Morgunblaðið - 14.08.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.08.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 Schmidt heimsækir Austur-Þýzkaland Bonn. 13. áxúst. AP. IIELMUT Schmidt kanziari, fyrsti vestræni leiðtoxinn sem hefur farið til Moskvu siðan Rússar réðust inn i Afghanistan, þáði formlega í das boð um að fara i heimsókn til Austur-Þýzkalands i þessum mánuði. Giistrow og Rostock á heimleið- inni. Talsmaður Bonn-stjórnarinnar sagði að Schmidt færi frá Ham- borg með lest 27. ágúst og mundi eiga tveggja daga viðræður við austur-þýzka kommúnistaleiðtog- ann Erich Honecker í veiðikofa við vatn norður af Austur-Berlín. Schmidt kemur við í borgunum Þetta verður fyrsta heimsókn vestur-þýzks kanzlara til Austur- Þýzkalands síðan 1970 og í ferð- inni fara fram fyrstu ítarlegu leiðtogaviðræður þýzku ríkjanna Nýtt bandalag í Suður-Afríku Montcvideo. 13. ájcúst. AP. ELLEFU ríki hafa lagt niður Fríverzlunarsamtok Rómönsku-Amer- iku eftir 20 ára tilraunir til að líkja eftir Efnahagsbandalagi Evrópu en hafa i þess stað sett á laggirnar ný samtök, einingarsamtök Rómönsku-Ameriku sem munu fylgjast með viðskiptasamningum milli landanna. Fulltrúar iandanna, 10 Suður- Amerikuríkja og Mexíkó, lýstu í orði kveðnu stuðningi við hug- myndina um sameiginlegan mark- að Rómönsku-Ameríku, en lögðu á hilluna kerfi, sem hefur verið notað til að semja um tollalækk- anir í viðskiptum landanna. Fríverzlunarsamtökin (LAFTA) voru stofnuð 1960 til að lækka tolla i áföngum og stækka markað landanna þannig að þeim yrði kleift að koma á fót sérhæfðum iðnfyrirtækjum, sem yrðu öllum heimshlutanum lyftistöng. Þetta kerfi bar árangur fyrst í stað þegar við völd voru lýðræðis- legar ríkisstjórnir, sem höfðu mikinn áhuga á því að efla samstarf sín á milli og vinna að því að löndin yrðu ekki eins háð voldugum iðnríkjum. Seinna reyndist ekki hægt að gera að veruleika það markmið að gera Rómönsku-Ameríku að frí- verzlunarsvæði 1972 vegna þess að Vörður við kjarnaofn handa Irak París, 13. ájcúst. AP. LÖGREGLUVÖRÐUR hef- ur verið efldur við fyrir- tæki, sem tekur þátt^ í smíði kjarnaofns fyrir ír- ak. vegna ofbeldishótana frá islömskum samtökum, sem nota vígorð róttækra írana. Starfsmenn fyrirtækisins CNIM segja, að öryggi hafi verið hert í kjölfar hótana við fyrirtækið og fjögur önnur fyrirtæki, sem taka þátt í smíði kjarnaofnsins frá samtökum er kalla sig Nefndina til varnar islömsku byltingunni. Óþekktir árásarmenn skemmdu hluta kjarnaofnsins í aðalstöðvum CNIM í apríl í fyrra þegar beðið var eftir að hægt væri að flytja hann til Bagdad. Starfsmenn CNIM segja, að vinnunni við smíði kjarnaofnsins sé lokið í Frakklandi og 10 tækni- menn fyrirtækisins séu komnir til íraks til að undirbúa lokaáfanga verksins. uppi voru ólíkar hugmyndir um efnahagsmál, togstreita kom upp milli iðnfyrirtækja í löndunum og mikill munur var á lífskjörum í löndunum. Þar við bættust póli- tískar breytingar, sem urðu til þess að herinn tók völdin i sex þeirra 12 landa, sem voru í samtökunum. frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar. Búizt hafði verið við að Schmidt færi í ferðina í febrúar sl., en heimsókninni var frestað i óákveðinn tíma að beiðni Austur- Þjóðverja vegna versnandi sam- búðar austurs og vesturs i kjölfar innrásar Rússa í Afghanistan. Talið er að Schmidt og Honeck- er muni ræða viðskiptamál, menn- ingarsamskipti og aukin tengsl milli fjölskyldna í Austur- og Vestur-Þýzkalandi. Með Schmidt í förinni vera Otto Lambsdorff efnahagsmálaráðherra og Egon Franke, yfirmaður ráðuneytis þess í Bonn sem fylgist með atburðum í Austur-Þýzkalandi. í viðræðunum er talið að Austur-Þjóðverjar muni einnig bera fram mótmæli gegn stuðn- ingi Schmidts við fyrirætlanir NATO um að koma fyrir meðal- drægum kjarnorkueldflaugum á vestur-þýzkri grund. Þetta var eitt helzta umræðuefni Schmidts og Leonid Brezhnevs í Moskvu í júní. Þá féll Brezhnev frá kröfu um að vesturveldin hættu við fyrirætlan- ir um staðsetningu meðaldrægra fluga áður en Rússar semdu um fækkun sovézkra flauga sem þegar hefur verið komið fyrir. OLGA ólga magnast i Suður-Afríku og óeirðir hafa færzt i aukana síðustu daga. Hér sýnir lögregluhundur verkfallsmanni tennurnar og urrar. Leiðtogi jaf naðarmanna í Suður-Kóreu segir af sér Seoul. 13. ájcúxt. AP. LEIÐTOGI flokks stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu, Kim Young- Sam, sem verið hefur í stofufangelsi síðan í mái, sagði af sér öllum stjórnmálalegum embættum sínum i dag. Hann sagðist ekki hafa staðið sig sem skyldi i þeirri stjórnmálabaráttu sem nú stendur yfir. Talsmaðurinn neitaði að gefa herlög gengu í gildi í landinu og nánari skýringar á þessari stuttu yfirlýsingu Kims og fréttamenn þóttust vissir um að hún hefði verið ritskoðuð af hernaðaryfir- völdum. Þessi 52 ára gamli leiðtogi Jafnaðarflokksins var settur í stofufangelsi 18. maí sl. eftir að miklar óeirðir höfðu geisað í Seoul gegn stjórninni. Engar skýringar voru gefnar í fyrstu á handtöku Kims, en nú hefur honum verið gefið að sök, að hafa látið einkahagsmuni ganga fyrir hagsmunum ríkisins. Kim var mikill andstæðingur Parks fv. forseta, og þótti einn af þrem líklegustu forsetaefnunum eftir morðið á Park. Herforingja- stjórnin í Suður-Kóreu hefur einnig tekið úr umferð hina fram- bjóðendurna tvo, þá Kim Jong-Pil, leiðtoga stuðningsflokks stjórnar- innar og andófsleiðtogann Kim Dae-Jung. Sá fyrrnefndi var tek- inn fastur vegna spillingar og sá síðarnefndi verður leiddur fyrir herrétt á morgun, sakaður um tilraun til að steypa stjórninni. Alvarleg viðvörun MoNkvu, 13. ágÚHt. AP. RÚSSAR afhentu i dag alvar- legustu viðvörunina til Banda- ríkjamanna vegna máls Walter Polovchak og kröfðust þess að yfirvöld í Chicago „leyfðu" drengnum og systur hans að fara aftur til Sovétríkjanna ásamt foreldrum sínum. Bandarísk yfir- völd voru sökuð um „ólöglegar, ómannúðlegar aðgerðir" gegn fjölskyldunni og tilraun til að stía henni í sundur. ERLENT Kennedy hrífur áheyr- endur með ræðu sinni New York 13. áicúnt. Frá Önnu Rjarna dóttur. fréttaritara Mbl. RÓMUÐ ræðusnilld Eldwards Kennedy sem brást honum i kosningabaráttunni kom hon- um loks að haldi á þriðjudags- kvöld — einu kvöldi of seint. Hann fékk hljóð á landsþingi Demókrata til að ræða efna- hagsstefnu flokksins sem hann og gerði en hann notaði einnig tækifærið til að þakka stuðn- ingsmönnum sínum um allt land aðstoð i kosningabarátt- unni. Kennedy dró framboð sitt til baka á mánudagskvöld. Stemmningin í Madison Squ- are Garden var gífurleg á meðan Kennedy talaði og lengi á eftir. Spjöld með nafni hans voru á lofti hvar sem litið var og eining ríkti í fyrsta sinn á þinginu. Kennedy sagði í upphafi ræðu sinnar, „hlutirnir fóru á annan veg en ég ætlaði," fulltrúar hans voru sama sinnis, margir táruð- ust undir ræðunni og ýmsir sögðu eftir á að þeir hefðu óskað þess að þetta hefði verið þakkar- ræða hans eftir forsetaútnefn- ingu flokksins. Lilian Carter hældi ræðunni á hvert reipi og sagði: „ég skil bara ekki af hverju hann tapaði". Jimmy Carter sonur hennar flytur þakkarræðu sína á fimmtudagskvöld en hann kom til New York í morgun. Kennedy lagði áherzlu á efna- hagsmál í kosningabaráttu sinni og gagnrýndi stefnu Carters harðlega. Stuðningsmenn þeirra náðu ekki samkomulagi um efna- hagsstefnu flokksins þegar stefnuskráin var samin. Kennedy talaði áður en þingið átti aðð greiða atkvæði um breytingatillögur hans við stefn- una. Ræðu hans var svo vel tekið að Cartersmenn sáu fram á ósigur og ekki varð úr atkvæðagreiðslu. Fundarstjori, Thomas O’Neill forseti fulltrúadeildar banda- ríska þingsins lagði tillögurnar fyrir þingið og það greiddi at- kvæði munnlega. Þaulæft eyra O’Neill heyrði að meirihluti fulltrúanna sem eru 3331 en alls voru 20000 manns í salnum samþykkti 3 af 4 breyt- ingatillögum Kennedys en hafn- aði einni þeirra. Barátta Kennedys leiddi til þess að flokkurinn boðar nú stefnu sem vill að ríkið noti 12 billjón dollara til að auka at- vinnu í landinu og á móti vaxtahækkunum og atvinnuleysi sem vopnum gegn verðbólgu. Þingið samþykkti ekki tillögu Kennedys um verð- og kaupstöðv- un. Carter verður áður en at- kvæði verða greidd um útnefn- ingu hans á miðvikudagskvöld að skýra frá atriðum sem hann fellir sig ekki við í stefnuskrá flokksins. Búizt er við að ný efnahags- stefna hans verði meðal þeirra. Kennedy skoraði á flokkinn að ganga sameinaður til sigurs. Hann óskaði Carter til hamingju með sigurinn en lýsti ekki yfir stuðningi við hann. Afstaða Carters til efna- hagsstefnunnar mun væntan- lega ráða miklu um stuðning Kennedys og hvort hann verður í hópi þeirra sem standa við hlið Carters í fundarstóli að lokinni þakkarræðu hans við lok þings- ins á fimmtudag. Carter sagði við komuna til New York á miðvikudagsmorgun að ræða Kennedys hefði verið í hópi hinna beztu sem hann hefur heyrt. Hann sagðist hafa hringt í Kennedy að henni lokinni og þakkað honum. Carter var fagnað mjög við komuna. Stuðnimgsmenn Kennedys voru víðs fjarri og Carter brosti sínu gleiða brosi en það virtist einlægara nú en oft upp á síðkastið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.