Morgunblaðið - 17.07.1980, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1980
35
Minning:
Björg Magnea
Magnúsdóttir
Fædd 18. desember 1921
Dáin 10. júlí 1980
I dag er kvödd hinstu kveðju
Björg Magnea Magnúsdóttir,
Laugateigi 12, hér í borg, en hún
andaðist að heimili sínu 10. þ.m.
eftir tiltölulega skamma legu, 58
ára að aldri.
Björg var fædd að Nýlendu í
Miðneshreppi, 18. desember 1921,
dóttir hjónanna Guðrúnar H.
Steingrímsdóttur og Magnúsar B.
Hákonarsonar, útvegsbónda og
formanns þar um áratuga skeið.
Magnús lézt 1964, en Guðrún er
enn á lífi 89 ára gömul og dvelur
nú að Hrafnistu í Hafnarfirði.
Bugga eins og hún var jafnan
kölluð í fjölskyldu og vina hópi,
var 3ja elsta barn þeirra Guðrún-
ar og Magnúsar, en hin eru:
Steinunn Guðný, gift Skúla Hall-
dórssyni, tónskáldi og skrifstofu-
stj. Reykjavík, Ólafur Hákon,
bóndi og sjómaður, sem býr nú á
föðurleifð sinni Nýlendu, kvæntur
Svölu Sigurðardóttur, Einar Mar-
inó, járnsm.m., kvæntur Helgu
Aðalsteinsdóttur, Reykjavík,
Gunnar Reynir, lögg. endurskoð-
andi, kvæntur Sigurlaugu Zop-
honíasdóttir, Kópavogi, Hólmfríð-
ur Bára, gift Brynjari Péturssyni,
verkstjóra, Sandgerði og Tómas-
sína Sólveig, skrifstofumaður,
Reykjavík.
Bugga giftist Ólafi Guðmunds-
syni, birgðaverði hjá Strætisvögn-
um Reykjavíkur þann 27. marz
1945. Þau eignuðust 7 börn, en þau
eru: Gunnar Steingrímur, bygg-
ingaverkfr., kvæntur Ingu Malm-
berg. Elín Jóna gift Magnúsi R.
Magnússyni, verzlunarmanni.
Þórdís Hrefna, jarðfræðingur.
Magnús Hákon, arkitekt. Ragn-
hildur gift Bjarna Guðmundssyni,
tæknifræðingi. Örn stúdent, er við
nám og yngst er Sólveig, nemi sem
dvelur í föðurhúsum.
Ólafur og Bugga bjuggu allan
sinn búskap í Reykjavík, lengst af
að Laugateigi 12. Eins og áður
segir ólst Bugga upp í stórum
systkinahópi og byrjaði mjög ung
að vinna hörðum höndum. Segja
má að vinnan og fórnarlundin hafi
verið hennar aðalsmerki í gegnum
allan hennar lífsferil og munu þær
stundir hafa verið fáar sem henni
féll verk úr hendi. Á hennar
uppvaxtarárum gáfust almennt
ekki tækifæri til langskólanáms,
enda þótt hún hafi verið gædd
góðum gáfum og minni hennar
hafi verið með ólíkindum. Þau
hjónin Bugga og Óli voru samhent
í því að koma sínum stóra barna-
hópi til mennta og lögðu allan
sinn metnað og efni til þess að svo
gæti orðið, enda hafa börnin sýnt
það að þau voru traustsins verð.
Það hefur verið sagt að til ríkra
sæktu menn hjálpar. Bugga var
svo sannarlega rík af hjálpsemi,
fórnfýsi og góðu hugarþeli, og sá
hópur er býsna stór, sem hefur
notið gistivináttu, hollráða og
margháttaðrar aðstoðar hennar
og nær hann langt út fyrir
frændalið hennar allt.
Segja má að Bugga hafi verið
ágætur samnefnari fyrir þær
mörgu konur sem hafa unnið
þrekvirki innan veggja heimilis á
hljóðlátan hátt, með það eitt að
leiðarljósi að láta gott af sér leiða
og spyrja ekki um verkalaunin að
loknu dagsverki.
Við, sem höfum átt því láni að
fagna að hafa átt samfylgd með
henni í gegn um árin, finnum best
nú að við eigum henni skuld að
gjalda. Sú skuld verður aldrei
greidd á þann veg sem vert er.
Hinsvegar er minningin um hana
samofin í þá mynd sem við gerum
Þórgunnur Lárus-
dóttir - Minning
Fædd 31. júli 1947.
Dáin 19. júni 1980.
Það er oft erfitt líf hjá lítilli
þjóð.
Það tekur djúpt í þegar ungt
fólk fellur frá í blóma lífsins og
harmur eftirlifandi ættingja og
vina er sár.
Ok kannski verð ók fallinn. þe^ar fólkið
sitt frelsi dáir hæst.
En ég er sæll. ef sumarglaðar óskir
mins sonar Keta rætzt.
Jóhannes úr Kötlum.
Með einlægri kveðju til móður,
eiginmanns og barna.
Skólasystur á Laugalandi i
Eyjafirði veturinn 1964 —
1965.
okkur um þá persónu sem rís
undir því heiti að vera góð mann-
eskja. — Kærleikur til annarra,
heiðarleiki og fórnfýsi.
Blessuð sé minning hennar.
Ástvinum öllum er vottuð
dýpsta samúð.
Vinur.
MHvi skyldi ók ei vakna við
ok verki tömu sinna?
Veit éic að stuttri stundarbið
stefin min entfir finna.
En fyrst þú Kazt svo KÓðs til min
Ket éK þvi sleppt að minnast þin
ættprvði min ok minna?M
(JH.)
Með þessum línum viljum við
systkinin kveðja Buggu frænku
okkar á Laugateignum og þakka
henni allt það góða, sem hún var
okkur og öðrum sem henni kynnt-
ust og fengu að njóta mannkosta
hennar.
Sterk, hlý, og ávallt reiðubúin
til að rétta hjálparhönd. Þessi
lýsing á við Buggu frænku okkar
eins og við minnumst hennar og á
einnig við allt hennar lífshlaup,
sem í senn var farsælt og gjöfult.
Tryggð hennar og ræktarsemi
munum við aldrei gleyma. Við
geymum í minningu okkar þessa
eiginleika hennar og minnumst
þess einnig að hún lifði af alúð
með samtíð sinni. Þó svo að margt
sem hún meinti og fékk áorkað
með hyggindum sínum og lítillæti
muni ekki um breiða byggð fara,
þá munum við og ættum að geyma
með okkur það sem hún kenndi
okkur og samferðamönnum sín-
um, á allt of skammri æfi.
Við vottum þér Óli og krökkun-
um, og elsku ömmu Guðrúnu
okkar dýpstu samúð og kveðjum
Buggu frænku okkar með djúpum
söknuði.
-Ok börn þln ok íra ndur. sem fjær eru ok
nær.
vió föKnum því öll. aó þín hvíld er nú vær
frá kvöldrökkri komandi nætur.
Ok hvildu nú hlessuA i bólinu þvi.
sem blóm koma aö pryóa hvert sumar á ný
ok seKja. að þinn blundur sé sætur.“
(Þ.E.)
Systkinin Ilrauntungu 3.
Olafur Stephensen
barnalæknir - Kveðja
Djúp sár gróa seint og skilja ör
eftir, en engu að síður má ekki
leggja árar í bát. Fráfall ungrar
konu leggur öllum nánum auknar
skildur á herðar.
Við varðveitum minninguna og
skilum mynd hennar til komandi
kynslóðar og þau okkar sem það
geta, ljúka starfi því sem hún var
byrjuð á.
Þórgunnur Lárusdóttir var
verðugur fulltrúi sinnar kynslóð-
ar, hvar sem hún kom og hvar sem
hún dvaldi. Vonir voru bundnar
við líf hennar og störf, en nú er
skarð fyrir skildi.
Lífið heldur áfram. Kröfur til-
verunnar þrengja sér að okkur og
krefjast þess að áfram sé haldið.
Á stundum sorgar og gleði
styrkjast þau bönd sem binda
okkur saman langt út fyrir lifandi
líf. Áhyggjulausir æskudagar rifj-
ast upp. Átburðir, orð og tilfinn-
ingar lita skýra og hlýja mynd
sem geymist. Af kjarki hins
þroskaða manns, tók Þórgunnur
því sem að höndum bar og okkur
tekur sárt að lúta þeirri staðreynd
sem orðin er.
Grát þú ei barn mitt! Þú átt þessa framtið,
aem þeyrinn boðar hér.
Hin mikla byltinK vorsins vofir yfir.
— Hún væntir liðs af mér.
Hlýr og jákvæður persónuleiki
Ólafs hreif mig sterklega við
fyrstu kynni. En það var á Tene-
rife fyrir nokkrum árum, er þau
hjónin voru þar í vetrarfríi ásamt
börnum sínum.
Ólafur gekk hægt fram, var
athugull, hress og yfirvegaður
maður og gott að hitta hann í ys
og þys dagsins.
Til þess að byggja jákvætt
þjóðfélag þörfnumst við slíkra
manna og er nær óskiljanlegt að
æðri völd hafa ákveðið að taka þá
frá okkur á bezta aldri.
En enginn fær við þau völd
ráðið.
Með þessum fátæklegu línum vil
ég votta frú Guðrúnu og börnum
þeirra þremur innilega hluttekn-
ingu mína.
Af munni fram.
Allt hið bliða ynKÍr mÍK.
allt hið friða kætir.
allt hið strlða eridr mÍK.
allt hið þýði bætir.
Horfðu á bjarta himininn.
haltu spart i auðinn.
fyrir hjartahlýindin
hörfar svarti dauðinn.
Sauðárkróki 7. júlí 1980,
Friðrik Ásmundsson
Brekkan.
Guðrún Arinbjarn-
ar - Þakkarorð
Fædd 4. apríl 1898.
Dáin 9. júlí 1980.
Árið 1942 kynntist ég fyrst þeim
hjónum. Guðrúnu og Kristjáni
Arinbjarnar, en Kristján var þá
orðinn héraðslæknir í Hafnarfirði.
Á heimili þeirra í Hafnarfirði áttu
vinir sona þeirra alltaf griðland
og fyrir mig var það sem annað
skjól mitt. Kristján, sá hlýi og
kímni mannvinur, hvarf héðan
langt fyrir aldur fram 5. mars
1947, aðeins 54 ára gamall.
Þótt höggið væri þungt, lét
Guðrún ekki bugast. Hún flutti á
Miklubrautina í Reykjavík með
sonum sínum og gerðist kennari
við Verslunarskóla íslands, því vel
var hún menntuð og af eigin
reynslu get ég sagt afbragðs
kennari. Heimili hennar var títt
athvarf fjölda vina sona hennar.
Af bekkjarsystkinum mínum var
oft þröngt setinn bekkurinn hjá
Guðrúnu. Ég veit að hún naut þess
að hafa þessa gáskafullu æsku hjá
sér. Það er hjð eina sem við létum
henni í té. Ég skrifa þetta fyrir
hönd fjölda bekkjarsystkina
Ragnars sonar hennar og fleiri.
Þakkarskuld okkar til hennar er
stór. Hún verður aldrei goldin.
Reykjavík, 15. júlí 1980.
Þórir Bergsson.
Nanna Magnús-
dóttir - Kveðja
Svipfagran miðsumarmorgun sá
ég fyrst Nönnu Magnúsdóttur. Ég
var þá einn í stórum hópi íslend-
inga, sem mættir voru á flugstöð-
inni í Keflavík á leið vestur til
íslendingabyggða í Canada.
Fararstjórann, Gísla Guð-
mundsson kennara, þekkti ég áð-
ur, en nú stóð við hlið hans
svipmikil og vörpuleg kona. Hún
tók kveðju minni með traustu og
hlýju handtaki, sem ennþá er gott
að muna.
Allir, er til þekkja vita um
hæfni og þekkingu Gísla á sviði
ferðamála, en fátt er þó svo gott
að ekki verði um bætt hjá einum,
ef sjónskynið og samhugur er
tveggja.
Þessir sumardagar á ferð, um
áður ókunnan heimshluta, með
þeim Nönnu og Gísla verður mér
ógleymanleg. Ákveðið en verm-
andi viðmót Nönnu var sérstak-
lega kærkomið manni, sem full-
orðinn og þó tiltölulega fávís
hætti sér út í veraldarvolkið. Hún
var ætíð boðin og búinn að leysa
hvern vanda, og þá ekki síst þeirra
sem ekki voru ferðavanir í fram-
andi landi.
Það er oftast svo að í stórum
ferðamannahópi er fólkið misfært
og sumir lítt fúsir til að tjá sig
þótt eitthvað bjáti á. En Nanna
var glögg á þennan hátt samskipt-
anna og bætti oftast úr án margra
orða.
Starf Gísla var oft umsvifamik-
ið út á við og þar sjaldan stund
milli stríða. En ég hygg að hlutur
Nönnu í hinni daglegu önn, við-
komandi sérþörfum einstakl-
inganna í hópnum, hafi verið all
stór og smásævið stundum orðið
úfin alda hefði hún hvergi nærri
komið. — En samstarf þeirra átti
stærstan þátt í því, að hver gat
sinn dag að kveldi lofað.
Eftir þessa ferð átti ég nokkrar
ánægjulegar stundir heima hjá
þeim Nönnu og Gísla, en þó alltof
fáar. Þar var í engu út af brugðið,
sama hvort maður var með þeim
heima eða heiman.
Og nú — þegar Nanna er horfin
af sviði mannlegra samskipta er
vinum hennar huggun að lifa eftir
í þeirr von, að á strönd hinnar
nýju veraldar, mæti hún hlýrri
hönd, sem leiðir hana til móts við
það óþekkta með sama hug og hún
leiddi okur fákunnandi úteyjarbúa
um sólhýrar Kyrrahafsstrendur.
Gísli Guðmundsson hefur misst
mikið. Það veit enginn fyrr en á
reynir, hve erfitt er einn að ganga.
Honum og öllum aðstandendum
Nönnu votta ég samúð.
Mér er ljúf minning, stutt en
góð kynni við hreinskilna og
hjartahlýja heiðurskonu.
— í veröld — veröld ofar
vermi þig sumarblærinn.
Þorst. Matthíasson.
t
Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ELÍAS KRISTJÁNSSON,
fyrrverandi birgöastjóri Pósts og síma,
Bergstaöastræti 11,
er andaöist 11 þ.m. veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, •
laugardaginn 19. þ.m. kl. 10.30. f.h.
Jarösett veröur aö Lágafelli, Mosfellssveit.
Randí Þórarinsdóttir
Betzy Elíasdóttir
Randí Þórunn Kristjénsdóttir Elías Kristjánsson
Þorgeir Elíasson Sigurbjörg Júlíusdóttir
Elin Arna Þorgeirsdóttir Þórunn Ýr Þorgeirsdóttir.