Morgunblaðið - 14.08.1980, Page 2

Morgunblaðið - 14.08.1980, Page 2
J2 Heyútflutningur til Noregs: Rækjuveiðar: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 Fá bændur 80 til 90 krónur fyrir heykíló- ið komið að skipi? „ÉG ER bjartsýnn á að við getum selt hey til Noregs en það er hins vegar annað mál, hvort menn hér heima sætta sig við það verð sem er i boði,“ sagði Gunnlaugur Björns- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Búvörudeildar Sambandsins i sam- tali við Mbl. í gær en hann dvaldi i Noregi i síðustu viku til að kanna möjíuleika á heysölu þansað. GunnlauKur sagði, að enn væri ekki búið að ganga frá neinum samninKum um heysölu en hins ve^ar væri nú í athusun að senda 500 tonn af heyi tii Norður-Noregs í endaðan september. Sagði Gunnlaugur, að hugsan- legur kaupandi að heyinu í Norður- Noregi hefði boðið 1.40 norskar krónur fyrir kílóið af heyinu, komnu til Noregs, en þó með ákveðnum skilyrðum. „Við gætum því hugsan- lega fengið milli 130 og 140 krónur íslenskar fyrir kílóið komið út en þá er flutningskostnaðurinn eftir. Mér þætti ekki ólíklegt að unnt yrði að greiða 80 til 90 krónur fyrir heykíló- ið komið að skipi hér heima. Frá þessu dregst svo kostnaður við að flytja heyið frá bóndanum til skips. Þetta eru þó allt tölur, sem ég nefni sem dæmi, því enn hefur ekki verið samið um neitt verð úti eða flutn- ingana," sagði Gunnlaugur. Gunnlaugur sagði, að mikið fram- boð virtist vera á heyi nú en ógerlegt væri að segja til um á þessu stigi hversu mikið magn bændur kynnu að vilja selja til útlanda. Hugsanlega gæti þarna verið um 2000 til 3000 tonn að ræða, en takmarkanir á heyútflutningi vegna garnaveiki og riðu á einstökum svæðum kynnu þó að lækka þessa tölu eitthvað. „Samkeppnin á heymarkaðnum í Noregi er hörð og þeir eru kröfu- harðir um gæði heysins. Við getum nefnt að bændur í ákveðnum héruð- um í Svíþjóð heyja hreinlega fyrir norska bændur og hafa selt þeim hey í nokkur ár. Það er líka annað að flytja hey frá íslandi eða flytja það með járnbraut yfir landamærin frá Svíþjóð fyrir 20 til 25 norska aura,“ sagði Gunnlaugur. ASÍ leitar kjötbirgðanna Hólmatindur til Frakklands eftir sölu í Fleetwood HÓLMATINDUR frá Eskifirði landaði afla af íslandsmiðum í síðasta skipti í Fleetwood í gær. Fyrir 87,6 tonn fékkst 48,1 millj- ón króna, meðalverð 549 krónur á kíló. Hólmatindur var einn af fyrstu skuttogurunum, sem komu til landsins og var keyptur frá Frakklandi 1970, en skipið var smíðað 1967. Frá Bretlandi heldur skipið til Frakklands, þar sem það gengur upp í kaup Hraðfrystihúss Eskifjarðar á nýrra skipi. I gær landaði Dagstjarnan í Grimsby og fengust 69,5 milljón- ir króna fyrir 118 tonn, meðal- verð 589 krónur. Þá var landað hluta af afla Sigureyjar eða 70 tonnum og fengust 542 krónur að meðaltali fyrir hvert kíló. 4 millj. kr. í hásetahlut DJÚPRÆKJUVEIÐAR hafa gengið ntjög vel í sumar og mun betur heldur en t.d. í fyrra. í Vestfirðingafjórð- ungi komu á land í síðasta mánuði 772 lestir af 28 bát- um, en í sama mánuði i fyrra fengu 15 bátar 223 lestir. Er greinilegt að sjómenn eru stöðugt að ná betri tökum á þessum veiðum. Djúprækju- veiðarnar tryggja atvinnu- öryggi á smærri stöðunum og rækjuvinnsla gæti með þess- um veiðum orðið samfelld allan ársins hring. Skarðsvíkin Hellissandi kom með mestan rækjuafla á land, en hún landaði 59,7 tonnum á Bíldudal. Flest rækjuskipanna eru þó miklu minni en Skarðsvíkin og má nefna báta eins og Val og Sigrúnu frá Súðavík, sem komu með 40 og 32 lestir af rækju að landi í mánuðinum. Eru þessir bátar aðeins um 30 tonn að stærð. Láta mun nærri að hásetahlutur á Val hafi verið um 4 milljónir króna í mánuðinum. - neitar að taka niðurgreiðslur í vísitölu. ef ekkert finnst MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands fól í gær Asmundi Stef- ánssyni, framkvæmdastjóra ASÍ og fulltrúa þess i kaupgjalds- nefnd, að kanna, hvort kjöt það og kartöflur, sem nýsamþykktar niðurgreiðslur eiga að ná til, er raunverulega til eða ekki, en fyrirfinnist þessar vörtutegundir ekki mun ASÍ neita að taka niðurgreiðslurnar inn i vísitöl- una. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands ísiands, sagði í samtali við Mbl. á mánudag: „Ef varan er ekki til, sem verið er að greiða niður, þá er þetta hreint plat. Ef það kemur í ljós að undangenginni rannsókn að þetta kjöt finnist ekki, þá er ekki hægt að taka niðurgreiðslu vísitölunnar gilda.“ Axel Óskar Ólafsson látinn AXEL óskar Ólafsson. lögfræð- ingur og innheimtustjóri Ríkis- útvarpsins. er látinn, 63ja ára að aldri, en hann var fæddur 21. janúar 1917 á Brekku i Fljótsdal. Axel lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla Islands 1947 og stundaði lögfræðistörf í Vestmannaeyjum fram til ársins 1951. Hann starf- aði á skrifstofu Tollstjórans í Reykjavík 1953—1963 og síðan fulltrúi Borgarfógetans í Reykja- vík 1963—1966, er hann tók við starfi innheimtustjóra Ríkisút- varpsins. Axel var giftur Þorbjörgu And- résdóttur og áttu þau þrjú börn, Ólaf Óskar, Ingibjörgu og Önnu. Axel Óskar ólafsson Gengisfelling á næsta leiti? Fiskveiðasjóður veitir um 650 milljónir króna í formi hagræðingarlána STJÓRN Fiskyeiðasjóðs hefur nýverið tekið ákvörðun um veit- ingu hagræðingarlána til tíu frystihúsa víða um land, en um miðjan síðasta mánuð tilkynnti sjávarútvegsráðherra Fiskveiða- sjóði, að úr gengismunarsjóði væru til ráðstöfunar riflega 400 milljónir króna til hagræðingar- deildar sjóðsins, að sögn Daviðs ólafssonar, formanns sjóðstjórn- ar. „Jafnframt beindi hann þeim til- mælum til sjóðsins, að hluti af þessu fé, yrði veittur sem hagræð- ingarlán til þriggja húsa, þ.e. Hraðfrystihúss Patreksfjarðar, Búlandstinds á Djúpavogi og Þormóðs ramma á Siglufirði. Sjóðsstjórnin ákvað að taka sér frest til að athuga þessi mál og sl. þriðjudag var tekin ákvörðun í því. Reyndar var nokkrum fisk- vinnslufyrirtækjum bætt við. Það má því segja, að lánveitingunum hafi verið skipt í tvennt, annars vegar stærri lán til fyrrnefndra þriggja fyrirtækja og ísbjarnarins í Reykjavík. Hraðfrystihús Pat- reksfjarðar fær um 150 milljónir króna og hin þrjú um 100 milljónir króna, en þetta eru allt frystihús, sem hafa verið byggð ný frá grunni og er annað hvort rétt ólokið, eða nýlokið við. Þá voru samþykkt smærri lán til sex fyrirtækja að upphæð tæplega 200 milljónir króna og er hugmyndin að fjármagna þau með fjármagni, sem kemur inn vegna innheimtufjár, sem hefur verið lánað. Við eigum von á að fá 200—250 milljónir króna inn á þessu ári og ætlum sem sagt að veita hluta af því fé til þessara sex fyrirtækja, sem eru í Vestmanna- eyjum, Grindavík og Stokkseyri," sagði Davíð Ólafsson ennfremur. Davíð sagði og aðspurður, að það væri ekkert nýtt, þótt sjávar- útvegsráðherra kæmi með tillögur um hagræðingarlán til fyrirtækja, eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. — „Fyrirrennarar hans í embætti hafa allir gert það sama, enda er þetta fjármagn komið til í gegnum ráðstafanir ríkisstjórnarinnar," sagði Davíð að síðustu. Hafþór í lag Ahrif inni í TILLÖGUR efnahagsmálanefndar verða lagðar fyrir ríkisstjórnar- fund i dag. Þar mun vera um að ræða tillögur um heilsteyptar að- gerðir, sem snerta marga þætti efnahagslifsins. þ.e.a.s. peninga- mál, fjármál ríkisins og aðgerðir. sem tryggja eiga samræmda hag- stjórn. Svigrúm til gengissigs er nú orðið mjög lítið og reikna menn almennt með töluverðri gengis- lækkun, en í kjölfar hennar fylgi stöðugleiki gengisskráningar um hennar ekki vísitölunni nokkurn tíma. Til að draga úr víxlverkunum kaupgjalds og verð- lags mun verða gripið til sérstakra ráðstafana til að áhrif hugsanlegr- ar gengisfellingar komi ekki fram í verðbótavísitölu og hafi þar af leiðandi ekki áhrif til kauphækk- ana. Stefnt er að því að meðalhækkun verðlags verði ekki meiri en 9% á tímabilinu ágúst—nóvember og hefur verið rætt um að verðhækk- anir sem valda muni meiri hækkun verði látnar bíða seinni tíma. Það mun vera álit margra stjórn- arliða, að útlán bankakerfisins hafi farið úr böndum og má gera ráð fyrir að til að draga úr því verði bindiskylda Seðlabanka hækkuð, en hún er nu 28% og mun ýmsum þykja nóg, eða þá að Seðlabankinn grípi til þess að neita um yfirdrátt- arheimildir. Rætt hefur verið um að vextir afurðalána verði lækkaðir og heyrst hefur að afurðalán iðnað- arins verði hækkuð. Samkvæmt lögum áttu almennir vextir að hækka nú 1. sept. en útlit er fyrir að þeirri hækkun verði frestað. Hafrannsóknaskipið Hafþór kom inn til Reykjavíkur í gærkvöldi úr tveggja daga reynslu- för og reyndist allt vera í bezta lagi um borð. Sem kunnugt er hefur orðið mikill dráttur á því að skipið kæmist til rann- sóknarstarfa vegna sí- felldra bilana í spili þess. Tókst ekki að ráða þar bót á þrátt fyrir ítrekaðar við- gerðir allt þar til nú. Er kostnaðurinn vegna skips- ins orðinn geysilegur. Skipið mun væntanlega halda til kolmunnarann- sókna einhvern næstu daga. Miðfjarðará: 276 laxar á tveimur dögum Staðarbakka. Miðfirði. 13. áapist. ALLS hafa borizt á land 276 laxar í Miðfjarðará á síðustu tveimur dögum á tíu stengur. Ekki er leyfilegt að taka fleiri en 15 laxa á stöng á dag, þannig að nokkrir þurftu að hætta veiðum áður en dagur var á enda. Frá því að vertíðin hófst hér 11. júní sl. hafa alls borizt á land 1356 laxar, sem er yfir meðallagi. — Benedikt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.