Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 10

Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 HRAUNBÆR 3ja herb. íbúð á 3. hæð ca. 86 fm. VESTURVALLAGATA 3ja herb. jarðhæð ca. 75 fm. EINSTAKLINGSÍBÚÐIR við Efstaland og Gautland í Fossvogi. BERGÞÓRUGATA Hæð og ris, 2x65 fm. Kjallara- íbúð í sama húsi ca. 60 fm. FORNHAGI Mjög góö 3ja herb. íbúö ca. 86 fm. VESTURBERG 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Sér þvottahús í íbúðinni. FURUGRUND KÓP. 3ja herb. íbúö ca. 105 fm. Aukaherbergi í kjallara fylgir. Verð 38 millj. MIÐVANGUR HAFN. 3ja herb. íbúð, þvottaherb. í íbúöinni. PARHÚS KÓP. Parhús á tveimur hæöum, 14 fm. 55 fm. bílskúr fylgir. Nánari uþþl. á skrifstofunni. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Ný 4ra herb. íbúð. Stórar suð- ursvalir, 3 svefnherb. Afhent fljótlega tilb. undir tréverk og málningu. 2ja—3ja herb. íbúð getur gengið upp í kaupverð. VÍOIMELUR 2ja herb. íbúö á 2. hæð, 65 fm. Verð 26,5 millj. GARÐABÆR Fokhelt einbýlishús, 144 fm. Bílskúr 50 fm. fylgir. Teikningar á skrifstofunni. AUSTURBERG 4ra herb. íbúö, 3 svefnherbergi, ca. 100 fm. Bílskúr fylgir. RAÐHUS SELTJ. Fokhelt raöhús, ca. 200 fm. á tveimur hæöum. Pípulagnir og ofnar komnir. Glerjaö. Skipti á 4ra—5 herb. íbúö koma til greina. VANTAR sérhæð ca. 150 fm. Parhús eða hæð auk riss. Útborgun 70—80 millj. Pétur Gunnlaugsson, lögfr Laugavegi 24, símar 28370 og 28040. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU usaval FLÓKAGÖTU1 SÍMI24647 Ljósheimar 2ja herb. rúmgóð íbúð á 1. hæð. Svalir, bein sala. 2ja herb. íbúöir við Krummahóla, Leifs- götu, Laugarnesveg, Efstasund og Hverfisgötu. í Vesturbænum 4ra herb. íbúð á 2. hæð í steinhúsi. Bein sala. Iðnaðarhúsnæði til sölu á jarðhæð viö Súðarvog. 245 fm. bílastæöi. Atvinnuhúsnæði Til sölu á jarðhæð við miðbæ- inn 360 fm. Hentar vel fyrir verslun, lager, iðnað, trésmíða- verkstæði og fleira. Sérhæð óskast Þarf að útvega fjársterkum kaupanda sérhæö sem næst miöbænum í Reykjavik. Helgi Ólafsson, löggiltur fasteignasali. Kvöldsími 21155. AAAAAAAAAAAAAAAAAA A a 26933 Skúlagata 2 hb. 60 fm. íb. á 1. hæö. Baldursgata nýstandsett. Sér inng. Álfheimar vönduð íb. Mosfellssveit utan. Melgerði Kóp. vönduð íb. Laus fljótt. Hraunbær 3 hb. 85 fm. ib. á 2. hæð. Laus. Mávahlíö 4—5 hb. 110 fm. A suöursv. góð eign. Hraunbær 5 hb. 120 fm. íb. á 3. hæð. & herb. í kj. Bílskúr. Mosfellssveit * Rjupufell Kópavogsbraut samt. um 230 fm. Mosfellssveit * A A A & & A A A A A 2 hb. 65 fm. ib. á jarðhæð & 3 hb. 85 fm. íb. á 1. hæö mjög 3 hb. ib. á 1. hæð í tvíbýli. & Bílskúr. Afh. fokh. tilb. að A A A A A ^ 3ja herb. 85 fm. íb. á 3. hæð § A rishæð aJ A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A Aj A A A A Efri hæð í tvíbýli um 150 fm. $ g, Bílskúr. Afh. fokh. tilb. að ^ A utan. Getur verið 1 eöa 2 íb. A A A A Jj? Falleg íbúö. $ Sundlaugarv. § Sérhæð um 115 fm. auk A A A A Raðhús á einni hæð um 130 A $ fm. Bein sala eða sk. á 3—4 * hb. íb. § Grettisgata | g Einbýli úr timbri, 2 hæðir og * A ris um 60 fm. aö gr.fleti. Gott A A hús. A A Einbýli, hæð og ris og kj. A ^ Fokh. einbýli um 150 fm. auk g A bílskúrs. A | SSmarlfaðurinn | A Autturstræti 6 Slmi 26933 Knútur Bruun hrl. A AAAAAAAAAAAAAAAAAA Kópavogur Til sölu viö Furugrund íbúö á 2. hæð í raðhúsablokk, 3 herb. auk herbergis í kjallara. Útb. 28—30 millj. Upplýsingar gefur. Guðni Guðnason hdl. Laugavegi 29, sími 27230. Sigfús Halldórsson við flytíilinn á sýnintru sinni. í baksýn sér i eina Reykjavikurmynd og hina kunnu mynd af Vilhjálmi írá Skálholti. Sýning Sigfúsar Halldórssonar Mvndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Þótt SÍRfús Halldórsson hafi öðru fremur unnið sér nafn í vitund þjóðarinnar sem tóna- smiður er hann svo sem margur veit leikmyndasmiður að mennt og vel skólaður í því fagi. Vafalítið spila margir þættir inn í það að leikmyndagerð varð ekki lífsstarf hans nema að hluta til en þó gæti maður ímyndað sér að hér vegi þungt, að það var svo margt annað er tók huga hans fanginn m.a. tónsmíðar, listmál- un og jafnvel það eitt að vera skemmtilegur maður. Hið síð- astnefnda er fágætur eðliskostur í landi þar sem menn gætu haft það á tilfinningunni að ef endur- holdgunarkenningin sé rétt, þá ætti trúlega stór hluti þjóðar- innar að endurfæðast sem þerri- pappír ... — Þetta er allt svo eðlilegt og græskulaust hjá Sigfúsi, og mér hefur stundum dottið í hug að slíkir ættu að vera á fullum launum hjá þjóðinni fyrir að veita birtu og yl inn í grámósku hvunndagsins og vera opinskáir og einlægir innan um fólk er hefur það alltof margt sem fyrsta boðorð að fela tilfinningar sínar, — eða að tjá andhverfu þeirra á grómkenndan hátt. En burt með allar heimspeki- legar vangaveltur þótt í fullu gildi séu, því að hér skal öðru fremur vikið að myndverkasýn- ingu Sigfúsar Halldórssonar er keyrir fyrir fullu að Kjarvals- stöðum fram til næsta sunnu- dagskvölds 17. júlí. Sem svo oft áður sækir myndasmiðurinn Sigfús Halldórsson föng sín í eldri hús borgarinnar öðru frem- ur ásamt hlutveruleikanum allt um kring. Og Sigfús gerir þetta á sinn sérstaka hátt, gengur hægt og rólega og af einlægni og upplifunarhita að hverju ein- stöku myndefni. Á þann hátt nær hann því sem mest er um vert, þ.e. sál gömlu húsanna og slíkar myndir eru sannari óað- finnanlegum, stílfærðum teikni- rissum snillinganna. Verðmæt skjalfesting andrúmsins er um- lykur þessi gömlu grónu hús og gerð af manni er þekkir þetta allt og elskar. Það er líkast því sem Sigfús sé að mála unnustu sína, ástkonu og gamalgróið en kært viðhald er hann mundar pentskúfinn og breiðir úr vatns- litnum um myndflötinn. Slík er tilfinning hans og nærfærni, og það er vel á minnst í vatnslitn- um sem Sigfús hefur fundið sig og hér er hann ótvírætt leiknast- ur í myndgerð sinni. Mér þykir Sigfúsi hafa farið mikið fram í meðhöndlun vatnslitarins hin síðari ár, litirnir eru dýpri og safaríkari og ná betur þeirri fyllingu er einkennir litablæ- brigði eldri húsa. Ég nefni sem dæmi myndir svo sem „Austur- stræti" (17), „Hótel Vík“ (26), „Við Óðinsgötu" (34), myndir nr. 53, 56 og 60 úr Grjótaþorpi svo og „Séð af Lækjargötu" (79). Allt eru þetta ágætar myndir sem vöktu sérstaka athygli mína og sitja fastast í mér eftir margar yfirferðir. í heild sóma myndir Sigfúsar sér vel í Kjarvalssal og mikil bót er að hinum ljósu flekum, sem auka á fjölbreytnina og laða fram sérstaka þætti mynda, sem hinum þunga einhæfa striga hættir til að kæfa. Það er óþarft að hvetja fólk til að fjölmenna á þessa sýningu því að straumurinn liggur þangað, ekki síst á þeim tíma er lista- maðurinn sest við flygilinn, spil- ar syngur og trallar svo sem honum er einum lagið á landi hér. Sjálfstæðisfélag Fljóts- dalshéraðs tuttugu ára SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Fljótsdalshéraðs hélt nýlega upp á 20 ára afmæli sitt og fór afmælishátiðin fram á Hallormsstað. Margt gesta var á hátíðinni. en sérstakir boðsgestir voru Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins og frú, Egill Jónsson alþingismaður frá Seljavöllum og frú, séra Marinó Kristinsson og frú og Páll Kristjánsson fyrrverandi skattstjóri Austurlands og frú. Á afmælishátíðinni voru fluttar nokkrar ræður og má þar nefna ræður Geirs Hallgrímssonar, Eg- ils Jónssonar og Páls Halldórsson- ar. Hátíðarræðu kvöldsins flutti hins vegar Helgi Gíslason frá Helgafelli, fyrsti formaður félags-' ins. Stjórn Sjálfstæðisfélags Fljóts- dalshéraðs heiðraði þau hjónin Gróu Björnsdóttur og Helga Gíslason frá Helgafelli með því að gera þau að heiðursfélögum, fyrir vel unnin störf í þágu Sjálfstæðis- félagsins. Veislustjóri var Þráinn Jónsson frá Hlöðum og að loknum ræðum skemmtu menn sér við dans við undirleik Árna Isleifs- sonar. Félaginu bárust margar árnað- aróskir á afmælinu en í stjórn félagsins eru Kristbjörg Sigur- björnsdóttir, formaður, Vigfús V. Þormar ritari og Magnús Þórðar- son gjaldkeri. Varaformaður er Þráinn Jóns- son og meðstjórnandi Rúnar Páls- son. Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir sagði í viðtali við Mbl., að á þessum tímamótum stæði ýmis- legt til að gera hjá félaginu, þótt hún teldi mikilvægast að allir legðust á eitt að standa sem bestan vörð um einstaklingsfrelsið og ekki síst um Sjálfstæðisflokk- inn sjálfan og Sjálfstæðisstefn- una.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.