Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1980
Vel heppnað
fjóróungsmót
Eins ok áður hefur komið fram
var fjórðuniesmót hestamanna á
Vesturlandi haldió dat;ana 3.-6.
júli sl. Var mótiö haldiö á nýlegu
félagssvæöi Snæfellinxs. Kaldár-
melum. Eftir mótið rómuóu menn
mjoK þennan staó ok sOkóu um
hann eins otj saKt var um mörK
kynbótahrossin á sýninKunni, aö
staðurinn væri efnileKur þ.e. að
aóstaöan væri k«')Óí frá náttúrunnar
hendi. en ýmisleKt þyrfti aö Kera til
að Kera hann veruleKa KÓÖan s.s. að
Kræöa upp melinn. hata húsakost
. o.fl. Vollurinn sjálfur var ekki
nóKU KÓöur cn hann á OruKKleKa
eftir aö batna ok veröa töluvcrt
KÓður ef vel vcrður huKsaö um
hann. Ahorfendastæöin eru nánast
fráhær. en þar hefur mannshendin
ekki komiö nálæKt. þvi þau eru
mynduö af hraunkanti. snarhrött-
um. en meö KÓÖum stöllum. Þessi
hraunkantur er kjarri vaxinn.
þannÍK aö þarna er vel skjólKott.
eða eins ok einhvcr saKÖi: „I>að
besta viö þessi stæöi er kjarrið. því
ef menn Kerast ofdrukknir ok
loKnast út af i kjarrinu þaö hrein-
ieKa hverfa þeir.“
Tjaldstæði voru ákafleKa dreifð,
þannig að óvanalega lítið bar á
hávaða og látum á nóttunni, einnig
bar greinilega minna á ölvun en
gerist og gengur á mótum sem
þessum. Bera ummæli lögreglunnar
þess greinilega vitni, aö hjá þeim var
lítið um að vera.
Veður var eins hagstætt eins og
best verður á kosið flesta daga
mótsins. Greinilegt var að fólki leið
vel þessa daga sem mótið stóð yfir,
bæði áhorfendur jafnt sem keppend-
ur.
Framfarir
kynbótahrossa
Mikil gróska virðist nú vera í
kynbótastarfinu á Vesturlandi og er
greinilegt að Vestlendingar hafa
tekið sig saman í andlitinu í þeim
efnum frá síðasta fjórðungsmóti í
þessum landshluta.
Aðspurður kvað Þorkell Bjarna-
son hrossaræktarráðunautur að
kynbótasýningin á Kaldármelum
væri betri hvað við kæmi stóðhest-
um, samanborið við fjórðungsmótið
á Vindheimamelum í fyrra. Stóð-
hestarnir voru bæði fleiri og betri nú
en í fyrra.
Af afkvæmasýndum hestum stóð
efstur Ófeigur 818 frá Hvanneyri, en
Ófeigur stóð efstur á landsmóti 1974
í flokki 6 vetra hesta og eldri ásamt
Hrafni 802 frá Holtsmúla. Nú er
búið að afkvæmasýna þá báða og í
framhaldi af því var Þorkell spurður
að því hvorn hann teldi koma betur
út við afkvæmadóm, þar sem ekki er
óeðlilegt að bera þessa tvo hesta
saman. Kvað Þorkell hestana nokk-
uð jafna enn sem áður, en þó hefði
Ófeigur vinninginn ef einhver mun-
ur væri.
Aðrir hestar sem voru afkvæma-
greindir voru: Bægifótur 840 frr
Gullberastöðum með 7.89 stig og II
verðlaun. Náttfari 817 frá Innri-
Skeljabrekku mð 7.78 stig og II.
verðlaun. Fróði 839 frá Hesti með
7.71 stig og II. verðlaun.
Óvenju margar hryssur voru af-
kvæmasýndar eða 8 alls og hlaut ein
þeirra, Þota 3201 frá Innra-Leiti,
8.15 stig og I. heiðursverðlaun. I
dómsorði hennar segir m.a. „Þota
3201 er 20 vetra og hefur eignast 14
afkvæmi sem flest hafa komist upp.
Er það óvenju myndarleg frammi-
staða og mikil frjósemi." Aðrar
hryssur er voru afkvæmasýndar eru:
Jörp 3581 frá Hoftúnum með 7.84 og
I. verðlaun, Iða 3608 frá Skelja-
brekku með 7.83 stig og II. verðlaun,
Sóta 4859 frá Hallkelsstaðahlíð með
7.82 stig og II. verðlaun, Brynka 4884
frá Samtíni 7,80 stig og II verðlaun,
Snælda 3578 frá Stakkhamri með
7.79 stig og II. verðlaun, Ösp 4852 frá
Akranesi með 7.74 stig og II verð-
laun og Ljónslöpp 3193 frá Beigalda
með 7.65 stig og II. verðlaun.
Alls voru sýndir og dæmdir 17
stóðhestar sem einstaklingar. Skipt-
ust þannig í aldursfiokka: 6 vetra og
eldri voru 7, í 5 vetra flokki voru 6 og
í 4 vetra flokki voru þeir 4. Alls voru
sýndar 63 hryssur sem einstaklingar
og skiptust þær þannig milli aldurs-
flokka: 6 vetra og eldri 44, í 5 vetra
flokki voru þær 14 og 4 vetra hryssur
voru 5.
Aðeins 1 stóðhestur hlaut I. verð-
laun sem einstaklingur, en hryssurn-
ar voru aftur á móti 10 sem fengu I.
verðlaun og þar af ein 5 vetra
hryssa.
Efstur af 6 vetra stóðhestum og
eldri varð Gáski 915 frá Gullbera-
stöðum, með einkunn 8.07 stig,
annar varð Gustur 923 frá Sauðár-
króki með 7.92 stig og þriðji Kveikur
frá Nýja-Bæ einnig með 7.92 stig.
Af 5 vetra stóðhestum var efstur
Fífill 947 frá Flatey, hlaut hann í
einkunn 7.94 stig, annar varð Funi
944 frá Stykkishólmi með 7.93 stig
og þriðji Fjölnir 941 frá Sigmundar-
stöðum með 7.91 stig.
Af 4 vetra hestum varð efstur
Stjarni frá Húsafelli með 7.79 stig,
annar Freyr frá Blönduhlíð með 7.62
stig og þriðji Hrafn frá Kolkuósi,
hlaut hann 7.56 stig.
Af hryssum 6 vetra og eldri varð
efst Sunna 4631 frá Fráskrúðar-
bakka með 8.16, önnur Drottning
4270 frá Laxholti með 8.14 stig og
þri'ðja varð Snörp 4907 með 8.11 stig.
Hlutskörpust af 5 vetra hryssum
varð Löpp 4848 frá Kirkjubæ með
8.00 stig, önnur Rjúpa 4881 frá
Steðja með 7.94 stig og þriðja Dúkka
4918 frá Borg með 7.90.
Af 4 vetra hryssum varð efst Dögg
4876 frá Gullberastöðum með 7.87
stig og í öðru sæti Táta 4937 frá
Heydalsá með 7.83 stig og þriðja
sætið skipaði Rjóð 4940 frá Smá-
hömrum með 7.71 stig.
Óhætt er að segja að Ófeigur 818
hafi verið hestur mótsins, því auk
þess að fá góða dóma fyrir afkvæmi
þá voru 13 kynbótahross sýnd undan
honum sem einstaklingar og einnig
má geta þess að efsti hestur í
A-flokki gæðinga á mótinu var
undan Ófeigi.
Þegar svo Ófeigur var sýndur með
afkvæmum, þá vakti það athygli
hversu vel klárinn sjálfur komst frá
sýningunni og er það mál manna að
ekkert afkvæmanna hafi staðið hon-
um snúning í sýningunni. Einnig er
vert að minnast á Þotu 3201 frá
Innra-Leiti, afkvæmi hennar vöktu
athygli fyrir mikla fjölhæfni og
getu, enda fær hún I. fieiðursverð-
laun.
Betri útkoma
alhliða gæðinga
Yfirleitt hafa B-flokks hestar,
Iiragi Ásgeirs.son hefur hér
nýlokiö við að afhenda fljótustu
vekringunum verðlaun er þeir
hlutu. Þeir eru frá vinstri: Funi
og Gunnar Arnarsson, Frami
og Erling Sigurðsson og þá
sigurvegarinn Þór og Sigurðu”.
Sæmundsson.
klárhestar með tölti, hærri einkunn
en A-flokks hestar á stærri mótum
sem minni. Þessu var nú öðruvísi
farið nú, því alhliða gæðingarnir
voru töluvert hærri heldur en klár-
hestarnir.
Eftir forkeppni í A-flokki varð
efstur Hrafn Jóns Árnasonar, knapi
Reynir Aðalsteinsson með 8.75, ann-
ar varð Ljúfur frá Samtúni, eigandi
og knapi Jón Sigurðsson, Skipanesi,
hann hlaut í einkunn 8.64 og þriðji
var svo Valsi Gunnars Gunnarsson-
ar, knapi Benedikt Þorbjörnsson
með 8.38 í einkunn. Síðan var haldin
úrslitakeppni á sunnudag eða endur-
röðun, en hún breytti litlu um röð
átta efstu hestanna sem tóku þátt í
því. Það vekur athygli að allir þrír
efstu hestarnir kepptu fyrir hönd
Dreyra á mótinu.
í B-flokki stóð efstur Erill Jónu
Heslar
Dísar Bragadóttur með Ragnar
Hinriksson sem knapa og 8.37 í
einkunn, annar varð Kópur eigandi
og knapi Gísii Gíslason, Hofsstöðum
með 8.33 í einkunn. Báðir þessir
hestar kepptu fyrir hönd Faxa. í
þriðja sæti varð svo Dreyrarhestur-
inn Glampi, eigandi og knapi Jón
Sigurðsson, Skipanesi með 8.32 L
einkunn.
Segja má að þeir hjá Dreyra hafi
átt gæðingakeppnina eins og sagt er
í fótboltanum. Því allir þeir hestar
er sýndir voru á þeirra vegum
komust í úrslit í báðum flokkum, en
átta hestar fara í úrslit í hvorum
flokki.
Einnig komu Faxamenn vel út í
B-flokki.
Unglinga
vantaði í skrá
Samkvæmt auglýstri dagskrá átti
að vera unglingakeppni, en þegar
mótskráin var skoðuð var enginn
unglingur á skrá þar. Einhverra
hluta vegna hefur gleymst eða ekki
verið hægt að skrá unglingana í
skrána. En samt sem áður var nú
haldin unglingakeppni kl. 10.00 á
laugardag og átti hún að standa til
kl. 12.15, en það fór allt úr skorðum,
því þetta tók töluvert lengri tíma en
reiknað hafði verið með. En eigi að
síður tókst nú að ljúka unglinga-
keppninni, og þar sigraði í eldri
flokki Eyjólfur Gíslason, sem keppti
fyrir Faxa með 8.50 í einkunn, önnur
varð Elín Rósa Bjarnadóttir, sem
keppti fyrir Kinnskæ m. 8.36 í þriðja
sæti Kristín Ármannsdóttir Dreyra
með 8.14. I yngri flokki sigraði
Jóhann Ágústsson, sem keppti fyrir
Faxa og fékk hann 8.36 í einkunn,
annar varð Guðmundur Bæringsson,
Snæfelling með 8.28 í einkunn og
þriðja sætið skipaði Ásgeir Guð-
mundsson, Snæfelling með 8.17.
Knapaverðlaun Félags Tamn-
ingamanna hlaut að þessu sinni
Óíeigur 818 frá Hvanneyri kom vel út
úr afkvæmadómi. Ilér sést hann (lengst
til hægri) ásamt afkvæmum.
■
■