Morgunblaðið - 03.09.1980, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980
Hvernig tekst íslandi
upp í kvöld?
ísland og Rússland leika
sinn þriðja landsleik
ISLENDINGAR og Sovétmenn
leika landsleik i knattspyrnu á
LauKardalsvellinum i kvöld og
hefst leikurinn klukkan 18.30. Er
þetta fyrri leikur liðanna i und-
ankeppni HM i knattspyrnu og
annar leikur íslands i sömu
keppni. Fyrri leikurinn var eins
og menn muna landsleikurinn
gegn Wales á Laugardalsvellin-
um í vor.
Þetta er þriðja viðureign ís-
lands og Sovétríkjanna. Fyrir
fáum árum léku liðin tvívegis í
undankeppni Olympíuleikanna.
Sigruðu Rússar eins og vænta
mátti í báðum leikjunum, en
munurinn var ekki eins mikill og
ætla hefði mátt og frammistaða
íslands var til sóma. Heima tapaði
ísland 0—2. Sjálfsmark kom þar
til og íslendingar voru óheppnir
að skora ekki, áttu m.a. stangar-
skot. Síðan bjuggust menn vart
við öðru en rótarbursti er þjóðirn-
ar mættust á Lenin-Ieikvanginum
og ísland án flestra ef ekki allra
„erlendu" leikmanna sinna. En
Rússar voru í bölvuðu basli með
landann og leikurinn endaði 0—1.
Lítið vita Islendingar um sov-
éska liðið annað en að það er mjög
sterkt og hefur verið í sókn. Má
minna á, að liðið sigraði Ungverja
4—1 á útivelli fyrir mjög skömmu.
Uppistaðan í liðinu eru leikmenn
frá Spartak, en samtíning frá
öðrum liðum svo sem Kiev, Tblisi
og fleirum er þar einnig að finna.
Frægasti leikmaður liðsins er auð-
vitað Oleg Blochin.
Áður hefur verið birtur íslenski
landsliðshópurinn og er ekki þörf
á endurtekningum. Skal þó enn
minnt á breytinguna sem gera
þurfti, en Kristján Olgeirsson var
valinn í stað Janusar Guðlaugs-
sonar sem meiddist í Þýskalandi
um helgina.
Zagreb býður báða
leikina í Reykjavík!
«ÞETTA er mikill hvalreki og
bókstaflega eins og að vinna i
happadrætti“ sagði Halldór Ein-
arsson i körfuknattleiksdeild
Vals í samtali við Mbl. i gær, er
ljóst var að júgóslavneska meist-
araliðið Zagreb hafði boðið Vais-
mönnum að leika báða leikina i
fyrstu umferð Evrópukeppni
meistaraliða í Reykjavik.
„Þeir ætla meira að segja að
borga flugmiða sína sjálfir og eina
sem Valur þarf að borga er
uppihald þeirra hér heima. Þetta
er að vísu ekki alveg 100 prósent
öruggt enn þá, því alþjóðakörfu-
knattleiksráðið á eftir að leggja
blessun sína fyrir ráðahaginn. Þá
eru dagarnir sem Júgóslavarnir
stinga upp á sem keppnisdaga
erfiðir, 10. og 11. október. Kín-
verska landsliðið verður nefnilega
á keppnisferðalagi á íslandi frá
9—13 sama mánaðar. Við ætlum
að athuga hvort að þeir hjá
Zagreb geti hliðrað eitthvað til
dögum" bætti Halldór við.
Júgóslavar eru Olympíumeist-
arar í körfuknattleik og því má
telja Zagreb-liðið með þeim bestu
í Evrópu. Hins vegar bendir tilboð
þeirra til þess að þeir telji sigur-
inn vísan. Hvort sem sigur þeirra
er vís eða ekki, þá fá íslenskir
körfuknattleiksáhangendur að sjá
körfuknattleik eins og hann gerist
bestur í Evrópu.
-gg-
Heimilistölvan
Tölvuskóli
Borgartúni 29,
sími 25400
Töivunámskeið
3. sæti Gísli Sigurbergsson GK 83
högg.
2. fiokkur karla.
1. sæti Jón E. Ragnarsson GK 80
högg.
2. sæti Rafn Sigurðsson GK 81
högg.
3. sæti Kristján R. Hansson GK
82 högg.
3. flokkur karla.
1. sæti Rúnar Gunnarsson GN 85
högg.
2. sæti Magnús Guðmundsson GN
88 högg.
Þorbjörn Kjærbo sigraði
í Ron Rico keppninni
3. sæti Hannes Ingibergsson GN
90 högg.
Kvennaflokkar:
Án forgjafar:
1. sæti Kristín Pálsdóttir GK 85
högg.
2. sæti Guðfinna Sigurðardóttir
GS 91 högg.
ÞORBJÖRN Kjærbo sigraði i
meistaraflokki karla á Ron-Rico
golfkeppninni sem haldin var á
Hvaleyrarholtsvelli um siðustu
helgi. Bætti Þorbjörn enn einni
rósinni i hnappagatið á löngum
golfferli. Bæði Þorbjörn og Sig-
urjón R. Gisiason slógu 76 högg,
en Þorbirni var dæmdur sigur-
inn. Þriðji varð Magnús Hjör-
leifsson á 78 höggum.
Crslit i öðrum flokkum urðu
sem hér segir:
1. flokkur karla.
1. sæti Guðlaugur Kristjánsson
GS 82 högg.
2. sæti Ólafur Marteinsson GK 83
högg.
Góöur árangur Björns
11 ÁRA piltur úr Breiðabliki,
Björn Sveinbjörnsson, náði frá-
bærum árangri á Andrésar And-
ar leikunum sem fram fóru i
Kóngsbergi i Noregi um siöustu
helgi.
Björn gerði sér lítið fyrir og
sigraði með yfirburðum i 800
metra hlaupi. Fékk hann timann
2:36,4 minútur. Nokkrir aðrir
keppendur frá Íslandi tóku þátt i
mótinu, Sigurður Einarsson UIA,
Sigrún Markúsdóttir UMFA og
Linda Loftsdóttir úr FH. Náðu
þau góðum árangri þó ekki
nægði til verðlauna.
3. sæti Þórdís Geirsdóttir GK 96
högg.
Með forgjöf:
1. sæti Lóa Sigurbjörnsdóttir GK
netto 76 högg.
2. sæti Kristine E. Eide GN netto
76 högg.
3. sæti Hrafnhildur Eysteinsdótt-
ir GK netto 95 högg.
76 manns kepptu að þessu sinni,
en verðlaun öll gaf fyrirtækið
ETH Matthiesen.
Námskeiö hefjast 15. september.
■ Viltu skapa þér batri adstödu á vinnumark-
aðnum?
■ Viltu lasra að vinna með tölvur?
■ Á tölvunámskeiöum okkar lasrir þú aö faera
þér í nyt margvíslega möguleika sam smá-
tölvur (microcomputars), sam nú ryöja sér
mjög til rúms, hafa upp á aö bjóöa fyrir
viöskipta- og atvinnulífiö.
■ Námiö far aö mastu fram maö leiösögn tölvu
og námsefniö ar aö sjálfsögöu allt á íslansku.
Námsefniö hentar auk þass val fyrir byrjend-
ur.
■ Á námskeiöunum ar kannt forritunarmáliö
BASIC, an þaö ar lang algengasta tölvumáliö
sam notað ar á litlar tölvur.
Sími tölvuskólans er 25400.
Innritun stendur yfir.
Námskeiöskynning sunnudag
7. sept. kl. 14.00 — 18.00.
Getrauna- spá M.B.L. 1 JQ C 1 T Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Birmingh. — Liverpool 1 2 X 2 2 2 1 1 4
Coventry — Palace 1 1 X X X 1 3 3 0
Everton — Wolves X X X X 1 X 1 5 0
Ipswich — Aston Villa X 1 1 1 X 1 4 2 0
Leichester — Sunderl. X X 1 X 1 X 2 4 0
Man. City — Arsenal 2 2 2 2 2 X 0 1 5
Middiesbr. — N. Forest 1 X X 2 X 2 1 3 2
Southampt. — Briston X 1 1 1 1 1 5 1 0
Stoke — Leeds 2 2 X X 2 X 0 3 3
Tottenh. — Man. Utd. X X X 1 X 1 2 4 0
MBA — Norwieh 1 X 1 X X X 2 4 0
Chelsea — West Ham 1 X 1 X X 2 2 3 1