Morgunblaðið - 17.08.1980, Page 13

Morgunblaðið - 17.08.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 45 Verið að ljúka við að slá upp fyrir síðustu hæðinni í Húsi verzlunarinnar: Glæsilegt útsýni yfir alla borgina HÚS verzlunarinnar, við Kringlumýrarbraut, hef- ur sífellt verið að hækka í sumar og eru sumir farnir að velta því fyrir sér hversu margar haeðir húsið eigi að vera. Flogið hefur fyrir að ekki verði hætt fyrr en húsið trónar upp í ský — en það þótti okkur á Morgunblaðinu ekki trúleg saga. Blaða- maður og ljósmyndari voru því sendir út af örkinni til að fá fram það sanna í málinu. Við hittum Pál Trausta Jörundsson, verkstjóra, þar sem hann var að vinna á þriðju hæð húss- ins. „Við erum að slá upp fyrir þrettándu og síðustu hæð hússins núna,“ sagði Páll er hann var spurður hversu húsið yrði hátt, „ofan á hana kemur svo stálgrindarhús fyrir þá sem vilja njóta útsýnisins þarna uppi. Fullbyggt verður húsið 47 m á hæð en undir því er svo tveggja hæða kjallari til viðbótar, — það er þannig stærsta íveruhús á ís- landi. Við erum komnir það hátt að við verðum að hafa ljós á byggingar krananum vegna flugvél- anna. — Það var hafist handa við þessa byggingu 1975 að því er mig minnir og lokið við kjallarann 1976. Svo lá vinna niðri í tvö ár en við byrjuðum að steypa upp húsið 1978. Þetta hús er að mestu leyti ætlað undir skrif- stofustarfsemi en einnig verða hér fundarsalir og fleira. Planið hérna fyrir framan á að verða eins konar torg og verður byggt yfir það að hluta í framtíðinni," sagði Páll að lokum. Kjallarinn undir Húsi verzlunarinnar, sem er tvær hæðir, er geysiflókið völundarhús. Þar eru meðal annars eldtraustar og allrammlegar geymsl- ur þar sem varðveitt verða skjöl og peningar í framtíðinni. Kristinn Sveins, bygg- ingarmeistari, hefur ann- ast framkvæmdirnar við Hús verzlunarinnar og Eiríkur Jónsson verið múrarameistari. í samtali við Morgunblaðið sagði Kristinn að verkinu hefði miðað vel og hefði það farið eftir áætlun bæði hvað tíma og kostnað varðaði. Espijíorðisblokkirnar Knæfa við himin. •v... , ■•*#!!!."""‘Vf Séð yíir Smáibúðahverfið og upp i Breið- holtshverfi. Ljósm. Emilia Hlíðarnar og örfirisey. Séð út yfir Sundin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.