Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980 17 Mnkkasíur fvrir karlmenn. Si Léttir útivistarskór fyrir börn og fullorðna settu mikinn svip á sýninguna. Barnaskór frá JIP, en þaö fyrirtœki hefur í mörg ár fengið sérstaka viöurkenningu fyrir gæði. Á tímabilinu 27. mai til 10. júní birtust í Vísi fjórar greinar um „Stöðu sjávarútvegsins", þar sem m.a. var fjallað um afkastagetu fiskiskipaflotans og hraðfrysti- húsanna. Öll málsmeðferð í grein- um þessum er ákaflega ónákvæm. Áætlanadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins er blandað inn í þessar greinar til að ljá þeim eins konar sannleiksstimpil og er sú ástaéðan fyrir þessum skrifum mínum. Yfirleitt gerum við ekki athugasemdir við skrif annarra né Helgi Ólafsson, hagfræðingur: árið um kring, eins og unnt er að gera í verksmiðjuiðnaði, þar sem aðföng til framleiðslunnar berast reglulega að eftir þörfum. Við verðum að gæta þess, hvað sem líður fullkomnum tækjabúnaði flotans, að frystihúsin búa við hráefnisaðföng þar sem óviðráð- anlegar sveiflur eiga sér stað á hverju ári við öflun hráefnis og afkastageta umfram meðalþörf er nauðsynleg til að anna aflatopp- um. I fjórða lagi er þess getið í Vísisgreininni, að nýting frysti- húsanna sé minnst á Reykjanesi. Þetta er ofur eðlilegt m.a. af eftirfarandi ástæðum: 1. it.Togarafiskur hefur til skamms tíma verið hlutfallslega minni uppistaða í aflanum þarna Afkastageta fiskiskipaflot- ans og hraðf rystihúsanna Athugasemdir við greinaflokk í Vísi um stöðu sjávarútvegsins svörum þeim, en hér er svo á málum haldið, að óhjákvæmilegt er að aðhafast nokkuð. Fiskiskipaflotinn I 2. grein þ. 30. maí er fjallað um afkastagetu báta- og togaraflot- ans. Þar er því haldið fram, að áætlanadeild Framkvæmdastofn- unar ríkisins hafi gert áætlún um afkastagetu fiskiskipaflotans, þar sem meðalafkastageta togara sé 16,16 tonn á úthaldsdag og báta 4,9 tonn. Greinarhöfundur kemst svo að þeirri niðurstöðu, að fiskiskipa- flotinn þyrfti ekki nema 59 daga til að veiða þann botnfisk, sem fiskifræðingar telja óhætt að taka úr sjónum. Ekki kannast ég við, að áætl- unadeildin hafi unnið þessar tölur, en tel líklegt að þær séu úr bókinni „Þróun sjávarútvegs", sem Rannsóknaráð ríkisins gaf út í nóvember 1975 og unnin var af starfshópi á þess vegum. Enginn starfsmaður Framkvæmdastofn- unar átti aðild að þeim starfshópi. Þrátt fyrir þetta er rétt að fjalla aðeins um þann samanburð, sem gerður er á afkastagetu togaranna nú og fyrir stríð. Þarna er þess getið að meðalafli á úthaldsdag hjá togurum hafði árið 1933 verið 19,5 tonn af fiski slægðum með haus, sem gera mundi 24,4 tonn af fiski upp úr sjó. Meðalstærð tog- ara þá hafi verið 338 rúmlestir brúttó. Þetta er allt rétt, enda birti undirritaður niðurstöður rann- sókna á afla- og rekstrarsaman- burði togara á árunum 1930—1938 og 1950—1956 í 50 ára afmælisriti Ægis, sem gefið var út 1959 og eru tölurnar vafalítið þaðan komnar. Aftur á móti er samanburður á meðalafla á úthaldsdag á veiðum í salt árið 1933, við veiðar á fiski í ís í dag afar hæpinn af eftirfarandi ástæðum: 1. Meðalafli á úthaldsdag árið 1933 er sá hæsti, sem um getur enda var þorskgengd óvenju- lega mikil á árunum 1931—1935 og talið að göngur frá Græn- landi ættu drjúgan þátt í henni. 2. Samanburðurinn nær eingöngu til veiða í salt árið 1933 en þá lágu skipin yfir hrygningar- göngunum fyrir sunnan land á vetrarvertíðinni, aðallega Sel- vogsbanka, sem nú er lokaður togurum, og fóru í heimahöfn þegar lokið var við að fylla skipin af saltfiski. Togarinn var því bæði veiðitæki og fiskverk- unarstaður. 3. Togurunum var oft lagt yfir sumarið, nema farið væri á síldveiðar og því einungis starf- ræktir á arðbærasta tíma árs- ins. 4. Meðalfjöldi úthaldsdaga árið 1935 var t.d. 219 en eru nú um 330 að jafnaði, enda er notkun skipanna gjörólík, því nú eru flestir togararnir notaðir sem hráefnisöflunartæki fyrir frystihús, sem ekki voru til fyrir stríð. Þeir verða að koma til hafnar á fárra daga fresti til að vinnslan í landi gangi snurðulaust, auk þess sem vinna verður fiskinn innan ákveðins tíma frá því hann var veiddur. 5. Togarar hafa stækkað hlut- fallslega miðað við burðargetu af ýmsum ástæðum. Meiri kröf- ur eru nú gerðar til stærðar og frágangs á því rými sem áhöfn- in notar. Nær allur fiskur er ísaður í kassa, sem eru pláss- frekir. Bannað er að koma með afla á þilfari, sem áður var algengt og þannig mætti lengi telja. 6. Stærðarmælingar skipa í brúttórúmlestum gefa ekki ætíð rétta mynda af afkasta- getu þeirra m.a. vegna breyt- inga, sem hafa áhrif á stærð- armælingu en ekki á afköst og er því ónothæfur mælikvarði til samanburðar. Auk þessa hefur mælingareglum verið breytt í gegnum árin og brúttórúmlest fyrir 50 árum er ekki sú sama og í dag. Ekki sé ég ástæðu að tína til fleiri atriði, né skýra þetta nánar þó af nógu sé að taka. Eitt má þó vera ljóst. Aðstæður allar og forsendur fiskveiða í dag eru svo ólíkar því Sem var fyrir 50 árum, að líkja verður við byltingu. Hugs- unarháttur, efnahagsþróun, kröf- ur um lífskjör, menntun og tækni hafa breytst svo, að torveldar allan samanburð á milli þessara tímabila. Frystihúsin í 3. grein, sem birtist þ. 9. júní er m.a. fjallað um nýtingu frysti- húsanna. Þar er vitnað í hrað- frystihúsaáætiun Framkvæmda- stofnunar, sem gefin var út árið 1974. í þessari áætlun var gerð tilraun til að meta afkastagetu frystihúsanna að loknum áætluð- um endurbótum á gömlum húsum og að lokinni byggingu nýrra húsa. Þessar tölur notar greinar- höfundur Vísis til að sýna og sanna, að einungis þriðji hluti afkastagetu frystihúsanna sé nýttur. Hér er um full mikla einföldun staðreynda að ræða. í fyrsta lagi er hér áætlun, sem gerð var fyrir 6—7 árum og ekki hefur verið endurskoðuð nema að litlum hluta. Slík afkastamæling sem þessi er alls ekki óyggjandi heldur miklu frekar leiðbeinandi. í öðru lagi verður að gæta þess, að meiri hluti frystihúsanna eru að uppruna gamlar byggingar, sem byggðar voru við aðrar að- stæður en ríkja í dag. Sum þessara húsa voru upphaflega saltfisk- verkunarstöðvar, þar sem frysting var hafin samhliða saltfiskverk- uninni og þá oft í smáum stíl fyrst. Slíkar aðstæður er jafnvel enn að finna í dag. í þriðja lagi mundi draga mikið úr framleiðslu á frystum fiskaf- urðum ef afkastageta frystihús- anna yrði miðuð við fulla nýtingu en annars staðar á landinu. en eins og flestir vita og minnst var á hér að framan, hafa togararnir verið notaðir til að sjá frystihús- um, sem þeir eru tengdir fyrir reglulegu hráefni. Af þessum sök- um er t.d. nýting frystihúsanna við Isafjarðardjúp og á Akureyri mjög góð eins og reyndar kemur fram í Vísisgreininni. 2. Frystihúsin á Suðurnesjum hafa byggt mikið á bátafiski, sem aðallega berst að á vetrarvertið- inni og er nýting flestra þeirra mjög góð á þeim árstíma. 3. Frystihúsin á Suðurnesjum vinna mörg humar á sumrum. Ekki er unnt að meta afkastanýt- ingu húsa eftir þunga humarsins, því þetta er verðmætasta vara sem unnin er í frystihúsunum miðað við þyngd og einnig sú vinnuaflsfrekasta. Einnig má nefna vinnslu á kola í þessu sambandi. 4. Frystihúsin á Suðurnesjum eru og þurfa að vera frábrugðin frysti- húsum, sem eingöngu vinna botn- fisk vegna loðnu- og síldarfryst- ingar. Þetta á reyndar við um frystihús á Suður- og Súðvestur- landi ella færi engin loðnu- og síldarfrysting fram. 5. Aflabrögð á Suðurnesjum hafa verið með eindæmum léleg á undanförnum árum og nýting fiskverkunarstöðva þar því með lakasta móti.Þetta ætti að hafa breytst mjög til batnaðar á fyrri hluta þessa árs því vetrarvertíðin 1980 var mjög góð. Þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, sýna hve vafasamt er að „leika sér með tölur“ svo notuð séu orð greinarhöfundar Vísis, sér- staklega í atvinnugreinum þar sem veiðimennska er undirstaða alls árangurs og þótt náttúran sé oft gjöful, getur hún á þessu sviði brugðist eins og við þekkjum mæta vel. Með þessum athugasemdum er ég ekki að halda fram ágæti allra framkvæmda í fiskiskipa- og hraðfrystihúsabyggingum. Síður en svo, því þar er víða pottur brotinn eins og á öðrum sviðum. Mikið og merkilegt átak hefur þó verið gert á undanförnum árum í endurbótum á hraðfrystihúsum og var ekki vanþörf á, því sum gátu húsin vart talist hæfir staðir til matvælaframleiðslu. Hvað sem segja má um stærð fiskiskipa- stólsins í hlufalli við þann há- marksafla, sem við getum leyft okkur að taka úr sjónum um þessar mundir, þá hafa skuttogar- arnir valdið þeirri breytingu í fiskvinnslunni, að nú hefur tekist að koma rekstri margra frysti- húsa á landinu eins nálægt hefð- bundnum verksmiðjurekstri og unnt er og þannig jafnað stórlega það álag sem áður var á starfs- fólki frystihúsanna. FRAMKVÆMDASTOFNUN RÍKISINS Áætlanadeild Helgi Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.