Morgunblaðið - 03.09.1980, Page 31

Morgunblaðið - 03.09.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 31 Fram vann Adidas- mótið á Selfossi FRAM varð öruKgur sigur- vegari i Adidas-mótinu i handknattieik sem fram fór á Selfossi um siðustu helgi. Fram lagði alla keppinauta sína að veili, Fylki, Val og KR, hlaut því sex stig, en hin liðin hrepptu tvö stig hvert. Að sögn sjónarvotta var leikinn prýðilegur hand- knattleikur á móti þessu og þykir lofa góðu fyrir kom- andi keppnistímabil. A-stigs námskeið TÆKNINENFD HSÍ gengst fyrir A-stigs leiðbeinanda- námskeiði i handknattieik dagana 6.-7. september næstkomandi. Fer námskeið- ið fram i Kársnesskóla í Kópavogi. KR og UMFN leika fyrsta leikinn í úrvalsdeild Úrvalsdeildin í körfu- knattleik hefst 17. október næstkomandi með leik Njarðvikur og KR. Má því segja, að vertíðin hefjist á stórleik. Fyrsti leikurinn í 1. deild kvenna fer íram 30. október og eigast þá við ÍS og ÍR. Og allt er þegar þrennt er, fyrsti leikurinn í 1. deild karla fer fram 24. október, þá eigast við UMFG og UMFS. UMFG tapaðl stigi Grindvíkingar töpuðu dýr- mætu stigi, er liðið mætti Tindastól i úrslitakeppni 3. deildar. Leikið var i Grinda- vik og lauk leiknum þannig, að bæði lið skoruðu eitt mark. Sigurgeir Guðjónsson skoraði mark UMFG. en Árni Geirsson jafnaði fyrir Tindastól. Sigurgeir er nú markhæsti leikmaður \s-~' landsmótsins, hvort heldttr staldrað er við í fyrstu, annarri eða þriðju deild. Hann hefur skorað 20 mörk i sumar. írskur dómari Dómari á HM-leik íslands og Sovétríkjanna á Laugardals- vellinum í kvöld cr íri. Ileitir hann Ólivér Donnely. Línuverðirnir eru landar hans. TlZKUVERZLUN unga fólksi \KARNABÆ Laugavegi 20. Simi Iré skiptiborði 85055. Glæsibæ — Laugavegi 6b. Simi frá skiptiboröi 85055 Austurstræu 22. sími 85055.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.