Morgunblaðið - 20.06.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980
11
Fundurinn á Egilsstððum var fjöimennur. GuAIaugur í ræðustól.
við störf og leik, á hljóðri stund
eða í gleðskap og að fá heimsókn
fólksins, er að mínu viti ekki
ómerkilegasti þátturinn í starfi
forsetahjónanna á Bessastöðum
og tvímælalaust sá áhugaverðasti.
Á sama hátt er það einnig
mikils virði, að forsetinn leggi sig
fram um að rækta samskiptin við
aðrar þjóðir og stuðla af fremsta
megni að friði milli þjóða. Smá-
þjóðir hafa hlutverki að gegna í
því sambandi. Það er ekki heimin-
um til góðs, ef forustumenn þjóða
hætta að talast við og heimsækja
hver annan. Þá nær hrisinn og
grasið að spilla fyrir leiðum al-
þjóðaviðskipta.
Ég lít ekki á forseta íslands sem
valdsins mann fyrst og fremst,
heldur þann, sem öðrum fremur á
að hlúa að því, sem sameinar
þjóðina og hann á að bera klæði á
vopnin þegar til vandræða horfir.
Ég fylli ekki þann hóp, sem vill
flytja völd frá Alþingi og ríkis-
stjórn til forsetaembættisins. Ég
er lýðræðissinni og tel það ekki
hollt fyrir þjóð okkar, að einum
„sterkum" manni séu falin mikil
völd í hendur. Sporin frá umheim-
inum hræða. Ég veit hins vegar að
lýðræðið er tímafrek stjórnunar-
leið og krefst ábyrgrar háttsemi
einstaklinga, ef það á að standast
til langframa. Ég vona, að við
berum gæfu til slíkra stjórnar-
hátta.
í stjórnarskránni er fram tekið,
að forseti láti ráðherra fram-
kvæma vald sitt. Jafnframt, að
forseti sé ábyrgðarlaus á stjórnar-
athöfnum, en ráðherrar beri
ábyrgð á stjórnarframkvæmdum
öllum.
Þrátt fyrir þetta, hefur þó
forseti allnokkurt vald samkvæmt
stjórnarskránni. Byggist það fyrst
og fremst á því, að hann getur
neitað um atbeina sinn til stjórn-
arframkvæmda, t.d. þegar hann
telur að athöfnin sé brot á stjórn-
arskránni, eða gangi gegn heill
ríkisins. Slík tilvik eru þó ekki
nefnd berum orðum í stjórnar-
skránni, en eru samkvæmt eðli
máls svo.“
Guðlaugur sagði, að vald forset-
ans kæmi helst fram í sex atrið-
um. Forseti hefði stjórnarskrár-
heimild til að neita að staðfesta
lög. Hann ákvæði hverjum hann
fæli stjórnarmyndun. Bráða-
birgðalög væru ekki gefin út án
undirskriftar forseta. Hið sama
gilti um þingrofsboðskap, samn-
inga ísiands við erlend ríki, þó
ekki minniháttar samninga. Og
ekki yrði skipað í embætti nema
fyrir atbeina forseta.
Guðlaugur lagði ríka áherslu á
ræktun félagsanda og samhjálpar
í þjóðfélaginu, ekki síst meðal
heilbrigðs fólks í fullu starfsfjöri,
er oft hætti við að gleyma lítil-
magnanum. Höfuðáherslu bæri að
leggja á þarfir ungra, aldinna,
sjúklinga og öryrkja. Hann nefndi
þrjú atriði, sem leggja þyrfti
áherslu á fyrir ungt fólk. Góða
Guðlaugur ræðir við höfðingja af Héraði.
að breyta tilhögun stjórnarmynd-
unarviðræðna. Guðlaugur sagði,
að útilokað væri, að gefa sér
einhverjar fyrirframreglur um
það. Hann sagði það skyldu for-
seta íslands að túlka niðurstöður
kosninga og hegða sér í samræmi
við það. En að því frátöldu væru
engar reglur í gildi. Ef sú staða
kæmi upp, að ekki væri kostur á
að mynda þingræðislega meiri-
hlutastjórn, þá yrði forseti að
meta sjálfur hvort ætti við minni-
hlutastjórn eða utanþingsstjórn.
Því þyrfti forseti að vera í við-
bragðsstöðu ef stjórnarmyndun-
arviðræður gengju illa. Ef sú
staða kæmi upp, að utanþings-
stjórn væri sá kostur, sem forseti
teldi vænlegastan, þá yrði að fara
hljótt og forseta væri vandi á
höndum að vega og meta hæfni
manna til ráðherraembætta.
Guðlaugur var einnig spurður
hvort hann teldi eðlilegt, að ráð-
herrar gengdu jafnframt þing-
mannsstörfum. Og einnig hvort
það gæti talist eðlilegt, að ráð-
herrar þægju samfara ráðherra-
launum þingfararkaup. Guðlaugur
sagði, að í Noregi væri það föst
venja, að ráðherrar segðu af sér
þingmannsstörfum og væru kost-
irnir við það margir. Hann sagði,
að það væri eðlilegast og æski-
legast, að ráðherrar fengju ein
laun, en tryggja þyrfti þeim sóma-
samieg laun.
Þá ber að geta þess, að Guðlaug-
ur upplýsti, að hann hefði legið í
flensu í hálfa þriðju viku í maí.
Kosningabarátta hans hafi því
nokkuð farið úr skorðum vegna
þessa.
Eftir að Guðlaugur hafði flutt
ræðu sína, sté Sigfinnur Karlsson,
verkalýðsleiðtoginn kunni af Nes-
kaupstað í ræðustól. Hann bar
ekki fram spurningar til Guð-
laugs, heldur vildi hann, þar sem
ekki hafði áður gefist tækifæri til,
flytja ávarp Guðlaugi til stuðn-
ings, hvað hann gerði af mynd-
arskap.
Fundarmenn sungu nokkur
ættjarðarljóð og stjórnaði Björn
Hólm frá Stangarási, söngnum af
skörungsskap. Vilhjálmur frá
Þokan hamlaði ílugi
til Borgarfjarðar
Eftir fundinn á Egilsstöðum
átti að halda til Borgarfjarðar, en
flugveður hamlaði — þokan hafði
færst yfir Borgarfjörðinn þrátt
fyrir að á héraði hefði verið
glampandi sól og blíða. Því varð
að fresta för þangað, sem og á
Vopnafjörð.
Úndir kvöldið var haldið akandi
niður á Seyðisfjörð. Skömmu áður
en komið var inn í kaupstaðinn
var fyrir móttökunefnd, sem heils-
aði þeim hjónum, og bauð þau
velkomin til Seyðisfjarðar.
Fundurinn var haldinn í félags-
heimilinu og var hann vel sóttur,
rétt eins og á Egilsstöðum. Vil-
hjálmur frá Brekku stýrði fundin-
um. Séra Magnús Björnsson flutti
ávarp. Meðal annars sagði séra
Magnús stutta sögu af Guðlaugi.
„Eins og við vitum öll, var Guð-
laugur rektor Háskóla íslands
áður en hann tók við starfi
ríkissáttasemjara, og eins og lög
gera ráð fyrir, sótti hann ráð-
stefnur og heimsþing háskólarekt-
ora. Eitt sinn var framkvæmda-
stjóri heimssambands háskóla-
rektora staddur hér á landi. Til
þess að leyfa honum að kynnast
betur landi og þjóð, þá bauð '
Guðlaugur honum með sér á
hjónadansleik Lionsklúbbs þess,
sem hann er meðlimur í. Guðlaug-
ur hefur ákaflega gaman af að
dansa og notar hvert tækifæri til
þess. Sem Guðlaugur sveif um
gólfin, glaður og reifur sem ávallt,
hafði framkvæmdastjórinn orð á
því, hve skemmtilegt það væri að
sjá rektorinn — hann hefði aðeins
kynnst honum á alvarlegum fund-
um víðs vegar um heiminn. Þetta
gæfi nýja og ferska mynd af
honum," sagði séra Magnús.
Guðlaugur flutti ræðu og Krist-
ín þakkaði fundarmönnum fyrir
komuna. Síðan var þeim hjónum
haldið kaffisamsæti og var þar
fjölmenni. Það var áliðið kvölds
þegar haldið var upp á hérað, en
þegar þangað kom, hafði Aust-
fjarðaþokan lagst yfir Egilsstaði.
Því urðu Guðláugur og Kristín að
gista, og í bitið morguninn eftir
var haldið til Reykjavíkur í ágætu
veðri. Austfjarðaferð Guðlaugs
var lokið en þess ber að geta, að
áður hafði hann ferðast um suður-
firðina á Austfjörðum. Farið til
Djúpavogs, þá til Breiðdalsvíkur,
síðan Fáskrúðsfjarðar, Reyðar-
fjarðar, Eskifjarðar og Neskaup-
staðar.
menntun, holl störf, og sómasam-
legt húsnæði. Hann sagði það
áhyggjuefni, að á tímum verð-
bóígu og hárra vaxta, væri erfitt
fyrir ungt fólk að koma yfir sig
sómamsamlegu húsnæði. Hann
sagði það nauðsynlegt á næstu
áratugum, að stórauka aðstoð við
aldrað fólk, því stóru árgangarnir
færðust ofar í aldursstiganum.
Undirstaða þess, að gera átak í
þjóðþrifamálum, sem málefnum
aldraðra, öryrkja, og sjúkra, væri
öflugt, þróttmikið og arðbært at-
vinnulíf. Það væri undirstaðan og
brýnt verkefni væri að hlúa að
atvinnuvegunum og styrkja þá.
Séra Einar Ó. Þorsteinsson á
Eiðum bar fram spurningu til
Guðlaugs. Hann spurði, hvort
Guðlaugur væri reiðubúinn, ef
hann yrði kosinn til embættis
forseta Islands, að notfæra sér
það vald forseta að neita að skrifa
undir lög Alþingis. Hann sagði, að
þeir þrír forsetar íslands, sem
setið hafa að Bessastöðum, hefðu
ekki séð ástæðu til þess að beita
neitunarvaldi á gerðir Alþingis, þó
tvívegis hafi verið ástæða til, eins
og hann orðaði það, þó ekki gerði
hann nánari grein fyrir því.
Guðlaugur svaraði fyrirspurn
séra Einars og sagði, að þar hefði
komið fram erfið spurning. Hann
sagði m.a.: „Ég óska þess, að þeim,
er kosnir eru til Alþingis, farnist
það vel að ekki þurfi til slíks að
koma. Ef ég væri sannfærður um,
að lög sem samþykkt væru á
Alþingi, gengju gegn heill þjóðar-
innar, og ég væri sannfærður um
að meirihluti þjóðarinnar væri
andvígur þeim og ég teldi það
mikilsvert að grípa í taumana hér
og nú, — þá myndi ég gera það. En
ég óska engum forseta slíks. Ég
veit að þetta er ekki fullkomið
svar, en ég treystist ekki betur til
að svara spurningu þinni.“
Magnús Einarsson á Egils-
stöðum spurði Guðlaug, hvort
hann, ef kosinn yrði, hefði hug á
Rætt við ungt fólk I Valaskjálf.
Gengið til kaffisamsætis á Seyðisfirði.
Brekku fór með vísukorn, sem
hann sagðist hafa heyrt á stuðn-
ingsmannafundi í Skagafirði, og
Rósberg G. Snædal í Miðgarði
orti.
Vísukornið hljóðaði svo:
„Frá ströndum til dala stofnum sveit
staðreyndir tala úr fjöldans rööum.
Gefið er val — og gerum heit
GuðlauKur skal að Bessastöðum."