Morgunblaðið - 20.06.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1980
Höfðingleg listaverkagjöf:
HJÓNIN, Arngímur
Ingimundarson og Berg-
þóra Jóelsdóttir, aíhentu
Siglufjarðarkaupstað
veglega listaverkagjöf
16. þessa mánaðar. í
ávarpi bæjarstjórnar
Siglufjarðar um gjöfina
segir m.a.:
Listaverkasafn þetta, sem þau
heiðurshjón Arngrímur Ingi-
mundarson, kaupmaður, og kona
hans, Bergþóra Jóelsdóttir, færa
nú Siglfirðingum að gjöf, er ekki
einasta sérlega mikið að vöxtum,
heldur afburða gott safn. í því má
greina þverskurð íslenskrar
myndlistar síðustu áratugi. Fjöl-
margar myndanna má tvímæla-
laust telja þær bestu, sem ein-
stakir listamenn hafa málað.
Smekkvísi og næmt listauga
þeirra hjóna, samfara ræktunar-
semi við efnilega listamenn er
ótvírætt einkenni safnsins. Sigl-
firðingum er sannarlega mikill
fengur að þessari gjöf, hún mun
verða menningarlífi bæjarins
mikil lyftistöng og vísir að Lista-
safni siglufjarðar.
Það er vissulega ánægjulegt að
brottfluttir Siglfirðingar skuli
bera svo hlýjan hug til heima-
byggðar og sýna henni svo ótví-
ræðan sóma. Það minnir okkur á
að böndin við Siglufjörð verða
seint rofin.
Bæjarstjórn Siglufjarðar vill
með ávarpi þessu þakka af heil-
um hug ómetanlega og höfðing-
lega gjöf hjónanna Arngríms
Ingimundarsonar og Bergþóru
Siglufjarðarkaupstað
gefið listaverkasafn
Jóelsdóttur og færir þeim ósk um
velfarnað á ókomnum árum.“
Morgunblaðið hafði samband
við Ingimund Einarsson, bæjar-
stjóra á Siglufirði, og var hann
spurður hvar bæjaryfirvöld
hyggðust koma listaverkunum
fyrir. „Hér hefur lengi verið
ætlunin að koma á fót listasafni
og verður þessi höfðinglega gjöf
áreiðanlega til að flýta fyrir því
að það komist upp. Ekkert hent-
ugt húsnæði er til staðar, sem
rúmar listaverkagjöfina alla.
Verður þetta því hreyfanlegt safn
í fyrstu og munu myndirnar til að
byrja með prýða bæjarskrifstof-
urnar og ýmsar aðrar opinberar
byggingar staðarins.
Um listaverkagjöfina sagði
Ingimundur Einarsson m.a. „í
gjöfinni eru alls 124 verk eftir 70
myndlistarmenn. Safnið spannar
gróskumikið skeið íslenskrar
myndlistarsögu, — frá 1930 til
1979. Meðal höfunda þessara
verka eru nokkrir okkar þekkt-
ustu listamanna, — Jóhannes S.
Kjarval, Jón Engilberts, Nína
Tryggvadóttir o.fl. en einnig
frægir samtíðarmenn s.s. Erró
(Guðm. Guðmundsson) og Alfreð
Flóki. í safninu eru einnig verk
eftir erlenda myndlistarmenn t.d.
tvær litaðar steinprentanir eftir
Salvador Dali.“
í prentaðri skrá, sem gerð
hefur verið um listaverkagjöfina,
stendur að gjöfin sé helguð minn-
ingu foreldra þeirra hjóna: Þeim
Ingimundi Sigurðssyni, Hvams-
koti Höfðaströnd og Jóhönnu
Arngrímsdóttur; og Jóel Sumar-
liða Þorleifssyni frá Efstadal í
Laugardal og Sigríði Kristjáns-
dóttur frá Grafarbakka Ytri-
Hrepp Árnessýslu.
Um þau hjónin segir m.a. í
skránni: „Arngrímur og Bergþóra
eru mjög listelsk og hafa um
árabil safnað listaverkum eftir
innlenda og erlenda höfunda.
Umfangsmikið safn þeirra prýddi
veggi á heimili þeirra að Grettis-
götu 2 í Reykjavík þar til nú fyrir
skömmu að það var flutt til
Siglufjarðar.
Afhendingartími gjafarinnar,
júnímánuður 1980, er valinn með
tilliti til þess að í þessum mánuði
eru liðin 100 ár frá fæðingu
mæðra þeirra beggja, Jóhönnu
Arngrímsdóttur, sem fædd var
16. júní 1880, og Sigríðar Krist-
jánsdóttur, sem fæddist 27. júní
1880.
Að sögn Arngríms vilja þau
hjón með málverkagjöfinni sýna
Siglfirðingum í verki þakklæti
fyrir stuðning, sem þeir veittu
foreldrum hans á erfiðleikatím-
um eftir að þau brugðu búi í
Fljótum vegna heiisubrests föður
hans og fluttu til Siglufjarðar.
Móðir hans hafði oft á orði að
þennan stuðning hefðu þau hjón
aldrei getað launað Siglfirðing-
um. Vilja nú Arngrímur og Berg-
þóra með þessari gjöf láta bæjar-
búa njóta hjálpsemi og vinsemd-
ar.
Málverkasafn þeirra hjóna,
sem talið hefur verið eitt allra
vandaðasta og fjölbreytilegasta
listaverkasafn í einkaeign hér á
landi er ómetanieg lyftistöng
fyrir menningarlíf Siglufjarðar-
kaupstaðar.“
Ásdis Davidsen og Stefanía Haraldsdóttir voru
að vonum óhressar með uppsagnirnar.
LjÓNm. Mbl. Kristján.
bóra Björg Dagfinnsdottir og Gunnhildur Pét-
ursdóttir töldu að stjórnvöld ættu að láta málið
til sin taka þegar um siikar fjöldauppsagnir sem
þessar væri að ræða.
2____E_
UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
IlJ HANS PETERSEN HF
eru okkar
sérgrein!
BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ AUSTURVERI
S; 20313 S: 82590 S: 36161
„Varla aðra
vinnu að fá“
NÝLEGA hefur fjölda af skólanemum sem starfa við fiskvinnsluhús,
verið sagt upp störfum. Af þessu tilefni fóru blaðamaður og
ljósmyndari Mbl. i fiskvinnsluhús Bæjarútgerðar Reykjavikur og
ræddu við nokkrar skólastúlkur sem sagt hefur verið upp störfum.
„Þessi uppsögn kemur sér ákaf-
lega illa fyrir okkur og þurfum við
að endurskoða allar okkar fram-
tíðaráætlanir," sögðu þær Gunn-
hildur Pétursdóttir og Þóra Björg
Davíðsdóttir. Aðspurðar um tekj-
ur það sem af væri sumarsins,
kváðust þær hafa haft um það bil
600 þúsund krónur, en það dygði
skammt þegar liði á veturinn.
„Mér fyndist að stjórnvöld ættu að
gera eitthvað þegar þetta mörgum
er sagt upp í einu,“ sagði Gunn-
■ hildur.
„Það er hrikalegt þegar svo
mörgum er sagt upp í einu, þetta
60 til 80 manns, og ég skil ekki
hvernig frystihúsin fara að þegar
er verið að fækka starfsfólkinu og
meira en nóg er að gera,“ sagði
Ásdís Davidsen.
„Ég held að það verði ekki aðra
vinnu að fá því eftirspurn eftir
vinnu er lítil. Auk þess er orðið
nokkuð liðið á sumar og hæpið að
aðra vinnu verði að fá til hausts-
ins,“ sagði Stefania Haraldsdóttir.
„Þessar uppsagnir koma aðal-
im
Stella Stefánsdóttir, fiskeftirlits-
maður hjá Bæjarútgerð Reykja-
vikur.
lega niður á skólafólki og afleys-
ingarfólki, sem er hér í vinnu,"
sagði Stella Stefánsdóttir, fiskeft-
irlitsmaður hjá BÚR. „Þó svo að
uppsagnirnar komi aðallega niður
á kvenfólki er J)að í miklum
meirihluta hér. Eg held að það
hafi verið staðið skynsamlega að
þessum uppsögnum, en það eru
alltaf einhverjir sem eru beittir
órétti,“ sagði Stella að lokum.
Ekki tímabært að
afgreiða málið
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi frá ólafi Ragnari
Grímssyni förmanni þingflokks
Alþýðubandalagsins:
Þessi bókun sýnir andstöðu
þingflokksins við að afgreiða
breytingar á launakjörum þing-
manna."
„Vegna villandi ummæla í fjöl-
miðlum, þar sem m.a. hefur verið
dregið í efa að þingflokkur AI-
þýðubandalagsins hafi fyrir þing-
lok hafnað því að breyta nú
launum alþingismanna, er hér birt
eftirfarandi bókun úr fundargerð
þingflokks Alþýðubandalagsins
17. maí 1980, 3. dagskrármál:
„3. Rætt um launakjör þing-
manna. Talið að ekki sé tímabært
að afgreiða þetta mál.“
Sr. Gunnar var
fundarstjóri
í MORGUNBLAÐINU í gær var m.a.
sagt frá fundi Guðlaugs Þorvalds-
sonar og stuðningsmanna hans í
samkomuhúsinu Miklagarði í
Varmahlíð. Þar var ranglega sagt
frá nafni fundarstjóra, en hann var
sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ.
Þetta leiðréttist hér með.