Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUB44. ÁGÚST 1980 25 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ungur reglusamur maður óskar eftir aö taka á ieigu 2—3 herb. íbúö í Hafnarfiröi. Herbergi meö eldunaraðstööu kæmi til greina. Tilboö sendist augld. Mbl. sem fyrst merkt: .P—4436". Eyrarbakki — Stokkseyri VII kaupa Irtiö hús á Eyrarbakka eöa Stokkseyri. Má þarfnast lagfæringa. Tilboö sendist augld. Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: .Timburhús—4614“. Til sölu Volkswagen rúgbrauö árg. 1975. Tllboö óskast. Til sýnis aö verk- stæöi Sláturfélags Suöurlands, Höföabakka 1. bamagæzlá Barngóð kona f vesturbæ eöa Hlíöahverfi, óskast til aö gæta 9 mán. gamallar telpu allan daginn í vetur. Uppl. í sima 29068. Viö innheimtum Höfum bíl sími 53835. Bifreiðastjórar Óskum eftir aö ráöa tvo bifreiöa- stjóra til leiguaksturs. Bifreiöastöö Steindórs s.f. sími 11588. Þórsmörk á föstudagskvöld, gist í tjöldum i Básum, gönguferóir. Þórsmörk, einsdagsferö kl. 8 á sunnudagsmorgun. Hestaferöir - veiði á Arnar- vatnsheiöi, örfá sæti laus. Loömundarfjöróur, 7 dagar, hefst 18. ág. Stórurö - Dyrfjöll - Borgarfjörö- ur, 9 d„ hefst 23. 8. Grasnland, Eystribyggö, 4,—11. sept. Upplýsingar og farseölar á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Útivist. Fíladelfía Almenn guösþjónusta kl. 20.30. Herferöin heldur áfram. Undir- búningur aö samkomum Rolf Karlson í fullum gangi. Samkomustjóri Hafliöi Kristins- son. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í Safn- aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Halldór S. Gröndal. Samhjálp Samkoma veröur aö Hverfisgötu 44 í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Einar J. Gíslason. Stjórnandi Jóhann Pálsson. Altír velkomnir. Samhjálp. Hjálpræðisherinn í dag kl. 20.30. Almenn sam- koma. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 og 19533. Helgarferðir 15.—17. ágúst: 1. Þórsmörk — Gist í húsi. 2. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í húsi. 3. Álftavatn. Álftavatn er á Fjallabaksleið syöri. Þar er nýtt sæluhús og aöstaöa mjög góö. 4. Hveravellir. Fariö veröur aó Beinahól frá Hveravöllum, og þess minnst aö 200 ár eru liöin frá för Reynistaöabræöra. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilboö — útboö Utboö Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboöum í byggingu 1. áfanga a, nýs grunnskóla í Vestmannaeyjum. Umrædd bygging er um 1070 fm á einni hæö og kjallari aö hluta. Verkiö nær til jarðvinnu, uppsteypu og frágangs að utanverðu. Áform- aö er aö verkinu Ijúki í ágúst á næsta ári. Útboösgögn veröa afhent frá og meö 14. þ.m. á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja og teiknistofunni Arkhönn h/f, Óöinsgötu 7, Reykjavík gegn 50 þús. króna skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á bæjarskrifstofunum í Vestmanneyjum, þriöjudaginn 2. september kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Vestmannaeyjum, 11. ágúst 1980 Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. tilkynningar húsnæöi óskast Ibúar Bessastaðahrepps í tilefni af áhleypingu vatns á veitukerfi Hitaveitu Bessastaðahrepps, verður sveitar- stjórn með opið hús í Álftanesskóla fyrir íbúa hreppsins laugardaginn 16. ágúst frá kl. 14—17. Ibúð óskast Félagsmálastofnun Kópavogs óskar að taka á leigu 2ja—3ja herb. íbúð. Uppl. í síma 41570 (innanhúss 58) frá kl. 13—16.30. ýmislegt Ath. Óskum efftir söluturni á góðum stað. Upplýsingar sendist Morgunbl. sem fyrst merkt: „Söluturn — 4437“. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU AH.LYSINGA- SÍMINN. KK: 22480 Minning: Karl Leifur Guðmundsson Karl föðurbróðir minn var fæddur í Stakkadal, Sléttuhreppi 3. febrúar 1903. hann var sonur Guðmundar Guðmundssonar bónda þar og konu hans Sigríðar Sakaríasdóttur, og var þriðji í röðinni af átta sonum þeirra. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og gekk til þeirra verka sem þurfti og hann hafði getu til hvort sem var til sjós eða lands. Meðal annars þótti hann ágætur fygling- ur sem ungur maður, en Aðalvík- ingar þurftu víða að leita fanga og sóttu björg í bú á hverju vori í Hælavíkurbjarg. Innan við tvítugt fór Karl að stunda sjóróðra frá ísafirði á vertíðum. Var hann þá iðulega formaður á smærri bátum bæði hjá Sameinuðu verslununum og öðrum. Árið 1923 tók hann minna vélstjórapróf en þegar bátarnir tóku að stækka breyttist starfs- svið hans og hann var sem vél- stjóri alla tíð sem hann var á sjónum eftir það. Milli vertíða bjó Karl fyrst í Stakkadal og síðar á Látrum. Árið 1934 flutti hann alfarið til ísa- fjarðar og varð þá fljótlega vél- stjóri á m/b Gunnbirni, einum Samvinnufélagsbátanna. Á Gunn- birni var hann með föður mínum sem skipstjóra þar til árið 1947, að hann fór sem vélstjóri á m/b Hugrúnu sem Einar Guðfinnsson gerði út til flutninga og starfaði hjá því fyrirtæki þar til árið 1954. Eftir það var hann á ýmsum skipum bæði flutningaskipum og fiskiskipum. Meðal annars á tog- aranum Sólborgu frá ísafirði um þriggja ára skeið. Arin 1964—68 vann hann sem vélgæslumaður hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Seyðisfirði, en þegar heilsan fór að bila fyrir alvöru fékk hann dyravarðarstarf hjá Breiðagerðisskóla. Hann var ákaflega þakklátur fyrir það starf og naut þess að vera með börnun- um. Og ég veit að börnin hafa ekki verið svikin af „afa“. Þau hafa ábyggilega notið glaðværs við- móts, hvatningar og hlýrra orða ef eitthvað hefur bjátað á. Árið 1970 varð hann að hætta því starfi vegna alvarlegs heilsubrests og var meiri og minni sjúklingur eftir það. Þessi framanskráða upptalning er starfssaga Kalla frænda. Hún segir lítið um starfsskilyrðin, erf: iðið og öryggisleysið á sjónum. í bók sinni „I stillu og stormi“ (Ægisútgáfan 1977) segir Jóhann J.E. Kúld frá veru sinni á m/b Eir frá ísafirði. Þetta var 30 lesta bátur gerður út á línu suður í Jökuldjúp seinni hluta vetrar 1921. Á þessari vertíð var faðir minn stýrimaður og Karl mat- sveinn. Jóhann segir: „Ég hafði dálítið kynnst sjómönnum af úti- legubátunum ísfirsku þegar þeir lögðu upp hjá Alliance veturinn 1919 og vissi þar af leiðandi að þetta voru hörkumenn sem buðu öllum erfiðleikum birginn. Nú var ég hinsvegar sjálfur kominn um borð í slíkan bát og orðinn vitni að því, að þetta voru engar skröksög- ur sem ég hafði heyrt um hin ótrúlegu vinnubrögð um borð í ísfirsku útilegubátunum, þar sem aðeins hinir harðgerðustu héldu velli, hinir urðu að fara í land eftir fyrstu sjóferðina." — „Vestfirsku sjómennirnir unnu þögulir með jöfnum hraða, á þá virtist hvorki bíta kuldi né ágjöf. Þá eldraun sem ég stóð í nú, hana höfðu þeir yfirunnið fyrir löngu.“ % „En þessari þolraun var nú lokið, og mér hafði ekki verið sagt að taka pokann mjnn og hypja mig í land þegar til ísafjarðar kom, eins og algengt var á þeim árum, þegar reikna varð með ítrustu afköstum hvers einstaklings í skipshöfninni og við það var skipshöfnin miðuð, að allir stæðust þetta mikla álag.“ Og að síðustu. „Þetta voru harð- gerðir menn með gott hjarta, sem gerðu miklar kröfur til sjálfs sín og annarra, vegna þess að aðstæð- urnar kröfðust þess“. Karl ólst upp í fátækt og hefur ugglaust lagt foreldrum sínum til allt sem hann mátti þegar hann fór að vinna fyrir peningum. Hann hefur ásamt bræðrum sínum stutt við bakið á móður sinni þegar faðir þeirra féll frá árið 1926 og hann tók inn á nýstofnað heimili sitt að Látrum yngsta bróður sinn sjúkan, þegar móðir þeirra dó árið 1928. En Jóhann yngsti bróðir Karls bjó til skiptis hjá Karli og Aðalsteini bræðrum sínum þar til hann fór á sjúkrahús á ísafirði, þar sem hann dó árið 1932. Þá höfðu tveir bræður þeirra farist með sama báti 19. október 1929. Nú er aðeins næstyngsti bróðir- inn, Aðalsteinn á lífi og hann minnist með þakklæti samveru- stundanna með bróður sínum, einkum á æskuárunum þegar allur strákahópurinn var að prakkarast saman. Mikil vinátta ríkti ávallt milli allra bræðranna, og eftir að faðir minn fluttist suður árið 1957 hittust þeir stundum hjá mér tveir og þrír saman. Þá rifjuðu þeir upp gamlar endurminningar stríddu hver öðrum, gerðu góðlátlega grín að tilverunni og hlógu eins og smástrákar. Þessir menn þekktu ábyrgð sína á sjálfum sér og sínum, tókust á við erfiðleikana í þeirri röð sem þeir bárust, en gerðu sér ekki rellu út af smámun- um. Lífið var of dýrmætt til þess. Karl var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni Brynhildi Snædal Jós- epsdóttur átti hann þrjú börn Guðrúnu, Ástríði og Guðmund. Með seinni konu sinni Margréti Jónasdóttur, móðursystur minni, átti hann einn son, Jónas. Öll börn hans eru gift og Karl átti orðið stóran hóp barnabarna og barna- barnabarna. öll fjölskylda hans var honum ástfólgin en mesta unun hafði hann ætíð af yngstu meðlimunum. Fyrsta glögga minning mín um Kalla frænda er eftir að hann flytur til Isafjarðar og býr í húsinu hjá foreldrum mínum. Sú minning er ljúf og glöð, þar sem hann sigur í eldhúsinu ýmist með litla bróður minn, huggar hann og svæfir, gantast við litlu systur mínar og fær tár til að þorna á litlum kinnum og gefur stóru frænku sinni, mér, peninga til að uppfylla óskir sem kostuðu alltof mikið fé til að foreldrar mínir gætu sinni þeim. Hann bjó svo á Isafirði þar til haustið 1949 að hann flutti með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og þar átti hann heimili til dauðadags. Alltaf vor- um við systkynin jafn velkomin hvar sem hann dvaldist og tvö systkini mín bjuggu hjá honum ásamt fjölskyldum sínum sitt árið hvort. Alltaf þegar ég kom til Kalla hin síðari ár, spurði hann um öll systkini mín, börn þeirra og barnabörn. Börnin mín og barna- börn. Hann gladdist af einlægni yfir öllu sem vel gekk og varð dapur ef einhversstaðar í þessum stóra hóp voru erfiðleikar og vildi ræða hvort ekkert væri hægt að gera til úrlausnar. Mér hefur orðið tíðrætt um glaðværð Kalla frænda og hýrlegt viðmót, en um innstu tilfinningar sínar var hann ákaflega dulur maður. Hann var fastur fyrir, þrautseigur og æðrulaus. Vildi vita með sjálfum sér að hann ynni fyrir hírunni sinni, standa við það sem hann lofaði og skulda engum neitt. Nú á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hann var mér og fjölskyldu minni fyrir vestan. Blessuð sé minning hans. Guðrún Sæmundsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.