Morgunblaðið - 23.07.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 23.07.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 Bólivía: Herinn myrðir andstæðinga sína U Psz, 22. júli - AP. STJÓRNMÁLAMENN oK vcrka lýðsIciðtoKar í Bólivíu skoruóu í daK á þjoóir heims að beita Bolivíu efnahaKslcKum refsiað- Keróum oK stuðla þanniK aó falli herstjórnarinnar. Nefnd sem stofnuð var til varnar lýðræði í landinu kom tilkynninKu til sendiráða í La Paz, höfuðborK Bólivíu. I henni er stjórn hersins ákærð fyrir að myrða andstæðinKa sína oK fleynja likunum í fjölda- Kröf. Þá seKir í tilkynninKunni að stjórnin beri ábyrgð á hvarfi margra stjórnmálamanna, trúar- og verkalýðsleiðtoga. Skothveiiir, stundum miklir, hafa heyrst í La Paz síðan herinn steypti stjórn Lydiu Gueilers af stóli fyrir viku. Einnig hefur heyrst um skotbardaga í suður- hluta landsins. Ekkert hefur spurst til þeirra 18 manna sem sátu í ríkisstjórn Gueilers. Þetta gerðist 23. júlí 1974 — Griska herforingjastjórn- in segir af sér; Karamanlis kemur úr útlegð og verður forsætisráð- herra. 1964 — Tillaga De Gaulles um að stórveldin hætti afskiptum í Indó- kína. 1962 — Fyrsta beina sjónvarps- sending um Telstar frá Bandaríkj- unum til Evrópu. 1952 — Naguib hershöfðingi tekur völdin í Egyptalandi. 1945k — Pétain marskálkur leidd- ur fyrir rétt, ákærður fyrir land- ráð. 1914 — Austurríkismenn setja Serbum úrslitakosti eftir tilræðið við Franz Ferdinand erkihertoga í Sarajevo. 1870 — Napoleon keisari II skipar Eugénie keisaradrottningu ríkis- stjóra Frakklands. 1867 — Rússneskur landstjóri skipaður í Turkestan. 1828 — William Burt frá Michigan fær einkaleyfi á fyrstu ritvélinni. 1803 — Robert Emmet gerir upp- reisn á Irlandi að áeggjan Frakka. 1793 — Bretar taka Korsíku. 1785 — Friðrik mikli stofnar þýzka furstasambandið. 1759 — Rússaher Saltikovs sigrar her Prússa. 1619 — Gústaf Adolf hrindir árás keisarahersins við Werben. 1595 — Spánverjar ganga á land í Cornwall á Engiandi og brenna Penzance. 1403 — Orrustan um Shrewesbry. Afmæli. Alanbrook lávarður, brezkur hermaður (1883—1963) — Salvador de Madariaga, spænskur rithöfundur (1886-----) — Haile Selassie Eþíópíukeisari (1892— 1975). Andlát. 1885 Ulysses S. Grant, hermaður og forseti — 1951 Phil- ippe Pétain hermaður — 1855 Cordell Hull, stjórnmálaleiðtogi. Innlent. 1183 d. Hvamms-Sturla — 1789 d. Finnur biskup Jónsson — 1742 Sýslumaður Rangæinga fyrir- fer sér í gjá á Þingvöílum — 1809 Konungsúrskurður um skipan 4ra manna nefndar til að stjórna landinu — 1823 Kötlugosi lýkur — 1836 d. ísleifur Einarsson — 1887 d. síra Páll Sigurðsson — 1928 d. dr. Valtýr Guðmundsson — 1929 Snarpur jarðskjálftakippur í Reykjavík — 1939 Th. Stauning kemur í opinbera heimsókn — 1950 Borgarvirki endurreist — 1978 Fyrsti djákni frá siðaskiptum vígð- ur. Orð dagsins. Fréttirnar um dauða minn eru stórlega ýktar — Mark Twain, bandarískur rithöfundur (1835-1910). Brottfór , hvern laugardag Í3iavil<naferðir til Miami Beach, Florida FLUGLEIÐIR /S Risaolíuskipið Energy Concentration í höfninni í Rotterdam. Skipið brotnaði um miðju. Simamynd AP. Olínskip rif nar í sundur í höfninni í Rotterdam Rottordam. 22. júli — AP. RISAOLÍUSKIP rifnaði í sundur or sökk í höfninni í Rotterdam í mor^un. þegar verið var að dæla hráolíu úr skipinu. Allri áhöfninni 43 mönnum, tókst að bjarga sér í land og aðeins 10 rúmmetrar af oliu runnu í sjóinn. Skipið er 98 þús. tonn og 326 metrar að lengd og getur flutt 240.000 tonn af olíu. Talið er að enn séu 110.000 tonn af olíu í tönkum skipsins og verður unnið við að dæla þeim úr flakinu. Engin sprenging varð þegar skipið rifnaði og talin er lítil hætta á sprengingu eða olíuleka héðan af. Hluta af höfninni var þó lokað til þess að fyllsta öryggis væri gætt. Sjónarvottar sögðu, að skyndi- lega hefði skutur skipsins sigið og stefnið risið að sama skapi upp í loftið. Eftir fjórar til fimm mínút- ur fór mikill titringur um skipið og skyndilega kubbaðist það í sundur. Ekki er vitað um orsakir slyss- ins, en talið er að röng afferming hafi getað valdið því. Nauðsynlegt er að dælt sé jafnt úr öllum hólfum lestarinnar til þess að rétt jafnvægi haldist. Ef jafnvægið fer úr skorðum getur það haft þessar afleiðingar. Bretland: Sala rafmagns og f ram- leiðsla símtækja gefin frjáls Lundon. 22. iúli — AP. RÍKISSTJORN Bretlands til- kynnti í Kær að aflétt væri einkaleyfi ríkisins á söiu raf- magns og framleiðslu símatækja. Einnig var það tilkynnt að ein- staklingsfyrirtæki ættu nú þess kost að eignast hluta í höfnum sem hafa verið i eigu breska rikisins. Tilkynningar þessar koma i kjölfar tilkynningar, sem stjórn- in sendi frá sér fyrir fimm dögum, þess efnis að einkafyrir- tækjum væri nú heimilt að ann- ast almenna póstþjónustu. Iðnaðarráðherrann, sir Keith Joseph, og orkumálaráðherrann, David Howell, gerðu grein fyrir þessum ákvörðunum í þinginu. Einkafyrirtækjum verður leyft að framleiða símatæki og leiða þau inn i hús. Einnig mega fyrirtæki keppa við pósthúsin hvað varðar almenna póstþjónustu en ríkið um áframhaldandi reka símstöðvarn- ar. Um 17% af þeirri raforku sem Bretar nota er framleidd hjá Jafntefli í Buenos Aires IlurnoK Airrs. 22. júlí. AP. VIKTOR Korchnoi, hinn landflótta Sovétmaður og Lev Polugayevsky, Sovétríkjunum sömdu um jafntefíi eftir 41 leik í fyrstu skák í áskor- endaeinvígi sínu í Buenos Aires, Argentínu. Korchnoi náði frum- kvæðinu eftir byrjunina en Lev Polugayevsky náði að jafna taflið. Sigurvegarinn mætir annað hvort Lajos Portish eða Robert Hubner um réttinn til að skora á Anatoly Karpov, heimsmeistara. einkafyrirtækjum nú þegar. En framleiðendurnir hafa til þessa ekki mátt seija orkuna og því aðeins framleitt til eigin nota. Ríkisstjórnin býst ekki við mikl- um breytingum á því þó svo að sala rafmagns hafi nú verið gefin frjáls. Einkafyrirtækjum verður nú leyft að kaupa allt að 49% hluta- bréfa í 19 höfnum sem verið hafa í eigu breska ríkisins. Þessar 19 hafnir eru fjórðungur allra hafna í Brertlandi. Fyrir siðustu þingkosningar gaf Margaret Tatcher forsætisráð- herra m.a. þau loforð að hún myndi stuðla að því að hluti ríkisfyrirtækja í Bretlandi yrðu seld og ýmis önnur svipt einka- leyfum sínum til framleiðslu eða þjónustu. Fékk hæli í Banda- ríkjunum sem póli- tískur f lóttamaður Chlcago, 22. júlí - AP. WALTER Poiovchak, drengnum sem neitaði að snúa til Sovétrikjanna með foreldrum sínum. var i dag veitt hæli i Bandarikjunum sem pólitiskum flóttamanni, að sögn yfirvaida í Bandarikjunum. Walter er 12 ára gamall. Talsmaður innflytj- endayfirvalda sagði að yfirvöld i Chicago hefðu tekið þessa ákvörðun eftir að hafa fengið jákvætt svar frá utanrikisráðuneyt- inu. Lögmaður Walters sagði að gengið hefði verið frá því að foreldrar drengsins fengju samt sem áður að snúa til Sovétríkjanna með yngri son sinn. Áður hafði hann sagt að sóvésk yfirvöld hefðu sagt foreldrum Walters að þau fengju ekki að flytja til Sovétríkjanna aftur ef Walter kæmi ekki með þar sem hann hefði ekki eigin vegabréfsáritun. Walter flutti með foreldrum sínum og tveimur systkinum til Bandaríkjanna fyrir 6 mánuðum. Er hann heyrði að foreldrar hans hefðu í hyggju að flytja aftur til Sovétríkjanna hljóp hann að heiman. Þegar lögreglan fann Walter fór hún fram á það að honum yrði veitt hæli í Bandaríkjunum sem pólitískum flóttamanni. Eldri systir hans, Natalie sem er 17 ára, hefur sitt eigið vegabréf og hefur ákveðið að verða eftir í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.