Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 36

Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 MQggJlv-.v; KAfFINU 1 (;! _ —S' w' 'í'./i GRANI GÖSLARI er... c9 y 9? \ A ... að láta hjartað stjórna höfðinu. TM Reg. U.S. Pat. 0(1.-all rights resarved « 1980 Los Angeles Times Syndicate Ég held ég reki hann aldrei, því hann mun vera heimsmethaíinn i hverskonar klaufaskap á vinnustað og það er i sjálfu sér augiýsing fyrir fyrirtækið! Ég sagði si svona við sjálfan mig: Þvi að vera ævilangt i starfi. sem maður nánast hatar, til þess eins að kaupa einskis nýta hluti til að vekja athygli fólks, sem þér þykir einstak- lega ómerkilegt? íayUút 735 BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Til er fjöldinn allur af góðum ráðum um hvernig velja má milli svíninga þegar margar eru hugs- anlegar. Um slíkt má hafa mörg orð en skemmtilegast er að fækka þeim eða láta andstæðingana gera sitt gagn. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. 952 H. ÁD T. K42 L. ÁK763 COSPER COSPER Vestur S. DGIO H. G765432 T. 98 L. 9 Austur S. 4 H. K109 T. D1065 L. G10542 Þurftirðu endilega að skella hurðinni svona fast? Suður S. ÁK8763 H. 8 T. ÁG73 L. D8 Austur og vestur sögðu alltaf pass og lokasögnin varð 6 spaðar spilaðir í suður. Útspil tromp- drottning. Spilið virtist upplagt ef trompin skiptust 2—2 og sagnhafi varð fyrir vonbrigðum þegar svo reynd- ist ekki vera. En hann tók aftur gleði sína þegar í ljós kom, að austur átti tiguldrottninguna. Enda eins gott úr því ekki var hægt að láta tvo tígla í lauf blinds. Þannig vann suður eitt spil og gat byrjað ánægður á næsta. En þó mátti laga þetta dálítið. Úr því vestur átti trompin þrjú varð ekki hjá því komist, að hann fengi einn slag. Og þá var um að gera að rétta honum hann á besta tíma. Laufdrottning og aftur lauf, sem vestur trompar auðvitað ekki, og í laufásinn er látið hjarta af hend- inni. Næsta slag fær vestur á tromp og hann spilar eflaust hjarta en þá er orðið hættulaust að svína. Ef það tekst má láta tíglana tvo í hjörtun og spilið búið og unnið. En þegar austur á hjartakónginn, eins og var raunin, er þó búið að reyna alla aðra möguleika og setja verður traust sitt og hald á svíninguna í tíglin- um. Virðisauka- skattur hækkaður í Svíþjóð Stokkhóimi, 12. áxúst. AP. THORBJÖRN Falldin, forsætisráðherra Sví- þjóðar, sa>íði á blaða- mannafundi í Kær. að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hækka virðisaukaskatt til að dra^a úr einkaneyslu og vega upp á móti óhagstæðum viðskipta- jöfnuði. í sjónvarpsviðtali sagði Fálldin, að skatts- aukningin yrði ákveðin eftir viðræður við stjórnarandstöðuna, jafnaðarmenn, um sænsk efnahagsrnál. Hann sagði að þrjú pró- sent virðisaukaskatts- hækkun væri „eðlileg" og yrði hann þá samtals 23,63%. Hækkunin geng- ur í gildi um n.k. mánaðamót. Má rekja bókmenntaáhuga Islendinga til Tyrkja? „í Heimskringlu Snorra er svo til orða tekið: Fyrir austan Tana- kvísl (Don) í Asíá var kallað Ásaland, eða Ásaheimur, en höf- uðborgina er var í landinu kölluðu þeir Ásgarð (borgin Kashgar einn- ig nefnd Azghar sbr. The Oxford Atlas). Óðinn var hermaður mikill, og mjög víðförull, og eignaðist mörg ríki. Hann var svo sigursæll, að í hverri orrustu fékk hann gagn, og svo kom að menn hans trúðu því, að hann ætti heimilan sigur í hverri orrustu. • Óðinsey á Fjóni Fjallgarður mikill gengur af landnorðri til útsuðurs (rétt lega Tien-Shan fjallgarðs). Sá skilur Svíþjóð hina miklu (Suður- Rússland) og önnur ríki. Fyrir sunnan fjallið er eigi langt til Tyrklands (Austur-Turkestan). Þar átti Óðinn eignir stórar. í þann tíma fóru Rómverjahöfð- ingjar víða um heiminn og brutu undir sig allar þjóðir, en margir höfðingjar flýðu fyrir þeim ófriði, af sínum eignum. En fyrir því að Óðinn var forspár og fjölkunnug- ur, þá vissi hann, að hans afkvæmi myndi um norðurhálfu heims byggja- Þá setti hann bræður sína Vé og Vilja yfir Ásgarð, en hann fór og Diar allir með honum, og mikið fólk annað. Fór hann fyrst vestur í Garðaríki og þá suður í Saxland. Hann átti marga sonu. Hann eignaðist ríki víða um Sax- land, og setti sonu sína þar til landgæslu (Engilsaxar röktu ættir konunga sinna til Óðins). Þá fór hann norður til sjávar og tók sér bústað í ey einni. Þar heitir nú Óðinsey í Fjóni. — Óðinn tók sér bústað við Löginn þar sem nú er kallaðar Fornu-Sigtúnir. Óðinn varð sóttdauður í Svíþjóð. • Ud-din = Óðinn í Mannkynssögu Sverris Kristjánssonar (300—630 e. kr.) er getið um Uldin (sbr. Udin hjá Agli og Ud-din frá Dóná). Ómar Ud-din = sami og óðinn? Eftir aldamótin 400 eru Húnar farnir að rása vestur með Dóná, og lúta þá konungi að nafni Uldin (tunga og ritmál Vigur-Tyrkja var einráð í milliríkjaviðræðum Húna, og gæti Uldin hafa hrifsað völdin í æsku Attilas). Stundum er þessi húnski konungur í bandalandi við Róma- ríki, en hina stundina ráðast sveitir hans inn fyrir landamærin og ræna byggðina. Undir forustu hans verður til mikið og voldugt ríki í Dónárhéruðunum, skipað húnskum, germönskum og slavn- eskum ættkvíslum, og enn fleiri þjóðflokkum (Herúlar og Rygir). Um 430 verður Austurrómverska ríkið að semja frið við þennan hættulega nágranna. Það selur skattlandið Pannóníu (Ungverja- land) í hendur Húnum og lofar að greiða þeim 350 pund gulls á ári hverju, en þeir eÖa Attila á móti Uldin, sem hverfur af sjónarsvið- inu (för Óðins til Norðurlanda?) Fjölbreyttur bókakostur Bókmenntir Vigur-Tyrkja (Uygur eða Uigur), sbr. Ancient Arts of Central Asia, samið hefur Tamara Talbot Rice bls. 194, lauslega þýtt: Vigur-Tyrkir voru ötulir og vel gefnir. Þeir héldu áfram siðvenjum Indo-Persa eins og forfeðurnir, en nestorian- kristnir kenndu þeim kirkjusiði. Munkar þeirra voru vel menntað- ir: margir kunnu kínversku og flestir gátu fleytt sér við lestur buddhista-texta skrifaðra á því máli, en flestir notuðu stafróf Manikea, en nokkrir völdu sogh- dia letur (sbr. Día hjá Óðni). Víðfeðmi lærdóms þeirra sést af hinum ótrúlega fjölbreytta bóka- kosti, sem sir Aurel Stein fann í klaustrinu nálægt Tun-Huang, þar sem bókasafninu hafði verið lokað á elleftu öld. Þúsundir bóka í safninu voru í góðu lagi þegar Stein komst þar inn í safnið, og fann þar elstu heilsíðu-prentuðu (block-printed) bók heimsins. Hún var gefin út í Kína, árið 860 og fundur hennar hefur orðið til þess, að menn álíta að Mongolar hafi fært Evrópubúum heilsíðu- prentkunnáttuna frá Kína með innrásinni í Evrópu. Flestar voru trúfræðilegar bækur af kínversku áhrifasvæði, en þar voru einnig litsjónvarpstæld Veldu ITT - gæði í lit. Bræóraborgarstfg1-Sími 20080 (Gengiö inn frá Vesturgötu)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.