Morgunblaðið - 05.10.1980, Side 19

Morgunblaðið - 05.10.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 19 Birgir ísl. Gunnarsson: Hún var vissulega hressileg ályktunin, sem sveitarstjórn- armenn á Austfjörðum gerðu einróma um stórvirkjun og orkufrekan iðnað þar í fjórðungi. Það var eindreginn vilji sveitar- stjórnarmanna á Austfjörðum að þar yrði byggð stórvirkjun og að í tengslum við hana yrði stóriðju komið á fót. Er helst talað um Reyðarfjörð í því sam- bandi. æ ríkari mæli að iðnaði, bæði orkufrekum stóriðnaði svo og ýmsum almennum iðngreinum. Reynslan af álvinnu og járn- blendiverksmiðjunni hrekur all- ar þær illspár, sem úrtölumenn höfðu uppi, þegar baráttan um þau fyrirtæki stóð sem hæst og þeir Bjarni Benediktsson og Jó- hann Hafstein voru að ryðja brautina fyrir byggingu stór- virkjana og stóriðju í tengslum við þær. sér fyrir því að stofnað verði virkjanafyrirtæki á Austurlandi, þar sem heimamenn fengju veruleg stjórnunarítök. Slíkt fyrirtæki gæti verið sameign sveitarfélaganna í fjórðungnum, ríkisins og hugsanlega gæti Landsvirkjun átt þarna eignar- aðild til að tryggja að tækni- þekking og reynsla Landsvirkj- unar í virkjunarmálum gæti nýst þessu nýja Austfjarðafyr- irtæki. Virkjanirnar, sem fyrir til að kanna möguleika á stofnun virkjanafyrirtækis á Austur- landi og skyldi nefndin skipuð fulltrúum Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi, Rafmagns- veitna ríkisins, Landsvirkjunar og Alþingis. Stjórnunar- aðild heimamanna Nefndin skyldi sérstaklega kanna eftirfarandi: Landfræði- Hressileg rödd að austan Augu æ fleiri opnast Þessi ályktun sýnir, að augu æ fleiri landsmanna eru nú að opnast fyrir því, að orkan og iðnaður í tengslum við hana sé forsenda þess að lífskjör hér á landi verði sambærileg við það, sem gerist í nágrannalöndum okkar. Astæðurnar liggja í aug- um uppi. Ekki er líídegt að fiskimiðin í kringum landið færi okkur að sinni þau verðmæti, sem duga til bættra lífskjara. Fiskistofnarnir leyfa það ekki. Landbúnaðurinn er heldur ekki líklegur til að verða útflutnings- grein, sem neinu nemur. Augu manna beinast því nú í Hvert á að vera næsta skrefið? Hin einróma samþykkt Aust- firðinga bendir til vaxandi skiln- ings á því, hvert stefna beri í atvinnumálum okkar Islendinga á næstu árum. En hvert á að vera næsta skrefið, ef Austfirð- ingar vilja ná fram þessum áhugamálum sínum? Hvað á að gera til að tryggja stórvirkjun á Austurlandi? Austfirðingar beina áskorunum sínum til ríkis- stjórnarinnar og telja sig vafa- laust eiga hauk í horni, þar sem iðnaðarráðherra er. Hann er þó ekki líklegur til að hafa neitt frumkvæði að gagni í þessu máli. Hann er umkringdur úrtölulið- inu í Alþýðubandalaginu, sem einskis svífst til að koma í veg fyrir þessi framfaraspor í ís- lensku atvinnulífi. Þá má einnig minna á það, að iðnaðarráðherra á sér þá hug- sjón æðsta í orku- og virkjun- armálum að flytja alla stjórn þessara mála í Landsvirkjun og taka þar með úr höndum heima- manna alla möguleika til áhrifa og stjórnunar. Enginn vafi er á því, að Austfirðingar verða sjálf- ir að hafa meira frumkvæði en að senda fundarályktanir suður til ráðherra. V ir k janaf yrir tæki á Austurlandi Austfirðingar eiga nú að beita eru á Austfjörðum myndu verða hluti af hinu nýja fyrirtæki. Þingsályktunar- tillaga Sjálf- stæðismanna I þessu sambandi má minna á, að á sl. vori lögðu allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þ.á m. Egill Jónsson, þm. Aust- urlands, fram þingsályktunar- tillögu þess efnis, að rétt væri að stofna hið allra fyrsta tvö virkj- unarfyrirtæki í þeim landshlut- um, þar sem ný orkuver eru í undirbúningi, þ.e. á Norðurlandi og Austurlandi. Var m.a. lagt til, að stofnuð yrði sjö manna nefnd leg mörk fyrirtækisins og orku- öflunarkosti á Austurlandi. Þátttöku sveitarfélaga og sam- taka þeirra í fyrirtækinu svo og þátttöku ríkisins og Landsvirkj- unar. Með því að stofna slíkt virkj- unarfyrirtæki á Austurlandi með samstarfi og þátttöku þess- ara aðila mætti tryggja allt, sem æskilegt væri talið í slíku fyrir- tæki, þ.e. fjármagn, tækniþekk- ingu og reynslu, staðarþekkingu og stjórnunaraðild heimamanna. Ef fylgja á hugmynd iðnaðarráð- herra um að setja öll virkjun- armál undir Landsvirkjun, er hætt við að Austfirðingar þurfi enn um sinn að láta sér nægja að senda bréf suður. cam & * * gt K4 döi m - rfa, i . JSPctB <nK», - -■........... má ekki kasta fyrir borð þessu þjóðfélagsafli, því það er vörn gegn upplausn." Sjálfseignar- stefna Sjálfstæðisflokkurinn hét því 1 fyrir síðustu þingkosningar að afnema alla nýja skatta síðustu vinstri stjórnar Ólafs Jóhannes- sonar. Fyrsta vinstri stjórnar einkenn- ið á núverandi stjórn var það, að hún framlengdi alla þessa skatta, bæði beina og óbeina. En hún festi sig enn betur í sessi sem vinstri stjórn í augum skattborgara með því að bæta um betur og auka skattbyrði ársins 1980 um allt að 30 milljarða króna, sem kom fram í þyngingu tekjuskatts og hækkun skatta, sem koma fram í vöru- verði. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannes- sonar hækkaði eignaskatta um 50%. Þessi skattauki hefur reynzt þungbærari vegna þess, að sam- hliða hækkaði fasteignamat, þ.e. eignaskattsstofninn. Þetta olli verulegri hækkun fasteignagjalda til sveitarfélaga, samhliða hækk- un eignaskatta. Nú eiga eignaskattar rétt á sér, innan hóflegra marka. — Þess verður þó ætíð að gæta, að þær tekjur, sem ráðdeild hefur breytt í eign, vóru skattlagðar þegar til þeirra var stofnað. Hefði þessum tekjum verið sóað í eitthvað sem ekki er eignamyndandi, kæmi slík tvísköttun, sem eignaskattur er, ekki til greina! Hér er dæmi um skattastefnu, sem hvetur fremur til eyðslu en eignar — og getur hver og einn gert upp hug sinn um, hvor tekjumeðferðin er heil- brigðari eða gagnlegri í þjóðar- búskapnum. Þessi skattastefna, sem er ær og kýr núverandi ríkisstjórnar, olli því, að eignaskattar hækkuðu um 93% milli áranna 1979 og 1980 í Reykjavík. Þessi eignaskatts- hækkun var nokkuð mismunandi eftir skattumdæmum. Eignaskatt- ar meira en tvöfölduðust (hækk- íðu um 120%) í Austurlandsumd- æmi. Þessi hækkun, samhliða hækkun fasteignagjalda, kom mjög illa við margt eldra fólk, sem býr í rúmu húsnæði, en er komið af vinnu- og tekjualdri. — Sama máli gegnir um einstæða foreldra, sem eru að reyna að halda í eigin húsnæði. Sjálfsagt gerir þessi stefna sumu fólki þann kost einan að selja ofan af sér húsnæði, sem því er kært og það vildi gjarnan eyða ævi sinni í. Yfir 90% íbúða á íslandi eru í eigu þeirra fjölskyldna, sem í þeim búa. I því ljósi skoðað eru íslend- ingar meiri eignamenn en gengur og gerist með öðrum þjóðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett það í öndvegi sinnar stefnu að gera fjölskyldunum kleift að eign- ast eigið þak yfir höfuðið, kjósi menn þann lífsmáta fremur en vera háðir leigumarkaði. Þessi sjálfseignarstefna á og mjög rík ítök í Islendingum. I samræmi við þessa stefnu lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins það til á lið- nu þingi, að horfið yrði að þeim reglum um álagningu eignaskatta, sem hér giltu árið 1978, þ.e. að afnema eignaskattshækkun vinstri stjórnar ólafs Jóhannes- sonar. í því sambandi bentu þeir á, hverjar afleiðingar 50% eigna- skattshækkun í kjölfar stórhækk- aðs fasteignamats hefðu fyrir þorra húseigenda. Núverandi rík- isstjórn hélt hinsvegar fast við þessa skattþynginguna, eins og hún hélt fast við tekjuskattshækk- unina og hækkun söluskatts og vörugjalds. Þannig gekk hún þvert á sjálfseignarstefnu Sjálfstæðis- flokksins og negldi sig niður í hugum fólks sem dæmigerð vinstri stjórn. — Skattastefnan gerir fólki um megn að leggja nokkuð til hliðar. Hún tekur mið af þvi einu, að fólk almennt rétt skrimti — og þó því aðeins vinstri stjórnar ólin sé vel hert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.