Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Askriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Að liðnu hálfu ári Þegar ríkisstjórnin var mynduð lögðu hinir nýju stjórnarherrar þunga áherzlu á, að þeir hefðu í höndum patent, sem ylli því, að strax á vordögum yrði hægt að fara að telja verðbólguna niður án þess nokkur fyndi fyrir því. Engar efnahagsráðstafanir voru þó gerðar nema gengið hefur verið fellt eða það látið síga en jaðrar við stöðvun atvinnuveganna þrátt fyrir það. Og ef áfram er horft til næsta misseris mun þetta verðfall krónunnar halda áfram viðstöðulaust og breytir engu, þótt menn séu með þá tilgerð að taka upp nýkrónu um næstu áramót en gera ekkert til þess að festa gjaldmiðilinn í sessi að öðru leyti. Mun því brátt reynast svo, að nýkrónan verði jafnsmá hinni fyrri nema aðrir stjórnarhættir og önnur stjórnarstefna í frjálshyggjuátt verði upp tekin í landinu. Að liðnu hálfu ári má spyrja margvíslegra spurninga: Hafa lífskjörin haldið áfram að versna með því að vörur og þjónusta hafa hækkað meir en kaupgjaldið, auk þess sem skattar hafa verið þyngdir en ríkisumsvif aukin? Hvað hefur verið gert til að treysta innviði atvinnuveganna og gera þeim þannig kleift að standa undir bættum lífskjörum eða hefur kannski verið hert enn þá meir að þeim og þannig gert óhjákvæmilegt að kjaraskerðingin verði varanleg? Nú kallar á að stefna sé mörkuð í virkjunarmál- um. Hvernig hefur verið staðið þar að verki eða sjást þess nokkur merki að nýr orkufrekur iðnaður verði settur á stofn í tengslum við stórvirkjanir? Það er eina leiðin sem okkur stendur opin til að lyfta lífskjörum hér til jafns við það sem orðið hefur í nágrannalöndunum. Má búast við því að vextir verði lækkaðir og þannig búið að ungu fólki, sem er að brjótast í að eignast þak yfir höfuðið, að það geti yfirleitt ráðið við það? Eða er ætlunin að íbúðarbyggingar á vegum einstaklinga dragist enn meira saman og verði að forréttindum? I ýmsum greinum útflutningsatvinnuveganna var bjart framundan fyrir tveim árum eða svo og nýir markaðir höfðu unnizt eins og í ullar- og skinnaiðn- aðinum. Nú hefur taprekstur valdið því að ekki hefur verið hægt að sinna pöntunum erlendis frá, þrátt fyrir hátt verð og fólki hefur verið sagt upp vinnunni. Jafnframt hefur samkeppnisiðnaðurinn átt undir högg að sækja enda æ verr að honum búið og í sumum greinum komið til atvinnuleysis. Hafa einhverjar jákvæðar ráðstafanir verið gerðar til þess að snúa þessari þróun við? Og ef litið er til hinna hefðbundnu atvinnugreina sjávarútvegs og landbúnaðar, — hefur t.a.m. verið mörkuð stefna varðandi þá, þó ekki væri nema til næstu áramóta? Það er hægt að spyrja margs. Svörin eru á eina lund og afmælisgjöfin til þjóðarinnar að liðnu hálfu ári nokkuð á annan veg en fyrirheitin í febrúar sl. Mætti því vel segja, að fremur hefði verið við hæfi að 12. ágúst hefði liðið í þögn, en ríkisstjórnin á hinn bóginn notað tímann til þess að taka sig saman í andlitinu og búa sig undir að fara að stjórna landinu. Það er gott að hvílast að loknu dagsverki, var einu sinni sagt með áherzlunni á þessum þrem orðum: „Að loknu dagsverki", — en ekki án þess að hafizt yrði handa. Samkomulag BSRB Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Verðum að horfast í augu við staðreyndir „ÞAÐ er mitt mat, að það beri heldur að gera þessa samninga án þeirrar hörðu verkíallsbar- áttu, sem ég tel að þyrfti annars til. Það vantar verulega upp á það að við endurheimtum kaup- mátt samninganna frá 1977, en við verðum bara að horfast í augu við staðreyndir á borð við andstöðu almennings gegn launa- hækkunum og stefnu ríkisstjórn- arinnar tii að halda launahækk- unum niðri,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, er Mbl. ræddi við hann um sam- komulag það, sem komið er milli BSRB og fjármálaráðherra um nýjan kjarasamning. „Þetta er að mínum dómi biðskák," sagði Kristján. „Auðvitað verða opin- berir starfsmenn að heyja kjara- baráttu i framtíðinni og koma i veg fyrir að kjör þeirra séu sífellt rýrð, en þetta er varnarbarátta og í stöðunni tel ég þetta vera hyggilegasta leikinn." Kristján sagði, að miðað við þá reynslu, sem fengist hefði í þess- um samningaviðræðum, væri það ákveðin skoðun sín, að lengra yrði ekki komizt án verkfallsboðunar. „Menn verða bara að velja þarna í milli,“ sagði hann. Kristján sagði, að beinar launa- hækkanir samkomulagsins væru á bilinu 1 til 5%, en með reglulegum tilfærslum eftir 4 ár, sérstaklega frá 6. til 10. flokks og viðbótar- reglu um tilfærslur í 5 neðstu flokkunum, þá væri hægt að meta heildarlaunahækkanir þessara flokka á 7 til 8%. Þá sagði Kristján mörg mikil- væg atriði í félagsmálapakka sam- komulagsins og nefndi lífeyris- sjóðsaðild við 16 ára aldur, vakta- vinnukaup kæmi inn í lífeyris- sjóðsmálið, 95 ára reglan kæmi nú aftur inn en með þeirri breytingu, að fyrstu eftirlaun yrðu 64%, en væru nú 60% hjá þeim, sem þessi regla gilti enn um. Þá sagði Kristján mikilvægan áfanga nást varðandi samningsréttinn, sem nú er bundinn til tveggja ára sam- kvæmt lögum, en verður sam- komulagsatriði og kæmi ágæti þess strax í ljós með nýja sam- komulaginu, sem ætlað er að gilda til 31. ágúst á næsta ári. Einnig kvaðst Kristján vilja minnast á, að hálfopinberir starfsmenn og starfsmenn sjálfseignarstofnana kæmu nú inn í kjarasamningana. Atvinnuleysistryggingar fengju opinberir starfsmenn með þessu samkomulagi, en þær hefðu þeir ekki nú, og kvaðst Kristján telja það brýnt mál, þegar svo væri komið að yfir helmingur opin- berra starfsmanna væri með 3ja mánaða uppsagnarfrest. „Þessi samkomulagsdrög ná að- eins til ríkisstarfsmanna, en í okkar samtökum eru bæjarstarfs- menn líka og litlar sem engar viðræður hafa farið fram við bæjarfélögin. Ég vona að þær viðræður hefjist af fullum krafti sem fyrst,“ sagði Kristján Thor- lacius. Mbl. spurði Kristján um bókun fjármálaráðherra varðandi verð- lagsbæturnar. Hann sagði: „Verð- bætur fara að sömu reglum og áður. Ég vil ekkert vera að túlka bókun fjármálaráðherra." Þá spurði Mbl. Kristján út í samræmingu efstu flokka BSRB við BHM. „Þessir flokkar fá engar hækkanir strax, fyrsti áfanginn kemur 1. desember og síðan tveir áfangar með þriggja mánaða tímabili. í heildarhækkun á samn- ingstímanum fer enginn þessara flokka prósentvís hærra en lægri flokkarnir," svaraði Kristján. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra: Meginein- kennið að ekki er svig- rúm til al- mennra grunn- kaupshækkana „ÉG lýsti því yfir í byrjun ársins. að ég teldi ekki svigrúm til almennra grunnkaupshækkana, heldur yrðu launahækkanir að koma á lægri laun og ekki upp úr. Ég held að það sé nokkuð ljóst, að þessi samkomulagsdrög einkennast af þessari stefnu," sagði Ragnar Arnalds, fjármáia- ráðherra, er Mbl. leitaði í gær álits hans á samkomulagi þvi, sem komið er milli hans og BSRB um nýjan kjarasamning. Ragnar sagðist sem minnst vilja segja meðan málið væri enn í athugun hjá BSRB. „En ég er að sjálfsögðu feginn því, ef niður- staða fæst, því þetta hafa verið langar og strangar samningavið- ræður og löngu orðið nauðsynlegt að koma þessu máli frá. Ég tel þetta samkomulag hafa þann meginkost, að áherzlan er lögð á neðri hluta launastigans og það er í 15 neðri flokkunum, sem 14.000 króna hækkunin kemur, sama krónutala hjá öllum, þannig að hækkunin er mest á lægstu launin, þetta 3 til 4%. Auk þess eru fjöldamörg mikil- væg réttindamál, sem samkomu- lag er um.“ Mbl. spurði fjármálaráðherra um bókun hans varðandi verðlags- bætur, en í henni segir m.a., að verði samið um lágmarksverðbæt- ur á laun í samningum annarra samtaka launafólks munu sam- svarandi reglur taka gildi fyrir félagsmenn BSRB. Hann sagði: „Vísitölumálið er ekki fullfrágeng- ið. Eftir að BSRB hafnaði þaki, þá er það ekki lengur á dagskrá, en það er spurning um gólfið. Það liggur fyrir uppkast að bókun frá mér, sem gæti fylgt samningnum, en það er ekki fullfrágengið, hvort svo verður." Sighvatur Björgvinsson, fyrrv. fjármálaráðherra: Niðurstaða launakaflans kemur mér mjög á óvart „í fljótu bragði sýnist mér mega skipta þessu samningsuppkasti í tvennt; annars vegar nokkuð umtalsverð réttindamál. sem BSRB fær fram, og hins vegar mjög óverulegar launahækkanir og verð ég að segja það, að niðurstaðan í sjálfum launa- kaflanum kemur mér mjög á óvart," sagði Sighvatur Björg- vinsson, fyrrverandi fjármála- ráðherra, i samtali við Mbl. i gær. „Mikilvægustu félagslegu rétt- indin, sem nást fram, eru þrenn,“ sagði Sighvatur. „Atvinnuleysis- tryggingar, 95 ára reglan og auk- inn lífeyrisréttur. Allt er þetta mikilvægur ávinningur. En því kemur mér niðurstaða launakaflans á óvart, að þegar kröfur opinberra starfsmanna voru á sínum tíma kynntar minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins þá var það sagt, að það væri ófrávíkj- anlegt meginatriði að sækja aftur kaupmátt samninganna frá 1977. Það ár náðu opinberir starfsmenn fram í mjög harðri kjarabaráttu, meðal annars með hörkulegum verkfallsaðgerðum, nokkrum launahækkunum, sem taldar voru lágmark þess sem við væri hægt að una. Síðan hefur kaupmáttur- inn farið ört lækkandi svo nú eru raunveruleg laun opinberra starfsmanna í það minnsta 20% fyrir neðan það, sem síðustu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.