Morgunblaðið - 14.08.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980
Fengu 20 sekúndulítra
af 90 stiga heitu vatni
við borun á Laugalandi
Hitaveita á Hellu?
GÓÐUR áranKur hefur náðst við
borun eftir heitu vatni við Lauga-
land í Holtum. Að sögn ísleifs
Jónssonar hjá Jarðborunum ríkis-
ins kom borinn i byrjun vikunnar
niður á heitavatnsaeð. sem gefur 12
litra á sekúndu af sjálfrennandi
vatni ok með loftdælinffu koma úr
holunni um 20 litrar. Er vatnið yfir
90 gráðu heitt og sagði ísleifur að
þetta væri mjoK góður árangur og
ætti að skapa móguleika á að leggja
hitaveitu til Hellu, en þangað eru
um 10 kilómetrar frá Laugalandi.
Einnig er hugsanlegt að leggja
hitaveitu á þá sveitabæi, sem eru i
nágrenni lagnarinnar. Meira vatn
þarf hins vegar til að unnt sé að
leggja hitaveitu til Ilvolsvallar.
Á Laugalandi er skóli, sundlaug og
samkomuhús og reka þrír hreppar
Kristián Ragnarsson um kvótaskiptinguna:
Meiri hagkvæmni
við veiðar en þrengt
að aflakóngunum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipta
þeim 658 þúsund tonnum af loðnu,
scm leyft hefur verið að veiða i
haust og næsta vetur á milli þeirra
52 skipa, sem stunda munu veið-
arnar. Er þetta i fyrsta skipti. sem
svo miklu magni er deilt niður á
veiðiskipin. en i vor var gerð
tilraun með kvótaskiptingu á
loðnuskipin við veiðar á loðnu til
frystingar og hrognaloðnu i lok
vertíðar. Þetta fyrirkomulag er
tekið upp samkvæmt ósk Lands-
sambands íslenzkra útvegsmanna
og ræddi Mbl. við Kristjánn Ragn-
arsson um þetta mál í gær.
— Á fundum með útgerðar-
mönnum loðnuveiðiskipa var sam-
þykkt með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða að hafa þetta fyrirkomulag
á, sagði Kristján. — Ástæðan fyrir
þessu er sú, að menn telja að með
þessu fyrirkomulagi á veiðunum
geti menn komið meiri sparnaði og
hagkvæmni við í rekstrinum. Ekki
verði um það kapp að ræða, sem oft
hefur verið á milli einstakra skipa,
menn verði ekki að veiðum í eins
vondum veðrum og ekki þurfi að
leggja eins mikla áherzlu á siglinga-
hraða og áður.
— Annmarkinn sem fylgir þessu
og er mikill að mínum dómi, er sá að
með þessari aðferð er mjög þrengt
að þeim, sem fram úr hafa skarað.
Þeir njóta þess ekki, sem þeir hafa
aflað umfram meðaltal undanfarin
ár, en nú er aðeins skipsstærðin
tekin til greina að hálfu leyti.
— Þetta er hins vegar athyglis-
verð tilraun og fróðlegt verður að
sjá hver reynslan verður af þessu.
Hins vegar gerum við okkur vonir
um, að leyft verði að veiða meira en
658 þúsund tonn þegar stofnstærð-
armælingar liggja fyrir í haust. Þá
yrði skammtur á skip aukinn eftir
sömu hlutföllum, sagði Kristján.
Hann var að lokum spurður hvort
það væri í augsýn að sambærileg
skipting yrði tekin upp við þorsk-
veiðar.
— Því er ekki að leyna, að um
kvótaskiptingu á þorskveiðum hefur
lengi verið talað og margir telja
hana heppilega. Fyrir því hefur þó
ekki verið meirihluti og margir talið
það fyrirkomulag of neikvætt fyrir
sóknina. Menn hafa því ekki viljað
leggja út á þá braut, en hvað
reynslan kennir mönnum af þessum
veiðiskap læt ég ósagt, sagði Krist-
ján Ragnarsson.
skólann en það eru Holtahreppur,
Ásahreppur og Landmannahreppur.
Þessir þrír hreppar standa einnig að
boruninni nú. Fram að þessu hefur
verið til staðar á Laugalandi 40 stiga
heitt vatn, sem komið hefur úr
gamalli borholu á staðnum en það
hefur ekki dugað til að hita upp öll
húsin á Laugalandi.
Borun á Laugalandi er nú að ljúka
og er verið að ganga frá holunni en
óvíst er enn hvort hún verði fóðruð
nú eða síðar, þar sem óþarft á að
vera að dæla úr holunni meðan
vatnið er aðeins notað á Laugalandi.
Kost.naður við holuna nemur nú að
sögn ísleifs milli 50 og 60 milljónum
króna en með fóðrun verður kostnað-
urinn milli 70 og 80 milljónir.
Jón Þorgilsson, sveitarstjóri á
Hellu sagði, að þessi góði árangur af
boruninni á Laugalandi væri vissu-
lega ánægjuleg tíðindi fyrir Hellu-
búa. Sveitarfélagið á Hellu stæði
hins vegar ekki að boruninni á
Laugalandi og því hefði verið óskað
eftir viðræðum við hreppanna þrjá,
sem að boruninni standa. „Við hugs-
um gott til þess að fá hitaveitu frá
Laugalandi, enda hefur verið gert ráð
fyrir því ef nægjanlegt vatn kæmi
upp á Laugalandi. Einnig hefur verið
gerð kostnaðaráætlun um hitavatns-
lögn frá Laugalandi að Hellu og hún
sýndi að það væri jákvætt að leggja
þessa lögn miðað við olíuverðið,"
sagði Jón.
Frá upphafi ráðstefnu dularsálarfræðinga í Hátíðasal H.í. í
gærmorgun, en þar þinga nú um 100 visindamenn frá mörgum
löndum og bera saman bækur sínar um rannsóknir á dulrænum
fyrirbærum. Fjarhrif voru eitt fyrsta málið á dagskrá og hér er
Marilyn Schlitz frá Bandaríkjunum i ræðustól.
Alþjóðleg ráðstefna
dulsálfræðinga
sett í Reykjavík
ÞING alþjóðasamtaka visinda-
manna. sem fást við rannsóknir
á dulrænum efnum. „Para-
psychological Association“, var
sett i Hátiðasal Háskóla íslands
í gærmorgun. Guðmundur
Magnússon, rektor. setti ráð-
stefnuna og einnig tók til máls
ólafur Ragnar Grímsson, próf-
essor og minntist m.a. forgöngu-
manna um rannsóknir á dul-
rænum fyrirbærum hér á landi.
s.s. Haraldar Níelssonar.
Þátttakendur á ráðstefnunni
eru um 100 talsins, frá ýmsum
þjóðum. Undirbúning hér á landi
hefur dr. Erlendur Haraldsson
annast, en dr. Erlendur er eini
íslenski meðlimur Alþjóða sam-
taka dulsálarfræðinga. Honum
til aðstoðar við undirbúning
voru Arnór Hannibalsson og dr.
Þór Jakobsson. Þingið stendur
til laugardags og er aðgangur
öllum heimill.
DROTTNINGAR
ROKK
Loksins, loksins, er nýja
QUEEN platan komin út.
Óhætt er aö fullyrða aö þeim
félögum hafi aldrei tekist
jafnvel upp en einmitt nú.
Nokkur lög af þessari frá- j
bæru plötu hafa nú þegar
náö miklum vinsældum og
má þar nefna Play The
Game, Save Me og Crazy
Little Thing Called Love
sem án efa er eitt vinsæl-
asta rokklag allra tíma.
Ef þú vilt fá þér virkilega
vandaöa og skemmti-
lega rokkplötu ætti val-
iö ekki aö vera erfitt.
Qt/EEAf
*ajue
AKiLVSIM.A-
SÍMINN KH:
The Game, kvínandi góö plata meö QUEEN.
Fæst í hljómplötuverslun-
um um land allt.
FALKIN N
Suðurlandsbraut 8 — Sími 84670.
Laugavegi 24 — Sími 18670.
Austurveri — Sími 33360.