Morgunblaðið - 17.07.1980, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.07.1980, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980 7 Ókyrrö hjá kommum í Svarthöfða Vísis i gær er fjallaö um stöðuna á stjórnarheimilinu. Þar segir: „Menn tala um það, án sýnilegra ástæðna, að svo geti farið að efnt verði til þingkosninga í haust og þá að tilhlutan Alþýðubandalagsins. Þeir hjá bandalaginu hafa hins vegar haldið því fram kosningar eftir kosníngar, að þeir hafi aldrei rofið vinstri stjórn- ir. Orðrómurinn gengur þvert á þessar yfirlýs- ingar. Gunnar Thorodd- sen er sagður áhyggju- fullur, enda virðist hann ekki hafa þau tök á þeim, sem hann telur „sína menn“, sem við hefði mátt búast. Nýlega var kosið í húsnæöismála- stjórn, og valdi Gunnar þar sérstakan fulltrúa sinn, sem ekki hafði fyrr verið kosinn en hann lýsti því yfir að hann styddi ekki Gunnar Thoroddsen og myndi aldrei gera. Slík mistök verða ekki til að auka traustið á hinum klóka stjórnmálaref, einkum þegar ekki var skortur á traustum aöil- um með sórþekkingu í byggingarmálum. Forsetakosningarnar eru sagðar ýta mjög und- ir þá skoðun hjá Alþýöu- bandalaginu aö efna beri til þingkosninga með haustinu. Jafnframt má sjá fram á mikla erfið- leika þeirra bandalags- manna innan launþega- hreyfingarinnar, sem þeir eru vanir að siga eins og hundi, hvenær sem þeir eru í stjórnarandstöðu. Nú geta ráðherrar Al- þýðubandalagsins alls ekki fellt sig við launa- kröfur, sem eru þó mikiö kurteisari en þegar and- stæðingar bandalagsins sitja í ríkisstjórn. Laun- þegahreyfing virðist ekki átta sig á því að nú á hún að þegja, og fer þar eins og stundum í smala- mennsku að þegar allt hefur verið rekið inn í rétt láta hundarnir ekki af geltinu. Blekkingar Al- þýðubandalagsins I launamálum geta orðið það þungar á metunum, að ekki verði lengur setið í ríkisstjórn við aögerða- leysi. Til viðbótar stefnir svo ( atvinnukreppu um sama leyti og sósíalskatt- ar Alþýðubandalagsins verða birtir almenningi. Mun þá setja hroll að mörgum, sem hingað til hafa talið að sósíalskatt- ar skyldu vera óheftir.“ Vond staöa fr^msóknar Og Svarthöfði heldur áfram: „Forsetakosningarnar hafa vakið alþýðubanda- lagsmönnum vonir um, að þeir muni koma vel út úr kosningum, veröi efnt til þeirra fljótlega. Þeir sitja nú uppi með marg- víslegar skrár fylg- ismanna þess frambjóð- anda, sem þeir telja sínn mann öðrum fremur. Þeir sem þekkja til dugnaðar þeirra og frekju munu ekki vera í vafa um til hvers þær skrár verða notaðar. Þannig segja menn, að líði mikið fram yfir haustið áður en til kosninga veröi blásið, missi Alþýðubandalagið kæra möguleika til ávinn- ings af völdum forseta- kjörs og sitji óheyrilega lengi uppi með ófull- nægða launþegastétt. Ekki verður með góðu móti séð hvar Gunnar Thoroddsen og félagar lenda komi til kosninga. Kannski tekst þeim að semja sig í sátt viö flokk- inn að nýju, en þar kemur við sögu bændafylgi og vitlaus kosningalög, þar sem jafnvel fámennustu kjördæmin geta fengið upp í fimm til sex þing- menn. Framsóknarflokkurinn færi verst út úr kosning- um í haust. Þaðan yrði stóran vinning að fá fyrir Alþýðubandalagið, en þessir tveir flokkar velta nú orðið fylginu á milli sín eftir náið samstarf lengst af liöins áratugar. Jafnframt hefur sú breyt- ing orðið á framsókn, að mikill hópur almennra kjósenda flokksins telur ekkert athugavert við að hverfa frá honum til vinstri í kosningum, ef það mætti verða til þess að halda Alþýðubanda- laginu við völd í þjóðmál- um. Þetta stafar af póli- tískri veiklun forustu- manna framsóknar og hugsjónaskorti. Á þeim bæ er fyrst og fremst verið að reyna að leysa úr daglegum vanda frekustu þrýstihópanna viö vax- andi fyrirlitningu þessara hópa og alls almennings í landinu. Verði kosningar ( haust er vonandi aö einhverjir komi fram á sjónarsviðið sem þora.“ tIzkuverzlun unga fólksins imuWAUfjia Glæsibæ — Laugavegi 66. — Austurstræti 22. Lsugavcgi 20. Sími tré skiptiborOi »5055. Innilegt þakklæti sendi ég börnum mínum, tengda- börnum svo og vinum og kunningjum fyrir heimsóknir og höfðinglegar gjafir á 70 ára afmæli mínu. Magnús Magnússon, Reynihvammi 27, Kópavogi. Vefnaðarvörulager Af sérstökum ástæöum er til sölu stór og góöur lager úr þekktri vefnaöarvöruverzlun í Reykjavík. Þar eru meðal annars: Loðefni, Terylene, buxnaefni, kjóla- efni, úlpuefni, rennilásar, tvinni, tölur og fl. Upplýsingar í síma 14485 á skrifstofu- tíma. Bréf til fyrirtækja H. -^r í gegnum 02. iak Njótið qóðra veitinga — í fögru —) umhverfi. — aöi. 3 Starfsmanna- félög—fyrirtæki j - stofnanir njj Viö bjóðum nú hópum fólks í glæsilegar veitingar í grillinu í Snorra Goóa garði. Einnig bendum við á okkar hag- stæðu sérverð á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Gisting í 2ja manna herbergjum. 3 máltíðir fyrir aðeins kr. 39.000.- fyrir 2. Látið fagmenn sjó um veit- ingarnar og þjónustuna í Hótel Valhöll. Gerum verðtilboð í hvers konar veislur og mannfagn- ^"4 Nýbakaðar kökur á sunnudögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.