Morgunblaðið - 14.08.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.08.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 23 Anna Lilja Steinþórs- dóttir frá Vík - Minning Gengið um Svínaskarð Áður en akvegurinn var lagð- ur vestur fyrir Esjuna, lá aðal- leiðin milli Mosfellssveitar og Kjósar um Svínaskarð, úr Reykjavík. Ætlunin er að ganga þessar gömlu slóðir í þetta sinn og hyggja að ýmsu, sem áhugavert kann að finnast á leiðinni. Þótt skarðið sé milli 400 og 500 m yfir sjó, og nokkuð á fótinn efst, ætti það ekki að koma að sök ef gönguhraðanum er stillt í hóf. Við hefjum gönguna við Svínadalsána, en yfir hana er brú á veginum nokkru fyrir austan Möðruvelli í Kjós. Við göngum eftir glöggum götuslóð- um upp með ánni. Til að byrja með er leiðin hallalítil og okkur gefst tækifæri til að litast um. Til hægri er Möðruvallaháls, Trana þar suður af og syðst eru Móskarðshnúkarnir. Austan við þá er Skálafell, en Svínaskarðið á milli, eins og fyrr er sagt. Skálafellshæðir eru fyrir norðan Skálafellið og þær enda við írafell gegnt Möðruvallahálsi. Austan árinnar blasir bærinn írafell við sjónum okkar. Nafnið kemur kunnuglega fyrir, því þar var áður fyrr einn magnaðasti draugur landsins, írafellsmóri, heimilisfastur, og þar vann hann mörg af óþurftarverkum sínum. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er Móra lýst á þennan hátt: „Hann var klæddur í gráa brók að neðan, hafði mórauða úlpu fyrir bolfat, með svartan barðastóran hatt á hausnum með stórt skarð eða geil inn í barðið upp undir vinstra auga.“ Móri var á ýmsan hátt öðruvísi en „kollegar hans“, því hann þurfti bæði rúm til að sofa í og mat að borða. Þetta fékk hann hvorttveggja, því ann- ars hefndi hann sín grimmilega. Rétt er að gá vel í kring um sig, kannske leynist Móri hér enn- þá.“ Við nálgumst nú efstu brún skarðsins, brattinn eykst, en SPOLKORN ÚT í BUSKANN fyrr en varir stöndum við á vatnaskilum. Þaðan opnast vítt og fagurt útsýni til suðurs. Við sjáum til Vífilsfells, Bláfjalla og svo Reykjavík og byggðina við Sundin. Hér er rétt að stansa smástund, láta þreytuna líða úr sér og fá sér nestisbita. Við setjumst undir grjóthrúgu, sem er í háskarðinu. En hversvegna er þessi mikla grjóthrúga? Sögn mun vera til um smala tvo, sem börðust um beitiland. Þeir felldu hvorn annan og voru dysjaðir hér. En samt er hitt sennilegra, að ferðamenn hafi jafnan áð hér í skarðinu eftir að hafa lagt brekkurnar að baki og tekið þá upp þann sið, að bera grjót að í þessa hrúgu, er stækkaði síðn smátt og smátt þegar tímar liðu. Óefað hefur Svínaskarðið ver- ið mörgum ferðalangnum erfið- ur þröskuldur fyrr á tímum og sumir hafið héðan sína hinstu göngu. Á jólanótt árið 1900 var 15 ára gamall piltur, Elentínus Þorleifsson frá Hækingsdal í Kjós, úti, er hann var á heimleið frá Reykjavík. Hugðist hann ganga þessa leið. En þegar hann kom ekki fram á tilsettum tíma, var hafin leit að honum og fannst hann látinn í skafli í skarðinu. Síðan hafa engin al- varleg slys átt sér stað á þessum slóðum. Eftir góða hvíld höldum við aftur af stað. Nú hallar undan fæti og leiðin sækist greitt. En trúlega freista Móskarðshnúk- arnir þeirra, sem brattgengastir eru. Það er enginn frágangssök að skreppa þangað upp, brekkan er eitthvað á 4. hundrað metra há og auðveld uppgöngu. Sá krókur borgar sig margfalt í góðu veðri, því skyggnið af þeim svíkur engan. Landslagið, sem við höfum nú fyrir augunum næst okkur, hef- ur valdið jarðfræðingunum okkar ýmsum heilabrotum. Eins og getið hefur verið um áður í þessum pistlum, er aldur Esj- unnar hátt í 3 milljónir ára. Ingvar Birgir Friðleifsson jarð- fræðingur hefur rannsakað jarð- sögu fjallsins sérstaklega. Hann ályktar, að á myndunartíma þess hafi askja með stöðuvatni verið á því svæði, sem nú er milli Grimmannsfells og Móskarðs- hnúka. Eldgos hafi átt sér stað á börmum öskjunnar og þá hafi m.a. Móskarðshnúkarnir mynd- ast. Einnig hafi gosið í botni öskunnar, undir vatnsfletinum, og í þeim hamförum hafi Hauka- fjöllin orðið til. En svo lagðist ísaldarjökullinn yfir landið. Hann skóf og svarf öskjuna niður undan þunga sínum, svo ekki varð eftir af henni annað en norðurbarmurinn, sem við höf- um enn fyrir augum. Þetta heyrir nú allt fortíðinni til. Við röltum eftir götunni niður með Skarðsánni. Á einum stað þurfum við að stikla yfir hana, það ætti ekki að koma að sök. Þá er skammt eftir að Hrafnhólum. Þar við brúna á Leirvogsá bíður bíllinn eftir okkur. 4—5 tíma rólegri göngu- ferð er lokið. Ljómaþeysan '80: Fyrsta alþjóðlega öku keppnin hér á landi Fædd 9. desember 1906. Dáin 4. ágúst 1980. „Fáir njóta eldanna. sem fyrstir kveikja þá.“ Þeir sem vinna hin algengu þjónustustörf njóta þess sjaldan sjálfir nema að takmörkuðu leyti þótt þeir leysi störf sín trúlega af hendi. En þjóðfélagið í heild nýtur góðs af verkum þeirra. Þetta kemur mér fyrst i hug þegar ég vil minnast með nokkr- um orðum Önnu Steinþórsdóttur, mágkonu minnar, sem lést þann 4. ágúst s.l. á Landspítalanum 73 ára að aldri eftir þunga sjúkdómslegu. Anna Lilja Steinþórsdóttir var fædd í Vík í Héðinsfirði 9. des- ember 1906. Foreldrar hennar voru Steinþór Þorsteinsson bóndi í Vík og kona hans Kristjana Jóns- dóttir frá Stórholti í Fljótum. Anna var yngst af 5 börnum þeirra hjóna. Hin börnin voru Kristjana gift Sigfúsi Hallgríms- syni kennara, Guðrún sem gift var Kristjáni Guðmundssyni í Hofsósi en er nú látin, Sigurpáll, starfs- maður Landhelgisgæslunnar, ógiftur, og Ólöf sem gift var Gunnsteini Jónssyni frá Borgar- firði eystra. Auk þess átti Stein- þór eina dóttur utan hjónabands, Jónínu, með Ólöfu Þorláksdóttur, en Jónína er gift Eiríki Sigurðs- syni fv. skólastjóra á Akureyri. Anna ólst upp í Vík fyrstu árin en missti móður sína 5 ára gömul 1911. Hún var þó áfram í heimil- inu í nokkur ár, þó að systur hennar yrðu að fara til frændfólks þeirra. En þegar hún var 8—9 ára gömul fór hún til frændfólks síns hjónanna Björns Sigurðssonar skipstjóra og Eiríksinu Ásgríms- dóttur á Siglufirði. Hjá þeim var hún fram yfir fermingu, þegar hún gat farið að vinna fyrir sér sjálf. Var hún þar á ýmsum heimilum á Siglufirði og vann þar störf sem ungum stúlkum voru ætluð á þeim árum. Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagshlaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Árið 1930 var hún einn vetur í Kvennaskólanum á Isafirði og var það henni gagnlegur skóli. Ásamt góðum heimilum sem hún var á síðar varð hún fær í matreiðslu og stundaði það starf mikinn hluta ævi sinnar. Ekki verður hér rakinn ferill Önnu eða störf meðan hún var á Siglufirði, enda skortir mig til þess kunnugleika. En hún var alla ævi ógift. En stærsti viðburður í lífi hennar var þegar hún eignað- ist dóttur til að annast, þó að því fylgdu erfiðleikar fyrir einstæða móður. Hún fórnaði barninu öllum þeim stundum er hún gat. Þessi dóttir hennar er Kristjana H. Guðmundsdóttir, fulltrúi hjá Pósti og síma, sem verið hefur henni stoð og stytta ásamt fjöl- skyldu hennar. Kristjana giftist Snorra Ásgeirssyni frá Krossnesi rafverktaka í Kópavogi. Faðir Kristjönu var Guðmundur Guð- mundsson kaupmaður í Hafnar- firði. Meðan Anna var á Siglufirði starfaði hún þar í tveimur félög- um, Kvenfélaginu Von og Slysa- varnafélaginu. Mun hún einnig hafa starfað eitthvað við barna- heimili kvenfélagsins um tíma. Anna fluttist með dóttur sinni til Hafnarfjarðar 1947, þegar Kristjana hafði aldur og þroska til framhaldsmenntunar, en hún hafði góða námshæfileika og er prýðilega menntuð. En hún giftist ung og tók þá fyrir skólagöngu. Starfaði Anna nú á ýmsum stöðum, oft sem matráðskona og , siðastliðin 17 ár var hún ráðskona á barnaheimilinu Laufásborg. Hún taiaði alltaf um þetta heimili eins og hún ætti það sjálf, henni var það svo kært. Þar mátti ekkert vanta og matinn átti að nýta sem best eins og hún hafði alltaf vanist. Ég er þess fullviss að hún hefur sparað Reykjavíkurborg stórfé með trúmennsku sinni í starfi þó að henni hafi sennilega aldrei verið þakkað það. Það fylgir því lítið þakklæti að vinna fyrir opinbera aðila. Þannig gengur það með hinn trúa þjón, því að „fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá“. Anna hafði mjög gaman af að ferðast og allri útvist. Oft fór hún með dóttur sinni og tengdasyni í bæði göngu- og skíðaferðir. Það var ekki aðeins dóttir henn- ar sem reyndist henni vel heldur einnig Snorri, tengdasonur henn- ar, sem alltaf var henni hlýr og notalegur. Þá voru dóttursynir hennar, Gylfi og Ásgeir Valur, henni sérstaklega góðir og hjálp- legir. Hún fékk póstkort frá Gylfa, sem er við nám úti í Þýskalandi, tveim dögum áður en hún dó og gladdi það hana mjög. Ásgeir Valur ók henni oft til læknis þetta síðastliðna ár og var alltaf reiðu- búinn að hjálpa henni. Hann vakti einnig ásamt foreldrum sínum yfir henni í banalegunni síðustu sólarhringana, en hún var ströng og erfið. Fjölskylduböndin eru þarna traust og samheldni mikil. Anna leitaðist alltaf við að vera sjálfstæð í lífi sínu og sem mest óháð öðrum óvandabundnum. Hún var skaprík og sjálfstæð í skoðun- um. En hún var jafnframt trú húsbændum sínum og hafði ríkan metnað að ekki væri hægt að finna með rökum að störfum hennar, en hún var víkingur til vinnu. Hún bjó við heilsubrest hin síðari ár. Kom þá sér vel að eiga skjól undir þaki dóttur sinnar, þó að hún byggi í eigin íbúð. Enda var það löngum eftir að Kristjana eignaðist heimili að móðir hennar var þar flestum stundum sem hún átti frí frá störfum. Nú að leiðarlokum vil ég flytja henni kveðju frá okkur hjónunum og biðja henni blessunar guðs í nýjum leiðum. Jafnframt flytjum við, vinum okkar, Kristjönu, Snorra og drengjunum þeirra innilega hluttekningu. Eirikur Sigurðsson. DAGANA 20. til 24. ágúst gangast Bifreiðaíþróttaklúhbur Reykjavik- ur og Smjörliki h/f fyrir fyrstu alþjóðlegu þeysukeppninni, sem haldin hefur verið hér á landi. og hefur hún hlotið nafnið Ljómaþeysa '80 og verður hún með svipuðu sniði og fyrri meiri háttar þeysur, sem áður hafa verið haldnar. Þessi keppni markar þó timamót i sögu bifreiðaiþrótta á íslandi, vegna þess að hún er fyrsta þeysukeppnin, sem hefur fengið alþjóðlega viðurkenn- ingu hér á landi. en þessa viður- kenningu veitir F.I.A., alþjóðasam- tök þeirra. sem bifreiðaiþróttir stunda. Það markar einnig tímamót að þessu sinni að nú keppa hér útlend- ingar í fyrsta sinn í bifreiðaíþróttum, en tvær norskar og tvær ítalskar áhafnir eru skráðar til leiks og er fyrsti keppnisbíllinn þegar kominn til landsins og hinir á leiðinni. Þetta sýnir ljóslega að vaxandi áhugi er erlendis á Islandi sem þeysukeppnis- stað, enda íslenzkir vegir hinir ákjós- anlegustu til slíkrar notkunar. Þá hafa menn frá Fordverksmiðjunum boðað komu sína hingað í þeim tilgangi að fylgjast með þeysunni. Auk erlendu keppendanna munu allir helztu þeysuþórar landsins taka þátt í keppninni og munu þeir aka víðs vegar um landið, meðal annars norður á Sauðárkrók og um landið suðvestanvert. Alls verða eknir 2.766 km og þar af verða sérleiðir um 35%, sem er óvenju hátt hlutfall. Vigdís Finnbogadóttir mun ræsa keppendur frá Austurbæjarskólanum kl. 9.00 miðvikudaginn 20. ágúst og keppn- inni lýkur svo á sama stað sunnu- dagskvöldið 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.