
breytingu yrði lánsfjárhæð í
hverju tilviki reiknuð út miðað við
hvern ársfjórðung, sem sjóðsfélagi
hefur greitt til sjóðsins. Þannig
væri lánsfjárhæðin 360 þús. kr.
fyrir hvern ársfjórðung, sem
greitt hefur verið til sjóðsins
fyrstu 5 árin, 180 þús. fyrir hvern
ársfjórðung frá 5 árum til 10 ára
Fljót og
Ólafsfjörður:
Allt að 80%
af einstökum
túnum kalið
Ba'. 19. júnf.
VÍÐA í Skagafirði er ágætt útlit
með grassprettu, sérstaklega í
innhéraðinu og væri á nokkrum
stöðum byrjaður sláttur, ef ekki
hefði rignt töluvert undanfarna
daga. Áður voru þurrkar og tafði
það fyrir góðri sprettu. Sömu sögu
er þó ekki að segja alls staðar, því
að í Fljótum og í framdölum er
mikið um kal, bæði á túnum og í
afréttum. í Stíflu í Fljótum og í
Ólafsfirði eru til tún, þar sem
áætlað er að 80% af einstökum
túnum sé kalið.
Björn.
og 90 þús. fyrir hvern ársfjórðung
umfram 10 ár.
Þá hefur að sögn Ólafs verið
gerð sú breyting á lánareglum
lífeyrissjóðsins, að hafi viðkom-
andi sjóðsfélagi tekið lán áður,
skal það lán reiknað upp miðað við
hækkun byggingavísitölu frá töku
þess, og er sú upphæð dregin frá
lánsfjárhæð. Nefndi Ólafur sem
dæmi sjóðsfélaga, sem hefði tekið
100 þús. kr. lán árið 1960 og annað
150 þús. kr. lán 1965. Þessi lán
væru nú eftir umreikning metin
til 10,5 milljóna kr. og ætti
sjóðsfélaginn því nú rétt á láni að
upphæð nær 5,3 milljónum króna.
Fimm ár verða að líða milli lána
úr sjóðnum.
Þingforsetar, fulltrúar þingflokkanna og skrifstofustjóri Alþingis við upphaf fundar í Alþingishúsinu í
gærmorgun. Frá vinstri: Páll Pétursson. Ólafur Ragnar Grímsson. Jón Ilelgason. Jóhanna Sigurðardóttir,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Sverrir Hermannsson, Helgi Seljan og Friðjón Sigurðsson.
Ljósm. Mhl. Kristján.
Þingforsetar höfnuðu til-
mælum ríkisstiórnarinnar
— en þingfararkaupsnefnd féllst á tilmæli
forsetanna um frestun málsins til hausts
FORSETAR Alþingis neituðu
í
gær að fallast á tilmæli ríkis-
stjórnarinnar um að hnekkja
ákvörðun þingfararkaupsnefndar.
en hins vegar mæltust þeir til þess
við nefndina. að bókun hennar
kæmi ekki til framkvæmda svo að
næsta reglulegu Alþingi gefist
kostur á að fjalla um málið.
Þingfararkaupsnefnd samþykkti
tilmæli forsetanna. sem tóku fram,
að þeir álitu nefndina hafa farið
að lögum i málinu. Þingforsetar
fólu einnig skrifstofustjóra Al-
þingis að undirhúa endurskoðun á
lögum og reglum um kaup og kjör
þingmanna og þá sérstaklega með
athugun á því með hverjum hætti
Alþingi getur falið öðrum aðila
ákvörðunarvaldið.
Forsetar Alþingis komu saman til
fundar í fyrrakvöld og tóku þá
ákvörðun að lýsa því yfir, að þingfar-
arkaupsnefnd hefði farið að lögum,
en að þeir mæltu hins vegar með því
við nefndina að bókun hennar kæmi
ekki til framkvæmda svo Alþingi
gæti fjallað um málið. Þessari
ákvörðun undu ráðherrar illa og sátu
þingforsetar á fundi lengi dags í gær
undir þrýstingi frá ríkisstjórninni
um að taka af skarið og fella
ákvörðun þingfararkaupsnefndar úr
gildi. Þessi þrýstingur kom m.a. fram
í símtölum forsætisráðherra og fjár-
málaráðherra, en sá síðarnefndi var í
gær staddur í Helsingfors í Finn-
landi- A þessum fundi í gær sam-
þykktu þingforsetarnir hins vegar að
láta endurskoða lög og reglur um
laun þingmanna.
Þegar þingforsetar höfðu gengið
frá samþykkt sinni, höfðu þeir sam-
band við þingfararkaupsnefndar-
menn, sem allir samþykktu tilmæli
forsetanna. Formaður nefndarinnar
var á sjó, sem fyrr segir, þrír
nefndarmanna, Eiður Guðnason rit-
ari, Guðmundur Karlsson og Þórar-
inn Sigurjónsson, voru á ferðalagi
um Snæfellsnes á vegum fjárveit-
inganefndar, Stefán Valgeirsson var
staddur á Akureyri og í Matthías
Bjarnason náðist á Bíldudal.
„Ég er mjög ánægður með þessa
lausn málsins," var allt, sem Jón
Helgason, forseti Sameinaðs Alþing-
is vildi segja í gær, er þingfarar-
kaupsnefnd hafði fallizt á tilmæli
forsetanna um frestun málsins til
hausts.
SjA sumtól við l.arrtnr Siuurósson. Svcrri
llrrmannsson ok IIcIku Scljan bls. 12
Tillögur ASÍ á sáttafundi í gær:
Gerir tillögu um 40
launaflokka með
2 V2 % stígandi á milli
Á FUNDI með sáttanefnd í gær-
morgun lagði viðræðunefnd Al-
þýðusambands tslands fram tillög-
ur um flokkaskipan sem svar við
tillögum Vinnuveitcndasambands
tslands um nýtt sameiginlegt
Hokkakerfi. Næsti sáttafundur var
boðaður næstkomandi þriðjudag
Egill Vilhjálmsson hf.:
Kaupir Fíatumboðið
Davíð Sigurðsson hf.
EGILL Vilhjálmsson hf. og eig-
endur þess hafa keypt öll hluta-
bréf fyrirtækisins Davið Sigurðs-
son hf., en það fyrirtæki hefur
haft einkaumboð fyrir Fiatbif-
reiðar hér á landi. Hafa nýju
eigendurnir þegar yfirtekið rekst-
ur fyrirtækisins. en beðið er eftir
samþykki Fiatverksmiðjanna á
Ítalíu og i Póllandi vegna yfir-
töku hinna nýju eigenda á bif-
reiðaumboðunum. Fara menn frá
Agli Vilhjálmssyni hf. utan í
næstu viku til viðræðna við for-
svarsmenn verksmiðjanna um
það mál.
Georg Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri hjá Agli Vilhjálms-
syni, sagði í gærkvöldi, að ekki
væri enn afráðið, hvernig rekstri
Fíatumboðsins yrði háttað í fram-
tíðinni, en fyrst um sinn yrði það
rekið undir nafninu Davíð Sigurðs-
son hf. Líkur væru þó á, að
fyrirtækin tvö yrðu sameinuð,
hvað snerti rekstur. Með í kaupun-
um fylgir húsnæði, sem Davíð
Sigurðsson hf. hefur verið að
byggja að Smiðjuvegi 4 í Kópavogi,
en þegar er búið að taka 'á af
húsnæðinu í notkun. Georg sagði,
að ef fyrirtækin yrðu sameinuð,
væri ósennilegt að Fíatumboðið
yrði flutt í núverandi húsnæði
Egils Vilhjálmssonar hf. við
Laugaveg, heldur mætti gera ráð
fyrir að starfsemi Egils Vil-
hjálmssonar hf. yrði frekar flutt á
Smiðjuveginn, þar sem þrOngt
væri orðið um starfsemina við
Laugaveg.
Davíð Sigurðsson forstjóri, sem
um árabil hefur rekið Fíatumboð-
ið, hefur nú dregið sig með öllu út
úr rekstri fyrirtækisins og jafn-
framt munu Þórður Júliusson, sem
verið hefur honum til aðstoðar við
framkvæmdastjórn fyrirtækisins,
og Garðar Sigurðsson innkaupa-
stjóri, bróðir Davíðs, hætta störf-
um hjá fyrirtækinu.
klukkan 09. Tillögur samninga-
nefndar ASÍ eru i raun ekki krafa
um kauphækkun, heldur kerfis-
breytingu. Viðmiðunartala launa-
stigans er 280 þúsund króna mán-
aðarlaun, sem i skalanum eru
lægstu laun verkamanns.
Hins vegar er launataflan, sem
ASÍ gerir tillögu um með ákveðinni
stígandi. Fast hlutfallslegt bil milli
flokka er 2'k%. Flokkarnir eru
númeraðir frá 1 og upp í 40. 11.
flokkur er byrjunarlaun verka-
manns, 280 þúsund krónur, en launa-
flokkar 1 til 10 eru unglingakaup.
Hæstu raunverulegu laun eru sam-
kvæmt 35. flokki, sem eru 506.400
krónur á mánuði. Flokkarnir frá 36
og upp í efsta flokk 40 eru óraun-
verulegir, þar sem engar tillögur eru
um niðurröðun starfa í þá. 40.
flokkur ber launatöluna 573.000
krónur, en 1. flokkur ber launatöl-
una 217.400 krónur.
Viðmiðunarkaup byggingamanna
er í tillögunum sett við 14. launa-
flokk, sem ber launin 301.500 krónur.
Tillögurnar eru hins vegar einskorð-
aðar við Verkamannasamband ís-
lands, Landssamband iðnverkafólks,
Samband byggingamanna, Málm- og
skipasmiðasamband íslands og
Landssamband íslenzkra verzlun-
armanna.