Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980 v1tt> ~<f? MORöíJKi-Í® MtFINU \\ I Konan min heldur að ég sé að grafa fyrir sundlaug á baklóð- inni! Gjörðu svo vel — gakktu í bæinn, cn þurrkaðu af fótunum! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson COSPER KONA! — Lilli virðist vera þyrstur! Aðalfundur Landsambands veiðifélaga: Fagnar fyrirhugaðri kennslu í fiskirækt Þegar illa Ken«ur í tvímenn- inKskeppni þykir mon'iim rétt að tcfla á ta pasta vað í sögnum og reyna með því að ná til baka xlötuðum stÍKum. Þetta heppnast stundum ok spilið í da« er einmitt slikt tilfelli. Vestur uaí, allir utan hættu. Norður S. 9872 H. K842 T. ÁKG2 L. Á Austur S 103 H. ÁG753 T. 763 L. 964 Suður S. ÁKDG4 H. D96 T. 4 L. KG83 I fjölmennri tvímenningskeppni voru á mörgum borðum spilaðir 6 spaðar í suður. Út kom hjarta, næsta hjarta trompað — einn niður. En á einu borðanna varð suður sagnhafi í 6 gröndum. Vestur spilaði út spaða, sem sagnhafi tók heima og spilaði hjartasexi á kónginn. Austur tók og skipti í laufníu. Og stuttu seinna hafði sagnhafi náð fram þessari stöðu. Norður S. - H. 8 T. ÁKG2 L. - Vestur Austur S. - S. - H. - H. G7 T. D1098 T. 763 L. D Suður S. 4 H. 9 T. 4 L. G8 L. - Þegar suður spilaði síðasta spaðanum lenti vestur í óttalegri púkapressu. Léti hann laufdrottn- inguna yrði gosinn hæsta spil og lét hann því tígul. En með heppn- aðri svíningu varð tígultvisturinn þá seinna tólfti slagurinn. Reyndar gat austur komið í veg fyrir kastþrðngina með því að spila tígli eftir hjartaásinn. En í staðinn mátti þá vinna spilið með svíningu í hjartanu, sem var jú alltaf betri möguleiki. FYRIR nokkru ,var aðalfundur Landssamhands veiðifélaga hald- inn i héraðsheimilinu á Egils- stöðum. Fundinn sátu tæplega 50 fulltrúar frá milli 30 og 40 félög- um. Fundurinn stóð í tvo daga. en að loknum fundarstorfum síðari daginn bauð veiðifélag Fljótsdals- héraðs fundarmiinnum í skoðunar- ferð að Lagarfljótsvirkjun. Þar var skoðaður laxastigi sá. sem byggður var í samhandi við virkjunina og síðan voru þegnar veitingar Itaf- magnsveitu Austurlands. Á fundinum var flutt skýrsla sambandsins á liðnu ári. Eitt aðal- verkefni var útgáfa leiðbeininga- bæklingsins um silungsveiðivötn á suður- og vesturlandi. Heitir hann „Vötn og Veiði“ og hefur verið vel tekið. Var stjórninni falið að halda þessu áfram og skal næsta hefti fjalla um norðvestur hluta landsins. Rædd voru mörg mál veiðiréttar- eigenda, svo sem nauðsyn aukinna rannsókna á fiskeldi og fiskrækt, eflingu veiðieftirlits, mengunar- varnir bætta nýtingu silungsveiði- hlunninda. Fagnað var ákvörðun um stofnun útibús veiðimálastofnunarinnar á Austurlandi og fyrirhugaðri kennslu í fiskrækt á Hólum í Hjaltadal. Aðalmál fundarins voru þó varnir gegn fisksjúkdómum og leiðir til að hindra sem best að fleiri slíkir berist til landsins. Nauðsyn var talin á betri sótthreinsun á búnaði veiðimanna sem til landsins koma. Sérstaklega var bent á bílaferjuna Smyril í þessu efni, einnig var talið að óæskilegt væri að reisa eldis- og kiakstöðvar við veiðiár, heldur skyldi reynt að haga svo til að afrennsli stöðvanna felli til sjávar. Talið er að þetta dragi úr smit- hættu. Fundurinn gerði ýmsar ál- yktanir varðandi þessi efni og önnur mál. Sigurður Helgason, fisksjúk- dómafræðingur flutti þarna fróðlegt erindi um fisksjúkdóma, auk hans voru Landbúnaðarráðherra og Veiðimálastjóri gestir fundarins. Stjórn sambandsins skipa nú: Þorsteinn Þorsteinsson Skálpa- Vestur S. 65 H. 10 T. D10985 L. D10752 Misnotkun sjónvarps á kosninganótt Heiðraði Velvakandi! Við greiðum afnotagjöld sjón- varps og teljum okkur eiga fullan rétt á því að það gjald ásamt öðrum afnotagjöldum og auglýs- ingagjöldum verði notað til að reka íslenska sjónvarpið á heiðar- legum grundvelli, sem upplýsinga- og skemmtimiðil. Við teljum að sjónvarpið hefi brugðist trúnaði okkar og annarra þeirra sem greiða afnotagjöld (og auglýs- ingagjöld) er það skýtur inní dagskrá myndum úr kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar „Oðal feðranna“, á kosninganótt forseta- kjörs 1980, undir því yfirskini að verið sé að leika tónlist úr kvik- myndinni. Væntanlega þá á sama grundvelli og önnur tónlist sem flutt var milli atriða í kosninga- dagskrá. Tónlistin sem slík var ekki síðri en önnur tónlist sem flutt var þessa nótt. Hins vegar var tíma birtingar og vali mynda sem fylgdu tónlistinni á þann veg háttað, að okkur finnst liggja í augum uppi að þarna var um hreina auglýsingu að ræða. Það getur varla verið nein tilviljun að myndirnar úr „Oðal feðranna" birtast á einum besta auglýsinga- tíma sjónvarpsins er talning at- kvæða fer fram í kosningum til þjóðhöfðingja lýðveldisins — ein- mitt þegar samnefnd kvikmynd er sýnd í tveim kvikmyndahúsum borgarinnar. í öðru lagi getur val myndanna úr kvikmyndinni varla stjórnast af tilviljun, svo áberandi sem það miðaðist við æsingarsen- ur. Þetta minnir mann á auglýs- ingar kvikmyndahúsanna á „geysidjörfum" myndum. Að okkar áliti var um hreina auglýs- ingu íslenska sjónvarpsins á mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Óðali feðranna, að ræða. Auglýsingu sem birt var á kostnað þeirra sem greiða afnota- og auglýsingagjöld, stöðum, formaður, Hinrik A. Þórð- arson, Útverkum, ritari, Jóhann Sæmundsson Ási, féhirðir, ásamt Vigfúsi B. Jónssyni Laxamýri og Sveini Jónssyni Egilsstöðum með- stjórnendum. Halldór Jónsson Leys- ingjastöðum baðst undan endur- kosningu vegna heilsubrests. Voru honum þökkuð meira en tveggja áratuga störf í þágu sambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.