Morgunblaðið - 05.10.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.10.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 fHttgtutÞIftfrifr Ótgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn GuðmundsSon. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. að er engin tilviljun, að fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í útvarpsráði og fundarstjóri á fjöldafund- um þess skuli koma fram fyrir alþjóð sem málsvari harðstjórnar Stalíns. Það er engin tilviljun, að Þjóð- viljinn skuli taka sömu afstöðu til valdabrölts vinstrisinna á landsþingi breska Verkamannaflokks- ins og málgagn breskra kommúnista Morning Star, sem eitt dagblaða í Bret- landi fagnar upphlaupinu og telur það merki um „lýðræðislegan styrkleika". Ef til vill er ritstjórnar- grein Þjóðviljans um málið þýðing úr systurblaðinu Morning Star með breyttu breytanda? Og það er engin tilviljun, að þau samtök, sem Þjóðviljinn hallmælir aldrei en umgengst jafnan með óttablandinni virð- ingu, Menningartengsl ís- lands og Ráðstjórnarríkj- anna, MIR, skuli þessa dag- ana gangast fyrir „eistn- eskum dögum" hér á landi til að minnast „inngöngu Eystrasaltsríkjanna í Sov- étríkin" eins og kúgun þess- ara ríkja heitir á máli Sovétvina. Morgunblaðið birtir í til- efni af þessum ósmekklegu „hátíðarhöldum" kommún- ista hér á landi greina- flokk, þar sem dregnir eru fram helstu þættir úr sögu Eistlands. Eins og menn sjá af lestri hans er furðu margt sameiginlegt með sögu Eistlendinga og Is- lendinga. Um þær mundir, sem Island var numið, er Eistlands fyrst getið í rit- uðum heimildum. Á 9. öld sóttu víkingar það heim ýmist í kaupleiðöngrum eða ránsferðum. Tæpum 40 ár- um áður en íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála var Eistland lagt undir sjö alda erlenda yfirstjórn. Rétt eins og á íslandi fór að örla á þjóðlegri vakningu meðal Eistlendinga á miðri 19. öld. Árið 1918, sama ár og íslendingar urðu full- valda þjóð, lýstu Eistlend- ingar yfir fullkomnu sjálf- stæði sínu gagnvart Rúss- landi. Rúmum tuttugu ár- um síðar lýkur samanburð- inum við íslandssöguna, því að með griðasáttmála þeirra Stalíns og Hitlers 1939 fylgdu þau undirmál, að þeir skiptu Eystrasalts- ríkjunum á milli áhrifas- væða sinna. í júní 1940 fór Rauði herinn inn í öll Eystrasaltslöndin, tveimur mánuðum síðar voru þau innlimuð í Ráðstjórnar- ríkin. Þess sorglega atburð- ar minnast Menningar- tengsl íslands og Ráð- stjórnarríkjanna nú með skemmtunum hér á landi. Eftir að Eistland var orðið hluti Sovétríkjanna var Rauða hernum og leynilögreglunni beitt til að uppræta allt er minnti Eistlendinga á sögu þeirra og menningu. Stórkostlegir mannflutningar til Síberíu voru fyrirskipaðir til að fullkomna upprætingar- starfið og herraþjóðin rússneska sendi fulltrúa sína til að fylla upp í skörðin. Aðför var gerð að eistneskri tungu og mótuð barnauppeldisstefna til að ala upp nýja kynslóð í hollustu við nýlenduherr- ana í Moskvu og trú á Lenín. Það er til marks um styrkleika eistneskrar þjóðarvitundar, að hún hef- ur ekki gefist upp fyrir sovétvaldinu. Landflótta Eistlendingar halda uppi öflugu starfi og um allan hinn frjálsa heim nýtur barátta Eystrasaltsþjóð- anna fyrir sjálfsvirðingu sinni andspænis ofbeldis- öflunum mikillar virðingar hjá þeim, sem ekki eru handbendi Moskvuvaldsins. í bók sinni Kommúnismi og vinstri hreyfing á ís- landi lýsir Arnór Hanni- balsson viðbrögðum komm- únista á íslandi við innlim- un Eystrasaltsríkjanna í Ráðstjórnarríkin með þess- um orðum: „Eina kveðjan sem Brynjólfur Bjarnason gat sent þessum þjóðum á harmsögulegum tímum, voru fáryrði um meðaumk- S'_ Smánardagar MIR un “með einhverjum yfir- stéttarklíkum". Mannslífið, mannlegur virðuleiki, rétt- ur smáþjóðanna var ekki mikils virði í augum Brynj- ólfs Bjarnasonar." í þessu samhengi má geta þess, að fyrir nokkrum dögum fjall- aði Þjóðviljinn fjálglega um það, að Brynjólfur Bjarnason hefði heiðrað Alþýðubandalagið með nærveru sinni á flokks- fundi þess. Hollusta kommúnista á íslandi fyrr og síðar við Ráðstjórnarríkin er engin tilviljun, hún er grundvall- arþáttur í stjórnmálavið- horfi þeirra, sem þeim tekst ekki að afmá, hversu oft sem þeir skipta um nafn á flokki sínum. Smánar- dagar MÍR í tilefni af kúgunarafmæli Eystra- saltsríkjanna eru enn ein staðfesting á þessu. Vekur furðu, hve lágt sovétvinir á íslandi geta lagst til að sanna herraþjóðinni al- gjöra undirgefni sína. Það er dapurlegt til þess að vita, að Alþýðusamband ís- lands skuli telja sér sam- boðið að vera þátttakandi í þessum „hátíðarhöldum“ með því að lána húsnæði síns ágæta listasafns undir einn þátt þeirra. Varla þætti það stórmannlegt í Póllandi. En vonandi tekst þeim, sem af „hugsjóna- ástæðum" sækja þessar samkomur MÍR, að skilja samviskuna eftir heima — svona til hátíðabrigða. | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*Laugardagur 4. Gudmundur Daníelsson Á sjötugsafmæli Guðmundar Daníelssonar í dag er ástæða til að minnast fjölskrúðugs lífsstarfs hans, enda munu fáir íslenzkir rithöfundar hafa verið afkasta- meiri en Guðmundur og enn færri reynt fleiri form ritlistar en hann. Guðmundur er þó ekki einungis einn afkastamesti höfundur núlif- andi, heldur eru beztu verk hans í flokki þeirra bókmennta samtím- ans á landi voru, sem hæst ber og mestra vinsælda njóta. Guðmund- ur Daníelsson hefur einnig, flest- um öðrum fremur, sýnt, að góðar bókmenntir þurfa ekki alltaf að vera skáldskapur, heldur getur margt það, sem ekki telst til skáldskapar, verið meiri bók- menntir en misjafn skáldskapur. Þannig hefur Guðmundur skrifað greinar ýmiss konar og samtöl, sem venjulega heyra blaða- mennsku til, með þeim hætti, að þessi tegund ritlistar, rís einatt í æðra veldi og verður að góðum bókmenntum, sem skipa má á bekk með góðum skáldskap. Hið sama gildir um minningaskrif skáldsins, svo sem Landshorna- menn, sem er ein fyrsta hérlend minningasaga úr lífinu, skrifuð með þeim hætti, að líf og list tvinnast saman í sérstæðum stíl og verða að skemmtilegum bók- menntum. En hæst rís þó Guðmundur Daníelsson í beztu skáldverkum sínum, sem þjóðin hefur tekið ástfóstri við, og er raunar ekki vanzalaust, að skáldsaga á borð við Blindingsleik hefir ekki verið gefin út í skólabókaútgáfu, á sama tíma og miklu síðri rit hafa skotið upp kollinum á þeim vígstöðvum. En glámskyggni samtímans ríður ekki við einteyming, þegar kemur að kerfi og tízkufyrirbrigðum. En slík skáldrit sem Blindingsleikur munu þó ekki fara á mis við samtíð og framtíð af þeim sökum. Góðar bókmenntir verða ávallt á vegi góðra lesenda, hvernig sem reynt er að gleyma þeim. (!) En á sjötugsafmæli Guðmundar Daníelssonar er ekki sizt ástæða til að minnast' þess, að skáldið er einn þeirra, sem aldrei hafa keypt sér eða verkum sínum frið með því að gæla við háværa og aðsóps- mikla formælendur einræðis- stefnu. Hann hefur ávallt verið þar í flokki, sem reynt hefur verið að hlúa að lýðræði — og því hefur hann t.a.m. aldrei gengið marx- isma á hönd. Þegar Guðmundur Daníelsson var að hasla sér völl sem ungur rithöfundur, átti hann ekki ritvél. Hann bað því Ingólf Jónsson á Hellu að vélrita fyrir sig fyrsta ljóðið, sem hann fékk birt á prenti. Ingólfur gerði það og hefur víst enginn annar rithöfundur notið þeirrar virðingar á hálu svelli listagyðjunnar að hafa Ingólf á Hellu fyrir e.k. einkaritara sinn. En það fór vel á því, að leiðir þessara tveggja sunnlenzku kempna skyldu liggja saman með þessum hætti. Báðar hafa þær helgað líf sitt menningu íslenzku þjóðarinnar, uppbyggingu og at- hafnaþrá — með óbilandi trú á landið að leiðarljósi. En nú skulum við snúa okkur að Ingólfi. Hellujarlinn dregur ekki síður að sér athygli en Guðmund- ur skáld. Ummæli Ingólfs Ellert B. Schram, ritstjóri Vísis, birti samtal við Ingólf Jónsson, fyrrum ráðherra, í blaði sínu um fyrri helgi. Menn leggja yfir- leitt við hlustirnar, þegar Ingólfur tekur til máls, en hann nýtur nú hvað mestrar virðingar íslenzkra stjórnmálamanna fyrir langt og farsælt starf í þágu þjóðarinnar. Hann hefur um langt árabil verið í forystu Sjálfstæðisflokksins og telur eins og margir aðrir, að nú eigi menn að fara að hugsa mál sitt af alvöru, eins og drepið var á í síðasta Reykjavíkurbréfi. Það sé þjóðarnauðsyn að öldur lægi inn- an Sjálfstæðisflokksins og hann taki við því forystuhlutverki, sem þjóðin ætlar honum. Án sterks Sjálfstæðisflokks opnast allar flóðgáttir fyrir upplausn og rót- leysi, eins og nú hefur sýnt sig, svo að ekki sé talað um áhrif komm- únista á Islandi og þau völd, sem þeir hafa sölsað til sín í skjóli þeirrar óeiningar sem verið hef- ur í stærsta flokki þjóðarinnar. Skipbrot vinstri stefnunnar blasir nú enn einu sinni við hverjum, sem sjá vill, og það er ekki hlutverk sjálfstæðismanna, að bera ábyrgð á því kollraki. Ingólfur Jónsson, segir m.a.: „Eg legg ekki dóm á þessa stjórn, eða hvort hún verður langlíf eða skammlíf. Hún verður dæmd af verkum sínum. Stað- reyndin virðist því miður sú, að verðbólgan geisar fram í ekki minna mæli en áður. Því miður segi ég, því hvort sem maður er stuðningsmaður stjórnarinnar eða andstæðingur, þá tel ég að allir íslendingar eigi að óska hverri stjórn velfarnaðar, því ef vel gengur þá njóta þess allir. Þegar illa gengur verður öll þjóðin að gjalda þess. Þjóðfélagið hvílir á atvinnuveg- unum en þeir eru ekki nógu traustir, eins og ekki er við að búast, þegar ekki er veitt viðnám, gegn verðbólgu." Og ennfremur: „Eg el þá von í brjósti að atburðirnir sl. vetur, valdi ekki varanlegum klofningi. Andstæð- ingar sjálfstæðismanna hafa von- að að Sjálfstæðisflokkurinn klofn- aði og nýtt flokksbrot verði mynd- að. Það er kunnugt, að Albert Guðmundsson, sem hefur stutt stjórnina vill efla Sjálfstæðis- flokkinn og vinna að samheldni hans, og neitar því ákveðið að hann standi að neinu leyti að nýrri flokksmyndun. Sama get ég sagt um Eggert Haukdal, en hann hefur sagt í áheyrn margra að nauðsynlegt sé að efla Sjálfstæðis- flokkinn af alefli, ný flokksmynd- un komi ekki til greina. Eg hef ekki rætt við ráðherrana, en ég trúi því að í næstu alþingis- kosningum munu sjálfstæðismenn á Vesturlandi og á Norðurlandi vestra standa að sameiginlegu framboði. Þá vil ég heldur ekki trúa öðru en Gunnar Thoroddsen vilji að einn framboðslisti verði borinn fram í Reykjavík af sjálfstæðis- mönnum." Sjálfstæðis- flokkurinn á að vera kjöl- festa í öldu- rótinu Og loks talar Ingólfur Jónsson um mikilvægt hlutverk Sjálfstæð- isflokksins, vörn hans fyrir ein- staklinginn í upplausnarþjóðfélagi kerfiskarla vinstri stefnunnar og viðnám við rótleysi. Hann segir þessi athyglisverðu orð: „Eg hef aldrei skilið hvernig menn þola að láta draga sig í dilka og kalla sig Gunnars- eða Geirs- menn. Eg tel að menn einblíni yfirleitt of mikið á persónur. Foringi verður að vera glæsilegur, greindur og velviljaður, en hann verður ekki áhrifamikill nema flokksmenn vilji standa með hon- um. Allir foringjar Sjálfstæðis- flokksins hafa verið umdeildir á vissum tímum, jafnvel okkar bestu menn. En þeir hafa staðið það af sér, vegna yfirburða sinna. Ég vil frið í flokknum og einingu, og ekki draga fram ávirð- ingar. Nú ríður á að bera sáttar- orð á milli. Hver verði formaður ræðst á 900 manna landsfundi, því þar er þverskurður sjálfstæð- ismanna hvarvetna á landinu, sá sem er rétt kjörinn á kröfu á stuðningi allra sjálfstæðismanna, sem kjósa að vinna undir merki lýðræðis. Næsti landsfundur mun skera úr hverjir verða valdir til forystu. Þótt nú bresti í flokknum, þá breytir það ekki því, að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur miklu hlut- verki að gegna. Hann er kjölfesta og boðberi frelsis og athafna, sverð og skjöldur athafnalífsins og lífskjaranna. íslenska þjóðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.