Morgunblaðið - 03.09.1980, Side 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980
17
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjorn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Tvíær
stjórnarstefna
Um þessar mundir eru tvö ár síðan ríkisstjórn Geirs
Hallgrímssonar fór frá völdum og vinstri stjórn Ólafs
Jóhannessonar settist við stjórnvöl þjóðarskútunnar 1.
september 1978. Ef undan er skilinn skammtími, er
minnihlutastjórn Alþýðuflokksins gisti stjórnarráðið, hafa
Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkur mótað stjórnar-
stefnuna og framkvæmd hennar þetta tveggja ára tímabil.
í núverandi ríkisstjórn sitja 6 af 9 vinstri stjórnarráðherr-
um, sem hófu „björgunarstörf" í þjóðarbúskapnum á
haustdögum 1978. Hvert er þá orðið þeirra starf í fjögur
misseri?
Þeir þættir þjóðarbúskaparins, sem mest eru afgerandi í
daglegu lífi þjóðarinnar og mótun lífskjara, hafa „þróazt"
svo undir tveggja ára vinstri stjórn:
1. Ríkisútgjöldin, sem voru 138 milljarðar króna,
samkvæmt fjárlögum 1978, hafa vaxið í 343 milljarða
króna, samkvæmt fjárlögum 1980. Vöxtur ríkisútgjalda,
mældur í krónum, er 148%.
2. Beinir skattar hafa hækkað um 20 milljarða króna og
óbeinir, verðþyngjandi skattar um rúma 30 milljarða
króna. — Skattþynging er því samtals milli 50—60
milljarðar króna, eða 12—1400 þúsund krónur á hverja 5
manna fjölskyldu í landinu 1980, miðað við skattareglur
ársins 1978.
3. Verðbólga, mæld á mælistiku framfærsluvísitölu,
hefur hækkað úr 1162 stigum í ágúst 1978 í 2600 stig í ágúst
1980, eða um 124%.
4. Skuldastaða þjóðarbúsins við útlönd var 134 milljarð-
ar króna í lok síðasta heila árs ríkisstjórnar Geirs
Hallgrímssonar, 1977. Miðað við skuldastöðu ársins 1979 og
nettólánsfjáraukningu lánsfjáráætlunar 1980, getur þessi
skuldastaða farið í 380 milljarða króna í árslok. Hefði þá
summa erlendra skulda, mæld í íslenzkum krónum,
hækkað um 180%.
5. Gengisþróun, mæld í verðhækkun á Bandaríkjadollar,
er þessi: Sölugengi Bandaríkjadals í lok ágústmánaðar
1978, þ.e. 25. ágúst það ár, var kr. 260.40. í dag er sölugengi
rétt rúmar kr. 500.00, hækkun 92%. Ef miðað er við
svokallað ferðamannagengi, sem ekki var til 1978, en nú er
kr. 550.00, er verðhækkun dollarans 111%.
6. Og loks má nefna kaupmátt kauptaxta, sem mjög var
viðraður í kosningabaráttunni 1978. í nýlegu Fréttabréfi
Kjararannsóknarnefndar er kaupmáttur ársins 1971 settur
á mælieininguna 100. Er ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar,
„kaupránsstjórnin" svokölluð af ofstækisfullum verkalýðs-
rekendum og pólitískum handbendum, fór frá í byrjun
september 1978, var þessi kaupmáttur kominn í 118,8, og
hefur ekki orðið hærri síðan, þrátt fyrir það „að kosningar
eru kjarabarátta“ og að „samningar" hafa væntanlega
„verið settir í gildi“. Kaupmáttur kauptaxta verkamanns
var hinsvegar kominn niður í 103,8 í aprílmánuði sl. Hann
fór niður fyrir 100, eða kaupmátt ársins 1971, í maímánuði
sl. Eftir kauphækkun í júní fór hann upp í um 108 sem þó
er allnokkru undir þeim kaupmætti sem var í endaðan feril
ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar á haustdögum 1978,
sem Þjóðviljinn kallaði „kaupránsstjórn". Þetta orð,
„kaupránsstjórn“, fyrirfinnst nú ekki á síðum Þjóðviljans
eða annarra vinstrimálgagna. Ekki heldur slagorðið
„kosningar eru kjarabarátta". Og krafan „samningar í
gildi“ er í dag kapítalísk villutrú.
Vinstri flokkar hafa nú viðrað vinstri stefnu í íslenzkum
þjóðarbúskap um tveggja ára bil — með árangri sem
hvarvetna blasir við og óþarfi er að fjölyrða frekar um. Öll
stóru orðin, sem viðhöfð voru af vinstri sinnum í
kosningabaráttunni 1978, hafa orðið sér rækilega til
skammar. Öll breytni ráðherra Alþýðubandalagsins á nær
tveggja ára stjórnarferli hefur verið ein samfelld,
himinhrópandi játning á því, að þeir sögðu þjóðinni ósatt
og blekktu kjósendur bæði 1978 og 1979. En þjóðin er
reynslunni ríkari. Og lærdómur reynslunnar mun vísa
henni veginn.
Rætt við Sigurð Helgason forstjóra
Flugleiða um stöðu og stefnu félagsins
„Sildin var árviss við ísland í áratugi og svo hvarf hún allt í einu og það skapaði mikinn
vanda. Að nokkru má líkja stöðu okkar við þessa þróun og það þýðir ekki að berja höfðinu við
steininn í þeim efnum. Það hefur orðið gerbreyting á aðstöðu okkar á Norður-Atlantshafs-
flugleiðinni og eins og staðan er getum við ekki veitt þá samkeppni sem þarf. Það verður því
að sniða rekstrinum stakk eftir þeim möguleikum sem um er að ræða og það er fjarri því
sársaukalaust að gera þær breytingar sem þarf varðandi uppsagnir starfsfólks fyrirtækisins.
En að sjálfsögðu stefnum við að endurreisn fyrirtækisins. Þessi samdráttur. sem vonandi
verður tímabundinn, þýðir engan veginn að ekki verði áfram leitast við að ná tengifarþegum
áfram á leiðinni milli Bandaríkjanna og Evrópu þótt það kunni að verða í smærri stíl og við
munum gefa nánar gætur þeim möguleikum sem kunna að myndast þegar jákvæðara og
hagstæðara ástand skapast á ný i flugheiminum. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hægt
verður að hífa seglin upp til fulls á ný, en það verður haft vakandi auga á þeim möguleikum,“
sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í samtali okkar í gær um stöðu og stefnu
Flugleiða.
„Það liggur fyrir," hélt Sigurður áfram, „að
okkur hefur gengið erfiðlega og satt að segja
höfðum við ekki náð þeim mörkum sem við
höfum sett okkur. Sem lið í því að viðhalda
N-Atlantshafsfluginu drógum við það veru-
lega saman með það markmið í huga að skapa
grundvöll til áframhaldandi reksturs þótt í
minna umfangi væri.
Það má segja að öll þróun mála hafi verið
okkur óhagstæð og neikvæð. Samdráttur er í
öllum flugrekstri hvarvetna í heiminum og er
það afleiðing hinnar gífurlegu hækkunar á
eldsneyti.
Samfara þessu hafa fargjöld farið almennt
ört hækkandi, samdráttur hefur orðið í
efnahagslífi á Vesturlöndum og þessi þróun
hefur leitt til minnkandi ferðamannastraums
aðeins einn tíundi af því sem við höfum verið
að flytja á þessari leið.“
Ef Flugleiðir leggja niður flug til Luxem-
borgar eru þá ekki hugsanlega brotnar brýr
að baki varðandi mögulega enduruppbyggingu
þessa flugs í framtíðinni?“
„Það hefur orðið grundvallarbreyting á
aðstöðu til reksturs Norður-Atlantshafsflugs-
ins héðan með þeirri nýskipan sem nú ræður í
þessu flugi. Við erum ekki lengur samkeppnis-
hæfir og það er útilokað að við getum, án þess
að utanaðkomandi hjálp komi til, tekið þátt i
miklum taprekstri, áfram upp á von og óvon
að hlutir geti síðar færst í jákvæðara horf.
Annars vegar er þessi staða vegna gífurlegs
umframframboðs á sætum sem hefur leitt til
hlutfallslega lækkandi fargjalda undir kostn-
Sigurður Helgason forstjóri.
Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M.
þetta og þannig hefur samkeppnisaðstaða
íslenzkra fyrirtækja stórversnað á s.l. 6 árum
og þetta er eitt af því sem veldur stórversn-
andi stöðu Flugleiða."
„Samstarfsvandamál milli
deilda voru veruleg“
„I sambandi við uppsagnir starfsmanna að
undanförnu hefur fólk velt því fyrir sér hvers
vegna reyndum yfirmönnum deilda hafi verið
sagt upp.“
„Eg vil ekki fjalla um neinar persónur í
þeim efnum því uppsagnir eru margslungin
mál og óskemmtileg, en líklega eru öll
fyrirtæki sem eru rótgróin með meira starfs-
lið en þörf er á. Dulbúið atvinnuleysi er það
nefnt af sumum. Þessi of mikla yfirbygging
átti örugglega við um Flugleiðir þar sem það
var markmið við sameiningu flugfélaganna að
sjá starfsfólki beggja fyrir störfum áfram. Á
meðan vel gengur getur reksturinn borið
þetta. Hins vegar er það svo að þegar komið
er út í eins harða og skefjalausa samkeppni og
um er að ræða verður að neyta allra ráða til
þess að halda öllum kostnaði í lágmarki svo
að ná megi hámarksafköstum. Þetta tekst
aðeins með samstilltu átaki og ég nefni sem
dæmi að þú færð aldrei góða tónlist nema að
hljómsveitin spili í takt. Sama má segja um
knattspyrnulið, áhöfn á fiskiskipi og svo
framvegis. Það er engin launung á því að hér
voru samstarfsvandamál milli deilda og það
voru veruleg vandamál sem ég tel að hafi heft
verulega framgang og viðreisn fyrirtækisins.
Þar var hæft starfsfólk á sína vísu en það (
vann ekki í takt.“
„Með reynslu af fullri einurð“
„Heyrst hefur hjá fyrrverandi samstarfs-
ur í sambandi við uppsagnir og endurráðn-
ingar?"
„Það mál verður leyst samhliða flugmanna-
málinu, en það er á ýmsan hátt erfitt."
Aðstoð íslenskra stjórnvalda
ekki komin í höfn
„Nú hefur ríkisstjórnin beðið ykkur um
greinargerð varðandi viðræður um mögulegt
samstarf við Luxemborgara þrátt fyrir fundi
stjórnvalda með ykkur um rnálið?"
„Við höfum tekið saman greinargerð um
stöðu mála í Luxemborg og hún fer til
ríkisstjórnarinnar á morgun."
„Hvað hafa stjórnvöld á íslandi og í
Luxemborg gert til aðstoðar í stöðunni?"
„Þegar farið var fram á aðstoð við Luxem-
borg varðandi niðurfellingu lendingargjalda
og farþegaskatts var það algjört skilyrði af
þeirra hálfu að lendingargjöld yrðu einnig
felld niður á íslandi. Okkur var sagt að þetta
næði fram og var það byggt á viðræðum við
bæði fyrrverandi ríkisstjórn og núverandi, en
málið er ekki komið í höfn. Luxemborgar-
menn hafa hins vegar gefið þetta eftir, um 400
millj. ísl. króna á þessu ári og endurgreitt
okkur þau gjöld sem við höfðum greitt 1979
upp á um það bil 400 milljónir."
Leigusamningur Tíunnar
hagstæður Flugleiðum
„Hvað er að frétta af DC-10 breiðþotu
Flugleiða sem er í leigu í Bandaríkjunum, er
sú leiga hagkvæm og hvað verður um þá vél?“
„Við höfum gert leigusamning um Tíuna til
marzmánaðar 1982 og þá er um tvennt að
ræða, annað hvort kemur vélin til okkar aftur
eða þá að um áframhaldandi leigu verður að
ræða. Þetta er hagstæður leigusamningur
vegar verður flugrekstri Air Bahama beint
mieira yfir í leiguflug til ýmissa borga í
Evrópu auk Luxemborgar."
„Er búið að ganga frá sölu á gömlu
Boeing-vélunum til Júgóslavíu?“
„Júgóslavar hafa fengið liðlega viku frest í
viðbót til þess að taka ákvörðun í málinu.“
„Er ákveðið að leggja niður flugumsjónar-
deildina í Keflavík?"
„Nú eru þrjár flugumsjónareiningar hjá
Flugleiðum, ein í Keflavík, ein í innanlands-
fluginu og flugrekstrardeild með vissan þátt í
aðalbyggingunni á Reykjavíkurflugvelli. Með
nútíma tækni er mjög auðvelt að koma þessu
fyrir á einum stað og það verður í aðalbygg-
ingunni, en það breytir ekkert afnotum
félagsins af Keflavíkurflugvelli.“
„Algjör samstaða í
yfirstjórn fyrirtækisins“
„Hefur verið ágreiningur um stefnu félags-
ins í þeim aðgerðum sem nú hafa verið
ákveðnar?“
„Það hefur enginn ágreiningur verið í
yfirstjórn félagsins í þeim aðgerðum sem nú
hafa verið ákveðnar?"
„Það hefur enginn ágreiningur verið í
yfirstjórn félagsins um þá stefnu sem mörkuð
hefur verið, þar er algjör samstaða."
„Strönduðu samningaviðræður um hugsan-
lega samvinnu við aðila í Luxemborg á því að
Flugleiðir vildu ekki fiytja viðhald DC
vélanna til Luxemborgar?“
„Slíkt kom ekki til tals, en það er ekkert
vandamál að flytja viðhaldið til Luxemborgar
ef um það er að ræða og við höfum sagt þeim
það. Það er hægt að losna út úr þeim
samningum sem við höfum við Seabord ef
vill.“
„Ég vil ekki hafa jámenn í kring um mig,
þeir leiða mann fyrstir manna í ógöngur“
almennt. Þessi samdráttur er ekki aðeins á
Norður-Atlantshafsleiðinni hvað okkur varð-
ar, hann er einnig í Evrópufluginu og
innanlandsfluginu. Innanlandsflugið er mjög
háð erlendum ferðamönnum að sumrinu, en
þeir eru færri en áður. Fyrstu sjö mánuði
ársins 1979 komu 38 þús. erlendir ferðamenn
til landsins, en nú eru þeir 32 þúsund á sama
tíma, eða um 15% færri. Á Evrópuleiðum
okkar eru 8% færri farþegar og samdráttur-
inn í farþegafjölda á innanlandsleiðum er um
6%.
„Atlantshafsflugið skal
miðast við þarfir íslendinga“
„Hvað munuð þið ganga langt í samdrætt-
inum á Norður-Atlantshafsleiðinni?"
„Við höfum tekið þá ákvörðun að minnka
Ameríkuflugið í algjört lágmark og því
munura við fyrst og fremst miða við að þjóna
hagsmunum íslendinga til og frá landinu,
milli Íslands og Bandaríkjanna. Það er enginn
fjárhagslegur rekstrargrundvöllur lengur á
Norður-Atlantshafsleiðinni með sama sniði
og verið hefur. í dag er allt flug á þessari leið
rekið með stórfelldu tapi. 8 ný amerísk
flugfélög hafa bæzt í hóp fyrri félaga á
þessari leið síðan reglur Bandaríkjamanna
breyttust. Félögin voru aðeins fjögur áður.“
„Hvað þyrftu fargjöldin að hækka á þessari
leið til þess að jöfnuður næðist?"
„Um 15—20% að minnsta kosti. Fargjöld
eru hins vegar mikill frumskógur og þótt sum
flugfélög bjóði mun lægra verð en við, þá er
það aðeins hluti af sætum í flugvélum þeirra
sem er á miklu undirboði í verði. Farþega-
flutningar hjá Flugleiðum hafa verið tiltölu-
lega góðir yfir sumarmánuðina, í júlí og ágúst
sérstaklega, en það gerir takmarkað gagn því
svo mikið þarf til þess að ná endum saman."
Ekki hægt án utan-
adkomandi hjálpar
„Verður flug til Luxemborgar lagt niður?“
„Við höfum ekki endanlega tekið ákvörðun
um að hætta flugi til Luxemborgar, en það fer
í lágmark. Áætlun okkar frá 1. nóvember
gerði ráð fyrir tveim ferðum til Bandaríkj-
anna, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir.
Ef ekki sýnist grundvöllur á rekstri lámarks-
flugs til Luxemborgar þá verður það lagt
niður. Það verður algjörlega séð fyrir flutn-
ingsþörf íslendinga til Bandaríkjanna, en
farþegafjöldinn er talinn 30 þús. á ári. Það er
aði og hins vegar vegna þess að nú er farið að
fljúga beint til hinna ýmsu borga Evrópu frá
fjölda borga í Bandaríkjunum. Áður voru
flutningarnir aðallega frá New York og einnig
frá Chicago og Los Angeles, en nú er flogið
beint til Evrópu frá 10—12 borgum Banda-
ríkjanna og það hefur breytt myndinni
gífurlega."
„Árviss afli ekki
lengur fyrir hendi“
„Finnst þér að starfsfólk, stjórnvöld og þeir
sem málið snertir, eigi erfitt með að gera sér
grein fyrir þessari breytingu?"
„Það hefur valdið mér og fleirum hjá
Flugleiðum vonbrigðum, hvað illa hefur
gengið að gera fólki hér skiljanlegt hve
aðstaðan er gerbreytt. Það getur verið erfitt
að sætta sig við að árviss afli sé ekki lengur
fyrir hendi í þessum efnum, en það þýðir ekki
að loka augunum fyrir því.
Hér er búið að byggja upp rekstur sem
hefur varað í aldarfjórðung og hann hefur
skapað þjóðarbúinu gífurleg verðmæti. Ytri
aðstæður hafa breyzt og grundvellinum er
kippt undan.
„Að við séum
hinir verstu menn“
Eg hef einnig orðið fyrir miklum vonbrigð-
um með það skilningsleysi sem mér virðist
gæta um of á þeim ráðstöfunum sem við erum
nauðbeygðir til þess að grípa til. Margt af því
sem við höfum verið að gera er ekki aðeins
rangtúlkað heldur er það einnig fært á verri
veg okkur til hnjóðs og lasts. Það er engu
líkara en að við séum hinir verstu menn, ég
segi ekki sakamenn, fyrir þær sakir einar að
við erum tilneyddir til þess að gera þessar
ráðstafanir ef takast á að bjarga fyrirtækinu
frá voða. Við höfum engan bakhjarl í ríki eða
opinberum sjóðum eins og flest stærri
Evrópuflugfélaganna. Þetta félag hefur aldrei
þegið neinn ríkisstyrk af einu eða neinu tagi,
en t.d. í innanlandsflugi í Noregi sem býr við
svipaðar aðstæður og hér er beinn ríkisstyrk-
ur 3,1 milljarður ísl. króna á ári. Hér fáum við
ekki einu sinni að taka gjöld sem eru í
samræmi við tilkostnað þótt sannanlega sé
um mjög hagkvæman rekstur að ræða. Tap á
innanlandsfluginu á þessu ári verour nálægt
þrjú hundruð milljónum króna."
„Enginn leikur að rífa niður
það sem upp hefur verið byggt“
„Áttir þú von á því þegar þú varðst forstjóri
Flugleiða, að þetta yrði eins ströng barátta og
raun ber vitni þar sem segja má að fyrirtækið
hafi á stundum verið í slíku lágflugi að jaðrað
hafi við nauðlendingu?"
„Eg átti engan veginn von á því að mín biði
svo erfitt hlutskipti sem raun hefur orðið á.
Eg tók við í maímánuði 1979. Þá voru
vissulega blikur á lofti, en það gerði sér
enginn grein fyrir því að olíuverð myndi
tvöfaldast á tólf mánuðum, en það hafði
geigvænlegar afleiðingar þar sem fargjöld
gátu ekki hækkað í takt við eldsneytishækk-
anirnar. Engan grunaði þá að afkastamesta
tæki félagsins, DC-10 þotan, yrði stöðvað um
átta vikna skeið á háannatímabilinu, en sú
stöðvun kostaði 8 milljón dollara tap eða fjóra
milljarða króna íslenzkra og það er áfall af
stærri gráðunni.
Vissulega var við mörg vandamál að glíma
þegar ég tók við og sameining flugfélaganna
hafði ekki tekizt fullkomlega. Ég taldi það þá
eitt höfuðverkefnið að ljúka því verki og þótt
mikið hafi áunnist í þeim efnum er það ekki í
höfn ennþá, sérstaklega varðandi flugmenn
félagsins sem enn eru í tveimur stéttarfélög-
um.
„Hagur allra fyrirtækja
á íslandi stórversnað“
Ég átti ekki von á því að þróun mála yrði
þannig að það þyrfti óhjákvæmilega að grípa
til þess óyndisúrræðis að leggja raunverulega
niður Norður-Atlantshafsflugið. Ég hafði
sjálfur starfað mikið að uppbyggingu þess og
það er enginn leikur að rífa niður það sem
byggt hefur verið upp með svita, tárum og
blóði eins og sagt er og sú starfsemi var
ábótasöm um langan aldur. Síðan hafa
utanaðkomandi öfl verið að verki og þau
höfum við ekki ráðið við. Má þar m.a. nefna
verðbólguna á íslandi. Ég tel að hagur allra
fyrirtækja á íslandi hafi stórversnað síðan
1974 þegar óðaverðbólgan hóf innreið sína.
Miðað við það að launakostnaður hefði
hækkað um 10% á ári að meðaltali á árunum
1975—1979 í nágrannalöndum okkar og svipuð
þróun hefði verið hér á landi í stað þeirrar
óðaverðbólgu sem er staðreynd þá hefði
launakostnaður Flugleiða á s.l. ári orðið
tveimur milljörðum króna lægri en raun varð
á. Skekkjan í okkar efnahagsstjórn kostar
mönnum þínum að þú viljir helzt hafa
já-menn í kringum þig?“
„Ég vil ekki hafa já-menn í kringum mig,
það er ekkert gagn í þeim og þeir eru fyrstu
mennirnir sem leiða mann í ógöngur. Já-
mennirnir eru ekki mínir menn, en helzt vil ég
vinna með mönnum sem sækjast eftir mínu
starfi og leggja sig sjálfir fram með sinni
reynzlu af fullri einurð. En það gildir sama
grundvallaratriðið og ég nefndi áðan. Það
verður að ná samstilltum hópi sem keppir að
sama marki. Skipstjóri á skipi verður að geta
treyst því að stýrimaður og vélstjóri fari eftir
hans skipunum og að skipinu sé haldið á
stefnu."
„Neikvæð afstaða lykilaðila
í Luxemborg“
„Það hafa ekki farið saman fréttir hér
heima og það álit stjórnvalda í Luxemborg að
viðræður við þarlenda um samvinnu í flug-
rekstri standi enn yfir. Hvernig stendur þetta
mál?“
„Formlegum viðræðum við Luxemborgar-
menn hefur á engan hátt verið slitið, en við
höfum metið stöðuna þannig að lengra verði
ekki komizt að sinni fyrr en aðstæður
breytast. Afstaða forystumanna Lux Air, sem
er lykilaðili í þessu máli, er það neikvæð í dag
að það verður einhver veruleg breyting að
verða til þess að hægt sé að taka þráðinn upp
að nýju og það frumkvæði þarf að koma
þaðan. Við höfum tilkynnt yfirvöldum í
Luxemborg að við munum að öllu óbreyttu
leggja niður alla starfsemi þar á næstu
mánuðum."
„Nú hafa stéttarfélög flugliða, annarra en
flugmanna, sameinaðan og hefðbundinn
starfsaldurslista, en hvers vegna var öllum
flugliðum sagt upp störfum?"
„Starfsaldurslistamálið á
ýmsan hátt erfitt“
„Þar sem sameiginlegur starfsaldurslisti
flugmanna var ekki til, var ekki um annað að
ræða en segja öllum flugliðum upp störfum og
stefna að því að leysa vandamálið fyrir 1.
nóvember. Flugmenn hafa haft í hótunum um
stöðvun flugs og okkur var því nauðugur einn
kostur að segja upp öllu flugliðinu því við
höfum ekki möguleika á því að sitja uppi með
alla aðra flugliða ef ekki nást samningar við
flugmenn."
„En verður starfsaldurslisti félaganna virt-
fyrir Flugleiðir, en það er erfitt að spá um
verðþróun varðandi verðmæti flugvéla, sér-
staklega Tíuna, sem varð fyrir miklum
álitshnekki á sl. ári þótt sannað sé að það var
á engan hátt hægt að kenna vélinni um það
sem skeði.“
„Flugmenn hjá Flugleiðum hafa haft á orði
opinberlega að þeir geti rekið fyrirtækið
betur en stjórnendur þess.“
„Ég get ekki lagt dóm á þá skoðun
flugmanna, en ég veit ekki til þess að neinn
þeirra hafi stundað flugrekstur. Ég get því
ekki metið yfirlýsingar þeirra um eigin hæfni,
en það kæmi mér mjög á óvart ef hún væri
slík í flugrekstri."
„Árangursríkast að
hvetja fólk jákvætt“
„Ert þú harður stjórnandi, eins og heyrst
hefur hjá sumum starfsmanna þinna?"
„Stjórnunarstíll fer eitthvað eftir aðstæð-
um hverju sinni, en mér hefur alltaf reynzt
affarasælast að hafa vinsamleg samskipti við
starfsfólk. Það er sá stjórnunarstíll sem veitir
mestan árangur. Það er mun árangursríkara
að hvetja fólk til framlags og afkasta með
jákvæðum uppörvunum heldur en með
skömmum og umvöndunum. En stjórnandi
verður að taka á sig margt óvinsælt á
erfiðleikatímum. Hvað er til dæmis óvinsælla
en að þurfa að segja starfsmönnum upp og
það er ekkert sárara en að þurfa að láta
starfsfólk fara frá, sérstaklega starfsfólk sem
hefur starfað lengi og samvizkusamlega. Það
er auðvitað alltaf álitsatriði hvernig stjórnun
getur verið manneskjulegust en til dæmis þar
sem um eldri starfsmenn er að ræða hefur í
flestum tilfellum verið rætt við fólkið áður en
til starfsloka kemur og yfirleitt á slíkt sér
nokkurn aðdraganda.
Búið að semja við Air India
„Hvernig standa samningar Flugleiða um
leigu á áttum til Indlands og Senegal?“
„Ég tel samninga við Air India koma í gegn,
en þar eru um að ræða verkefni fyrir eina áttu
og flugið á hana a.m.k. til apríl næsta árs og
reiknað er með lengri leigu. Þá hefur verið
gerður samningur um leigu á áttu til Senegal
en hann hefur ekki verið staðfestur ennþá.
Allavega verður ein átta laus til farþegaflugs
í vetur á hinum ýmsu leiðum félagsins."
„Verður flug Áir Bahama lagt niður?"
„Nei, en áætlunarflugið mun minnka. Hins
Liðlega 200 manns sagt upp
í Evrópu og Bandaríkjunum“
„Er ákveðið hvaða söluskrifstofum erlendis
verður lokað?"
„Að sjálfsögðu verðum við áfram með
söluskrifstofu í New York, en við munum loka
skrifstofunum í Cicagó, Washington og Mi-
ami. Alls munu vera liðlega 140 starfsmenn
Flugleiða í Bandaríkjunum nú en þeim
fækkar niður í tæplega 30 og þeir verða í New
York.
I Evrópu hefur verið ákveðið að loka
söluskrifstofum í Hamborg, Dusseldorf, Vín,
Milanó, Zurih og Brússel og verður alls nær
100 manns sagt upp þar.“
Misskilningur hjá
félagsmálaráðuneytinu
„Hvað vilt þú segja um áþreifingar Svavars
Gestssonar félagsmálaráðherra um stofnun
nýs flugfélags?"
„Mér er málið algjörlega ókunnugt nema
það sem ég hef séð í Morgunblaðinu. Misskiln-
ingurinn er sá að þessi málaflokkur fellur
ekki undir félagsmálaráðuneytið, en að öðru
leyti þekki ég ekki til þessa máls:“
„Valinn maður
í hverju rúmi“
„Hvað er þér í huga varðandi hina nýju
stöðu Flugleiða og framtíðina?"
„Öll okkar atorka beinist að því að rétta
félagið við, koma því á réttan kjöl. Eftir þessa
fækkun starfsmanna, sem hefur því miður
verið mjög sársaukafull, er valinn maður í
hverju rúmi. Þessi samstillti hópur er mjög
vel fær um að gegna því hlutverki sem félagið
hefur, að sjá um samgöngur Islendinga við
umheiminn og innanlandsflugið. Því til við-
bótar er verkefnið að efla komu erlendra
ferðamanna og það er höfuðmarkmið, því án
þeirra er mjög erfitt að viðhalda tilhlýðilegri
tíðni í ferðum til og frá landinu vegna
smæðar íslensks markaðar.
Ég átti von á því að þessum aðgerðum væri
mætt af meiri skilningi af almenningi og af
vissum fjölmiðlum, en það má kannski segja
að mjög óvenjulega standi á þeirri knýjandi
nauðsyn sem er í samdrætti fyrirtækisins. Ef
til vill er það einnig að einhverju leyti gamla
sagan þar sem allir vilja vera vinir manns ef
vel gengur en svo kemur annað upp á
teninginn þegar á móti blæs.“
—á.j.