Morgunblaðið - 17.07.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.07.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980 llya Dzhirkvelov, fyrrverandi starfsmaöur sovésku leyniþjónustunnar KGB, fréttaritari hjá TASS og starfsmaður á vegum Sovétríkjanna hjá Alþjóöaheilbrigöisstofnuninni í Genf, ákvaö í apríl á þessu ári aö snúa baki viö Sovétríkjunum. Hann sótti um hæli fyrir sig og fjölskyldu sína í Bretlandi, eftir aö efasemdir hans um sovéska kerfiö höföu leitt til þess, aö starfsbræöur hans í sovéska sendiráöinu í Genf voru farnir aö beita hann bolabrögöum. Breska blaöiö The Times fékk einkarétt á viötölum viö Dzhirkvelov eftir aö hann kom til Bretlands og birti þau í fimm hlutum undir lok maí s.l. Morgunblaöiö hefur fengiö rétt til birtingar á þessum viðtölum hér á landi. Af lestri þeirra kynnast menn hugarheimi manns, sem hefur veriö tannhjól í sovésku valdavélinni, sem er innilokuö og gætir hagsmuna sjálfrar sín jafnvel betur en ríkisins. Þróttleysi og vonleysi einkennir mat KGB-mannsins fyrrverandi á framtíö sovéska þjóðfélagsins. Mistökin, sem framkvæmd hafa veriö, eru svo mörg, aö aðeins gjörbreyting getur orðiö til bjargar. En KGB og herinn eru öflugustu máttarstólpar valdavélarinnar og þeir aðilar þrífast aöeins fái þeir tækifæri til aö sýna vígtennurnar. í þriðja viðtalinu lýsir Dzhirkvelov þeim mistökum, sem hann telur, að Sovétmenn hafi framið í Afríku. Hann segir, að þróun mála í álfunni sé einskonar kynningarskrá á óförum Sovétmanna miðað við þær háleitu vonir, sem þeir gerðu sér á sjöunda áratugnum. LANDFLÓTTAKGB-MAÐ- UR SEGIR ÁLIT SITT Á VELDI KREMLVERJA Stefna Sovétríkjanna í Afríku hefur brugöist, aöallega vegna þess aö stjórnin í Moskvu hefur ekki getaö skilið afrískar aöstæöur og hugsunarhátt Afríkubúa, segir Dzhirkvelov sem var fréttaritari Tass í Zansibar frá 1967 til 1970 og síöan tvö ár í Súdan. Aö því er hann hermir var stefna Rússarnir fóru aö „tapa ítökum sínum“. Þaö bætti gráu ofan á svart aö auk annarra erfiöleika Sovétmanna uröu þeim á mistök í efnahagsáætlunum, aö sögn Dzhirkvelovs. Hann nefnir sem dæmi þaö sem honum finnst nú hafa mátt kalla „túnfiskóhappiö rnikla". Sovéskir skriödrekar til sýnis ( höfuöborg alþýöulýöveldisins Angóla, Luanda. Auk skriödrekanna sýndu sovéskar Mig-21 herþotur einnig listir sínar þennan sumardag 1976. wp»n... SRS —1 Hvaö viö kemur Súdan rifjar Dzhirkvelov upp enn alvarlegri mistök, þegar Rússar veittu upp- reisn kommúnista gegn Nimeri forseta í júlí árið 1971 stuöning og áttu jafnvel upptökin aö henni. Dzhirkvelov, sem var í Khartoum allt þetta tímabil, sá fyrir, aö kæmi til slíkrar uppreisnar yrði hún vafalítiö brotin á bak aftur og kommúnistaflokkur Súdan aö engu geröur. Hann segist hafa gert löndum sínum þetta Ijóst bæöi í sending- um sínum til Tass sem var komiö áleiöis til KGB, og í eigin samtölum við V.V. Kuznetsov, einn af leiötog- um Sovétríkjanna, sem var í heim- sókn í Súdan í marsmánuöi. En sovésk yfirvöld ásamt sendiráðinu í Khartoum álitu aö uppreisn kommúnista myndi heppnast. Uppreisnin var gerö í júlí undir forystu Hashim al-Ata majors og hún var bæld niöur á þremur dögum. Nimeri forseti komst aftur til valda vinsælli en nokkru sinni fyrr. Samskipti ríkjanna, sem fram til ársins 1971 höföu verið innileg, voru í lágmarki eftir þetta og hafa ekki oröið söm aftur. Sovéska sendiherranum var vísaö úr landi ásamt mörgum sendiráösstarfs- mönnum. Dzhirkvelov varö um kyrrt sem fréttaritari Tass og haföi þaö öröuga verkefni aö skýra frá því sem gerst haföi og sýna þaö sovéskum lesendum sem „sigur fyrir framfaraöflin". Þegar litiö er á Afríku í heild telur Dzhirkvelov aö þróun mála sé einskonar kynningarskrá á óförum Sovétmanna, miöaö viö þær há- leitu vonir sem þeir geröu sér á sjöunda áratugnum. Friösamleg lausn Rhódesíudeilunnar var áfall fyrir stjórnina í Moskvu, en stjórn- arherrunum þar yfirsást algerlega sá möguleiki, aö Robert Mugabe Sovéskur undirróður í Afríku hef- ur mistekist vegna hugsjónablindu ( Sovétríkjanna á sjöunda og átt- unda áratugnum sú aö færa sér í nyt baráttuna gegn nýlendurstefnu í Afríku og ná áhrifum í stjórnmál- um Afríkuríkja meö því aö gera þau efnahagslega háö Sovétríkj- unum. Zansibar var taliö vera „hliöiö aö Afríku" vegna þess hve stjórnin, sem þar tók völd aö aflokinni byltingunni árið 1964, var hliðholl kommúnistum á opinskáan hátt. Meöan Abaid Karume var forseti var Zansibar óvinveitt Vesturlönd- um, en þáöi hins vegar gríðarmikl- ar fúlgur í fjárhagsaöstoö frá Sovétríkjunum, Austur-þýskalandi og Kína. Þaö var meöal annars til aö draga úr þessum róttæka marx- isma rétt viö bæjardyrnar sem Nyerere forseti nágrannaríkisins Tanganyike, geröi tillögu um aö stofna Sambandsríkið Tanzaníu. En Zansibar hélt áfram hollustu sinni viö kommúnismann, þótt sjálfstæöiö heföi veriö skert. Karume forseti sagöi viö Dzhirkvelov, þegar hann kom til Zansibar, aö land hans ætti aö veröa „frelsiseyja" líkt og Kúba í Karíbahafinu. Fjöldi sovéskra ráðgjafa í Zansibar jókst frá því að vera innan við 300, þegar Dzhir- kvelov kom til landsins fyrst, upp í rúmlega 400 er hann yfirgaf þaö. Dzhirkvelov sagöi viö The Tim- es, aö hann heföi fljótlega gert sér Ijóst aö ítök Sovétmanna í Zansi- bar efldust ekki í sama hlutfalli og efnahagsaöstoöin jókst. Þetta stafaöi m.a. af því aö leiötogar Zansibar hagnýttu sér klofninginn milli Kínverja og Sovét- manna meö því aö tefla Kínverjum gegn Rússum. Af þeim tveimur tegundum kommúnisma, sem stóöu til boöa, kaus Karume for- seti þá kínversku, af þeirri ástæöu aö kínverskir tæknimenn og verka- menn geröu sér aö góöu aö búa á gistiheimilum og vinna fyrir lítil laun. Rússar ráölögöu Karume for- seta aö renna fleiri stoöum undir efnahagslíf í Zansibar, en þaö byggist fyrst og fremst á útflutningi neguls. Þar sem Zansibar er eyja lögöu sovéskir ráögjafar til aö reist yröi túnfiskvinnslustöö. Þaö kom hins vegar á daginn aö fiskiskipin, sem Rússar létu í té, sigldu hægar en túnfiskurinn og aö kaupa yröi nauösynlegan búnaö frá Japönum, þar sem Rússar framleiddu hann ekki. Kostnaöur viö aö koma upp nýju hafnarmannvirkjunum reynd- ist þar aö auki alltof hár. Eldri hafnir voru notaöar til aö lesta krydd. „Hiö eina sem heföi hafst upp úr þessu, heföi veriö aö fiskurinn angaöi af negul og neg- ullinn af fiski,“ segir Dzhirkvelov. Hann hefur á takteinum önnur dæmi um þaö sem hann kallar „efnahagslega ævintýramennsku" Rússa í Austur-Afríku. Áriö 1969 komst hann aö því hjá sovéska sendiherranum í Moga- dishu aö Rússr væru aö reisa feiknastórt mjólkurbú í Somalíu, vegna þess aö kýr gengju í haga nálægt þeim staö þar sem búiö skyldi standa. Smíöi mjólkurbúsins lauk meö ærnum tilkostnaöi, en þá voru mjólkurkýrnar á bak og burt, því aö bændur í Somalíu eru hiröingjar og hjarðirnar voru farnar á aðrar slóöir. En aöalmistök Sovétmanna í Afríku, segir Dzhirkvelov, eru ál- varlegri en þetta. Aö hans dómi hafa Rússar mjög takamarkaöan skilning á landbúnaöar- og ætt- flokkaþjóöfélögum í Afríku, og þeir álykta sem svo aö sósíalismi aö sovéskri fyrirmynd sé viö þeirra hæfi og veröi ekki umflúinn. í Tanzaníu varö þaö Rússum hvatning aö Nyerere forseti aö- hylltist sósíalíska lífsskoðun, en þeir gátu ekki skiliö aö hann var „menntaöur maöur á vestræna Frá Eþíóþiu. Tii vinstri stsndur hsrmsöur vöró á byltingartorginu í Addis Ababa og til hssgri ar Mengistu Haile Mariam hershöfðingi forseti byltingarráös Eþíópíu aö flytja ræöu gegn heimsvaldasinnum. vísu“ og aö sósíalismi hans var sniöinn við hæfi Tanzaníu einnar. Dzhirkvelov neitar því aö reikn- ingsskekkjur af þessu tagi stafi af hofmóöi eöa jafnvel af kynþátta- fordómum sovéskra embættis- manna í Afríku, enda þótt slík viöhorf sé eflaust aö finna innan Sovétríkjanna. Aö hans áliti má fremur rekja glappaskot Sovét- manna í Afríku til fastheldni þeirra á hugsjónir og kenningar. Hann segir og að stjórnin í Kreml veöji oft á rangan hest í stjórnmálum Afríku. Til dæmis var hópur Tanzaníumanna dreginn fyrir rétt í Dar es Salaam ákæröur fyrir aö hafa gert samsæri um aö steypa stjórninni af stóli. Meöal hinna ákæröu var Oscar Kambona fyrrverandi utanríkisráö- herra en var ekki viöstaddur rétt- arhöldin. Um þessar mundir hermdu óstaöfestar fréttir aö Sovétríkin heföu stutt viö bakiö á sumum meintra samsærismanna. Dzhirkvelov hefur skýrt The Times svo frá aö reyndar hafi verið um „samband viö Moskvu“ aö ræöa og sovéskir embættismenn í Dar es Salaam hafi verið „ákaflega áhyggjufullir“ yfir því aö þetta kynni aö koma fram viö réttarhöld- in. Sumir hinna ákæröu — aö vísu ekki Kambona — höföu „náin tengsl" við Rússa. Dzhirkvelov var viöstaddur næstum gll réttarhöldin og haföi fyrirmæli um aö gefa skýrslu til sovéska sendiráösins, ef nafn Rússlands bæri á góma. Fjöldi KGB-njósnara, sem óttaöist aö upp um þá kæmist, yfirgaf Tanz- aníu áöur en réttarhöldunum lauk, en þaö var óbein sönnun þess aö Sovétmenn væru viöriönir máliö. Yfirvöld í Tanzaníu létu sem þau yröu þessa ekki vör. yröi kjörinn forsætisráöherra, og höföu enn einu sinni veöjað á rangan hest sem var Joshua Nkomo. Dzhirkvelov bendir á aö stjórn- völd í Sómalíu og Zansibar hafi rekiö úr landi sovéska ráögjafa sína. Allt sovéskt starfsfólk var rekið frá Egyptalandi 1972, sem til síöustu stundar var taliö öruggt vígi Sovétmanna. Hálfu ári áöur en Sadat gaf fyrirskipun um brott- reksturinn var félagi í æöstaráöi, Boris Ponomarev í heimsókn í Kairó og varö mjög hrifinn af því sem í hans augum leit út sem áhugi Egypta fyrir marx-leninisma, enda þótt sovéskir embættismenn í Kairó vöruöu hann viö því að stjórn Sadats hallaöi sér greinilega meir og meir til vestur. Sovétríkin hafa eytt milljónum rúblna í Afríku meö afar litlum árangri aö sögn Dzhirkvelovs. Sovétmenn bundu vonir viö Kwame Nkrumah í Ghana, Kenn- eth Kaunda forseti Zambíu og Millton Obote í Uganda en þær hafa allar brugöist. Ghana var eitt sinn aöalbæki- stöö KGB í Afríku, en er þaö ekki lengur. Zambía á hinn bóginn „kærir sig ekki um og hefur aidrei kært sig um“ aöstoö frá Sovétríkj- unum. í Uganda geröu Rússar jafnvel þá „reginskyssu", að mati Dzhirkvelovs, aö styöja eftirmann Obote, Idi Amin, og létu honum íté vopn og annan búnaö til að viðhalda ógnarstjórn sinni. Hernaöaríhlutun Sovétríkjanna í Angola og Eþíópíu, svo og beiting herliös frá Kúbu, er í augum Dzhirkvelovs áhættuspil í þeim tilgangi aö reyna aö snúa þróun- inni viö. Dzhirkvelov telur aö Sovétríkin eigi í vök aö verjast í samkeppn- inni viö Kína og Vesturlönd í Afríku og þriöja heiminum öllum, og aö svo muni veröa, meöan þau eru blinduö af ósveigjanlegum hug- sjónum og eigin hagsmunastefnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.