Morgunblaðið - 05.10.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980
3
YFIRNEFND Verðlagsráös sjávarútvegsins að störfum í gær, frá vinstri: Ingólfur Ingólfsson, Kristján
Ragnarsson, ólafur Daviðsson oddamaður nefndarinnar, Árni Benediktsson, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og
Sveinn Finnsson framkvæmdastjóri Verðlagsráðsins.
(Ljósm. EBB).
\
Næsti fundur um nýtt
fiskverð á þriðjudag
FUNDUR var haldinn um nýtt ráðs sjávarútvegsins i gær.
fiskverð i Yfirnefnd Verðlags- Nýtt verð hefur ekki verið
ákveðið, en það átti að taka gildi
1. október. Nýr fundur hefur
verið boðaður í Yfirnefndinni á
þriðjudag. í viðtali í fréttatíma
Sjónvarpsins á miðvikudag sagði
Gunnar Thoroddsen, forsætis-
ráðherra, að nýs fiskverðs væri
að vænta um helgina.
Útvarpsleikrit í
prentaðri útgáfu
Út er komið leikritið Heildsal-
inn, fulltrúinn og kvenmaðurinn
eftir Erlend Jónsson. Það var flutt
í Ríkisútvarpinu á síðastliðnu ári,
nokkuð stytt, en er nú prentað
sem næst upphaflegri lengd. Per-
sónur eru þrjár: heildsali í
Reykjavík og fulltrúi hans, sem
eru að koma frá laxveiðum uppi í
Borgarfirði, og kona að norðan
sem er stödd á sömu slóðum og
slæst í för með þeim.
Þetta er sjötta bók Erlends
Jónssonar, en hann hefur meðal
annars sent frá sér þrjár ljóða-
bækur. Leikritið er gefið út á
kostnað höfundar en Litbrá
offsetprentaði.
íslandsmótiö í handknattleik
r k,8id KR — Víkingur
ki. 2o.oo Fram — Fylkir
KR var eina liðið sem vann
Víking í Reykjavíkurmótinu.
Verður það endurtekið í
i kvöld?
Hvað gera Fylkismenn á móti
Axel og Björgvin?
Næsti leikur í Hafnarfiröi miövikudag ki. 20.00:
Haukar — Víkingar
í leikhléi KR og Víkings keppa 10
áhorfendur um titilinn
Kókþambari kvöldsins.
Glæsileg verölaun.