Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 13 Loðnuskipin mega veiða frá 9.900 til 20.100 tonn til loka vetrarvertíðar 1981 7 ára, en 107 þús. kr. ef það er yngra. Svipaða sögu er að segja miðað við 4 millj. kr. brúttótekjur hjá þessum aðila. Honum hafa t.d. sparast 98 þús. kr. í sköttum af þessari útrás okkar þingmanna Alþýðuflokksins, ef barnið er yngra en 7 ára, en 33 þús. kr. ella. Þannig að með þessu náðist svolít- ill árangur, þó skattarnir séu engu að síður mun hærri en við Alþýðu- flokksmenn vildum. Eins og þú sérð af þessum dæmum, þá skiptir það greinilega máli upp á skattinn, hvort börn eru eldri eða yngri en 7 ára. Ef þú hefðir nú beðið svolítið lengur með að eignast seinasta barn þitt, þá hefðir þú haft um 50 þús. kr. út úr því. En það var varla von að þér dytti það í hug þá, að þessi regla yrði tekin upp en það kann að valda þér nokkrum eftirþanka. Þótt engin endurbót hafi hafzt fram fyrir þína hönd, trúi ég að þú takir undir það með mér, að ýmsa þá, sem lægri tekjur hafa, geti munað dálítið um þann takmark- aða árangur, sem þarna náðist fyrir þeirra hönd, þrátt fyrir hrokafull fyrstu viðbrögð hjá fjár- málaráðherra. Svo langar mig til að beina því til þín, af því að ég veit að þú nýtur áhrifa í Félagi einstæðra foreldra, að þú beitir þér fyrir því, að sá félagsskapur fylgist vel með skattamálum. Það er nefnilega svo, að skattaálögur á einstæðum foreldrum með eitt barn og t.d. 3—4 milljónir króna í árstekjur hafa hækkað, og sama gildir reyndar ef börnin eru tvö og eru bæði eldri en „7 ára“, svo dæmi séu tekin. og iðnfræðslu, þar sem menntun eykur framleiðni vinnuafls og hver vinnustund, sem glatast verður dýrari en ella. Nokkur atriði valda þvi að arður samfélagsins er ekki alltaf sá sami og einstaklingsins og heilsugæzla þarf eðli sínu samkvæmt oft að vera félagsleg. Eyðing moskitó- flugunnar hefur víðtæk áhrif í þá átt að kveða niður mýrarköldu og almenn bólusetning er einnig nokkur vörn fyrir þá, sem ekki eru bólusettir. Engum dytti í hug að eignast eigið röntgentæki fyrir sjálfan sig frekar en stálbræðslu, auk þess eru markaðsöflin ekki nægilega virk á sviði heilsugæzlu vegna fáfræði almennings og þess að hann hegðar sér oft óskynsam- lega samanber óhollar neyzluvenj- ur í mat og drykk. Til skamms tíma beindist kostn- aður- og nytjagreining á sviði heilbrigðismála fyrst og fremst að því að kanna árangur þeirrar stefnu sem rekin hefur verið af yfirvöldum heilbrigðismála, frek- ar en til stefnumótunar á því sviði. Auðveldara hefur verið að breyta ýmsum framkvæmdaatriðum en stefnunni í heild. Þannig hafa aðgerðarrannsóknir og kostnaðar- og nytjagreining orðið víða til mikilla bóta við endurskipulagn- ingu sjúkraflutninga. A yfirstandandi ári er reiknað með, að til heilbrigðismála fari rösklega 100 milljarðar króna, bæði til fjárfestingar og reksturs kerfisins. Hundrað milljarðar eru um fimmhundruð þúsund á hvern íbúa landsins, unga sem gamla, heilbrigða sem sjúka. Þessi fjár- hæð getur ekki verið yfir gagnrýni hafin. Spurningin um hvað við fáum í staðinn hlýtur því að vakna. Er það lengri starfsævi, auknar lífslíkur eða almennt betra heilsufar? Við hljótum einnig að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort hægt væri að nýta hluta þessa fjármagns betur utan heil- brigðiskerfisins eða á annan hátt innan kerfisins. Ef til vill er svarið fólgið í því að æskilegt sé að stórauka fjárveitingar til heil- brigðismála. En þetta eru spurn- ingar, sem kostnaðar- og nytja- greining gæti hugsanlega hjálpað okkur við að svara. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um loðnuveið- ar á komandi haustvertið og vetrarvertíðinni 1981. Eins og fram hefur komið i fréttum er islenzku skipunum heimilt að veiða 658 þúsund lestir af loðnu á þessu timabili og hefur þvi magni verið skipt á milli þeirra 52 loðnuskipa, sem heimiid hafa til veiðanna. Skiptingin byggist algjörlega á tillögum Landssambands is- lenzkra útvegsmanna, en loðnu- vertið byriar 5. september næst- komandi. I fréttatilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram, að upp- haf vertíðarinnar er ákveðið i samráði við LÍÚ og Félag fiski- mjölsframleiðenda. Samkvæmt skiptingu afla á einstök skip fær Eldborgin, sem er burðarmesta skipið, leyfi til að veiða 20.100 tonn af loðnu, en minnsta skipið, Óskar Halldórs- son, má veiða 9.900 tonn af loðnu. í reglugerð ráðuneytisins segir m.a. að afli skip meira af loðnu en því er heimilt verði andvirði þess, sem umfram er, gert upptækt. I reglugerðinni kemur einnig fram, að ráðuneytið getur bannað loðnu- veiðar á ákveðnum svæðum og stöðvað þær alveg í tiltekinn tíma m.a.vegna verndunarsjónarmiða og til þess að stuðla að sem beztri hagnýtingu loðnunnar. Þá segir að ráðuneytið geti ákveðið hækkun eða lækkun á leyfilegu veiðimagni loðnuskip- anna komi til breytinga á leyfilegu heildarveiðimagni. Eins og fram hefur komið í fréttum verður stofnstærð loðnunnar mæld í haust af fiskifræðingum og þá gerðar endanlegar tillögur um hámarksafla á loðnu til vors 1981. Skipstjórar loðnuveiðiskipa verða eftir sem áður tilkynn- ingaskyldir við loðnunefnd. í reglugerð ráðuneytisins eru einnig ákvæði um veiðar á smáloðnu og fleira, en hér fer á eftir listi yfir þau skip, sem leyfi hafa til loðnuveiða og leyfilegan hámarks- afla hvers skips: Álbert GK 31 11.500 Arnarnes HF 52 11.300 Ársæll KE 17 10.100 Bergur VE 44 10.700 Bjarni Ólafsson AK 70 16.100 Börkur NK 122 16.100 Dagfari ÞH 70 10.800 Eldborg HF 13 20.100 Fífill GK 54 11.600 Gígja RE 340 12.600 Gísli Árni RE 375 11.600 Grindvíkingur GK 606 15.400 Guðmundur RE 29 14.300 Gullberg VE 292 11.500 Hafrún IS 400 11.800 Harpa RE 342 11.900 Hákon ÞH 250 13.100 Helga II RE 373 11.000 Helga Guðmundsd. BA 77 12.700 Hilmir SU 171 17.700 Hilmir II SU 177 11.200 Hrafn GK 12 12.000 Huginn VE 55 11.500 Húnaröst ÁR 150 11.800 ísleifur VE 63 10.000 Jón Finnsson RE 506 11.500 Jón Kjartansson SU 111 15.800 Júpiter RE 161 17.700 Kap II VE 4 12.200 Keflvíkingur KE 100 10.700 Ljósfari RE 102 11.200 Magnús NK 72 10.800 Náttfari RE 75 10.800 Óli Óskars RE 174 18.000 Óskar Halldórsson RE 157 9.900 Pétur Jónsson RE 14 13.100 Pétur Jónsson RE 69 12.200 Rauðsey AK 14 11.200 Seley SU 10 10.000 Sigurður RE 4 18.500 Sigurfari AK 95 13.800 Skarðsvík SH 205 11.500 Skírnir AK 16 10.200 Stapavík SI 4 10.900 Súlan EA 300 13.200 Svanur RE 45 12.200 Sæberg SU 9 11.400 Sæbjörg VE 56 11.600 Víkingur AK 100 17.900 Þórður Jónasson EA 350 10.600 Þórshamar GK 75 11.400 Örn KE 13 11.300 Þakkir frá Skúla Skúlasyni SKÚLA Skúlasyni ritstjóra barst mikill fjöldi kveðja á niræðisafmælinu 27. júli s.l. — Hefir hann beðið blaðið fyrir eftirfarandi þakkarorð: „Ég þakka öilum sem giöddu mig með góðum kveðj- um á niutiu ára afmæli minu. Skúli Skúlason.“ hefst á morgun verð aaav Til dæmis: Skyrtur frá kr. 2.900- Buxur frá kr. 6.900- Háskólabolir frá kr. 3.900.- Peysur frá kr. 6.900- Röndóttir bolir frá kr. 3.900- Stakir jakkar, kuldajakkar o.fl. o.fl. o.fl. ti&'' r U \ • Komið Einnig: !nn~ “C5 PlÖtur Kfc Plötur 'Wfe’ •00.- 4-.;íV l' »oo.- r x igt • r og fáið mikið fyrir lítið ífai Hljórndoild jaugavegi 37 og 89 Laugavegi 89

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.