Morgunblaðið - 10.09.1980, Page 7

Morgunblaðið - 10.09.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 7 Útvarpiö og Flugleiöir Sæmundur Guövins- son, blaðamaður á Vísi, sogir f Sandkorni þess blaðs í gær: „Fréttastofa útvarps var á æðislegu flugtrippi um helgina og kenndi þar margra grasa. Meðal annars töldu fréttamenn brýna nauðsyn bera til að gera breytingar á stjórn Flugleiða og var reynt að fá samgönguráðherra til að fallast á þessa skoð- un. L Hann var spurður, hvort líklegt væri að samningar tækjust við Luxara meö óbreyttri stjórn Flugleiða. Þegar ráðherra fékkst ekki til að fullyröa að stjórn Flugleiða stssði í vegi fyrir samningum, var hann spuröur hvort ekki væri vonlaust að semja við flugmenn Flugleiöa, meðan stjórn fyrirtækis- ins væri óbreytt. Það þótti hins vegar engin ástæða til að spyrja, hvort flugmenn Flugleíða þyrftu ekki aö ná samkomulagi sín á milli áður en nokkuð væri hægt að semja við þá. Fleiri „fréttir" útvarpsins af þessum flugmálum voru í sama dúr, og hlust- endur voru ekki í vafa um áhuga fréttastofunnar á því að Sigurður Helgason skyldi settur af. Það hefði mátt hafa yfirskriftina af þessum fréttum: „Nú verður tekið fyrir málið Ríkisútvarpið gegn Sig- urði Helgasyni forstjóra. Varnir ákærða verða tak- markaðar.“ Viö vitum betur.. . Enn um flugtripp út- varpsins. í fréttum þess um helgina var greint frá því, að sum flugfélög rækju Atlantshafið með hagnaði og Northwest Airlines nefnt sem dæmi. Tímaritið Business Week greindi frá því þann 25. ágúst, að Northwest hefði tilkynnt um 16,1 milljón doílara tap fyrstu sex mánuði þessa árs. Ennfremur, að við lok fjárhagsárs fé- lagsins þann 31. marz hefði tap á Atlantshafs- fluginu numið 26,6 millj- ónum dollara. En það er auðvitaö óþarfi að taka mark á upplýsingum félagsins fyrst útvarpið er á önd- verðum meiði í þessu efni.“ Ólafur Ragnar og Baldur á ferö Athygli hefur vakið, að ummæli þeirra Baldurs Óskarssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar i út- varpinu og síðdegisblöö- unum í gær um greinar- gerð Flugleiða um fjár- hagsstöðu fyrirtækisins voru nær samhljóða. Ólafur Ragnar sagði efn- islega það sama í síödeg- isblöðunum og Baldur sagöi í útvarpinu. Skýr- ingin er einföld. Alþýðu- bandalagið hefur skipu- lagt aðför að Flugleiðum, eins og rætt er um í forystugrein Morgun- blaðsins í dag. Sérstakur hópur innan flokksins skipuleggur þessa aðför. í honum eru þeir Ólafur Ragnar, Baldur Óskars- son, Arnmundur Bach- man, fulltrúi félagsmála- ráðherra og fleiri. Þessi hópur eða einhverjir úr honum hafa hitzt í fyrra- kvöld. Þar hafa þeir lagt á ráðin um það, hvernig þeir ættu að bregðast við skýrslu stjórnar Flug- leiöa. Þeir hafa komið sér saman um það, hvaöa athugasemdir þeir mundu gera. Síöan hafa þeir ákveðið, að Baldur Óskarsson hringdi í ein- hvern vin Alþýðubanda- lagsins á fréttastofu út- varpsins og óskaði eftir viðtali viö sig, en Ólafur Ragnar mundi hringja i Dagblaöið og Vísi og bjóða fram forsíðufréttir. Þetta hefur Ólafur Ragnar gert snemma í gærmorg- un með þeim árangri, að ummæli hans um grein- argerö Flugleiöa er á for- síðu beggja síðdegis- blaðanna. Aöstandendur Vísis og Dagblaðsins ættu að hugleiða, hvort ástæða sé til aö láta Ólaf Ragnar komast upp meö þessi vinnubrögð öllu lengur. Hann er frægur fyrir það á öllum dag- blöðunum að hringja sjálfur og bjóða fram skoðanir sínar. „Sko, ef þú vilt, þá máttu hafa eftir mér...“ Stjórnend- ur fréttastofunnar ættu líka að fara að hugsa sinn gang. Fyrr á þessu ári misnotuðu alþýöubanda- lagsmenn fréttastofuna í sambandi við kjarnorku- vopnaupphlaupið. Nú misnota þeir hana í sam- bandi við Flugleiöamálið. Hafa starfsmenn frétta- stofunnar ekkert faglegt stolt fyrir hönd sjálfra sín og Ríkisútvarpsins? Þetta gerðist 10. september 1976 — 176 farast í árekstri tveggja flugvéla í Júgóslavíu. 1974 — Guinea-Bissau fær sjálf- stæði. 1964 — Utanríkisráðherrar Eining- arsamtaka Afríku samþykkja á fundi í Addis Ababa áætlun um að binda endi á uppreisn og deilur i kongó. 1956 — Nasser hafnar tillögu 18 ríkja um Súez-skurð. 1945 — Vidkun Quisling dæmdur til dauða í Noregi fyrir samvinnu við Þjóðverja. 1939 — Þýzki herinn nær algerum yfirráðum yfir Vestur-Póllandi — Kanada segir Þýzkalandi strið á hendur. 1935 — Þing hvítra landnema for- dæmir stjórnarstefnu og hvetur til nánara sambands við Uganda og Tanganyika. 1919 — Sáttmálinn í Saint Germain undirritaður — Friður saminn við Austurríki. 1918 — Uppþot múhameðstrúar- manna brjótast út í Kalkútta, Ind- landi. 1907 — Nýja-Sjáland verður sam- veldisríki. 1898 — Elízabet keisaradrottning af Austurríki vegin af ítölskum stjórn- leysingja í Genf. 1885 — Bretar semja við Rússa um landamæri Afganistans. 1844 — Marokkó-ófriði lýkur með Tangier-sáttmála. 1823 — Símon Bólivar verður ein- valdur. 1813 — Orrustan á Erie-vatni (sigur Perry á Bretum). 1780 — Hyder Ali af Mysore leggur undir sig svæðið umhverfis Madras, Indlandi. 1654 — Alexis Rússakeisari tekur Smolensk í stríði við Pólverja. 1547 — Orrustan við Pinkie (Sigur Englendinga á Skotum) — Sonur páfa, Pierluigi Farnese, veginn af Ferrante de Gonzaga, landstjóra í Mílanó. Afmæli. Mungo Park, skozkur land- könnuður (1771—1806) — Franz Werfel, austurrískur rithöfundur (1890—1945) — Arnold Palmer, bandarískur golfleikari (1929— ). Andlát. 954 d. Loðvík IV Frakka- konungur — 1797 d. Mary Woll- stonecraft, kvenréttindakona. Innlent. 1257 Sættagerðin í Bjarna- dal — 1728 d. Jón Steingrímsson prófastur — 1874 Vesturfaraskip flytur 375 íslendinga frá Sauðár- króki — 1877 „Framfari" hefur göngu sína í Manitoba — 1908 Stórsigur uppkastsandstæðinga í kosningunum um Uppkastið — 1908 Aðflutningsbann á áfengi samþykkt — 1938 Vinnumálalöggjöfin öðlast gildi — 1938 d. Jens B. Waage — 1942 Þýzk flugvél gerir árás á hús og báta á Austfjörðum — 1964 d. frú Dóra Þórhallsdóttir — 1977 Þriðja Kröflugosið — 1979 Bráðabirgðalög. Orð dagsins. Hafðu augun opin og munninn lokaðan — Japanskur málsháttur. Verksmiójusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Gerið góö kaup í úrvalsvöru. Opiö virka daga kl. 9—18. Laugardaga kl. 9—12. BOT HF. Skipholti 7. Simi 28720. Innilegar þakkir til allra sem sýndu mér vináttu meö heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveöjum á stjötíu ára afmodi minu. GuÖ blessi ykkur. Dórothea Erlendsdóttir, Akranesi. 00^ MILWARD • Hringprjónar • Fimmprjónar • Tvíprjónar • Heklunálar Framleitt úr léttri álblöndu Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & co. hf. Sími 24-333. MiLWARD A22S2 CwcufíK Knrtítng Pirttt A*y»jrtte OfuMarte Rundstricknadrtn Verö 42.800.- Litur: Rústrautt. Verö 44.200.- Litir: Biátt og Ijós- brúnt. Póstsendum bÁeAl Laugavegi 60, ^9IVUDC19 sími 21270.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.