Morgunblaðið - 05.10.1980, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980
HÁRGREIÐSLUTÍZKAN fyrir veturinn 1980 er komin. Berst okkur að venju
frá París, þar sem samtökin Ilaute Coiffure Francaise leggja línurnar, er síðan
herast í vor og haust út um víða veröld. Hingað til íslands koma hártískufréttirnar
með hraði. því nokkrir íslenzkir hárgreiðslumeistarar eru í þessum samtökum og
sækja nýjustu línurnar um Icið og þær koma fram. í haust var sýning HCF
dagana 7. og 8. septemher í nýjum og stærri sýningarsal í heimsborginni, í Porte
Mallot.
í þetta sinn fóru þangað af íslandi
hárgreiðslumeistararnir Hanna í
Kristu, Bára í Hár og snyrting, Lovísa í
Venus, Dúddi í hárgreiðslustofunni
Hjá Dúdda, Matti á Þinghólabraut
19 og Elsa í Salon VEH. Sögðu þau að
mjög gott andrúmsloft hefði ríkt á
sýningunni og fólk virzt ánægt með
nýju hártízkuna, sem er að þessu
sinni mjög hentug og ekki íburðarmik-
il. Á við flestar konur, alla aldursflokka
og er hentug okkar veðráttu á íslandi.
Þegar Parísarfararnir komu heim,
hittust þeir að venju til að bera saman
bækur sinar, um það sem þeir höfðu séð,
og færa hárgreiðsluna upp á íslenzk
höfuð. Höfðu til þess sex sýningar-
stúlkur. Klæddu þær í loðkápur, svo
sem mikið hafði verið gert á tízkusýn-
í hamttískunni
Tvær
línur
ingunni í Paris. Má sjá árangurinn á
þessum myndum, sem Emilía ljós-
myndari Morgunblaðsins tók, svo les-
endur mættu verða einhvers vísari um
hvað hæst mundi bera í hártízkunni á
þessum vetri.
Haustgreiðslan í ár nefnist Julie
og eru Unurnar íþetta sinn tvær,
önnur stuttu hári og hin í síðu. En fyrir
báðar greiðslurnar verður að hafa létt
permanent. Sú fyrrnefnda, Julie I, er
styttuklippt og nothæf fyrir bæði
karla og konur. Toppurinn er stuttur og
greitt frá andlitinu. Þetta hentar hér
vel, því íslenzka konur vilja yfirleitt
hafa toppinn stuttan.
Síðari hárgreiðslan, Julie II hár-
greiðslan, gerir ráð fyrir millisídd á
hárinu, sem er þverklippt. Með því er
notað alls konar hárskraut, gjarnan
undir kínverskum áhrifum, þar sem
prjónar eru m.a. í tízku. Auk þess
notaðar slaufur og bönd, svo sem sjá má
á myndunum.