Morgunblaðið - 14.08.1980, Qupperneq 1
40 SÍÐUR
181. tbl. 68. árg.
FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Hvetur til Jieilags
striðs við Israela
Kiyadh. Saudi Arahiu. 13. ájcúst. AP.
FAHD, krónprins i Saudi-Arabíu, hvatti i dag til heilags striðs við
ísraelsmenn og sagði að friður við þá væri „nokkurs konar blekking."
Fahd lýsti þessu yfir við hina opinberu s-arabisku fréttastofu i tilefni
af Ramadan, hátiðisdegi múhameðstrúarmanna. Yfirlýsintfin var
seinna lesin i s-arabíska útvarpinu
Fahd krónprins sagði, að það
sem Aröbum riði nú mest á væri
algjör samstaða og að friðarvið-
ræður væru með öllu vonlausar.
„Nú er um það að ræða að vera eða
ekki vera ... friðarviðræðurnar
við ísraelsmenn eru orðnar að
nokkurs konar blekkingu," sagði
hann. Fahd hvatti Egypta á óbein-
an hátt til að viðurkenna mistök
sín og hætta viðræðunum um
sjálfsstjórnarmál Palestínu-
manna.
Krónprinsinn gaf í skyn, að
Saudi-Arabar ynnu að því bak við
tjöldin að koma á ráðstefnu allra
Arabaríkja til að koma á sáttum
pg samræma aðgerðir gegn
Israelsmönnum vegna innlimunar
A-Jerúsalem.
Þessi yfirlýsing, sem er sú
harðorðasta sem enn hefur komið
frá Saudi-Aröbum, þykir merki
um vaxandi hörku af þeirra hálfu
/egna þeirrar ákvörðunar ísraels-
manna að innlima A-Jerúsalem.
Sannfærði 13 um dvöl
á himnum og drap þau
PekinK. 13. áKÚxt. AP.
MAÐUR i kommúnu i Guizhou,
afskekktu héraði i Mið-Kina hefur
verið tekinn af lífi fyrir að myrða
13 manns, sem hann sannfærði um
að færu til himna og yrðu ódauð-
leg að sögn Dagblaðs alþýðunnar i
dag.
Maðurinn, Xie Xanji, drap átta
börn i fjallahelli og drekkti fimm
manns, sem létu hann festa steina
við sig. Tvennt fór út í á með börn í
fanginu.
Xie Xanji lærði töfrabrögð á
yngri árum og sannfærði fáfróða
smábændur um að hann væri
yfirnáttúruleg vera, sem ferðaðist
milli himins og jarðar til að
fylgjast með góðu og illu.
Hann var dæmdur til dauða og
tekinn af lífi á fjöldafundi sem
10.000 manns sóttu 12. ágúst. Fund-
urinn var liður í herferð gegn
miðaldarhugsunarhætti og hjátrú
sem er enn algeng til sveita í Kína.
(AP-símamynd)
Bjartsýnn á sigur demókrata
Edward Kennedy öldungadeildarþingmaður ávarpar landsþing demó-
krata i New York sl. þriöjudagskvöld. Kennedy sagði fulltrúum á
þinginu. að hann tryði þvi að flokkurinn sameinaðist og að „saman
munum við ganga til sigurs demókrata árið 1980“.
Carter spáir flokki
sínum sigri í haust
^ New Yurk. 13. áKÚst. AP.
í KVÖLD mátti telja fullvíst að Jimmy Carter yrði í nótt
útnefndur forsetaefni Demókrataflokksins á flokks-
þinginu í New York. Nokkrum stundum fyrir útnefn-
inguna var staðan þannig að fulltrúar Carters voru
2009 en Kennedys 1240. Carter mun verða útnefndur
þegar hann hefur hlotið atkvæði 1666 fulltrúa. Við
komuna til New York í dag spáði hann því, að hann
myndi leiða sameinaðan flokk til sigurs yfir repúblikön-
um í kosningunum í nóvember.
Á landsþinginu ríkti þó mikil
óvissa um sættir á milli Carters
og helsta keppinauts hans,
Edwards Kennedys öldunga-
deildarþingmanns, og forsetinn
sagði að hann vissi ekki enn
hvort hann hitti Kennedy að
máli. „Ég talaði við hann í
gærkvöldi eftir að hann hafði
flutt ræðuna og óskaði honum til
hamingju með hana,“ sagði Cart-
er.
Við komuna til aðalstöðva
fylgismanna hans í New York
sagði Carter frammi fyrir 200
stuðningsmönnum sínum, að
hann væri „þakklátur fyrir flokk
sem í lok þessarar ráðstefnu mun
vera sameinaður... og ég og
Mondale varaforseti erum fúsir
til að þjóna þjóðinni í fjögur ár
enn.“
Meginviðfangsefni Carters á
flokksþinginu er að fá Kennedy
til að hvetja stuðningsmenn sína
til að standa sameinaðir um
forsetaefni flokksins en margir
þeirra hafa haft við orð að taka
engan þátt í kosningunum eða
jafnvel að fylkja sér um John
Anderson sem býður sig fram
utan flokka.
í áhrifamikilli ræðu, sem
Kennedy hélt á flokksþinginu sl.
þriðjudag, hvatti hann þingheim
til að stuðla að sigri flokksins í
kosningunum á hausti komanda
en lýsti ekki yfir beinum stuðn-
ingi við Carter. Að ræðunni
lokinni brutust út mikil fagnað-
arlæti meðal þingfulltrúa og
voru mörg spjöld á lofti þar sem
á stóð „Kennedy ’80“ og á bakhlið
annarra hafði verið skrifað „’84“.
Verkalýðsleiðtogar sögðu í dag,
að þeir væru ófúsir til að styðja
Carter ef hann hafnaði þeim
tillögum Kennedys, að 12 milljörð-
um dollara yrði varið til að auka
atvinnuna. Úr herbúðum Kenne-
dys hefur heyrst, að það muni
velta á afstöðu Carters til þessara
tillagna hvort Kennedy muni
koma fram með Carter annað
kvöld til að sýna að Demókrata-
flokkurinn gengur heill og óskipt
ur til kosninganna.
Sjá nánar á bls. 18.
íranir óttast gíslabjörgun
Teheran, 13. áKÚst. AP.
iRANSKUR trúarleiðtogi hélt
þvi fram i dag, að Bandarikja-
menn hefðu á sínum snærum
30.000 „skæruliða“ i Egypta-
landi sem biðu þess eins að
ráðast inn í íran til að frelsa
bandarisku gislana.
íranskir
ráðamenn hafa einnig aukið
aðgerðir sínar gegn Bretum
vegna handtöku iranskra mót-
mælenda i London i siðustu
viku.
Ásakanirnar um samsæri
Bandaríkjamanna gegn írönum
eru hafðar eftir ónefndum trú-
arleiðtoga í borginni Ahwaz.
Hann sagði að 30.000 skæruliðar,
þjálfaðir í Egyptalandi, biðu
tækifæris til að ráðast inn í íran
um Khuzestan, sem liggur að
Persaflóa, og væri tilgangurinn
sá að frelsa gíslana.
í fréttum frá London segir, að
rúmlega helmingur þeirra 68
írana, sem handteknir voru í
síðustu viku eftir mótmælaað-
gerðir fyrir framan bandaríska
sendiráðið í London, hafi farið í
hungurverkfall á nýjan leik.
Þrír breskir blindrakennarar
eru nú komnir til Englands frá
Iran en þeim hafði verið gefinn
72ja stunda frestur til að koma
sér úr landi.
Talsmaður breska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í dag, að það
væri nú að kanna fréttir þess
efnis, að breskur læknir og kona
hans hefðu verið handtekin í
Iran. Fréttir herma að þau hafi
verið sökuð um njósnir og hafa
bresk stjórnvöld áhyggjur af því
að það sé gert í hefndarskyni
vegna handtöku Irananna 68 í
London.
Hua hvetur
vestur-
veldin og
Japani til
samstöðu
PekinK, 13. áinist. AP.
1 VIÐRÆÐUM, sem þeir áttu
með sér í dag, Hua Guo-feng
forsætisráðherra í Kína, og dr.
Lambsdorff, efnahagsmálaráö-
herra Vestur-Þjóðverja, sagði
Hua, að Kínverjar væru því
mjög hlynntir að Vestur-Evr-
ópumenn hefðu sem nánast sam-
band við Japani og Bandarikja-
menn. Hua. sem einnig er for-
maður Kinverska kommúnist-
aflokksins, sagði þetta á fundi í
Alþýðuhöllinni í Peking með
vestur-þýzkri viðskiptasendi-
nefnd undir forystu Lambs-
dorffs.
Hua Guo-feng sagði ennfrem-
ur, að Kínverjar ætluðu að hafa
náin samráð við Japani og Banda-
ríkjamenn. í umræðum um alþjóð-
leg málefni sagði hann, að óhjá-
kvæmilegt væri að til styrjaldar
drægi vegna útþenslustefnu Rússa
og bætti því við, að þrátt fyrir að
þeir hefðu milljón manns undir
vopnum á landamærum Rússlands
og Kína myndi það ekki hrökkva
til gegn Kínverjum. Hua sagði, að
innrás Rússa í Afganistan væri
liður í langtímaáætlunum þeirra
um að þrengja að olíuríkjunum í
Mið-Austurlöndum.
• Vestur-þýzka viðskiptasendi-
nefndin er í 12 daga heimsókn í
Kína til að ræða um samstarf
þjóðanna í efnahagsmálum. Kom-
ið hefur verið á fót samstarfs-
nefnd um þau mál og vænta
Vestur-Þjóðverjar sér mikils af
störfum hennar. Það eru einkum
ýmis hráefni sem V-Þjóðverjar
sækjast eftir.
Rændu flug-
vél og sneru
til Havana
Miami. 13. ágÚ8t. AP.
FLUGVÉL frá flugfélaginu Air
Florida. með 74 manns innan-
borðs, var rænt í dag og snúið
til Kúbu. Við komuna til Hav-
ana voru handteknir sjö menn,
sem taldir eru vera kúbanskir
flóttamenn. Áttundi maðurinn
var handtekinn áður en flug-
vélin fór írá Key West þegar
hann reyndi að smygla leik-
fangabyssu fram hjá öryggis-
vörðunum.
Talsmaður flugmálayfirvalda
sagði, að flugvélinni hefði verið
rænt tíu mínútum eftir að hún hóf
sig á loft í Key West og hefði hún
lent heilu og höldnu 25 mín. síðar
í Havana á Kúbu. Hann sagði að
flugræninginn hefði verið með
brúsa fullan af bensíni og hótað
því að sprengja vélina í loft upp.
Búist var við vélinni aftur til
Miami í kvöld.
Sl. sunnudag rændi spænsku-
mælandi maður flugvél á sömu
flugleið og sneri henni til Kúbu.
Hann hótaði að sprengja sprengju
sem hann sagðist hafa í fórum
sínum en reyndist seinna vera
sápustykki.