Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JULI 1980 43 i Meistaramótið í frjálsum: Helga með met og tveir yfir 70 metra í spjóti MEISTARAMÓT íslands í frjáls- um íþróttum hófst á Laugardals- vellinum I gærkvöldi. Nokkur góð afrek voru unnin eins og vænta mátti. en flatn- eskja var þó nokkur. Helga Hall- dórsdóttir setti met í 100 metra grindahlaupi, hljóp á 14,56 sek- úndum. Þá köstuðu bæði Sigurð- ur Einarsson og Einar Vil- hjálmsson spjótinu yfir 70 metra. og gerist slíkt ekki á hverjum degi á frjálsíþróttamótum á ís- landi. En það var kannski Ágúst Ásgeirsson. sem kom mest á óvart. Hann hætti að æfa á síðasta vetri, en byrjaði síðan á nýjan leik fyrir mánuði síðan. Hann keppti nú i 800 metra hlaupi og sigraði örugglega. „Ég ætlaði bara að sjá hvar ég stæði,“ sagði Ágúst eftir hlaupið (fyrir hlaupið einnig). Við skulum renna yfir hverja grein fyrir sig og kanna úrslitin. Þess skal þó fyrst getið, að þetta var aðeins hluti mótsins, því verður framhaldið í dag. Oddur Sigurðsson sigraði í 200 metra hlaupi, en fékk mikla og harða keppni frá Sigurði Sigurðssyni, sem var aðeins nokkrum sekúndu- brotum á eftir Oddi. Tími Odds var 21,44 sekúndur, en tími Sig- urðar var 21,68 sek. Þriðji varð Þorvaldur Þórsson, en hann hljóp á 22,61 sek. Oddur var einnig í sigursveit, er KA sigraði í 4x100 metra boð- hlaupi. Tími KA-sveitarinnar var 43,4 sekúndur. Sveit Ármanns varð önnur á 44,43 sek. Hreinn Halldórsson sigraði í kúluvarpi og Óskar Jakobsson varð annar, en hvorugur náði að varpa kúlunni yfir 20 metra. Sigurkast Hreins var 19,63 metr- ar, en besta kast Óskars var 19,56 metrar. Guðni varð þriðji með 17,28 metra kast. í spjótkastinu köstuðu tveir yfir 70 metra, eins og áður sagði. Sigurður Einarsson sigraði, kastaði spjótinu 74,00 metra. Lengsta kast Einars Vilhjálms- sonar var 73,18 metrar. Knattspyrnukappinn Jón Oddsson sigraði í langstökki, stökk 7,14 metra og Friðrik Þór Óskarsson varð annar með 6,98 metra stökk. Ef við snúum okkur aftur að hlaupunum, þá sigraði Helga Halldórsdóttir í 110 metra grinda- hlaupi. Hljóp hún á 14,56 sekúnd- um, sem er met. Önnur varð Kristbjörg Helgadóttir, sem hljóp á 16,24 sek. Þriðja varð Valdís Hallgrímsdóttir, sem hljóp á 16,25 sek. Helga sigraði einnig í 200 metra hlaupi, hljóp á 24,96 sek- úndum. Önnur varð Oddný Árna- dóttir, hljóp á 25,58 sekúndum. Kristín Halldórsdóttir varð þriðja á 26,35 sek. Ágúst Ásgeirsson sigraði óvænt í 800 metra hlaupinu. Tími hans var 1:56,2 mín. Annar varð Guð- mundur Sigurðsson, hann fékk tímann 1:57,3. Þriðji varð Steindór Tryggvason, hljóp á 1:58,3. Sigurð- ur Sigurðsson sigraði í 5000 metra hlaupinu, tími hans var 16:00,2. Steinar Friðgeirsson, ungur og upprennandi langhlaupari varð Ágúst Ásgeirsson kom mjög á óvart og sigraði i 800 metra hlaupi. annar á 16:35,2. Þriðji varð Einar Sigurðsson á 17:27,4. I 400 metra grindahlaupi sigraði Aðalsteinn Bernharðsson, en hann fékk tímann 59,36 sekúndur. Ann- ar varð Trausti Sveinbjörnsson á 60,86 sekúndum. Keppendur voru aðeins tveir. Unnar Vilhjálmsson sigraði í hástökki karla, vippaði sér yfir 2,01 metra. Stefán Friðleifsson varð annar, stökk 1,98 metra. Loks eru það kastgreinar kvenna. Dýrfinna Torfadóttir sigraði í spjótkasti kvenna, kastaði 42,60 metra. Keppnin var hörð, önnur varð Iris Grönfeldt með 41,18 metra kast. María Guðnadóttir varð þriðja með 40,12 metra. í kúluvarpinu sigraði Guð- rún Ingólfsdóttir, hún varpaði kúlunni 13,10 metra. Önnur varð Helga Unnarsdóttir með 11,43 metra kast. Þriðja varð síðan íris Grönfeldt með 10,74 metra. gg. Islendingar voru ósannfærandi gegn Grænlandi ÍSLENDINGAR sigruðu Græn- lendinga 4 — 1 í landsleik í knatt- spyrnu sem fram fór á Húsavik í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 4—0 fyrir ísland. Af hálfu ís- lenska liðsins var leikurinn fjarri því að vera vel leikinn og mestu athyglina vakti léttur og friskandi leikur grænlensku leik- mannanna. Ef íslendingar hefðu ekki skorað þrjú mörk á 3 mínútna kafla í lok fyrri hálf- leiks, er aldrei að vita hvernig Goolagong sigraði ÁSTRALSKA konan Yvonne Goolagong sigraði í einliðaleik kvenna á Wimbledonkeppninni í tennis. en hún mætti Chris Evert Lloyd í úrslitaleik i gær. Vann Goolagong fyrstu lotuna mjög örugglega 6—1. Næsta hrina var jöfn og spennandi, en þá sigraði Goolagong 7—6. Minningarmót í golfi á Akureyri MINNINGARMÓT um Ingimund Magnússon fer fram á Akureyri í dag. Leiknar verða 36 holur. Verðlaun til mótsins verða gefin af ættingjum Ingimars. Akraprjónsmót í golfi í dag AKRAPRJÓNSMÓTIÐ í golfi fer fram í dag og hefst kl. 10. Þetta • opið mót fyrir konur. Glæsileg Island Grænland 4:1 Brðlaun verða srða 18 holur. veitt. Leiknar farið hefði, því Grænlendingar voru tvímælalaust hetra liðið í siöari hálfleik og það lið sem átti hættulegri tækifæri. íslendingarnir voru yfirleitt heldur meira með knöttinn, en þeim tókst ekki að skora fyrr en á 25. mínútu leiksins, en þá skoraði Marteinn Geirsson með þrumu- skoti af stuttu færi. Á 38. mínútu rofnaði varnarmúr Grænlendinga öðru sinni og Páll Ólafsson skor- aði með skalla eftir að grænlenska markverðinum hafði orðið á mis- tök. Á sömu mínútunni fékk Lárus knöttinn 30 metra úti á vellinum. Sá hann hvar grænlenski mark- vörðurinn stóð of framarlega og lét því skot ríða af. Hafnaði knötturinn sekúndubroti síðar í netinu, 3—0. Guðmundur Steins- son skoraði fjórða markið af stuttu færi á 40. mínútunni og þannig stóð í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var bara vitleysa hjá íslenska liðinu, en grænlenska liðið sýndi hins vegar tilþrif, t.d. komust hinir eldsnöggu framherjar liðsins fimm sinnum einir inn fyrir vörn íslenska liðs- ins. Alltaf tókst þó að bægja hættunni frá. Grænland skoraði engu að síður verðskuldað mark, það gerði besti maður vallarins, Kristofer Ludvigsen úr víta spyrnu, eftir að íslenskur varnar* maður hafði handleikið knöttinn innan teigs. Það má því kannski segja, að Island hafi sloppið vel og unnið stærri sigur en efni stóðu til. Einu mennirnir í íslenska liðinu sem eitthvað sýndu, voru þeir Lárus Guðmundsson og Trausti Haraldsson. Aðrir fóru sér rólega. bb./gg. Óskar var nokkuð frá sínu besta í Helga Halldórsdóttir setti met í kúluvarpinu. gærkvöldi. Júlíus vann bronsverðlaun í lyftingum á OL-leikunum ÍSLENSKU keppendurnir sem taka þátt í ólympíleikunum i Arnheim hafa staðið sig með mikilli prýði. Edda Bergmann varð í 7. sæti í 100 m skriðsundi af 14 keppendum. Fékk hún timann 2.13,31. Hörður Arndal varð 7. i úrslitasundinu í 100 m skriðsundi á 1.27.17. Guðmundur Gíslason varð 7. af 19 keppendum í spjótkasti. kastaði 35,60 metra. Og Jónas óskarsson hlaut bronsverðlaun í 75 kg flokki í lyftingum, lyfti 100 kg. lslensku keppendurnir hafa því unnið til tveggja verðlauna á leikunum. Er það góð og glæsileg byrjun. en þetta er í fyrsta skipti. sem flokkur frá íslandi tekur þátt í Ólympíuleikum fatlaðra. þr. Teitur skoraði tvö er Öster sigraði Malmö TEITUR Þórðarson var heidur betur i sviðsljósinu í sænsku knattspyrnunni í gærkvöldi. er lið hans öster, sigraði Malmö FF 4—0. Með sigri sinum náði Öster þriggja stiga forystu i sænsku deildarkeppninni. Teitur gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis, þriðja og fjórða mark Öster. Átti Teitur stórkost- legan leik, og höfðu sænsk blöð á orði, að grátlegt væri, að ekki væri hægt að nota Teit í sænska landsliðið. T.d. sagði Dagens Ny- heter, að Teitur myndi vera sjálf- sagður í sænska liðið, væri hann Svíi. Á sama tíma gekk allt á aftur- fótunum hjá Þorsteini Ólafssyni og félögum hans hjá Gautaborg. Tapaði liðið 2—5 fyrir Hamm- arby. Gautaborg komst engu að síður í 2—0, en missti síðan öll tök á leiknum. Þorsteinn átti ekki einn af sínum betri dögum og átti sök á a.m.k. einu marki ef ekki fleirum. Árni Stefánsson og félagar hans hjá Landskrona léku ekki í fyrra- kvöld. Sigrar Borg í fimmta skipti UM IIELGINA fer fram úrslita- leikurinn í Wimhledon-tennis- keppninni. Björn Borg leikur til úrslita á móti John McEnroc frá Bandarikjunum. Enroe sigraði landa sinn Connors i gærdag nokkuð örugglega. Nú er beðið í milli evtirvæntingu eftir þvi hvort að Borg takist að sigra í 5 skiptið í röð í keppni þessari. í þau fimm skipti sem Borg og Enroe hafa leikið saman hefur Borg sigrað þrisvar en Enroe tvívegis. Allir eru á eitt sáttir um að keppni þeirra verður mjög tvísýn og hörð. V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.