Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980 Spennandi ný bandarísk .hrollvekja" — um afturgöngur og dulartulla atburöi. Adrienne Barbeau Janet Leígh Hal Holbrook Leikstjóri: John Carpenter — íslenskur taxti — Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hækkað varð. Bönnuð börnum innan 16 ára. sýnd í Háskólabíói og Laugarásbíói kl. 5, 7 og 9. Bönnuö innan 12 ára. AUGI.ÝSINGASÍMINN ER: 22410 2Margn«tliI«tiib C3> Lóöaúthlutun Bæjarstjóri Garöabæjar auglýsir 5 lóöir lausar til umsóknar í Hnoðraholti. Umsóknum skal skila á skrifstofu bæjarins fyrir 14. júlí nk. Athugiö: endurnýja þarf eldri umsóknir. Bæjarstjóri LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA Umsóknarfrestur námslána Umsóknarfrestur um haustlán veturinn 1980—81, er til 15. júlí nk. Áætlað er aö afgreiösla lánanna hefjist: Fyrir námsmenn erlendis 1. okt. 1980. Fyrir námsmenn á íslandi 1. nóv. 1980. Umsóknareyöublöö fást á skrifstofu sjóösins aö Laugavegi 77, afgreiöslutími er frá 1—4 e.h. Sími 25011- Reykjavík, 3.7. 1980. Lánasjóöur ísl. námsmanna. Eggert H. Kjartansson: beinist að jarðvarma Hugurinn Amsterdam. 23. mai. „Á PETROTECH 80“ vörusýn- ingu sem haldin var í R.A.I., stærstu sýningarhöll Amsterdam, var til sýnis flest það sem viðkem- ur olíu og gasvinnslu í heiminum í dag. í heimi þar sem verð þessara afurða stígur jafnt og þétt má búast við breyttum vinnslu- og nýtingaraðferðum árlega. Mark- mið sýningarinnar var því fyrst og fremst að kynna þær og opna þeim leið inn á markað. Hagkvæmnis- sjónarmið og aukin þjónusta verða æ mikilvægari þættir þess- ara iðnaðargreina sem annarra. Viðhald þeirra tækja, sem notuð eru, eykst jafnt og þétt vegna þess kostnaðar sem fylgir endurnýjun, því voru efni sem áður voru talin of dýr til notkunar og önnur ný svo sem einangrunarefni, jafnt til þess að bera á og leggja yfir fleti, töluverður þáttur sýningarinnar. Samvinna milli fyrirtækja hef- ur aukist vegna harðnandi sam- keppni því samdráttur hefur orðið í fjárfestingu þeirra þátta sem snerta olíu og gasiðnað. Almennt álitu menn að verið væri að bíða þess að vinnsla annarra orkugjafa svo sem sólar, jarðvarma og vinda kæmist á hagkvæmnisstig. Fyrir- tæki sem framleiða hluti fyrir kjarnorkuver voru fyrirferðarlítil þarna, enda alvarlega skiptar skoðanir um kjarnorkuna sem framtíðarlausn mannkyns á orku- kreppu. Það sem einna helst vakti at- hygli mína var, hvað aðrar þjóðir hafa hugsað sér í því að nýta jarðvarma og það sem unnið hefur verið að í þeim málum á þeirra vegum. Jafnvel þó svo að þjóð eins og Hollendingar þurfi að bora hvorki meir né minna en 2 til 3 km niður til þess að fá upp 60 til 90°C heitt vatn, hafa þeir þegar kostað miklu í rannsóknir á því sviði. Hugmynd þeirra er að leiða vatn í pípum niður á þetta dýpi og fá það síðan upp aftur með áðurnefndu hitastigi. Þessi aðferð sem ekki er ósvipuð þeirri aðferð sem notuð er í Vestmannaeyjum við húshitun er enn dýr samanborið við gas, en er álitin borga sig fljotlega hækki olíu- og gasverð með svipuðum hraða og nú er, næstu árin. Þessi dýri möguleiki á orku hefur aftur kallað á framfarir framleiðslu krana, mæla og annars þess sem lýtur að flutningi heita vatnsins frá holu þess staðar sem nýta á orkuna. Hollendingar eru þó ekki allir jafn bjartsýnir á að þetta dugi og því hafa þeir tekið aftur í notkun hluti sem á tímabili voru álitnir heyra sögunni til, þ.e. vindmillurnar. Þær verða nu æ mikilvægari við að dæla vatni þar sem áður voru notaðar gasdrifnar dælur. Það yrði of langt mál að telja hér allt upp sem og gera því skil að marki. Menn voru almennt ánægðir með sýninguna að henni lokinni, jafnvel þó svo þeir treystu sér ekki til þess að standa í spádómum um framtíðina. E.H.K. * Aðalfundur Læknafélags Islands: Alger andstaða við stofnun embætt- is deildarstjóra geðheilbrigðis- mála við heilbrigðismálaráðuneytið AÐALFUNDUR Læknafélags ís- lands var haldinn á Húsavík dagana 13. og 14. júní sl. Helztu mál fundarins voru „Rekstur og stjórn- un heilsugæzlustöðva”. framsögu- maður Kristófer Þorleifsson, læknir í Ólafsvík. og endurskoðun lækna- laga, sem Ólafur Ólafsson. land- læknir, hafði framsogu um. Fundurinn samþykkti margar ályktanir. m.a. ályktun. þar sem enn á ný er vakin athygli á vanda- málum sjúks aldraðs fólks og talið, að skortur á hjúkrunar- og dag- deildum fyrir aldraða sé eitt brýn- asta úrlausnarefnið í heilbrigðis- þjónustunni. Fundurinn fagnaði því samstarfi, sem tekist hefur milli lækna, atvinnurekenda og launþega um vottorðamál, og var stjórn L.í. falið að vinna að því, í samráði við áðurnefnda aðila, að læknisvottorð til atvinnurekenda leggist niður, sé um að ræða fjarvistir í 3 daga eða skemur. Samskonar ályktun var gerð um fjarvistarvottorð fyrir skólafólk vegna skammtíma veikinda. Um leið og heilbrigðisráðherra var þakkað frumkvæði hans í undirbún- ingi að mótun nýrrar heildarstefnu í heilbrigðismálum Islendinga, lýsti fundurinn furðu sinni á því, að ekki var leitað til samtaka lækna um tilnefningu í vinnuhóp þann, sem m.a. skal vinna að udnirbúningi heilbrigðisþings á hausti komanda. Samþykkt var ályktun um, að ekki megi dragast lengur að koma á fót framhaldsmenntun lækna á íslandi; einnig að hraða yrði endurskoðun reglugerðar um veitingu lækninga- og sérfræðileyfa. Samþykkt var að beina því til heilbrigðisráðherra, að héraðsskylda ungra lækna verði afnumin nú þegar, og taldi fundurinn, að leysa þyrfti læknaskort dreifbýlisins með öðrum hætti en skylduvinnu lækna. Á fundinum var lögð fram skrá um sérgreinaval íslenzkra lækna, þar sem fram kemur, aö nú munu a.m.k. 164 íslenzkir læknar stunda fram- haldsnám erlendis, auk þess sem rúmlega 40 læknar, sem lokið hafa sérfræðinámi, eru þar búsettir. Einnig lýsti fundurinn yfir algerri andstöðu við hugmyndir nokkurra alþingismanna um stofnun embættis deildarstjóra geðheilbrigðismála við heilbrigðismálaráðuneytið. Telur fundurinn, að deildaskipting ráðu- neytisins eftir sérgreinum læknis- fræðinnar, sem hér virðist vísir að, sé afleitur kostur og muni enn frekar en orðið er ýta undir sundrung og meting, sem stundum virðist ríkja á milli hinna ýmsu hagsmunahópa sjúklinga og heilbrigðisstétta. Læknafélag Norðausturlands sá um allan undirbúning fundarins, sem haldinn var á hótelinu á Húsavík, en jafnframt var minnst 10 ára afmælis heilsugæzlustöðvarinnar á Húsavík. Stjórn Læknafélags íslands skipa nú: Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður, Guðmundur Oddsson, varaformaður, Viðar Hjartarson, rit- ari, Eyjólfur Þ. Haraldsson, gjald- keri og Kristófer Þorleifsson, með- stjórnandi. Fræmkvæmdastjóri fé- lagsins er Páll Þórðarson, lögfræð- ingur. Fréttatilkynning frá Læknafélagi Islands. Skipulags- kenning lenínismans ÚT ER KOMINN bæklingurinn „Skipulagskenning lenínismans" eftir Ernest Mandel, og er hann hinn fyrsti í fyrirhugaðri ritröð Fylkingarinnar um hina ýmsu þætti marxismans og sósíalískrar baráttu. Ritið er 60 bls. að stærð og unnið hjá offsetfjölritun Birkis. Hotel Borg Flugkabarett Júlí leikhúsið sýnir Flugkabarett. 3. sýning laugar- dagskvöld kl. 22. Fjölskyldusýning sunnudag kl. 16. Miöasala í gesta- móttöku alla daga. Dansleikur á eftir frá kl. 23 í kvöld til kl. 3.00. Bob Dylan nýja breiöskífan Saved, kynnt sér- staklega. Fjöl- breitt tónlist. 20 ára aldurstakmark. Spariklæðnaður. Hótelherbergi á besta staö í borginni. Kvöldveröur frá kl. 19.00. Hótel Borg, sími 11440.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.