Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 44
Síminn á afgreiðsiunnl er 83033 ItlovjjTmliTntiííi Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980 Landsvirkjun: Stefnir í 2ja milljarða halla „ÞESSI 55% ha kkun, sem stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að sa kja um frá 1. ágúst ætti að nægja til að jafna rekstrarhall- ann.“ sagði Örn Marinósson, skrifstofustjóri Landsvirkjunar í samtali við Mbl. í gær og stað- festi Örn, að að öllu óbreyttu stefndi í nálægt tveggja milljarða króna rekstrarhalla á árinu. Örn sagði, að þær forsendur væru fyrir hækkunarbeiðninni, að verðbólgan yrði 45% og gengissig 35%. Örn sagði, að Landsvirkjun hefði sótt um 43% hækkun 1. febrúar, en fengið 27 og 1. maí var sótt um 30% hækkun og fengust 12%. Rekstrar- halli fyrirtækisins á síðasta ári var 966 milljónir króna og 597 milljónir árið 1978 og sagði Örn að þeim halla hefði verið mætt með lántök- um erlendis, sem hafa svo hækkað vaxtabyrði fyrirtækisins „ og enda að lokum í hærra rafmagnsverði eins og allur þessi uppsafnaði "andi fyrirtækisins.“ „Stærsti hluturinn í rekstrinum er fjármagnskostnaður vegna þeirra virkjana, sem í gangi eru,“ sagði Örn. Þessi hækkunarbeiðni nú byggist eingöngu á rekstri fyrir- tækisins, en framkvæmdir við Hrauneyjafossvirkjun eru ekki inni í dæminu. Smyrilsungarnir sprelllifandi Bræðurnir Magnús Guðni t.v. og Kristján með smyrilsungana, sem ekki var hugað líf sökum smæðar, en eru nú sprelllifandi. Sjá „Sérkennilegur samsöngur" á bls. 3. Ljósm.rax. Dagpeningar hækkaðir í ferðalögum innanlands FERÐAKOSTNAÐARNEFND hef- ur hækkað dagpeninga vegna ferða opinberra starfsmanna innanlands. Eru þeir nú 8.600 krónur vegna gistingar, og fæðiskostnaður 11.600 kr. miðað við sólarhringsferð, en 5.800kr. miðað við hálfs dags ferð. Gistingin var áður reiknuð á 7.500 krónur og fæðið á sólarhring 10 þúsund krónur. f sumar er miðað við verð á Edduhóteiunum, en þau veita opinberum starfsmönnum í erindum sinna stofnana 10% stað- greiðsiuafslátt. Kílómetragjald er enn óbreytt, en búast má við. að það hækki mjög fljótlega. Elstu trén merkt Um þessar mundir er unn- ið að því að merkja elstu trén í borginni með sér- stökum skiltum. Að þessu sinni verða merkt tuttugu tré, en þau eru flest stað- sett í miðbænum. Elstu trén í borginni eru í gamla kirkjugarðinum, en það eru silfurreynir og gljávíð- ir, en þau eru 95 ára gömul, frá árinu 1885. Á þessari mynd er Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri borgarinnar, að setja skilti við eitt tréð. I.joMn. Mbl. Emilii Samninganefnd BSRB hafnaði „tillögu fjármálaráðherra“ Á FUNDI samninganrfndar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. þar sem samþykkt var tillagan. scm frá var skýrt í Morgunblaðinu í gær, en hún var borin fram af Kristjáni Thorlaeius. formanni BSRB, kom einnig fram önnur tillaga um að BSRB gengi til samninga við ríkisvaldið þegar i stað. eða „að stefnt verði að samningslokum í næstu viku“. Eftir nokkrar umræður á fundinum var tillagan dregin til baka. þar sem hún hafði ekki nægilegan hljómgrunn til þcss að hljóta samþykki. Tillögumaður var Haukur Ilelgason, en hún var byggð á hugmyndum, sem Ragnar Arnalds hafði hreyft við nokkra samninganefndarmenn BSRB i viðra'ðum þeirra í milli. Tillagan var um, að BSRB gengi þegar í stað til samninga á grund- velíi 8 atriða, sem tilgreindir voru í tillögunni. Voru þau, að tilboð fjármálaráðherra um grunnkaups- hækkanir yrði tvöfaldað úr 6.000 krónum í 12.000 krónur, sem þýðir 0,74 til 3,96%. grunnkaupshækkun, hæsta hlutfallið á lægstu launin, en hið lægsta á þau hæstu og að tilfærslum í neðstu launaflokkunum yrði hraðað. Þá var tillaga um að persónuuppbót í desember yrði mið- uð við 7 ára starfsaldur í stað 10 ára í samningunum frá 1977. Þá gerði Haukur Helgason einnig að skilyrði, að yfirvinnustuðull yrði hækkaður úr 1% og til samræmis við þann stuðul, sem gilti á almenn- um vinnumarkaði, sem mun vera um 1,06. „Þak“ verði ekki á vísitölu- bótum og samræming eigi sér stað við launastiga BHM. Tal manna á samninganefndarfundi BSRB mót- aðist hins vegar af því, að því takmarki yrði náð í áföngum, en ekki í einni svipan, en BSRB-menn óttast mjög þá þróun, sem verið hefur undanfarin ár, að BHM taki til sín alla hálaunamenn í opinbera geiranum, en BSRB endi sem lág- launasamtök. Þá var krafa um það að reglan á mögulegum starfslokum við 60 ár sé þrengd og að þau atriði félagslegs eðlis, sem samkomulag hefur náðst um milli fjármálaráðherra og BSRB fylgi þessu samkomulagi. Þá var gert ráð fyrir að samningstíminn yrði til 1. júlí 1981. Eins og áður sagði, náði þessi tillaga ekki nægilega miklum hljómgrunni á fundinum og dró þá Haukur tillöguna til baka. Það kom fram á fundinum, að tillagan var þannig til orðin að nokkrir nefnd- armenn í samninganefnd BSRB höfðu rætt við fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, og hann hefði „slakað" í þá hugmyndum í þá veru, sem tillagan var byggð á. Meðal þeirra efstu NOKKRIR íslenzkir skákmenn taka þessa dagana þátt í fjölmcnnu skákmóti í Bandaríkjunum. World Open. í fyrra varð Ilaukur Angan- týsson í efsta sæti á mótinu og Ingvar Ásmundsson árið á undan. Að þessu sinni hefur sömulciðis gengið ágætlcga hjá landanum og eru þeir meðal efstu manna. Sævar Bjarnason er með 3'/2 vinning, eftir 4 umferðir í opna flokknum. Jóhann Hjartarson er með 3 vinninga, en hann tapaði í gær fyrir bandaríska stórmeistaranum Lein. Margeir Pétursson er einnig með 3 vinninga, hann tapaði fyrir Seiravan, bandarískum stórmeist- ara, á fimmtudag. Tíu stórmeistarar taka þátt í mótinu og eru Dzind- indhasvili frá ísrael og Seiravan efstir með 4 vinninga. Þörungavinnslan: Öllum sagt upp störfum ÖLLU starfsfólki Þörunga- vinnslunnar að Reykhólum i A-Barð., hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. október nk., en það eru 20 manns. — Að sögn Vilhjálms Lúðvíkssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, eru þessar uppsagnir tilkomnar vegna mikillar óvissu um efnis- öflun til fiskþurrkunar á kom- andi vetri. Vilhjálmur sagði, að ekki yrði ljóst fyrr en kolmunnaveiðar hæfust að gagni, hvort hægt yrði að halda framleiðslunni áfram og þá hversu marga starfsmenn væri hægt að endurráða, en starfsmenn verksmiðjunnar í dag eru 20, eins og áður sagði. Þangvinnsla verksmiðjunnar hefur dregist mjög saman á þessu ári, sé miðað við sama tíma í fyrra, og því hefur verið farið mun meira inn á fiskþurrkun. Á síðasta ári framleiddi verksmiðj- an um 4000 tonn af þangi, en á þessu ári verður framleiðslan aðeins um 2000 tonn. Stafar þetta af versnandi markaðsástandi fyrir vöruna. Að sögn Vilhjálms, er hins vegar góður markaður fyrir þurrkaðan fisk, raunar mun stærri markaður heldur en hægt væri að nýta miðað við afkasta- getu verksmiðjunnar. Að síðustu kom það fram hjá Vilhjálmi, að þrátt fyrir óvissu- ástandið, byggist hann ekki við því, að verksmiðjan þyrfti að hætta allri starfsemi, heldur væri þetta spurning um, hversu mikill samdrátturinn yrði, en ákveðið hefði verið að láta jafnt yfir alla ganga og endurráða síðan eftir þörfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.