Morgunblaðið - 14.08.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980
19
Þetta geröist
14. ágúst
1979 — Átján farast í mesta slysi í
sögu kappsiglinga við Englands-
strendur.
1976 — Harðir bardagar kristinna
manna og múhameðstrúarmanna í
Beirút.
1975 — Forseti Bangladesh myrtur í
herbyltingu.
1974 — Grikkir draga her sinn út úr
NATO.
1973 — Bandaríkjamenn hætta loft-
árásum á Kambódiu.
1972 — 156 farast með a-þýzkri
farþegaflugvél í A-Berlín.
1969 — Brezkt herlið sent til
Londonderry til að skilja sundur
kaþólska og mótmælendur.
1968 — Rúmlega 1.000 farast í
flóðum á Indlandi.
1947 — Bandaríkin afskrifa skuld
Ítalíu að upphæð 1 milljarður doll-
ara.
1945 — Síðari heimsstyrjöldinni
lýkur með uppgjöf Japana — Rússar
gera friðarsamning við kínverska
þjóðernissinna og viðurkenna sjálf-
stæði Ytri-Mongólíu — Pétain
marskálkur dæmdur tii dauða í
Frakklandi.
1941 — Atlantshafsyfirlýsingin
kunngerð.
1920 — Litla bandalagið stofnað.
1811 — Paraguay lýsir yfir sjálf-
stæði.
1784 — Fyrsta rússneska nýlendan í
Alaska stofnuð á Kodiak-eyju.
1733 — Pólska erfðastríðið hefst
(Rússar og Austurríkismenn styðja
Ágúst III af Saxlandi, en Frakkar
Stanislaus Lesczcynski).
1598 — Jarlinn af Tyrone sigrar
Englendinga á írlandi.
1551 — Tyrkneskur her tekur Trip-
oli.
1385 — Orrustan um Aljubarrotta
(Portúgalar sigra Kastilíumenn og
tryggja sjálfstæði sitt).
Afmæli — John Galsworthy, brezk-
ur rithöfundur (1867—1933) — Rich-
ard von Krafft-Ebing, þýzkur læknir
(1840-1902).
Andlát — 1040 d. Duncan I Skota-
konungur (myrtur) — 1870 d. David
Farragut, sjóliðsforingi — 1951 d.
William Randolph Hearst, blaðaút-
gefandi.
Innlent — 1784 Biskupssetrið í
Skálholti hrynur í jarðskjálfta —
1237 d. Magnús bp Gizurarson —
1637 d. Þórður bp Þorláksson — 1769
f. Steingrímur bp Jónsson — 1833
Franska eftirlitsskipið „La Lilloise"
týnist við ísland — 1912 d. Ásg.
Ásgss. kpm — 1959 Kjördæmabreyt-
ingin endanlega samþykkt — 1902 f.
Einar Olgeirsson — 1895 f. Ólafur
Ólafsson kristniboði.
Orð dagsins — Hermennirnir vinna
venjulega orrusturnar og hershöfð-
ingjarnir fá svo heiðurinn — Napol-
eon Bonaparte, franskur hershöfð-
ingi (1769-1821).
Sím»mynd AP.
Ungfrú vinátta
Ungfrú ísland. Unnur Steinsson, íagnar þegar hún heyrir að hún
hafi verið kjörin ungfrú Vinátta i samkeppni um fegurðardrottn-
ingu ungu kynslóðarinnar sem fram fer í Manila á Filipseyjum. Á
þriðjudag vann hún til annarra verðlauna en þá var hún kjörin
ungfrú Stundvísi.
Sadat biður Begin
að slá af kröfunum
Kaíró, 13. áffúst. AP.
SADAT Egyptalandsforseti sagði
i fyrstu yfirlýsingunni siðan um-
ræðum um sjálfsstjórn Palestinu
var frestað, að ísraelsmenn hefðu
í raun gert að engu möguleikana
á að samkomulag næðist, með þvi
að gera tilkall til allrar Jerúsal-
emborgar og leyfa ísraels-
mönnum að nema land á her-
teknu svæðunum.
Hann sagði einnig að möguleik-
Blaðakona látin
laus í La Paz
La Paz, 13. ágúxt. AP.
NÝJA herforingjastjórnin i Bóliviu
hefur samþykkt að sleppa úr haldi
bandarisku blaðakonunni Mary
Helen Spooner, þar sem tveir brezk-
ir ritstjórar hörmuðu framkomu
hennar persónulega við stjórnina.
Ungfrú Spooner var handtekin 6.
ágúst og sökuð um að skrifa greinar
með „óhróðri" um hershöfðingjana,
sem tóku völdin í byltingu í síðasta
mánuði. Hún skrifaði fyrir brezku
blöðin Financial Times og Econom-
ist og blað í Kansas í Bandaríkjun-
um.
Ritstjórarnir J.D.F. Jones frá Fin-
ancial Times og Robert Harvey frá
Economist fóru til Bólivíu á sunnu-
daginn til að reyna að fá ungfrú
Spooner leysta úr haidi. Herfor-
ingjastjórnin undir forystu Luis
Garcia Meza hershöfðingja hafði
hótað að leiða hana fyrir rétt.
Luis Arce ofursti, innanríkisráð-
herra stjórnarinnar, sagði á blaða-
mannafundi, að ungfrú Spooner yrði
látin laus þegar í stað. Harvey las
yfirlýsingu, sem hann og Jones
höfðu undirritað, og þar var bent á
að greinarnar, sem hefðu þótt móðg-
andi, hefðu hvorki birzt í Financial
Times né Economist.
Andstæðingar herforingjastjórn-
arinnar segja, að allt að 2.000 manns
hafi verið handteknir síðan bylting-
in var gerð 17. júlí, þar á meðal
prestar, blaðamenn, verkalýðsleið-
togar og stjórnmálamenn.
Veður
víða um heim
Akurcyri 8 alskýjaó
Amatsrdam 19 skýjaó
Aþena 32 heióskírt
Barcalona 29 léttskýjaó
Berlín 18 skýjaó
BrOssel 23 rigníng
Chicago 25 rigning
Feneyjar 26 skýjaó
Frankfurt 22 rigning
Fasreyjar 13 skýjaó
Genf 24 skýjaó
Helsinki 20 heióskfrt
Jerúsalem 30 skýjaó
Jóhannesarborg 18 heiðskirt
Kaupmannahöfn 18 heiöskírt
Las Palmas 24 léttskýjaó
Lissabon 29 heiöskirt
London 23 rigning
Los Angeles 32 heióskirt
Madrid 32 heióskírt
Malaga 27 þokumóóa
Mallorca 28 léttskýjað
Miami 30 rigning
Moskva 17 skýjaó
New York 31 heióskfrt
Osló 19 heióskirt
Paris 21 skýjaó
Reykjavík 14 skýjaó
Río die Janeiro 27 skýjaó
Róm 28 heióskfrt
San Fransisco 14 heióskirt
Stokkhólmur 18 skýjaó
Tel Aviv 35 heióskírt
Tókýó 31 heióskírt
Vancouver 21 heiðskfrt
Vinarborg 24 skýjaó
Guðlast í auglýsingu
London. 13.ágúst. AP.
SAAB-bilaverksmiðjurnar i Sviþjóð
hafa íengið ákúrur fyrir að nota i
auglýsingu fyrir framleiðslu sína
tilvitnum úr „Faðirvorinu“. Siða-
nefnd. sem hefur eftirlit með að
velsæmis sé gætt i auglýsingum.
kom kvörtununum á framfæri eftir
að hafa fengið hringingar frá
fjölda fólks.
Talsmenn siðanefndarinnar sögðu
að notkun orðanna „eigi leið þú oss í
freistni", bryti í bága við reglu, sem
segir að ekki skuli viðhafa það í
auglýsingu, sem miðað við ríkjandi
gildismat, sé líklegt til að misbjóða
eða hneyksla fjölda fólks.
Reglugerðin er þó aðeins leiðbein-
andi og nefndin hefur ekki vald til
þess að beita þá viðurlögum, sem
gerast brotlegir.
Taismaður Saab-verksmiðjanna
sagðist leiður yfir því, að auglýsing-
in hefði komið illa við fólk, en bætti
því við að tilvitnunin hefði átt vel
við, því fólk verður að reyna bílinn
til þess að sannfærast um kosti hans
og eftir reynsluferðina „fellur það í
freistni" til að kaupa hann.
inn á að friður næðist á Gaza-
svæðinu og vesturbakka Jórdanár
kynni að vera glataður að eilífu
nema Israelsmenn breyttu afstöðu
sinni.
Athugasemdir Sadats komu
fram í bréfi, sem Sadat sendi
Begin skömmu eftir að Sadat
aflýsti síðustu samningafundun-
um, sem áttu að fara fram um
málið.
í svarbréfi sakaði Begin Sadat
um að tefja framgang viðræðn-
anna um sjálfsstjórn Palestínu og
hét því að ísraelsmenn myndu
aldrei sleppa yfirráðum sínum
yfir Jerúsalem.
Sadat sakaði Begin um að gera
tilkall til Jerúsalemborgar og
fyrirskipa landnám á herteknu
svæðunum, þrátt fyrir að ákveðið
hefði verið að ræða þessi mál
nánar á grundvelli samningsins,
sem ísraelsmenn, Egyptar og
Bandaríkjamenn undirrituðu í
mars á síðasta ári.
Þrem dögum áður en Sadat
sendi bréf sitt, samþykkti ísraels-
þing með yfirgnæfandi meiri-
hluta, að Jerúsalem skyldi öll
tilheyra Ísraelsríki og vera höfuð-
borg landsins um ókomna framtíð.
Helen Hagnes.
operunm
New York, 12. ágút*t. AP.
ÖRYGGI var hert í Metro-
politan-óperunni í New
York í gærkvöldi, þegar
sýningar hófust aftur eftir
17 daga hlé, vegna uggs,
sem óleyst morðgáta hefur
vakið.
Óperunni var lokað þrem-
ur dögum eftir að fiðluleik-
arinn Helen Hagnes Mintik-
is hvarf í hléi á sýningu
Berlínar-ballettsins. Ekkert
hefur komið fram í rannsókn
málsins.
Fólk var mjög taugaó-
styrkt við sýningu Peking-
óperunnar í gærkvöldi og
þorði varla að fara úr sætum
sínum meðan á henni stóð.
Fjórtán verðir verða í bygg-
ingunni meðan á sýningu
Peking-óperunnar stendur
til 14. ágúst.
Þrælahald
á börnum
stundað í
Thailandi
Hangkok. 13. ágú.st. AP.
STJORNIN í Thailandi mun
hcfja haráttu gegn bændum.
sem hafa brotið gegn lögum
um vinnu barna, vegna
skýrslu um hálfgert þræla-
hald á miklum fjölda barna i
landinu að sögn yfirvalda i
Bangkok i dag.
Talsmaður vinnumálaráðu-
neytisins viðurkenndi að barna-
þrælkun væri alvarlegt vanda-
mál í Thailandi. Embættis-
menn segja að 5—6.000 börn
undir 12 ára aldri stundi vinnu
í Bangkok án leyfis stjórn-
valda, flest þeirra samkvæmt
samkomulagi foreldra og at-
vinnurekenda.
Hann sagði þetta í tilefni
skýrslu frá félagi í London sem
berst gegn þrælahaldi. Þar var
haft eftir thailenzkum emb-
ættismanni að 3,5 milljónir
barna undir 14 ára aldri stund-
uðu vinnuí Thailandi, flest
þeirra með fjölskyldum sínum
á bændabýlum.
í annarri skýrslu frá nefnd á
vegum mannréttindanefndar
SÞ er því haldið fram, að
þúsundir thailenzkra barna
gangi kaupum og sölum á
hverju ári á umfangsmiklum
markaði atvinnumanna, sem
útvegi börn í verksmiðjur,
vændishús og nuddstofur.
Birtar hafa verið skýrslur
um að börn séu seld verk-
smiðjueigendum á 100 dollara
og að þau séu neydd til að
vinna kauplaust.
GENERAL ELECTRIC
Laugavegi 170-172 Sími 21240