Morgunblaðið - 05.10.1980, Page 15

Morgunblaðið - 05.10.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 15 Viðtal við Jón Jónsson listmálara níræðan ins bauðst Haraldur til að lána mér 800 krónur, sem munaði þvi að ég komst aftur út. En þriðja árið bauðst Ásgrímur til að lána mér fyrir náminu, og lánið fór allt upp í 1400 krónur. Þetta þriðja ár var ég í Aka- demíunni hjá Einari Nielsen og dauðsá eftir því. Hann var svo illur og skömmóttur karlinn, reif allt niður fyrir öllum. Seinna kom hann til Islands til að hitta „strákana", sem hjá honum höfðu verið, Engilberts og fleiri. Þá var boð fyrir hann hjá Markúsi ívarssyni. Hann vildi hitta mig með hinum. En ég var þá svo stór upp á mig, að ég vildi ekkert sjá hann aftur. — Voru þarna aðeins strákar Akademíunni? — Nei, strákarnir voru öðr- um megin í skólanum, stelpurn- ar hinum megin. Einu sinni ætlaði ég að fara að tala við laglega stúlku, sem var hinum megin, en var bannað það. Svo ég missti af því. — Það hefur verið meðan þú varst ungkarl? — Já, já, ég gekk ekki að eiga þessa stúlku, Soffíu Friðriks- dóttur, fyrr en 1926, segir Jón og bendir á stóra mynd á veggnum, sem hann hafði mál- að af konu sinni, sem nú er látin. — Við vorum ákaflega samrýnd og samstillt. Hún vildi lesa góðar sögur og við lásum mikið saman. Hún var líka músíkölsk og við hlustuðum saman á tónlist. Og hún var hrifin af myndunum, sem ég var að mála. — Þú hélst alltaf áfram að mála myndir samhliða húsa- máluninni? — Já, þegar ég hafði tæki- færi til. Þegar stríðið kom, tók ég á leigu sumarbústað á Hraðastöðum í Mosfellssveit, sem mér var boðinn af fólki, sem ég var að mála hjá. Þá var talað mikið um að hættulegt væri að vera í bænum, og við vorum með drengina okkar tvo. Þá fór ég að mála upp á kraft í Mosfellsdalnum. Hafði meira að segja tjald og tjaldaði þar víða, enda var leiðinlegt veður og rigningar. Ég var þó aldrei upplagður að mála þar, hvernig sem á því stóð. Mér gekk miklu betur eftir að ég kom í húsið okkar hér á Njálsgötunni. — Húsið byrjaði ég að byggja 1930, heldur Jón áfram. Var lengi að því. Ég átti ekkert, en sýningu á níræðisafmælinu, en ég treysti mér ekki til þess. — Þú gerir það kannski á 100 ára afmælinu? — Já, ég lofa þér því, að ef ég verð 100 ára, þá skal ég halda sýningu á myndunum mínum, svarar Jón og hlær. Hætt er samt við að ég sé nú að lofa upp í ermina mína. Talið berst að því hvað hann eigi af myndum, sem hann hefur málað, fyrr og nú. Hann segist hafa látið myndir smám saman, eftir að hann sýndi varð mikil ásókn í þær. — Ég er orðinn íhaldssamur á þær núna, bætir hann við. Tengda- dóttir mín hefur verið að segja mér að vera ekkert að selja. Én þær eru komnar í gott verð, myndirnar mínar sé ég af síðasta uppboði í Klausturhól- um, þar sem þrjár eldri myndir eftir mig fóru á meira en tvöföldu verði á við það sem ég hefi selt. Ég hefi aldrei haft vit á að selja, og ekkert verið að okra á myndunum. Við spjöllum saman góða stund, Jón kveðst vera ber- dreyminn, dreymdi m.a. fyrir andláti Ásgríms bróður síns. Þann draum hefur Jón skráð og les frásögnina upphátt. Ás- grímur lá þá á Heilsuvernd- arstöðinni, en kom heim til sín á daginn. Jón dreymdi þá að hann færi niður á Bergstaða- stræti til hans, eins og hann var vanur, og sá þar Ásgrím á tali við föður þeirra, sem var löngu látinn. Hann gekk út að glugganum og þar var þykkt ryk yfir öllu. Þegar hann vakn- aði, leizt honum ekki á draum- inn og dreif sig niður á Berg- staðastræti. Ásgrímur hafði þá ekki komið þar. Hann Jiafði fengið lungnabólgu um nóttina. Hann dó svo um páskana um vorið. Og við skoðum myndir Jóns, bæði þær gömlu og nýju. Þessi er ekki nógu góð, segir hann og bendir á vatnslitamynd af könnum. — Og ekki þessi ... Maður er alltaf að þykjast vera strangur við sjálfan sig, eins og mér var kennt í upphafi, bætir hann við. Og við kveðjumst með þeim ummælum að gaman verði að sjá sýninguna hans á 100 ára afmælinu. — E.Pá. fékk lánað efni hjá Hallgrími Benediktssyni og hjá Völundi. Þeir lánuðu mér hiklaust án nokkurs veðs. Þegar ég þurfti svo á pípulögnum að halda hjá Jóni Þorlákssyni, þá vildi hann fá veð. Svo ég lét auðvitað hina fá fyrsta veðrétt og hann annan veðrétt í húsinu. Mér tókst að borga þetta allt saman. Þegar stríðið kom, var nóga vinnu að hafa. Þá borgaði ég upp í kennd gagnvart honum. En það er ekki rétt. Ég var ekkert hræddur við hann. Það lenti bara allt í vinnu hjá manni og tilviljun að hann var látinn, þeg ég sýndi fyrst. Ég held að ég hafi ekki efnt til nema þriggja sýninga í allt og var með í þeirri fjórðu, þegar 10 íslenzkir málarar sýndu í Charlotten- borg í Kaupmannahöfn. Núna vildi fólkið mitt að ég hefði Jón hafði verið að mála tvær vatnslita- myndir af blómum, sem hann fékk á níræðisafmælinu, þegar að garði bar blaðamann, sem fékk að sjá nokkrar af nýjustu vatnslitamyndunum hans. — Þessi er ekki nógu góð — og ekki þessi, sagði hann. Maður er að reyna að vera strangur við sjálfan sig. Enn málar Jón í vinnustofu sinni og úti, þegar svo ber undir, fór til dæmis í Heiðmörk og að Miðdal í sumar til að mála. veðdeildinni og átti húsið skuldlaust. Ég ætlaði þá að byggja annað hús á betri stað. En konan mín vildi það ekki og ég vildi ekki láta það á móti henni. — Og hefur. verið ánægður með það? — Já, ég er ánægður hér. Fólkið hefur ratað hingað til min, og ég er ákaflega þakklát- ur fyrir hve vel allir hafa tekið mér og reynst mér vel bæði í listinni og í einkalífinu. Hingað til Reykjavíkur vildi ég fara, linnti ekki látunum við pabba fyrr en við fluttum, og hér hefur mér liðið vel. — Þú varst ekkert að hampa myndunum þínum framan af ævi. Hélzt ekki sýningu fyrr en á efri árum? — Ekki fyrr en um það leyti sem ég var sjötugur, held ég. Einhver skrifaði, að ég hefði ekki haldið sýnin^u á verkum mínum fyrr en Ásgrímur var látinn. Svo skilja mátti að það hefði verið af minnimáttar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.