Morgunblaðið - 17.07.1980, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980
fltargMiiftffifrft
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
Heiður íslands og
Ólympíuleikarnir
Ef til vill hafa ýmsir verið til þess búnir að sjá í geiínum
finjíur við íslenska íþróttamenn ok fallast á það
sjónarmið þeirra að til bjarjíar ólympíuhugsjóninni mætti
sigla með hálfum seglum til Moskvu. En enginn frjálshuga
maður getur samþykkt, að gengið sé til þátttöku í
Ólympíuleikunum til dýrðar Kremlvaldinu með því hugarf-
ari, sem fram kemur í ummælum Gísla Halldórssonar
formanns íslensku ólympíunefndarinnar í Morgunblaðinu í
gær. Það er einkennilegt geðslag að finna sig knúinn til að
segja, að það þurfi „meira til en innrás í eitt land til að
ástæða sé til að hætta þátttöku“ í Olympíuleikunum. Og það
er óvirðing við sjálfstæðisbaráttu íslendinga að minnast í
sambandi við Moskvuleikana á baráttu okkar fyrir viður-
kenningu á eigin þjóðfána. I þeirri ákvörðun aö láta íslenska
íþróttamenn ganga undir íslenska fánanum inn á leikana í
Moskvu felst yfirlýsing um þjónkun við sovéskt veld. Slík
þjónkun er í hróplegri andstöðu við sjálfstæði Islands.
Hvers vegna finna íslenskir íþróttafrömuðir sig"knúna til
að sýna einvörðungu auðsveipni gagnvart Sovétmönnum?
Eru þeir að vonast eftir betri þjónustu í „superfínu“ gúlagi
ólympíuþorpsins? Eru þeir að koma sér í mjúkinn hjá KGB í
von um að þurfa ekki eins oft að halda skilríkjum sínum á
loftí? Ekki þarf að efa, að vel mun fara um fararstjórn og
keppendur í plastikmarmarahöllinni, sem sýna á fínheit
sovéska kerfisins. Og sérstök ánægja verður fyrir íslensku
íþróttafrömuðina að ferðast um götur Moskvu fullvissir um
það, að vegna komu þeirra séu tæplega nokkrir innfæddir á
ferli fyrir utan lögreglumennina. Þótt innrásin í Afganistan
trufli ekki för þeirra, mættu þeir þó minnast þess, að hún var
afsökuð með því, að erlendar leyniþjónustur væru að grafa
undan stjórnvöldum. I tilefni af Olympíuleikunum hefur það
verið brýnt fyrir Moskvubúum, að erlendar leyniþjónustur
muni nota leikana til undirróðurs í höfuðborginni. Séu þeir
hættulegastir, sem bjóði tyggigúmmí og annað slikkirí.
Röksemdin fyrir innrásinni í Afganistan er þannig notuð nú
til að réttlæta hernám sovésku valdavélarinnar á sjálfri
höfuðborginni og brottflutningi mikils hluta borgarbúa til
afskekktra staða. Varla mun þeim úr íslensku sendinefnd-
inni, sem dvelst í Moskvu á vegum Novosti, upplýsingastofn-
unar KGB, reynast erfitt að lýsa borgarlífinu.
En hvað með íslensku ríkisstjórnina? Veit hún ekki, að
með því að láta opinbera fulltrúa sína í sendiráði íslands í
Moskvu taka þátt í fundum með sovéska ólympíuvaldinu er
hún að blanda saman stjórnmálum og íþróttum? íslenskir
stjórnmálamenn, þar á meðal utanríkisráðherra, hafa
fjálglega forðast Olympíuleikana með það að skálkaskjóli, að
þeir hlutist ekki til um íþróttamál. Veit íslenska ríkisstjórn-
in ekki, að fulltrúi hennar og hins stranghlutlausa Sviss eru
líklega þeir einu úr hópi Vesturlandaþjóða, sem sótt hafa
þessa fundi? A sendiherra Islands að vera eini sendimaður
vestræns ríkis, sem verður viðstaddur setningu Ólympíuleik-
ana? Þessum spurningum verður ríkisstjórnin að svara
tafarlaust og gera opinberlega grein fyrir afstöðu sinni til
Ólympíuleikanna. Hér er um brýnt utanríkismál að ræða og
afstaða íslenskra stjórnvalda til þess skiptir máli bæði út á
við og inn á við. Það er óþolandi, að ríkisstjórnin leiki
eitthvert laumuspil i þessu máli, er snertir heiður lands og
þjóðar. Um það er að ræða, hvort litið er á okkur sem
einhverja aftaníossa, eða upprétta menn. Lesendur eru
beðnir að ímynda sér þá hræsnisfullu móðursýki, sem væri
búin að grípa um sig meðal ákveðinna þjóðfélagshópa, ef í
stað Sovétríkjanna væri um Bandaríkin að ræða, þótt þar á
milli sé aldrei unnt að setja neitt jafnaðarmerki.
Sjaldan hefur almenningsálitinu á Islandi verið sýnd jafn
mikil lítilsvirðing og í meðferð íþróttafrömuða og stjórn-
valda á þeim málefnum, sem snerta þátttöku í þessum
Moskvuleikum. Nú er mælirinn fullur og nóg að gert af hendi
þessara aðila. Þjóðin á kröfu til þess að hvorki sendiherra
Islands í Moskvu né íslenski fáninn verði notaðir til að bæta
gráu ofan á svart.
Ronald Funk með konu sinni og dóttur.
Systurnar Sigrún og Auður Gunnlaugsdætur ásamt
þeim Kristni Bjarna og Sigurði, sem eru í sveit á
Geitafelli.
Einar G. Þórhallsson
Ingólfur Jónasson
Unnur Björnsdóttir
Malcolm Bolton
BöövarJónsson
Snagi var ákjósanlegui
Bjóst ekki
við neinu
í líkingu
við þetta
• „Þetta er ótrúlegt, ég hef aldrei
séð svona lagað áðu[“, sagði Mal-
colm Bolton frá Skotlandi, er við
hittum hann við gosstöðvarnar. „í
Skotlandi eru engin eldfjöll, ég
veit aðeins um eitt þar, sem er
löngu orðið óvirkt. Það er löng og
erfið ferð að komast hingað og
merkilegast við hana þótti mér að
hægt skyldi vera að ganga svona
snemma á nýja hrauninu, en ég sé
alls ekki eftir því að hafa lagt
þetta á mig. Þetta er svo stófeng-
legt að maður stendur bara og
starir, það er alveg ólýsanlegt að
sjá hraunið flæða svona yfir
landið eins og stórfljót og mér
finnst hávaðinn ótrúlegur, ég
hafði alls ekki búizt við að sjá
neitt í líkingu við þetta".
Stórkost-
legt að sjá
• „Það hafa orðið miklar breyt-
ingar á gosstöðvunum, siðan ég sá
þær fyrst á fimmtudagskvöldið,"
sagði Ingólfur Jónasson úr Mý-
vatnssveit. „Á fimmtudaginn gaus
á fteiri stöðum og minnst þar, sem
mesta virknin er nú. Það var alveg
stórkostlegt að sjá um helgina,
þegar hraunstraumurinn rann til
vesturs og braut sér leið undir
hraun sem runnið hafði í upphafi
gossins, með ótrúlegum látum og
hávaða. Þá sá ég einnig er hraunið