Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980
15
Um 37 þús.
kóreanskir
larfalákar
teknir
Seul, Suöur-Kóreu. 9. sept. — AP.
HERSTJÓRN Suður-Kóreu
tilkynnti í dag að um þrjá-
tíu og átta þúsund meintir
larfalákar, fjárhættuspilar-
ar og braskarar hefðu verið
handteknir í sérstökum að-
gerðum lögreglunnar, sem
stefnir að því að uppræta
hvers kyns svínarí og spill-
ingu í landinu. Talsmaður
herstjórnarinnar sagði að
rösklega fimm þúsund
manhs yrðu settir í nauð-
ungarvinnu, höfðað yrði
sakamál á hendur um 1500
sem hefðu hvað mestar
sakir að bera, um tíu þús-
und hefðu verið látnir laus-
ir að loknum yfirheyrslum
og 17 þúsund yrðu látnir
lausir eftir fjögurra vikna
endurhæfingu.
Kitty, Kitty, bang, bang til sölu!
Amanda Clayton og Michaela Pain, aðalleikarar í myndinni Kitty,
Kitty. hantf, hanií ásamt nefndum bil, en nú er ætlunin að billinn verði
seldur á uppboði i Englandi þann 22. september. Eins ok menn muna
sem hafa séð myndina er þessi bíll hinn kostamesti i hvivetna, flýtcur i
lofti og siglir um sjá auk þess að aksturseiginleika hans dregur
enginn i efa.
Vopn geymd í
Þrændalögum
Osló, 9. Heptember.
Frá fréttaritara Mbl.
ÞAÐ virðist nú frágengið að
birgðir af þungum bandariskum
vopnum. sem Atlantshafshanda-
lagið getur gripið til ef á þarf að
halda. verður komið fyrir i
Þrændalögum og ekki i Norður-
Noregi. Stjórn Noregs hefur
fengið stuðning frá landsstjórn
flokksins um að hefja viðræður
við Bandarikin, sem miði að
þessu. Á þann hátt er talið að
varnir Norður-Noregs kunni að
Veður
víða um heim
Akureyri 7 léttakýjaö
Amsterdam 18 bjart
Aþena 30 heiöskirt
Barcelona 22 skýjaö
Berlín 17 rigning
BrUssel 18 skýjaö
Chicago 30 rigning
Oenpasar 30 skýjað
Dublin 17 heiöskírt
Feneyjar 24 þokumóöa
Frankfurt 25 skýjaö
Fsreyjar 10 skýjaö
Genf 20 skýjaö
Helsinki 20 heiöskírt
Kong Kong 31 heiöskirt
Jerúsalem 32 heiöskírt
Kaupmannahöfn 20 rígning
Las Palmas 22 aiskýjað
Lissabon 23 heiöskirt
London 20 heiöskírt
Loa Angeles 25 skýjaö
Madrid 30 skýjaö
Malaga 26 skýjaö
Mallorca 20 skýjaö
Mexíkó 24 skýjaö
Miami 30 skýjaö
Moskva 19 skýjaö
Nýja Delhi 32 skýjaö
New York 26 heiöskírt
Oslo 16 heiöskírt
París 24 skýjað
Reykjavík 9 léttskýjað
Rómaborg 29 bjart
San Fransisco 16 skýjað
Stokkhólmur 20 heiöskírt
Tel Aviv 31 heiöskírt
Tókýó 25 skýjaö
Vancouver 18 skýjað
Vínarborg 18 skýjaö
veikjast nokkuð og mun ríkis-
stjórnin ætla að bæta úr því með
þvi að efla innanlandsvarnir sin-
ar i norðlægustu fylkjunum.
Lausn þessi er studd þeim rökum,
að Knut Frydenlund, utanríkis-
ráðherra, telji, að mest nauðsyn
sé að styrkja eigin varnir i
N-Noregi og Norðmenn muni
verða snarari i snúningum á
þessum landsvæðum en erlendar
sveitir.
Frydenlund leggur áherzlu á að
öry8RÍsn'álastefna Noregs byggi á
tveimur meginreglum: að tryggja
varnir og öryggi norsks landsvæð-
is og nágrannalanda. Með því að
koma slíkum vopnabirgðum fyrir í
Þrændalögum megi líta svo á, að
hér sé um fyrirbyggjandi ráðstaf-
anir að ræða og ekkert land geti
litið á þessa ákvörðun sem ögrun á
neinn hátt.
Þær vopnabirgðir sem verður
komið fyrir í Þrændalögum munu
verða notaðar af tíu þúsund
bandarískum sjóliðum. Þarna er
um að tefla sprengiefni, Hawk-
eldflaugar, sem notaðar eru við að
verja flugvélar, 18—24 stórar fall-
byssur og töluverðar birgðir af
matvælum.
Innan stjórnarflokksins, Verka-
mannaflokksins, er verulegur
ágreiningur um þetta mál og
margir sem vilja ekki ljá land
undir vopnabirgðir fyrir Atlants-
hafsbandalagið.
ERLENT
Heilsa skánar ögn
Moskva. 9. sept. — AP.
LÍÐAN ANATOLI Shcharansky hefur batnað undan-
farnar vikur, að því er heimildir innan andófsmanna-
samtaka í Moskvu greindu frá í dag.
Shcharansky hefur verið í
þrælkunarbúðum í Úralfjöllum á
sjötta mánuð. Fyrst hafði hann
verið í fangelsi í þrjú ár, en var
fluttur í búðirnar í marz. Var
hann þá illa haldinn, kvartaði
undan stöðugum þrautum í höfði
og augum, en á því hefur nú orðið
einhver breyting til bóta. Fjöl-
skylda Shcharanskys hefur feng-
ið að heimsækja hann einu sinni,
móðir hans og bróðir dvöldu hjá
honum í tvær klukkustundir sl.
föstudag.
Shcharansky var mjög ötull
innan samtaka sovézkra Gyðinga
og barðist ótæpilega fyrir aukn-
um réttindum þeim til handa.
Hann var handtekinn 1977 og
dæmdur fyrir njósnir í þágu
Bandaríkjanna. Hann á að vera í
þrælkunarvinnubúðunum í tíu ár
enn.
Maður i frettunum:
Yinur Dengs
arf taki Hua
Næsti forsætisráðherra
Kína, Zhao Ziyang, hefur
orð fyrir að vera nýj-
ungagjarn hagfræðingur og
harður stjórnandi, sem hiki ekki
við að gæla við kapitalisma.
Zhao, sem hefur verið varafor-
sætisráðherra í aðeins nokkra
mánuði, er kurteis maður með
viðfelldna framkomu, en um-
fram allt framtaksamur og læt-
ur verkin tala. Hann hefur haft
á orði, að Kínverjar megi ekki
rígbinda sig við gamlar venjur
og leggja verði niður allt sem
hamli aukinni þjóðarfram-
leiðslu.
Hua Guo-feng, fýrirrennari
Zhao, sem mun gegna áfram
starfi formanns kommúnista-
flokksins, var skjólstæðingur
Mao heitins flokksformanns,
sem nú er óspart gagnrýndur.
Zhao er hins vegar skjólstæðing-
ur Deng Xia-ping varaforsætis-
ráðherra, sem einnig er raunsæ-
ismaður í efnahagsmálum. Deng
vill, að stuðningsmenn sínir
myndi nýja „samvirka forystu“
og haldi áfram að hrinda í
framkvæmd umfangsmiklum
áætlunum um nýsköpun og nú-
tímavæðingu. Zhao er leiðtogi
þessara manna.
„Hæfileikamaður"
I janúar sl. var Zhao í skyndi
kvaddur til Peking frá Sichuan,
fjölmennasta héraði í Kína, þar
sem hann hafði verið aðalflokks-
ritari síðan í desember 1975.
Hann var skipaður varaforsætis-
ráðherra og hafði með höndum
það verkefni að stjórna málum
ríkisráðsins frá degi til dags.
Þegar Hua kynnti Zhao fyrir
utanríkisráðherra Japans, Masa-
yoshi Ito, í síðustu viku, kallaði
hann eftirmann sinn „mikinn
hæfileikamann". Hua sagði, að
hann hefði unnið „merkileg af-
rek“ í Sichuan og miðstjórninni.
í Sichuan er haft á orði, að ef
menn vilji korn skuli þeir ræða
við Ziyang. Ziyang vann sér það
álit, sem hann nýtur, þegar hann
kom á reglu í héraðinu eftir
glundroðann í menningarbylt-
ingunni 1966—67. Árum saman
voru betlarar frá Sichuan kunn-
ugleg sjón í Kína, en Ziyang kom
landbúnaðinum og iðnaðinum
aftur á réttan kjöl.
Svo slæmt hafði ástandið ver-
ið í Sichuan, sem er byggt 100
milljónum manna, að sagt var að
margar fjölskyldur hefðu gripið
til þess ráðs að selja dætur sínar
fyrir hrísgrjón. En á árunum
1977 til 1979 jókst iðnaðarfram-
leiðsla í fylkinu um 81% og
kornframleiðsla jókst um 25%:
Um 600.000 atvinnulausu og
ungu fólki var útveguð atvinna,
mörgu í samyrkjubúum.
Zhao er kunnastur fyrir að
hafa haft á hendi umsjón með
efnahagslegum umbótum í iðn-
aði og landbúnaði og fyrir að
veita smábændum og verka-
mönnum aukið frelsi.
í landbúnaði hvatti hann til
ZHAO ZIYANG
— raunsær og nýjungagjarn
þess, að bændur fengju aftur að
stunda búskap á eigin jarðnæði
eða að þeir fengju að stunda
búskap í hjáverkum ef þeir voru
í öðrum störfum. Samkvæmt
skipunum hans hafa bændur
fengið greitt hærri laun fyrir
meiri vinnu og verið verðlaunað-
ir þegar þeir hafa komið meiru í
verk en af þeim hefur verið
krafizt með kvótakerfum.
Tilraunir
Zhao hefur sagt, að hagfræði
sósíalismans grundvallist í aðal-
atriðum á tveimur meginþátt-
um: þjóðnýtingu atvinnutækja
og launagreiðslum i samræmi
við þá vinnu sem er leyst af
hendi. Með þessar meginreglur
til grundvallar er hann fús að
gera tilraunir með ný stjórnun-
arkerfi og nýtt skipulag iðnfyr-
irtækja. Kapitalistum mundi
hlýna um hjartarætur, ef þeim
væri skýrt frá ýmsum hugmynd-
um hans.
Rúmlega 300 fyrirtæki í eigu
ríkisins gera um þessar mundir
tilraunir með nýtt sjálfstjórn
arkerfi. I stað þess að afhenda
ríkinu allan arð, mega þau halda
eftir hluta hans eða jafnvel
greiða skatta og halda afgangin-
um. Verksmiðjur standa í samn-
ingum um hráefni, vinna að
aukningu framleiðslunnar um-
fram ákveðna kvóta, greiða
verkamönnum aukin laun fyrir
aukavinnu og senda sölumenn út
af örkinni.
„Eftirlit ríkisins er of strangt
í Kína,“ sagði Zhao einu sinni.
„Það gerir ekki ráð fyrir áhuga
fyrir fyrirtækjunum."
Zhao er fæddur 1919 í Henan-
fylki. Árið 1951 fór hann til
Guang-dong-fylkis, sem liggur
að Hong Kong, til að stjórna
jarðaskiptingaáætlunum. Hann
var hreinsaður 1967 um leið og
Deng. Hann fékk uppreisn æru
1971 og varð fyrsti flokksritari í
Innri-Mongólíu og 1975 fór hann
til Sichuan.
Víkingar kunnu að framleiða stál
Jórvik. EnKlandi. 8. Heptember. AP.
STANS, sem notaður var
við myntsláttu á valdatím-
um víkinga í Englandi
fyrir 1000 árum, bendir til
að iðnaðarmenn þeirra
tima hafi kunnað ýmislegt
fyrir sér í stálgerð, að því
er haft er eftir fornleifa-
fræðingum.
Stansinn er fjögurra þuml-
unga langur og er hamar og
sverð grafið á annan enda
hans. Hann kom upp við gröft
í víkingabyggð í hjarta Jór-
víkur og er talið að þar hafi
verið slegin mynt. Dominic
Tweddle, sem hefur umsjón
með uppgreftrinum, sagði, að
járnið væri þakið viðarkolum
en þau væru notuð við fram-
leiðslu hrástáls. Með stál-
stansinum hefði mátt slá þús- •
undir einstakra peninga án
þess að hann léti á sjá.