Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980
25
fclk í
fréttum
A dönskum markaðstorgum
+ Ellen og Arne Anderson heita þessi dönsku hjón
meö lírukassann. Þau ferðast um Danmörku og spila
á markaðstorgum. Þau hittust fyrst í Álaborg fyrir 48
árum og hafa síöan verið óaöskiljanleg. Þau áttu 47
ára brúökaupsafmæli fyrir skömmu.
Konuefnin hans Karls
+ Leitin aö konu handa
Karli Bretaprins heldur
áfram. Þær eru nú orðnar
margar sem hafa verið
oröaöar viö hann og hér
sést sú nýjasta, Susie Holt.
Tilvaliö konuefni handa
honum finnst mörgum. Hún
hefur áhuga á hestum og
spilar póló. Aö atvinnu er
hún myndhöggvari.
Dæmdur
saklaus
Haustiö 1978 var Leon
Van Huffel látinn laus úr
fangelsi eftir aö hafa setið
þar saklaus í 30 ár. í janúar
1948 var hann tekinn fastur
fyrir morö á föður sínum.
Leon hafði komið að honum
þar sem hann hékk í snöru
heima hjá sér. Hann náði í
bróður sinn, Willy, og í
sameiningu náðu þeir hon-
um niður. Þeir kvöddu til
lögreglu og lækni og allt
þótti benda til þess aö
gamli maöurinn heföi fram-
ið sjálfsmorð. Mánuöi
seinna giftist Leon núver-
andi konu sinni Clöru og níu
mánuðum seinna var hann
tekinn fastur. Lögreglan
hafði fengið bréf þar sem
fram komu upplýsingar,
sem leiddu til handtöku
Leons. WiUy gaf einnig lög-
reglunni upplýsingar um
samband Leons viö föður
sinn sem hann sagði ekki
hafa verið gott. Leon var
dæmdur í tífstíöar fangelsi.
Meðan hann sat inni fékk
hann nægan tíma til aö
finna út hver það var sem
sveik hann. í júlí 1978 var
hann látinn laus. Bróðir
hans, Willy, viöurkenndi
meinsæri sitt og frænku
sinnar, en hún hafði skrifað
bréfið.
Nú er Leon Van Huffek
frjáls, en hann hefur engar
bætur fengið fyrir árin sem
hann sat inni og fjölskylda
hans vill ekki umgangast
hann. Þrátt fyrir allt er Leon
ekki bitur maöur. „Ég hef
Clöru og það vegur upp á
móti öllu hinu,“ segir hann.
-I»ann sinnaóa da« vó sjáum onn.
med sólinni af djúpi risa.“
Sagt er að Grundtvig frægasta
sálmaskáld Dana, sem orti þennan
yndirlega morgunsálm, hafi haft
sóldýrkunarsálm, fornan og heið-
inn til fyrirmyndar. Alla leið frá
Ahura Mazda. En það mætti vera
ein sönnun þess, að orðin heiðni og
heiður eru skyld. Heiðinn var sá í
upphafi þeirrar merkingar orð-
sins, sem þá þótt standa næst við
heiðríkju himins um sólarupp-
Yor-
morgunn
komu, heiður manns á morgni lífs.
Síðar höfðu átök og öfgar trúsk-
iptanna tök á að breyta þessu
faguryrði í andstæðu sína á vörum
og í vitund fjöldans. Skammsýni
og hroki á vegi jafnvel æðstu
trúarbragða heims hefur oft kom-
izt nærri því að grafa þeim sína
eigin gröf og maokað þar yfir sína
eigin lifandi fjársjóði.
En nóg um það hér. þetta val
Grundtvigs í fyrirmynd að einum
sinna fegurstu sálma er sönnun
þess, að trúartilfinning mannssál-
ar er sú sjón, sem öllu öðru fremur
greinir hið fagra í tilverunni og
fagnar því. Fegurðin, þetta endur-
skín Guðs dýrðar, sem vart er nær
en á vormorgni, getur vakið
hverja óspillta sál til hrifningar
og tilbeiðslu, lotningar og þakkl-
ætis. Fegurðardýrkun, fögnuður
yfir hinu fagra er því eitt af
sterkustu einkennum vakandi
mannssálar, hvað sem þau trúar-
brögð nefnast, sem játuð eru með
vörum, þá er þar ljómi kristind-
óms ríkjandi, heiðríkja heiðninn-
ar, ljós Guðs dýrðar.
Jesús er þarna fremstur í fylk-
ingu eins og alls staðar á þrosk-
abraut bannkyns. Hann virtist
alls staðar geta eygt fegurð og
guðsdýrð, jafnt í fínleik blóms og
fuglsraddar sem undrum og speki
musteris og helgidóma, jafnvel í
svip brjálæðings í eyðimörkinni og
breytni Samverjans á veginum,
sem í framkomu og orðum farisea
og fræðimanna sjálfs Drottins
Guðs í musterum mannkyns. Og
hann benti með ógleymanlegri
fegurð hverdagslegustu orða öll-
um sínum lærisveinum og fylgj-
endum á yndisleik og unað, þar
sem enginn sá, né hafði skynjað
áður neitt tilað hrifast af. Þannig
leysti hann líf og sakleysi barns-
ins úr álögum aldagamalla hleypi-
dóma og fjötra hins sterka og
hrokafulla frá upphafi mannlífs á
jörðu. Hann gaf þannig barni
hverju fullan mannlegaþn rétt,
jafnvel feti framar og ofar hinum
fullorðnu. Barninu tilheyrði sjálf-
ur vormorgunn lífsins, með öllum
sínum óskum, vonum og þrám,
ofar öllu streði, öfund og græðgi
hinna stóru.
Hann gaf einnig sjálfum vorm-
orgni lífsins, ástinni, rétt gagn-
vart áleitni, sleggjudómum og
grjótkasti hinna „réttlátu" dóm-
ara, sem ýmist með valdboði eða
slúðri, sem mótað hefur, meira að
segja, ekki sízt, aðstöðu kirkjunn-
ar í ástamalum um aldaraðir. Þar
ber „Stórdómur" og hans tímabil á
íslandi, hvað þá í öðrum löndum
gleggst vitni. Hann benti á fegurð
og göfgi konunnar, sem birtist
jafnvel hjá mörgum í mestu niður-
lægingu, sem hið helgasta í
mannlífi jarðar, þar sem hún
skreið við fætur valdhafanna,
karlmanna, ekki síst klerka og
fræðimanna, fyrirlitin og niður-
brotin, kannske með nýfætt barn í
faðmi. Hann setur konu aldrei
skör lægra karlkyni. Betur að þær
kynnu að meta það og þakka í
frelsisbaráttu sinni hvar og hven-
ær sem er. þar er morgunroði
mannlegs réttar.
Hann sýnor og bendir á blóm
jarðar, sem samt er fótum troðið,
sem fyrirmynd hins gróandi lfs.
Svo minnir hann á fuglasöng, sem
frumþátt listar og lífsnautnar á
líðandi stund, þótt aðrir heyri þar
aðeins ómerkilegt tíst og veikan
vængjaþyt.
Hvarvetna eru gjafir vormorg-
uns, morguns lífsins nærri aðeins,
ef þeim er gefinn gaumur. Segja
má, að þessi aðstaða Krists og
kenningar hans hafi skapað ný
viðhorf í listum og lífi manna,
eftir að skáldum og málurum, já,
öllum listunnendum óteljandi
lista auðnaðist að tileinka sér
hans barnslega fögnuð yfir hina
fagra, dýpt spekinnar í orðum
hans.
Samband og samspil Krists og
vormorgunsins, kannske hvers
morguns, er unnt að lesa milli
línanna í orðum guðspjallsins,
sem segir hann rísa úr rekkju
löngu fyrir dag og ganga á vit
náttúrunnar í faðmi fjallsins utan
borgar sinnar. Lítil steinn eða
klettur verður þar altari hans.
niðandi lækur ljóð og sálmasöng-
ur. Þar beygði ilamndi vorblóm
höfuð sín til að hlusta á geislamál
morguns, skreytt daggperlum
nætur sem gimsteinagliti. Fuglar
sungu sálma í greinum við undir-
leik lindar. En sjálfur röðull
dagsins, sól Guðs, steig í stól
predikunnar yfir fjallsbrún í heið-
ríkju við hnúkinn og boðaði Ijós og
líf hverri lífveru jarðar án orða.
Geislamál kærleikans og guðamál
dýrðar hverju strái, hverju blómi
og barni jarðar. Orð hennar án
orða hnitu að innstu hjartarótum
alls sem lifir og lífið þráir.
Og þarna í miðjum kór vorm-
orgunsins féll hann á kné sjálfur
ljósálfur himins og sonur sólar og
flutti í djúpi hljóði heilagrar
þagnar þær bænir, sem létu himin
og jörð fallast í faðma. Fluttu
mannheimi meira af krafti og
friði hæðanna en fyrr eða síðar
hefur veitzt. Og að bænini lokinni,
að liðinni guðsþjónustu vormorg-
uns, lokaði hann ekki kirkju sinni
né læsti dyrum helgidóms og
hjarta. Heldur gekk hann á vit
dagsins og starfsins í borginni.
Stræti og torg, veizlusalir og
einkaheimili voru sá vettvangur,
sem kirkja hans átti að starfa,
rödd hans að heryast, orð has að
gróa fram til gæfu. hann bauð
engum að loka sig innan klaust-
urmúra. Allt slíkt er mesti mis-
skilningur.
Eftir að hafa svalað sá sinni í
uppsprettu lindum ljóss og friðar
vi fætur vormorguns, vildi hann
bera þá orku, sem þar fékkst
tilhinna þjáðu, þreyttu og særðu
til að fegra, gleðja og styrkja.
Gefa þeim, sem sitja í myrkri og
skuggum dauðans og hníga fyrir
sverðum heimsku og grimmdar
ljós af ljósi himins, svölun og
laugun af lindum elskujnar, ljóma
hinnar hvítu sunnu yfir tignart-
indum manngöfgi og mildi, signda
svalandi og þýðum vorblæ heilags
anda vizku og náðar.
Hvert smáblómstur jarðar,
hversu hrjáð, friðlaust og aumt,
sem það er, skylt njóta geisl-
astarfs og gimsteina döggvanna
frá helgidómi vormorguns í friði
fj allsins.
Sólheimum 17, Rv. 5. maí 1980.
Árelíus Níelsson.