Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980 3 Smyrilsungarnir íjórir, sem Austurríkismenn- irnir rændu úr hreiðr- um sinum norður í landi fyrir skemmstu, eru enn sprelHifandi. þó þeim hafi vart verið hugað líf. sökum smæðar, þegar þeir komu úr töskum útlendinganna. Reykvísk fjöl- skylda tók ungana undir sinn verndarvæng og á heimili hennar voru þeir hinir spræk- ustu í gær, er Mbl. leit inn hjá þeim. Fálkaungarnir fjórir, sem eftir lifa af þeim fimm. sem einnig var rænt af sömu út- lendingunum, eru við góða heilsu að sögn Ævars Petersen hjá Náttúrufræðistofnun. Þeir eru í geymslu að Keldum og verða þar næstu vikurnar, eða þar til þeir ná nægilegum Sérkennilegur samsöngur smyrilsunga og páfagauka þroska til að hægt verði að sleppa þeim. Smyrilsungarnir tóku á móti blaðamanni Mbl. með upp- glennta gogga og sagði fóstra þeirra, Ingveldur Kristjáns- dóttir, að þeir væru sísvangir og þýddi lítið að gefa þeim annað en hrátt kjöt. Hún sagði fjölskylduna ætla að hafa þá þar til þeir yrðu fleygir, en þá yrði þeim sleppt. „Að sleppa þeim áður en þeir verða fleygir er sama og drepa þá, og okkur finnst þess virði að sjá til, hvort þeir spjara sig ekki, eins og fálkaungarnir vonandi gera einnig. Það er mest hættan á, að þeir nái ekki nægilegum þroska og verði ófærir um að bjarga sér sjálfir, en við von- um hið bezta.“ sagði hún. Kristján sonur Ingveldar, var óhress yfir hátterni ræningj- anna og lét í Ijós undrun sína á þessari mannvonsku. Fálkaungarnir eru hinir hrcssustu og mun burðugri en smyrilsung- arnir, eins og sjá má á þessari mynd, sem tekin var af einum þeirra að Keldum. Ljósm. Mhl. Kmilía Auðséð var að fuglavinir áttu hér í hlut, því undir gargið i smyrilsungunum tóku litfagrir páfagaukar fullum hálsi og varð úr sérkennilegur samsöngur. Fjölskyldan var á leið upp í sveit með ungana og sögðust þau vona að sveitaloft- ið gerði þeim gott. Bótamál vegna meintra mistaka lækna: 80% öryrki eftir 16 spítalalegur ÞRJÁTÍU og níu ára gamall skrifstofumaður hefur fyrir bæjarþingi Reykjavíkur höfðað mál gegn heilbrigðismálaráðherra og f jármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta að upphæð 32,6 milljónir króna auk vaxta, vegna meintra mistaka lækna á Landspitalanum. Maðurinn var lagður inn á Landspítalann i september 1973 og var þá gerð aðgerð á honum vegna sjúkdóms i baki, sem mun hafa verið sprunginn liðþófi í hrygg. Við þessa aðgerð urðu lækninum, sem framkvæmdi aðgerðina. á þau mistök að klipa með töng i æðar fyrir framan hrygg. að þvi er segir í stefnu, sem maðurinn lagði fram i bæjarþinginu. Telur maðurinn að þessi mistök læknisins hafi verið upphafið að 16 spitalalegum sinum og hafa valdið sér varanlegri örorku. í niðurstöðu örorkumats, sem lagt hefur verið fram i málinu kemur fram, að örorka mannsins var 100% í eitt ár og sjö mánuði en varanleg örorka hans er talin 80%. Sem fyrr sagði var maðurinn fyrst lagður inn á Landspítalann í september 1973 vegna liðþófa- aðgerðar, en á öðrum degi eftir þá aðgerð fékk hann mikil óþæg- indi í kvið, og töldu læknar að hér væri um botnlangabólgu að ræða, og var botnlanginn tekinn úr honum. Rannsókn á botnlang- anum sýndi hins vegar að ekki var um botnlangabólgu að ræða. Tíu dögum síðar var maðurinn útskrifaður af spítalanum, en var lagður inn sama dag vegna mik- illar og skyndilegrar bólgu og óþæginda í hægra fæti. Töldu læknar á spítalanum að hér væri um blóðtappa að ræða og maður- inn settur á blóðþynningarlyf. Þegar maðurinn hafði útskrifast, fór fljótlega að bera á mæði hjá honum og við röntgenskoðun kom í ljós mikill bjúgur í lung- um. Þrítugasta október 1973 var maðurinn lagður inn á Land- spítalann á ný og við skoðun sást að samgangur var milli stóru slagæðarinnar og stóru bláæðar- innar, sem liggur niður í hægri fót og reyndist þessi samgangur vera afleiðing mistaka lækna við liðþófaaðgerðina. Var maðurinn skorinn upp og reynt að stöðva samgang æðanna. Það tókst ekki og var maðurinn alls lagður inn á Landspítalann átta sinnum eftir það og í apríl 1977 er hann lagður inn í níunda sinn. Var þá gerð ný aðgerð á hrygg mannsins, en hann telur að upphafleg bak- óþægindi sín hafi aldrei lagast að neinu marki, þrátt fyrir aðgerð- ina í september 1973. Síðast var maðurinn lagður inn á Landspítalann í maí 1978 til að rannsaka ástand bláæða í fótum, en það var talið óviðun- andi. Niðurstaðan af þessari skoðun var sú að allt bláæðakerfi í fótunum og upp í kviðarhol væri meira og minna lokað vegna afleiðinga æðabólgu og ekki væri unnt að bæta úr því með aðgerð- um né lyfjum. I örorkumatinu segir að starfs- geta fóta mannsins sé takmörkuð við minnstu áreynslu og geti ástand þeirra hvenær sem er versnað það mikið, að maðurinn jafnvel missi fæturna. Þá er annað nýra mannsins ónýtt, vegna afleiðinga veikindanna og hitt starfar ekki eðlilega. Maður- inn var óvinnufær í eitt ár og sjö mánuði en eftir það hefur hann unnið fulla vinnu við skrifstofu- störf, en telur sig þar njóta sérstakrar aðstöðu og góðvilja stjórnenda fyrirtækisins, sem hann starfar hjá. Bótakrafa mannsins hljóðar alls upp á 38.1 milljón en frá dragast bætur Tryggingastofn- unar, sem nema 5,5 milljónum. Fer maðurinn fram á 23,1 millj- ón í örorkubætur og 15 millj. í miskabætur. í stefnu mannsins segir, að mistök læknanna hafi verið með þeim hætti, að slíkt eigi ekki að geta komið fyrir, ef forsvaranlega sé að verki staðið og beri eigandi spítalans, ríkið, ábyrgð á mistökum starfsmanna sinna í starfi á spítalanum. Baldvin Tryggvason um útlán sparisjóða: Reiknum með einhverjum samdrætti í TILGFNI af aðalfundi Sam- bands íslenzkra sparisjóða (sjá bls. 20) ræddi Mbl. við Baldvin Tryggvason, formann sam- bandsins um lausaf járstoðu sparisjóðanna og hvort vænta mætti yfirlýsingar frá þeim um væntanleg útlánaviðskipti. Baldvin sagði, að það væri ekki á döfinni og sagði siðan: Við sjáum ekki ástæðu til að gefa út yfirlýsingu um lausa- fjárstöðu okkar, hún er sæmileg eins og verið hefur, þó að hún fari minnkandi með minni sparnaði landsmanna. Hún hefur undan- farið verið í kringum þrjá millj- arða að meðtalinni ríkisvíxlaeign sparisjóðanna. Við lánum alltaf út í samræmi við lausafjárstöð- una. Mikill meirihluti útlána okkar fer til atvinnuveganna, þar af tæpur helmingur til íbúða- og húsbygginga. Þó að lausafjárstaðan sé þokkaleg reiknum við með ein- hverjum samdrætti í útlánum, ef sparifjármyndun heldur áfram að minnka. Auðvitað er eftir- spurn eftir lánum ætíð meiri en við getum annað, en fastir við- skiptavinir geta áfram vænst einhverrar lánafyrirgreiðslu, ef lausafjárstaðan versnar ekki verulega. Við teljum að allir viðskiptavinir okkar eigi rétt á lánum í samræmi við afkastagetu viðkomandi sparisjóðs, og okkur finnst rétt að þeir geti lagt sparifé sitt inn á hvaða innláns- reikning sem óskað er og geti eftir sem áður átt rétt á láni, eftir því, sem við erum færir um. Þá viljum við leggja áherzlu á, að sparifé er ekki skattskylt, þó að það sé framtalsskylt, nema að það sé tengt atvinnurekstri. Allt sparifé einstaklinga og vextir og verðbætur á það, er því algjörlega skattfrjálst." Qfframboð á áli í Bandaríkjunum: Gæti haft áhrif í Evrópulöndum VEGNA offramboðs á áli í Bandaríkjunum eru ýmsar blik- ur á lofti á álmörkuðum og gæti áhrifa frá Bandarikjunum gætt i Evrópu i lok þessa árs og á næsta ári. Það sem af er þessu ári hefur staða íslenzka álfélagsins verið góð og t.d. hefur fyrirtækið nú fengið pantanir á þvi áli. sem það getur framleitt á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs. Ragnar Halldórsson, forstjóri Islenzka álfélagsins, sagði í gær, að í rúmt ár hefði verið meiri eftirspurn eftir áli í Evrópu held- ur en framboð. í Bandaríkjunum hefði hins vegar verið offramboð á áli og verksmiðjum hefði verið lokað, en vegna slæms ástands bílaiðnaðarins hefði markaðurinn beðið mikinn hnekki. Ragnar sagði, að hið frjálsa verð á álmarkaðnum hefði hækkað 27. marz síðastliðinn úr 1600 dollurum í 1750 dollara tonnið. Hann sagði, að í Bandaríkjunum væri verðið nú komið niður fyrir skráða verðið, en væri aðeins fyrir ofan það í Evrópu. Borgarfulltrúar heimsækja Peking BORGARRÁÐSMENNIRNIR Sig- urjón Pétursson, forseti borgar- stjórnar, Björgvin Guðmundsson og Birgir ísleifur Gunnarsson eru þessa dagana staddir í Kína í boði Pekingborgar. Síðastliðið sumar komu hingað borgarfulltrúar frá Peking, og er verið að endurgjalda þá heimsókn nú. Lin Huija, borgar- stjóri í Peking, tók á móti þremenn- ingunum síðastliðinn miðvikudag, að því er Xinhua-fréttastofan grein- ir frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.