Morgunblaðið - 23.07.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JIJLÍ 1980
17
í þá 18 mánuði, sem liðnir eru siðan víetnamar lögðu undir
sig Kampucheu, haía þeir reynt að fullvissa heiminn um að
þeir muni ávallt virða landamæri Thailands. Skyndiárás
þeirra á thailensk landamæraþorp og fljóttamannabúðir í
siðasta mánuði gerði að engu það litla traust, sem áður var
borðið til þeirra og hefur vakið spurningar um það, hvort
Vietnamar hyggi á frekari landvinningi á þessum slóðum.
Jafnvel þeir bjartsýnustu, sem gerðu sér vonir um að smám
saman yrði komist að samkomulagi við Hanoi-stjórnina eftir
innrásina i Kampucheu, viðurkenna nú, að líkur á
hernaðarátökum milli Thailands og Vietnama hafi stórauk-
ist.
Suðaustur-Asía er enn miðpunktur átaka Sovétmanna og
Kínverja. Til þess að hamla gegn áhrifum Kínverja hafa
Sovétmenn veitt 200.000 manna her Víetnama í Kampucheu
verulegan stuðning. Frekari hernaðaraðgerðir af hálfu
Vietnama gætu leitt til alvarlegs áreksturs milli þessara
risavelda kommúnista.
Thailenskir hcrmcnn lcita skjóls undan árás victnamska stórskot-
aliðsins.
Hætta á víðtækari
styrjöld í Indókína
Frásagnir af atburðunum á
landamærunum stangast á. Víet-
namski utanríkisráðherrann,
Nguyen Co Thach, heldur því
fram, að her Víetnama hafi aldrei
farið inn fyrir landamæri Thai-
lands. Fullyrðing hans hefur
sannleiksgildi að því leyti, að
landamæri Thailands og Kam-
pucheu hafa aldrei verið skýrt
ákveðin. Engu að síður var þorpið
Noon Mark Monn — eða leifar
þess eftir stórskotaliðsárás Víet-
nama — óumdeilanlega á Thai-
lensku landsvæði, og svo var
einnig um tvö önnur þorp, sem
Víetnamar höfðu á valdi sínu í 24
klst.
Sú spurning brennur því á
vörum thailenskra stjórnvalda,
hvort árás Víetnama hafi aðeins
átt að vera „ráðning" eins og
Kínverjar veittu Víetnömum í
maí á síðasta ári, eða hvort hér sé
um að ræða forsmekkinn að
frekari sókn Víetnama inn í
landið.
Ómögulegt er að segja til um
hver framvindan verður á
grundvelli þeirra upplýsinga, sem
liggja fyrir. Um það bil 2.000
hermenn tóku þátt í aðgerðunum
og talið er að um 10.000 manna
varalið hafi verið til taks skammt
frá landamærunum. Fréttir hafa
borist af flutningi 30.000 manna
herliðs frá Víetnam inn í Kam-
pucheu, en thailenska leyniþjón-
ustan álítur, að verið sé að
undirbúa sókn gegn Rauðu
Khmerunum, sem vitað er að
halda til í fjöllunum fyrir sunnan
bæinn Aranyaprathet við landa-
mæri Thailands.
Smáskærur milli thailenskra
landamæravarða og Víetnama
halda áfram og thailenski flug-
herinn heldur uppi óreglubundn-
um loftárásum á liðssafnaði Víet-
nama.
Vilja ekki flóttamennina
Það kann að vera, að tilgangur
Víetnama með árásinni hafi verið
atfá Thailendinga til að taka
aftur ákvörðun sína um að senda
aftur heim hópa af flótta-
mönnum, sem vildu snúa aftur til
Kampucheu. Ef þetta hefur legið
að baki, hefur áætlunin tekist
fullkomlega, því að þótt Thai-
lendingar haldi fast við ákvörðun
sína um að senda aftur þá sem
þess óska, er harla ólíklegt að
nokkur hafi löngun til þess eftir
það sem á hefur gengið.
Það kann líka að vera að
Víetnamar hafi viljað loka leið-
inni fyrir Rauðu Khmera, sem
halda til innan Kampucheu, því
þeir flýja gjarnan til Thailands
þegar víetnamski herinn sækir að
þeim.
Árásin setur thailensk yfirvöld
í mikinn vanda. Hernaðarlega
eru þeir í engri aðstöðu til að
mæta þrautþjálfuðum her Víet-
nama og þeir geta ekki beitt þá
neinum stjórnmálalegum þving-
unum sem gagn er í.
Thailendingar hika við að grípa
til mótaðgerða áður en þeim
verður ljós tilgangur Víetnama
með aðgerðunum. Líklegasta
ástæðan virðist vera áköf and-
staða við áætlun Thailendinga
um að senda til baka þá flótta-
menn, sem vilja snúa aftur heim
til Kampucheu. Víetnamar hafa
ef til vill talið nauðsynlegt að
sýna Thailendingum hvers þeir
eru megnugir. Einnig er trúlegt,
að Víetnamar hafi viljað hreinsa
til á landamærunum áður en
sumarrigningarnar útiloka hern-
aðaraðgerðir.
Thailand yrði ekki
auðveld bráð
Það virðist fátt skynsamlegt
mæla með því að Víetnamar
gangi lengra og geri öfluga innrás
í Thailand. Þótt Thailendingar
standi Víetnömum hernaðarlega
langt að baki, yrðu þeir ekki eins
auðveld bráð og Rauðu Khmer-
arnir. Ef til styrjaldar kæmi
mætti búast við að fleiri ríki
drægjust inn í átökin. Bandaríkin
létu málið áreiðanlega ekki af-
skiptalaust og Samtök Suðaust-
ur-Asíuríkja væru einnig líkleg
til aðgerða. Kínverjar eru heldur
ekki langt undan, svo jafnvel
hinum stríðsglöðu Víetnömum
hlýtur að standa stuggur af þess
háttar stríðsrekstri.
Hernaðarumsvif Víetnama eru
nú þegar. orðin býsna fyrirferð-
armikil og að halda uppi birgða-
sendingum langt inn í Thailand
er vandasamt.
En víetnamska stjórnin hefur
aldrei verið þekkt fyrir hyggi-
legar ákvarðanir. Það þykir nán-
ast fífldirfska, að ráðast á thai-
lensku þorpin einmitt nú, rétt
fyrir leiðtogafund ASEAN-ríkj-
anna. Líklegt þótti, að skoðanir
leiðtoganna yrðu skiptar um til-
lögur um málamiðlunarsam-
komulag við Víetnama eftir inn-
rás þeirra í Kampucheu, en eftir
árásiná nú hefur allur ágreining-
ur verið jafnaður.
Sinnathamby Rajaratnam, að-
stoðarforsætisráðherra Singa-
pore, sagði að „þessir menn hefðu
bersýnilega enga stjórn á atburð-
unum fyrst þeir gátu ekki beðið
þar til ráðstefnan var yfirstaðin."
Ráðist á samherja
Víetnömum gæti verið akkur í
innrásinni að tvennu leyti. í
fyrsta lagi bendir margt til þess
að þeir flóttamenn, sem vilja fara
aftur til Kampucheu, séu dyggir
stuðningsmenn Rauðu Khmer-
anna. Þótt thailenska stjórnin
segi staðfastlega, að fólkið sé á
heimleið til þess að plægja akra
sína, þykir eins líklegt að meiri-
hlutinn fari heim til að berjast.
Af þeim 5000 flóttamönnum, sem
farnir voru til Kampucheu fyrir
árásina, voru 4000 frá Sa-Keao-
búðunum, en þær eru kunnar
búðir Rauðra Khmera. Áreiðan-
legar heimildir hermdu, að for-
ingjar úr sveitum Rauðu Khmer-
anna hefðu beitt íbúana þar
þvingunum, og þeir flóttamenn,
sem ekki vildu snúa aftur, hafa
verið fluttir til Kao-i-Dang-búð-
anna af öryggisástæðum.
í öðru lagi kemur það Rauðu
Khmerunum eflaust í opna
skjöldu, að Víetnamar skuli
standa í hernaði á þessum árs-
tíma. Regntíminn, sem byrjaði
rúmum tveim vikum fyrir árás-
ina, er venjulega notaður til að
sleikja sárin og endurskipuleggja
liðið. Þessi óvænta árás nú kemur
í veg fyrir, að Rauðu Khmerarnir
geti byggt upp lið sitt í ró og næði
og treyst stöðvar sínar.
Heimsálitið skiptir engu
En burt séð frá því hvaða
ástæður lágu að baki, er það
greinilega komið í ljós, að Víet-
namar láta sig heimsálitið engu
skipta og hafa litla trú á frið-
samlegri umræðu um málin. Þeir
eru staðráðnir í að vera um kyrrt
í Kampucheu og enginn efast um
að þeir muni beita valdi til að
geta hafst þar við. Það sem þeir
þurfa helst að óttast nú er
vaxandi óvild Kampucheumanna
í þeirra garð og aukin stríðs-
þreyta meðal hermanna sinna, en
hún fer áreiðanlega að gera vart
við sig í auknum mæli eftir
áratuga linnulaust stríð.
íbúar Kampucheu, Khmerarn-
ir, hafa frá alda öðli verið
fjandsamlegir Víetnömum og
þeir umbáru aðeins innrásarher-
inn vegna þess að hann þótti
illskárri en blóðug stjórn Pots.
Rauðu Khmerarnir eru nú tald-
ir vera um 30.000 í landinu. Þeir
njóta lítils stuðnings í þeim
þorpum, sem þeir ráða enn yfir
og stjórna í krafti ofbeldis, að því
er blaðamaður, sem ferðast hefur
um Vestur-Kampucheu segir. En
með tímanum gætu þeir aftur
orðið fánaberar frelsisbaráttunn-
ar gegn innrásarhernum í augum
óánægðra Kampucheumanna og
fengið öflugri stuðning í landinu.
Á meðan efnahagur Kampu-
cheu er enn í lamasessi og
geigvænlegur fæðuskortur er í
landinu er allavega ólíklegt að
fylgi stjórnar Heng Samrin og
Víetnama, sem hann er á mála
hjá, aukist.
Síðan í janúar hafa þeir, sem
fylgjast með gangi mála í Kam-
pucheu velt því fyrir sér, hvenær
lokasóknin gegn Rauðu Khmer-
unum muni fara fram og stöðugt
hafa borist fréttir af „umfangs-
miklum liðsflutningum" í átt að
landamærunum. Víetnamar hafa
ef til vill haldið að nú væri búið
að kalla „úlfur-úlfur" svo oft, að
enginn hefði tekið eftir síðustu
liðsflutningum þeirra.
(Financial Timcs)
Thailcnskir hcrmcnn lcita á Víctnama. scm tckinn var til fanga í árásinni á þorpið N(w»n Mark-Moon