Morgunblaðið - 23.07.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.07.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 13 ar. Hann vill ekki ásaka ráða- menn bílaiðnaðarins fyrir að hafa ekki séð þessi skyndilegu veðrabrigði fyrir. Iðnaðurinn á aðeins við einn að sakast; olíu- skömmtun OPEC-ríkjanna, sem framámenn í Detroit fullyrða að hafi hrakið bandaríska neytend- ur frá amerískum bílum. Hvort sem orsök hinnar breyttu eftirspurnar er þessi eða einhver önnur, eru áhrif hennar óskapleg. Nú eru 300.000 verka- menn í bílaiðnaðinum atvinnu- lausir. Nær hálfri milljón manna að auki í ýmsum hlið- argreinum hefur verið sagt upp. í 12 af 18 samsetningarverk- stæðum General Motors hefur vinnutími verið styttur til muna. Chrysler-verksmiðjurnar bú- ast við að tapa 1,4 milljarði bandaríkjadala árið 1980; hjá Ford er tapið áætlað hundruð milljóna dala; líklega fengjust sömu eymdartölur hjá General Motors. Að jafnaði er fram- leiðslan aðeins um 60 prósent þess sem hún var í fyrra, — og það gæti reynzt nógu bratt að selja þessi 60 prósent. Það er kannski tímanna tákn, að bifreiðasalar, sem jafnan eru gleiðustu sölumenn allra, eru nú ARNARFLUG stefndi um síöustu heigi öllum flugvélaflota sínum til Keflavíkurflugvallar, allt frá stórþotum niöur í smávélar. Varla gefst oft tækifæri til slíkrar samkundu þar sem vélarnar sinna hinum ýmsu verkefnum á vegum félagsins í leigu- og áætlunarflugi út um land og úti í heimi. Enda fór þaö svo aö stefnumótiö teygðist á langinn og hinar fyrstu flugvélar tíndust brott áöur en þær síöustu náöu áfangastaö. Tilefni þessa stefnumóts var aöallega myndataka fyrir félag- iö. Arnarflug rekur nú tvær Boeing þotur, aöra af geröinni 707 sem leigö er til flugs í Jórdaníu um þessar mundir og hina af geröinni 720 B, er félagiö á. Hún sinnir í sumar ieiguflugs- verkefnum frá íslandi. Þá á Arnarflug nú tvær Twin Otter vélar og tvær nýjar sem komu til landsins um helgina, Piper Cheyenne, 7 manna hraðfleyga skrúfuþotu og Piper Chieftain 10 manna. Voru þær keyptar nýlegar frá Bandaríkjunum og upp í kaupveröið, tæpar 400 milljónir króna, er látin Piper Navajo vél, sem félagið hefur veriö með að undanförnu. Boeing þotan, sem verið hef- ur í Jórdaníu, er leigð til Alia í Jórdaníu. Hefur hún veriö í kennaraflutningum milli Sýr- lands og Jórdaníu, en vegna versnandi sambúðar ríkjanna var lagt bann viö aö leiguvél frá ööru landi kæmi inn í Sýrland og því varö Alia félagiö aö finna vélinni önnur verkefni, en það hefur hana á leigu til haustsins. Hefur þotan m.a. fariö nokkrar feröir milli Amman og Kairó, en frá 1. ágúst tekur Saudia flugfé- lagiö viö þotunni og flýgur hún þá milli Amman og Jeddah og Ryadh. Um helgina var þotan síðan fengin til aö fara eina ferö milli Amman og New York. Haföi hún m.a. viðkomu í Keflavík þar sem tækifæriö var notaö og skipt um áhafnir. Aftur kom þotan til Keflavíkur á leiöinni til baka og verður síðan staösett syðra fram í september. Ekki er fullráðið hvaö veröur um þoturnar í haust, en unnið er nú aö því að finna þeim verkefni svo aö ekki þurfi aö koma til uppsagnar flugliöa. Næg verk- efni eru hins vegar í innanlands- fluginu, áætlunarflug til 12 staöa á Noröur- og Vesturlandi og leiguflug eftir þörfum. jt. NÁMSKEIÐ — FISKUR OG NÆRING Midvikudag, 13. égúst. Forstööumaöur hr. Eirik Hein, fiskimálastjóri Noregs. Kl. 09.30—10.00 f.h.: Skrásetning þátttakenda. 10.00 f.h. 1. fyrirlestur: Nýjar hugmyndir um næringarannsóknir á fiski eftir próf. Nicolay Eeg-Larsen, (lífeölis- og lífefnafræöideild tannlæknadeildar Oslóar-háskóla). 2. fyrirlestur: Fita sjávarafuröa í næringu, eftir O. Brækkan, forstööumann rannsóknardeildar bætiefnastofnunar fiskimálastofn- unarinnar í Bergen. 3. fyrirlestur: Fiskur í matarbirgöum veraldar, ástand og horfur, eftir Wolfgang Krone, matmæla- og landbúnaöarstofnun Samein- uöu þjóöanna í Róm. 12.30—14.00 e.h.: Hádegisveróur. 14.00—16.30 e.h.: Hringborösumræöur framangreindra ræöumanna og Gudmund Sand, forstööumanns rannsókna- stofnunar norska síldarlýsis- og mjöliönaóarins í Bergen. Fimmtudag 14. ágúst Forstöóumaóur. Hr. Jörn Krog, fél. norskra fiskimanna í Þrándheimi. 09.30—10.00 f.h.: Skrásetning þátttakenda. 10.00 f.h. 1. fyrirleetur: Ferskfiskur í matvæla- birgöum Norömanna, eftir Kjell Kristoffersen, framkvæmdastjóra M. Thiis A/S. Fiskhallen, Osló. 2. fyrirlestur: Sjávarafuróir í norskum matvæla- verzlunum. eftir Olav Berg, framkvæmdastjóra niöursuöuverksmiöjunnar Vesteraalens Her- metrikk-fabrikk A/S, Osló 3. fyrirteetur: Horfur varóandi fiskneyslu á 'fjk heimilum og í matsöluhúsum. eftir Hans Jebsen, framkvæmdastjóra framleiöslu- þróunar Stabburet A/S, Fredrikstad. 12.30—14.00 e.h.: Hádegisveröur 14.00—16.30 e.h.: Hringborösum- ?cj|L ræöur framangreindra ræöumanna "Wk og Erling Bjerke. forstjóra Frlonor Produkter A/S. 0s*^ pru 'nflfid Espelid, dagskrárritari norska útvarpsins, Osló. Þátttökugjald n.kr. 300 - á dag. hádegisveróur innifal- Inn. Fyrirlestrar túlkaöir jafnóöum á norsku og ensku Skráning er bindandi og þátttak- endum, sem mæta ekki. reiknast fullt gjald. Staósetning: Ráóstefnusalur, Nidaröhallen. Trondheim, NORGE Velkomin til Þrándheims og Nor-Fishing ’80, 8. alþjóöa sjávarútvegskaupstefnunnar 11,—17. ágúst aö Nidaröhall- en. Nor-Fishing er ein helzta sjávarútvegskaupstefna í heiminum og þar má sjá nýj- ungar frá einstökum löndum og á alþjóöasviöi. Skráiö Þrándheim í dag- bókina og hittið samstarfs- menn úr víöri veröld í þessum fagra miöaldakaupstaö. Þar gefast einnig næg tækifæri til aö hitta hina raunverulegu fiskimenn. í sambandi viö sýninguna, bjóöum viö yður þátttöku í Nor-Fishing námskeiöunum Fiskur og næring 13.—14. ágúst. Nor-Fishing '80, Noregs Varemesse, P.O. Box 130, Skeyen, Oslo 2, NORGE. □ Góðfúslega sendið mér sýningarskrá og Nor- NAFN: -__________________________________________ Fishing bæklinginn án af- gjalds. Eg óska þátttöku í námskeiðinu □ fyrri dag □ síðari dag P.O.Box 130 Skeyen, Oslo 2, Norway. Tel: (02) 55 37 90. Tlx.: 18748 messe n. FELAG:-------- HEIMILISFANG: TITILL:_______ SÍMI:_________ DAGS.:_________ TELEX: SIGN.: _ Góöfúslega skrifiö meö upphafsstöfum! Simon Winchester/ OBSERVER að fara á hausinn. Nú þegar hafa yfir þúsund bifreiðasalar orðið að loka á árinu, og það er orðin algeng sýn í útjaðri bandarískra borga, þar sem áður stóðu reisu- legar bílasölur Chevrolet, Ponti- ac eða Dodge, að koma nú aðeins að tómum hússkeljunum, — og í stað litskrúðugra auglýsinga- spjalda er aðeins eitt með áletr- uninni: „Til leigu“. Utan við verksmiðjurnar hrannast upp óseldar bifreiðar. Síðast var áætlað, að 1.560.000 óseldar bifreiðar biðu sölu hjá þeim bílasölum sem tóra í fag- inu; Það er 83 daga framleiðsla Það gæti reynzt þrautreyndustu sölumönnum erfitt verk að koma þeim út. Nú tíðkast helzt það ráð til að iosna við bíla, m.a.s. þá smærri, sem torga fremur litlu benzíni, að bjóða kaupandanum hvers kyns hagstæða greiðsluskilmála og afslátt. Það er orðinn hægur vandi fyrir mann að stíga næsta aura- laus og atkvæðalítill inn í Ford- verzlun og skrifa upp á kaup á nýjum tíu þúsund dollara Linc- oln Continental. Það er máske auðvelt að hrekja hagfræðilegt réttmæti slíkra viðskiptahátta með rökum, — en þeir þoka farartækjunum þó altént út af stæðunum. Og það er allt og sumt sem bæði framleiðendur og bílasalar segjast hafa áhuga á. Söluminnkunin mikla á ekki við um allar tegundir bifreiða. Því fer fjarri. Nú fellur að og flæðir yfir landið flóðbylgja ódýrra, japanskra bíla, sem rétt dreypa á eldsneytinu samanbor- ið við hina stærri. Bylgjan hefur þegar skolað á land tveimur milljónum þeirra á þessu ári, og fleiri eru á leiðinni. Aðdráttarafl austrænu farar- tækjanna verður ljóst af saman- burðinum á Toyota-bifreiðum sem er seld á 4 þúsund dollara og gengur 83 kílómetra á einu galloni (4,55 lítrar) og Chevrolet, sem kostar 7,5 þúsund dollara og nær aðeins 32 kílómetra leið á sama magni. Það þarf engan reiknisnilling til að sjá að hægt er að eiga tvo Toyota-bíla og eyða á þá minna eldsneyti en á einn Chevrolet, — auk þess sem eftirspurn í þá fyrrnefndu held- ur verðinu uppi og kemur í veg fyrir rýrnun verðmætisins. Það er einfaldlega rökréttara að festa kaup á japanskri bifreið. Bæði iðnaðurinn og verkalýðs- félög hafa þrýst á um hömlur á flæði japönsku bílanna inn í landið með tollabreytingum, — þeir ná þegar yfir 27 af hundraði markaðarins, og innflutnings- tollarnir eru óvenjulágir. En Hvíta húsið hefur ekki sagzt munu skattleggja bifreiðarnar, né heldur hefta innflutning þeirra. Það muni aðeins skaða samskipti landanna, og þar að auki yrði það ekki bandarískum iðnaði til framdráttar, er fram í sækti. Þess í stað verður að líkindum farið fram á það við forsetann að hann létti eilítið reglugerðabyrð- inni af iðnaðinum, sem sagt er í Detroit að hafi fært hann á knén. Þar má nefna mengunar- reglum, sem þýða að útbúa verður fremur árangurslitla efnaskiptahvata í bifreiðar frá Detroit; öryggisreglur, sem hafa orsakað sífelldar breytútbúnað í verksmiðjunum og þyngri málma í samsetninguna; benzín- eyðslureglur, sem framleiðendur í Detroit hafa reynt að fram- fylgja með dræmum árangri. Þessum reglugerðum kann að verða sleppt, eða þær að minnsta kosti gerðar vægari. Auk þess má grípa til tolla- ívilnana, bæði til að auðvelda innflutning á hráefni í smærri bíla og útflutning á amerískum bílum. Sérfræóðir telja að Detroit ætti að vera laus úr feninu innan u.þ.b. þriggja ára. Eftir að hafa um fjölda ára framleitt dreka, sem voru kannske fremur fyrir augað en farþegann, virðist „bílaborgin" loks á því að „marg- ur er knár þótt hann sé smár“. Arið 1983 koma á markaðinn nýjar gerðir, lagaðar að nýjum aðstæðum, búnar elektrónískum tækjum til að drýgja eldsneyti og öðrum skynsemdarapparöt- um og spá stjórnendur iðnaðar- ins því að þá muni Detroit ná stöðu sinni á ný. Raunar segja þeir að árið 1990 muni borgin og samliggjandi verksmiðjur dæla út 15 milljón bifreiðum á ári, sem er nær tvöföld aukning frá síðasta ári. Enginn veit hins vegar hvaða tromp Japanir hafa á hendi, — og ráðamenn í Detroit brosa fram á veg og kjósa helzt að leiða slíkar spár hjá sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.