Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 31 Gunnar í bann GUNNAR Sigurðsson, formaður knattspyrnuráðs Akraness var i gærkvöldi dæmdur i eins leiks bann af aganefnd KSÍ vegna atviksins i leik Vals og ÍA sem frægt er orðið. Tekur Gunnar út bannið á laugardaginn, er ÍA mætir ÍBK. Ragnar Margeirsson miðherji ÍBK missir einnig af leiknum, hann var dæmdur i eins leiks bann. Þá missir Jóhann Hreiðars- son, Þrótti, af leiknum gegn FH á föstudagskvöldið, hann var dæmdur í tveggja ieikja bann. Ásgeir Arnbjörnsson úr FH fékk eins leiks bann. — gg. Kemur Reinke fleiri í atvinnumennsku? MORGUNBLAÐIÐ hefur fregn- að að þýzki umboðsmaðurinn Wille Reinke, sá sem hafði milli- göngu um það að ráða Atla Eðvaidsson til þýzka knatt- spyrnuféiagsins Borussia Dort- mund, sé væntaniegur til lands- ins á næstunni. Heyrzt hefur að Reinke ætli að ræða við nokkra knattspyrnu- menn með það fyrir augum að koma þeim i atvinnuknattspyrnu hjá félögum i Evrópu. Fullar sættir milli Gunnars og Grétars MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning: „Gunnar Sigurðsson, form. Knattspyrnuráðs Akraness hefur tekið afsökunarbeiðni Grétars Norðfjörð, knattspyrnudómara. gilda vegna atviks, er varð að loknum leik Í.A. og Vals á Akranesi hinn 30. ágúst sl. Gunnar hefur dregið kæru sína á hendur Grétari til baka og hafa þeir náð fullum sáttum.“ • Gunnar Sigurðsson • Grétar Norðf jörð Stjórarnir reknir í stórum stíl STJÓRAR hjá breskum knatt- spyrnufélögum eru látnir fjúka i stórum stil þessa dagana. Fjórir tóku pokann sinn á sunnudaginn, þar á meðal Aian Dicks, sem séð hefur um Bristol City i 13 ár. Stjórnarmenn hjá Bristol City buðu honum stöðu aðstoðarþjálf- Formanna- fundur hjá HSÍ Formannafundur HSÍ fer fram á Hótel Loftleiðum næstkomandi laugardag og hefst kl. 13.30. Mjög áriðandi er að formenn aiíra handknattleiksdeilda mæti á fundinn. jjgf ara, en Dicks leit á það sem uppsögn og hvarf af vettvangi. „Við treystum honum ekki leng- ur,“ var haft eftir talsmanni stjórnar BC. Jimmy Adamson hjá Leeds hlaut að vera einn hinna brott- ræku, en Leeds hefur gengið ömiirlega það sem af er hausti. Adamson fékk þá afarkosti að hætta eða vera rekinn og tók hann fyrri kostinn. Þriðji sem fékk spark var Martin Harway hjá Carlisle. Liðinu var spáð frægð og frama á þessu keppnistímabili, en ekkert hefur gengið. Loks var John King sparkað úr brúnni hjá Trammere, þar sem hann hefur ráðið lögum og lofum í fimm ár. Mikill ágóði af rekstri getrauna í 3. leikviku Getrauna komu fram 2 raðir með 12 réttum og var vinningur fyrir hvora röð kr. 1.001.000 en alls voru 15 raðir með 11 rétta og vinningur fyrir hverja kr. 57.200. Báðir „tólfar- arnir“ voru á 16 raða kerfi og hvor seðill þar af leiðandi með 11 rétta i 4 röðum. Var vinningur fyrir hvorn kr. 1.230.000. Reikningar Getrauna fyrir sl. vetur eru komnir út. Hagnaður eignaraðilanna þriggja tifaldaðist á milli ára, hluti I.S.Í. fór úr kr. 1.052.000 í kr. 10.357.540, hluti U.M.F.Í. úr 300 þús. kr. í tæpar 3 millj. kr. og hluti íþróttanefndar ríkisins úr 150 þús. kr. í tæplega 1,5 millj. kr. Salan tvöfaldaðist úr tæpum 100 millj. kr. í kr. 197,5 millj. og þá einnig þeir liðir, sem tengdir eru sölunni, vinningar urðu alls kr. 98,7 millj. og sölulaun íþróttafélaganna kr. 49,4 millj. Alls varð ágóði íþróttasamtak- anna á síðasta vetri af rekstri Getrauna kr. 71,8 millj. er til a útsölumarkaðnum □ 100% ullarbuxur dömu □ Frotté fóöraöir sportjakkar □ Kakhi og denim gallauxur □ Bolir - vesti - peysur - blússur - □ Riflaöar flauelisbuxur skyrtur □ Tereline ullarbuxur herra □ Unglinga- og barnafatnaöur - □ Herraföt og stakir herraiakkar □ Skór — ýmsar gerðir o.m.fl. 50%—70% afsláttur Aðeins 2 dagar eftir Vörur frá Karnabæ, Garbó,Bonaparte og aö sjálfsögöu frá Bonanza. Laugavegi 20. Sími frá skiptiboröi 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.