Morgunblaðið - 14.08.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 1 1
„Mér fínnst möguleikamir á að efla sam-
skipti Indverja og íslendinga ótæmandi.“
Eins og frá var sagt í
biaðinu á dögunum hafa
Indverjar i huga að festa
kaup á togara frá íslandi og
má eigna frumkvæði að því
aðalræðismanni íslands i
Nýju Delhi, Sashi B. Saran.
sem var staddur hér í sl. viku
og átti þá tal við f jöida manns
um það hvernig efla mætti
samskipti íslendinga og Ind-
verja, sem honum finnst allt-
of takmörkuð. Mbl átti sam-
tal við Saran dagstund og
hann sagði að hann liti svo á
að sér fyndust möguleikarnir
óteljandi á þeim sviðum, sem
íslendingar og Indverjar
gætu nálgast hvorir aðra.
— Ég hef veitt því athygli að
ykkur finnst fjarlægðin milli
landa okkar mikii, sagði Saran. —
En það er kannski vegna þess hve
lítil samskiptin hafa verið. Mér er
kunnugt um að þið verzlið við lönd
fjarlægari Indlandi, svo að það
sem við þurfum að gera er að
draga Indland inn í myndina. Mér
skilst líka að þið kaupið hráefni til
álverksmiðjunnar alla leið frá
Ástralíu. Á Indlandi geta íslend-
ingar fengið þetta hráefni og síðan
væru Indverjar reiðubúnir að
kaupa álið fullunnið. Og það er
styttra til Indlands en Ástralíu,
svo að því ekki að athuga það. Við
eigum einnig við það að etja að
bátar okkar eru fáir og smáir og
veiða einkum við strendur lands-
ins. Ef við gætum fengið íslenzka
togara, gjarnan notaða, til Ind-
lands og síðan áhöfn með þeim í
fyrstu til að kenna Indverjum að
veiða dýpra úti, jafnvel í monsún-
vindunum, væri miklum og góðum
áfanga náð. íslenzkir sjómenn
veiða í vondum veðrum, svo að ég
er viss um að þeir myndu ekki víla
fyrir sér að fara út á þessum
ágætu skipum langtum lengra út
og jafnvel meðan monsúnvindarn-
Frá fréttaritara Mbl.
SiglufirAi. 11. ágúnt
VINNA hefst á ný í frystihúsun-
um í fyrramálið og hefur heyrst,
að þá sé von á togaranum Sólbak
frá Akureyri með fisk. Sigurey var
inni um helgina með 190 tonn og
hélt til Englands með aflann.
Stálvík kom inn í gærmorgun með
160—170 tonn, sem veiddist á 80
klukkutimum og hélt hún einnig
Spjallað við
S.B Saran, ræðis-
mann Islands
í Nýju Delhi
ir blása. Ég hef sömuleiðis mikinn
áhuga á að Indverjar og Islend-
ingar kynnist meira á menning-
arsviðinu. Ég hef átt tal við ýmsa
aðila hér, t.d. varðandi það að fá
bæði íslenzkar landkynningar
myndir til sýningar á Indlandi og
einnig einhverjar af þessum nýju
islenzku myndum, sem þið hafið
verið að framleiða og ég hef
sömuleiðis komið á framfæri við
indverska sjónvarpið íslenzkri
landkynningarmynd, sem hefur
þegar verið sýnd nokkrum sinnum
og vakið áhuga og forvitni. Mig
langar líka til að þið sýnið hér
indverskar myndir, gerðar af
Indverjum, en ekki bara erlendar
heimildarmyndir, sem sýna
kannski aðra hlið á indversku
samfélagi en þá sem aðeins útlend
augu sjá þegar þau horfa á okkur.
Ég vonast til að geta beitt mér
fyrir því að hópur indverskra
listamanna komi hingað á næstu
Listahátíð og enn eitt vil ég nefna
sem við gætum haft samvinnu um
og það er á sviði taflmennsku.
ísland var mjög í sviðsljósinu í
Indlandi þegar einvígi Spasskys
og Fischers var hér um árið, því að
Indverjar eru mjög áhugasamir
um skák eins og þið. Við eigum
ágæta skákmenn og því held ég
það gæti verið mjög skemmtilegt
ef skákmenn okkar gætu skipzt á
heimsóknum.
— Satt bezt að segja, heldur
Saran áfram — finnst mér mögu-
leikarnir ótæmandi. Margir segja
að ég sé draumóramaður, þetta
verði ekki allt framkvæmt. En
hver maður verður að eiga sína
drauma og hugsjónir. Ali ég með
mér tíu drauma vonast ég til þess
af stað til Englands í gærköldi. |
Gullbergið frá Vestmannaeyjum
var hér í morgun og var búið að fá
100 tonn á fjórum dögum. Gott
færafiskerí er um þessar mundir.
Goðafoss er staddur hér og er að
taka freðfisk á Rússlandsmarkað.
Þá má geta þess, að skipstjórinn á
Gullberginu sagði, að geysimikið
væri af loðnu á Skagagrunninu og
Skagafjarðardýpi. — mj
S.B. Saran.
að að minnsta kosti einn þeirra
rætist
— Ég hef margsinnis komið til
íslands, segir hann aðspurður, og
mér finnst ísland vera næst mér
allra landa að Indlandi frátöldu.
Ég kynntist íslendingum þegar ég
var við nám í Bandaríkjunum
fyrir röskum þrjátíu árum og kom
hingað fyrst fyrir tuttugu og fimm
árum. Hér hef ég eignast mjög
góða vini og til að byrja með kom
ég hingað í þeim megintilgangi að
heimsækja þá. Síðan fór ég eitt
sinn að hitta Pétur Thorsteinsson
sendiherra þegar ég vissi hann var
í Delhi og lyktir urðu þær að hann
bað mig að verða ræðismaður
fyrir ísland og ég þá það með
þökkum og lít á það sem mikinn
heiður.
— Mér finnst Indverjar og ís-
lendingar eiga fjarska margt sam-
eiginlegt, þótt ekki sé hægt að
alhæfá um 800 milljón manna
þjóð eins og Indverja. En í eðli
sínu eru Indverjar friðelskandi
þótt það kunni kannski stundum
að horfa við öðruvísi fyrir útlend-
ingum. En vegna trúarinnar
kannski fyrst og fremst eru Ind-
verjar í hugarjafnvægi — eða
vilja helzt vera það.
Aðspurður um málefni kvenna á
Indlandi sem iðulega eru í sviðs-
ljósinu, sagði Saran að það væri
vissulega opinbert leyndarmál að
ungar eiginkonur væru brenndar
til bana af tengdafólki sinu. Þetta
viðgengist ekki sízt í Nýju Delhi
og minna úti á landsbyggðinni.
Hann sagði að barizt væri gegn
Texti: JÓHANNA
KRISTJÓNSDÓTTIR
þessu af stjórnvöldum og eins
væri með lögum bannað að krefj-
ast heimanmundar með stúlkum,
þótt það væri líka vitað að það
væri iðkað. Hann sagði það tæki
langan tíma að uppræta þetta, svo
fast sem það væri orðið í fólki. En
í heild ættu stúlkur að hafa sama
rétt bæði til náms og starfa og
drengir. Skólaskylda er ekki lög-
boðin, en hins vegar eru bæði
kynin jafnrétthá. — Konur láta æ
meira að sér kveða á Indlandi,
sagði hann. — Við erum kannski
íhaldssamir hvað það snertir, að
okkur þykir það miklu skipta að
konan sinni heimili sínu og börn-
um sínum af alúð og kostgæfni.
En það hefur líka orðið hjá okkur
sama þróun og annars staðar, að
konur leita út á atvinnumarkað-
inn og gerast æ umsvifameiri á
ýmsum sviðum þjóðlífsins. Ég vil
ekki meina að við Indverjar — þá
á ég við karlmennina — vanvirð-
um konur. Við höfum sams konar
málvenju og þið: við köllum kon-
una betri helming karlmannsins.
Án konu er karlmaðurinn bara
hálfur og ég fæ ekki annað séð en
þetta bendi til að við virðum okkar
konur.
Aðspurður um stjórnmála-
ástandið á Indlandi og þær getgát-
ur að eldri sonur Indiru Gandhi,
Rajiv Gandhi, hefji þátttöku í
stjórnmálum að látnum yngri
bróður sínum sagði Saran: — Það
er meiri festa í indversku stjórn-
málalífi en var. Þó verður að hafa
í huga að Indira Gandhi vann
vitanlega sigur sinn fyrst og
fremst vegna óstjórnar og óein-
ingar Janataflokksins sem nánast
splundraðist í frumeindir sínar.
En hins vegar eru enn auð nokkur
mikilvæg ráðherraembætti og við
vitum ekki hvað Indira hyggst
fyrir. Hún er að bíða átekta. Við
þekkjum þann eiginleika hennar.
Svo þegar hún tekur ákvörðun
verður henni ekki hnikað. Það er
ekki vafi á því að indversk alþýða
bindur miklar vonir við endur-
komu Indiru Gandhi og treystir
henni bezt til að leiða mál til lykta
ekki sízt eftir þá reynslu sem
fékkst af svokallaðri stjórn Jan-
atabandalagsins. En hvað Rajiv
son hennar snertir er hann óráðin
gáta. Hann hefur verið flugmaður
hjá indverska innanlandsflugfé-
laginu, ákaflega hlédrægur maður
og hógvær. Kona hans Sonja er
ritstjóri vikurits sem var eitt af
fáum, sem studdi Indiru Gandhi
ötullega meðan hún var úti í
kuldanum. Það gæti vel verið að
hún yrði valin eða hún yrði
tilleiðanlegri, öllu heldur. Þó er
ómögulegt að spá í það. Indverjar
virðast hafa ákveðna þörf fyrir að
vald gangi að einhverju leyti í
erfðir. Þó væri ekki rétt að segja
að Indira Gandhi hafi orðið for-
sætisráðherra af því að hún var
dóttir Nehrus — enda var Shastri
forsætisráðherra í millitíðinni —
kannski varð hún forsætisráð-
herra þrátt fyrir að hún var dóttir
Nehrus, þótt það gæfi henni visst
forskot og traust þjóðarinnar. Nú
að Sanjay Gandhi látnum hefur
myndast tómarúm, sem fólk vill
fylla. Hvort Raijv Gandhi eða
kona verða til þess þori ég nú ekki
að segja til um. Það verður fyrst
og fremst mál Indiru hvað hún
gerir. Og hvað sem Indira Gandhi
hefur verið gagnrýnd gegnum tíð-
ina þá hygg ég að hún sé ákaflega
heiðarlegur pólitíkus. Hún vill
vissulega vald — en hún vill beita
valdinu í hagsmunaskyni fyrir
þjóð sína.
Bíll
brennur
Bæjum, 9. áKÚst.
f GÆR viídi það óhapp til. er
Arnar Kristjánsson frá Ármúla
var á leið til fsaljarðar, að allt i
einu kviknar eldur í bil hans er
hann var að fara yfir svokallaða
Hestakleif milli Mjúafjarðar og
ísafjarðar. Skipti engum togum
að billinn varð á svipstundu
aielda, og brann upp til agna allt
það sem brunnið gat, en engin
slys urðu þar sem Arnar gat i
mesta skyndi snarað sér út úr
bilnum. Var hann þarna einn á
ferð í bil þessum, en brátt bar
þar að aðra híla, en engu hægt að
bjarga úr því sem komið var.
Bíllinn var nýlegur af Datsun
gerð, og mun hafa verið í kaskó-
tryggingu, en tjón hans er engu að
síður tilfinnanlegt. Bílhræið var
svo flutt til ísafjarðar í dag með
vörubíl, og er með öllu einskis
nýtt.
Grasspretta hér í Djúpi er mjög
misjöfn, víða hafa stórkalin tún og
þurrkar hamlað sprettu, einkum
norðan Djúpsins, þar sem fjalla-
skúrir duttu þó nokkrum sinnum
niður vestanmegin, en síðan um
verzlunarmannahelgina hefir ver-
ið óþurrkasamt, og lítið hægt að
aðhafast við heyskap. Á nokkrum
stöðum er þó nokkuð á veg kominn
heyskapur, sem notað gátu þurrk-
inn í júlí, en á þó nokkrum stöðum
beðið með slátt vegna lélegrar
sprettu.
Jens i Kaldalóni.
Frystihúsin taka
til starfa á ný
„IPEX“ 1980
Alþjóöleg prentvörusýning
11. september til 19. september.
PHOTOKINA ’80
Alþjóðleg Ijósmynda-
vörusýning, 12. september
til 18. september.
KAUPMANNA
HÖFN
Scandinavia Fashion Week
í Bella Center 11. sept. til
14. sept.
Ferðamiðstöðin hf. seljum farseðla um allan
Aðalstræti 9 — Símar 11255 - 12940 HEIM Á HAGSTÆÐASTA VERÐI